Morgunblaðið - 04.11.1997, Qupperneq 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 4 .• NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREIIMAR
Yísbending um Snæfellsbæ
Leikur að lífi
í 37. tbl. Vísbending-
ar, tímarits um við-
skipti og efnahagsmál,
er birt ýtarleg og fróð-
leg grein um stöðu 34
bæjarsjóða i landinu.
Er fjallað um þær
kennitölur sem segja til
um afkomu þessara
sveitarfélaga og þær
birtar í 17 töflum sem
sýna stöðu þeirra. En
þegar búið er að fjalla
um þessar stærðir á
vandaðan hátt er í 18.
töflu brugðið á leik,
eins og greinarhöfund-
ur orðar það sjálfur,
með þeim ófyrirséðu afleiðingum
sem slíkur leikur getur haft fyrir
eitt samfélag fóiks. Því byija ég
þessa grein með millifyrirsögninni
leikur að lífinu, en með þessum leik,
þar sem honum er slegið upp sem
alvöru í ijölmiðlum, er farið inn á
hættulega braut þar sem leikurinn
hefur áhrif á búsetuval fólks, mat á
fjárfestingarkostum innan þess
sveitarfélags sem í hlut á og um
leið líðan og afkomu þeirra sem það
byggja.
Staða Snæfellsbæjar
Þegar kennitölur sveitarfélaganna
eru skoðaðar í yfirlitstöflu 1 í grein
Vísbendingar, kemur í ljós að sam-
anlögð staða Snæfellsbæjar er ofan
við meðallag þeirra sveitarfélaga
sem eru til umfjöllunar. í þeirri töflu
er fjallað um sjö mæligildi á stöðu
sveitarfélaga og er Snæfellsbær
nærri botni í einu af þessum gildum,
þ.e. breytingu í íbúatölu, nærri toppi
í tveim gildum þ.e. skatttekjum á
íbúa og veltufjárhlutfalli, en um
meðallag í hinum fjórum gildunum
sem mæla peningalega stöðu og
breytingu í skuldum.
Getur Snæfellsbær því
vel við unað í samfélagi
sveitarfélaga sam-
kvæmt könnun Vís-
bendingar. En þegar
kemur að leik Vísbend-
ingar er annað uppi á
teningnum.
Breyting á íbúatölu
Einkunnagjöf Vís-
bendingar miðar við að
sveitarfélög með breyt-
ingu í íbúðatölu á milli
2% aukningar og 2%
fækkunar á ári, fái 10
í einkunn og síðan einn
í mínus fyrir hvert 1%
frávik þar frá, bæði upp
og niður. Fær Snæfellsbær því 9,04
í einkunn fyrir 2,91% fólksfækkun
á árinu, og er það hæsta einkunn
Snæfellsbæjar í leiknum, en dregið
hefur úr fólksflutningum frá Snæ-
fellsbæ um ein 30% á árabilinu 1995
til ’96 sem er jákvæð þróun., Það
sem er þó merkilegast við þennan
þátt einkunnargjafarinnar er að
hann tengist einkunnagjöfinni um
skatttekjur á íbúa þannig að Snæ-
fellsbær sem er með öflug atvinnu-
fyrirtæki, miklar fasteignir en sam-
drátt í íbúatölu, lækkar í einkunn
fyrir það að Vísbending deilir fast-
eignagjöldunum af þessum eignum
á færra fólk og kallar skattpíningu.
Kemur þessi galli í einkunnagjöfinni
enn betur í ljós þegar skoðað er
hvernig skatttekjur á íbúa eru metn-
ar.
Skatttekjur á íbúa
Vísbending gefur því sveitarfélagi
sem hefur lægstar skatttekjur á íbúa
hæstu einkunn og lækkar síðan ein-
kunnina í réttu hlutfalli við hækkað-
ar skatttekjur. Þar sem skatttekjur
sveitarfélaga eru samkvæmt lögum
byggðar upp á útsvari, sem er pró-
sentutala af tekjum íbúa, og fast-
eignagjöldum sem eru mælikvarði á
fasteignaverðmæti í sveitarfélaginu,
eru skilaboð Vísbendingar með þess-
ari einkunnagjöf þau, að í drauma-
sveitarfélaginu eigi íbúarnir að vera
lágtekjufólk, með veikt atvinnustig,
og litlar eignir. Einnig felst í þessu
mati að Snæfellsbær eiga að forðast
að laða til sín fjárfestingar utan frá
þar sem auknar tekjur sveitarfélags-
Að mínu mati er leikur
sem þessi mjög vara-
hugaverður, segir
Guðjón Petersen, þar
sem hann verður þess
valdandi að fólk dregur
rangar ályktanir.
ins af þeim eignum muni deilast á
þá sem þar búa. M.ö.o. þá á Snæ-
fellsbær að hamla gegn vaxandi
ásókn í sumarbústaðalönd í sveitar-
félaginu þar sem þeir verði margir
í eigu fólks sem ekki á lögheimili í
Snæfellsbæ. Tekjur af þeim munu
reiknast sem hækkun á skatttekjum
af íbúum sveitarfélagsins. Sam-
kvæmt þessari kenningu vona ég
að Guð forði minni sveitarfélögum
frá að fá álver.
Skoðum meðalafkomu fólks í
Snæfellsbæ miðað við það að út-
svarstekjur sveitarfélagsins séu 75%
af heildarskatttekjum þess. Þá er
Snæfellsbær með þriðju hæstu með-
altekjur á mann í þessum 34 sveitar-
félögum eða 1.157.609 kr., ásamt
Grindavík og Seyðisfirði, en Vest-
mannaeyjar og Sandgerði eru einu
sveitarfélögin með hærri meðaltekj-
ur á mann. Rétt er að geta þess að
í þessari athugun er tekið tillit til
útsvarsálagningar í öllum sveitarfé-
lögunum, en mismunurinn getur
verið 0,8% milli hæstu og lægstu
álagningar. Þótt Vísbending telji
þetta falleinkunn fæ ég ekki annað
séð en að í þessum einkunnaflokki
séu íbúar Snæfellsbæjar í drauma-
sveitarfélagi, ásamt íbúum þeirra
sveitarfélaga sem hér eru nefnd.
Rekstur málaflokka
Gefnar eru einkunnir fyrir rekstur
málaflokka, íjárfestingar sem hlut-
fall af skatttekjum og veltuljárhlut-
fall. í einkunnagjöfínni fyrir rekstur
málaflokka og ijárfestingar er gefið
10% frávik í báðar áttir frá ákveð-
inni viðmiðunartölu sem Vísbending
gefur sér að sé æskilegasta staðan.
Þeir sem voru ekki innan þessa 10%
fráviks fengu 0 í einkunn. Fékk
Snæfellsbær 0,65 í einkunn fyrir
rekstur málaflokka en 0 fyrir ijár-
festingar. Er þessi einkunnagjöf í
takt við leitina að draumasveitarfé-
laginu? Varla, því að hátt hlutfall
af skatttekjum í rekstur málaflokka
sýnir hátt þjónustustig við íbúana
eða lág þjónustugjöld, nema hvort
tveggja sé. Snæfellsbær er einnig
með hátt veltufjárhlutfall og er því
dreginn niður um næstum 5 í ein-
kunn fyrir að eiga of ríflega fyrir
sínum skammtímaskuldum og/eða
að fara of mjúkum höndum um þá
íbúa sem skulda bæjarrsjóði.
Þegar skoðuð er greiðslugeta
sveitarfélaganna út frá þeim tíma
sem það tæki að greiða upp nei-
kvæða stöðu eigin rekstrartekna,
með skatttekjum einum, og er þá
miðað við bæjarsjóði og fyrirtæki
þeirra, kemur í ljós að Hveragerði,
Húsavík og Eskifjörður eru þar á
toppnum með 0,2-0,27 ár. í miðj-
unni í röð sveitarfélaganna eru
Hornafjörður, Snæfellsbær og Sel-
foss með 1,03-1,12 ár, en þau þijú
Guðjón
Petersen
sveitarfélög sem lengstan tíma
tækju til þessa þyrftu 2,83-3,76.
Meðaltal greiðslutíma sveitarfélag-
anna yrði hins vegar 1,28 ár, sem
sýnir að Snæfellsbær er með styttri
endurgreiðslutíma en það, eða 1,09
ár.
Lokaorð
Margt annað merkilegt má tína
til úr könnun Vísbendingar sem er
eins og áður sagði fróðleg. Kemur
meðal annars fram í henni að Snæ-
fellsbær er með annan lengsta „nið-
urgreiðslutíma" skulda eða 12,7 ár,
en hefur bætt stöðu sína milli ára
um 23% í þessum málaflokki. Niður-
greiðslutími skulda þess bæjarfélags
sem næst kemur er hins vegar 37
aldir en það er þó ofan við Snæ-
fellsbæ í einkunnagjöf.
Að mínu mati er leikur sem þessi
mjög varasamur þar sem hann verð-
ur þess valdandi að fólk dregur
rangar ályktanir. T.a.m. kemst Vís-
bending að því í lokaorðum sínum
að sameining sveitarfélaga sé
lausnarorðið á rekstrarvanda
þeirra, sem ég er fyllilega sammála,
en kemst jafnframt að því í einkun-
nagjöf sinni að tvö verst settu sveit-
arfélögin séu einmitt þau sem eru
nýsameinuð. Sýnir þetta enn eina
mótsögnina í þeim ályktunum sem
fram eru settar í einkunnagjöfinni.
Kannanir sem þessar eiga að vera
til þess að bera saman staðreyndir,
skoða þróun, meta tölfræðilega
framvindu, benda á betri leiðir
og/eða vara við hættumerkjum. En
við skoðun á forsendum einkunna-
gjafar Vísbendingar flýgur mér í
hug að það skyldi þó aldrei vera
að þegar öllu sé á botninn hvolft,
sé draumasveitarfélag landsins í
Snæfellsbæ?
Rétt er að geta þess að við vinnslu
þessarar greinar leituðu endurskoð-
endur Snæfellsbæjar til Vísbending-
ar um forsendur einkunnagjafarinn-
ar og voru þær góðfúslega veittar.
Höfundur er bæjarstjóri
Snæfellsbæjar.
Undarleg vinnubrögð
Lyfjaeftirlits ríkisins
GREIN hér í Morg-
unblaðinu lýsir sam-
skiptum manna sem
sækja um innflutnings-
leyfi við Guðrúnu Ey-
jólfsdóttur hjá Lyijaeft-
~ irliti ríkisins. Sjálfur
hef ég orðið fyrir barð-
inu á ótrúlegum starfs-
aðferðum hennar og
hef nú í hyggju að
höfða skaðabótamál á
hendur ríkinu vegna
frumhlaups hennar
gagnvart mér sem heil-
brigðisráðuneytið hefur
þegar viðurkennt að
hafi verið gangstætt
öllum lögum og reglum.
Lyfjaeftirlitið er svo
vankunnandi um náttúrulyf að það
er engan veginn fært um að fjalla.
Líkt og venjulega er fáfræðin upp-
spretta ótrúlegra og heimskulegra
^ fordóma sem við innflytjendur og
notendur náttúruefna verðum að
súpa seyðið af. Lyfjaeftirlitið hefur
lagt mig í einelti árum saman og
loks sauð uppúr fyrir rúmu ári þeg-
ar ég var tilneyddur til að senda
stjórnsýslukæru til heilbrigðisráðu-
neytis vegna aðgerða þess. Ráðu-
neytið úrskurðaði mér í vil og hefur
Lyíjaeftirlitið síðan leitað leiða til
að koma höggi á mig. Tækifærið
kom á vordögum eftir að ég hafði
skrifað grein um drottningarhunang
og hinn ótrúlega lækningamátt þess
í Mbl. Lyfjaeftirlitið sendir yfirlýs-
ingu í sama blað og varar við notk-
un drottningarhunangs því það geti
leitt til dauðsfalla.
Síðan hef ég leitað með aðstoð
vina að skjalfestum dæmum um slíkt
og ekki getað fundið eitt skráð dauðs-
fall þar sem drottningarhunang er
sagt orsakavaldur. Drottningarhun-
ang, propolis og blóma-
fijókom hafa öldum
saman verið notuð
mönnum til heilsubótar
og lækninga. Örfáir ein-
staklingar sem þjást af
svæsnu fijókornaof-
næmi eða ofnæmi
tengdu öndunarfærum
geta sýnt ofnæmisvið-
brögð við afurðum bý-
flugnabúsins en það er
hlutverk lækna að vara
slíka sjúklinga við efn-
um sem kunna að reyn-
ast skaðleg og engin
ástæða til að ætla að
læknar bregðist skyldu
sinni.
Því er engin hætta
samfara inntöku drottningarhunangs
sem réttlætir það að gefa út opin-
bera yfirlýsingu frá ríkisstofnun líkt
og um stórhættulegt heilsufars-
vandamál væri að ræða. Lyfjaeftirlit-
ið fór þarna iangt út fyrir verksvið
sitt og hefur þar að auki brotið jafn-
ræðisreglu stjómarskrárinnar þegar
það ræðst gegn mér einum, og þeim
vörum sem ég flyt inn, á sama tíma
og það lætur óátalið að rómaðir séu
kostir annarra náttúruefna í blaða-
greinum. Af þessum ástæðum á ég
nú ekki annarra kosta völ en að höfða
skaðabótamál á hendur ríkinu vegna
þessara ótrúlegu starfsaðferða opin-
berrar stofnunar.
Lyfjaeftirlitið er stofnun sem ber
að hafa eftirlit með því að ekki séu
flutt til landsins skaðleg efni. Þess
hlutverk er ekki að framfylgja ein-
hvers konar opinberri lyfja- eða
lækningastefnu enda borgarar þessa
lands fijálsir að því að velja sjálfir
þær leiðir sem þeir kjósa sér til
heilsubótar og engin slík stefna til.
Þegar ekki er ástæða til að stöðva
innflutning vegna þess að varan er
holl og góð er einfaldlega rangt að
fara þá leið að reyna að skaða mark-
aðinn með yfirlýsingum sem eiga
tæpast við rök að styðjast. Persónu-
leg óvild og eða fordómar starfsfólks
gagnvart óhefðbundnum lækninga-
aðferðum mega ekki koma fram í
starfi sem krefst óhlutdrægni. Ef
einhver málefnaleg og almenn rök
mæla gegn innflutningi er rétt að
banna hann en ekki Ieyfa innflutning
og vara síðan við notkun vörunnar
í fjölmiðlum. Það verður að telja
sérkennileg vinnubrögð.
Vörur hverfa á dularfullan
hátt
Ég færði Lyfjaeftirlitinu eitt sinn
vörur til skoðunar í þeim tilgangi
að fá innflutningsleyfi. Sýnishornin
týndust og málið fékkst því aldrei
afgreitt. Þetta kostaði mig fjár-
muni, auk tímasóunar við símhring-
ingar og þref vegna leitar að vörun-
um. Afsökunin var að ekki væri
venja að taka við sýnishornum án
þess að skriflegt erindi fylgdi, en svo
var ekki í þessu tilfelli, til þeirrar
vöntunar mætti rekja það að vörurn-
ar týndust. Síðan þá hef ég lagt fram
sýnishorn af annarri vöru án skrif-
legs erindis og fengið það afgreitt á
eðlilegan hátt án nokkurra vand-
ræða. Ég get fært sönnur á að svo
hafi verið í því tilviki.
Virt efni og notuð um allan
heim
í líkamanum eru til staðar flestar
þekktar veirur og bakteríur en þær
ná ekki að sýkja hann nema ónæm-
iskerfið veikist. Drottningarhunang,
propolis og blómafijókom byggja upp
ónæmiskerfið og styrkja líkamann í
baráttu við sjúkdóma. Engin efni eru
fýllilega sambærileg að áhrifamætti
Ragnar
Þjóðólfsson
og hollustu. Þessi efni eru margreynd
og prófuð kynslóð fram af kynslóð
og ekkert sem kemur lengur á óvart
við notkun þeirra, ólíkt lyfjum sem
kannski hafa verið á markaði innan
við áratug og sífellt koma nýjar auka-
verkanir í ljós. High Desert bý-
flugnabúin em auk þess hátt uppi á
Arizonahásléttunni, fjarri allri
mannabyggð og mengun. Jarðvegur-
inn hefur verið bættur á lífrænan
hátt í því skyni að tryggja að öll
þekkt næringarefni fáist úr honum
og skili sér í blómasafann og fijó-
komin sem býflugurnar safna.
Margar milljónir manna um allan
heim nota afurðir býflugnabúsins
daglega sér til heilsubótar og marg-
ir þakka þeim góðan bata eða veru-
lega bætta líðan. Hér á landi er ég
í sambandi við fjölmarga sem ekki
telja sig geta verið án heilsubótar-
efnanna úr býflugnabúinu enda taki
sig erfiðir sjúkdómar upp ella. Varla
líður sá dagur að ekki sé hringt í
okkur hjónin og okkur sagðar sögur
af bættri líðan og betri heilsu í kjöl-
far þess að fóik hafi farið að nota
afurðir býflugunnar. Eitt af því sem
hefur glatt okkur ósegjanlega er að
komast að því að propolis er veru-
lega áhrifaríkt til að draga úr eyrna-
bólgu meðal ungra barna. Þrálátar
sýkingar sem ekkert hefur unnið á
láta undan síga öllum að óvömm.
Ung vinkona okkar sem þjáist af
sykursýki og vanstarfsemi í skjaldk-
irtli hefur getað dregið bæði úr insúl-
ínskammtinum og týrósín inntöku,
þökk sé stöðugri inntöku allra fæðu-
bótarefnanna úr býflugnabúinu enda
vel þekkt hversu virkni þeirra eykst
þegar þau vinna saman í líkamanum.
Tvöfalt siðgæði
Við sem trúum á sjálfslækningar
erum sannfærð um að heilbrigt líf-
erni og rétt val á fæðu og fæðubót-
arefnum skili sér í aukinni hreysti.
Þetta er andstætt hagsmunum lyfja-
iðnaðarins enda græða þeir á að
selja fleiri töflur og meira af mixt-
úru. Sést best á nýlegum sjónvarps-
auglýsingum lyfjaiðnaðarins það sið-
gæði sem þar ríkir. Þessi tafla eykur
hagvöxtinn, þetta lyf slær á við-
skiptahallann við útlönd. íslending-
ar, gleðjumst yfir að græða á kröm
og sjúkdómum fólks! Aukin notkun
lyfja bætir svo efnahaginn.
Fólk í heilbrigðisstéttum sakar svo
oft þá sem selja og flytja inn náttúru-
efni, um að hafa veikindi og vanlíðan
Ég á ekki annarra kosta
völ, segir Ragnar Þjóð-
ólfsson, en að hefja
skaðabótamál á hendur
ríkinu vegna starfsað-
ferða Lyfjaeftirlitsins.
fólks að féþúfu. Þeim ásökunum vísa
ég hér með til föðurhúsanna enda
auglýsa þeir sem hæst hafa látið
gegn náttúruefnum nú sjálfir hrein-
skilnislega sitt hugarfar. Það er vel-
sæmi að tama! Staðreyndin er sú að
flest lyf sem eru á markaðnum í dag
lækna einfaldlega ekki, heldur slá á
einkenni. Lyfjaiðnaðurinn veltir millj-
örðum árlega og er eitt auðugasta
fjármálaveldi í heiminum. Hvert
hneykslið hefur rekið annað í þeim
herbúðum þegar í ljós hefur komið
að lyf eru sett á markað æ ofan í æ
án nægilegra rannsókna eða viðvar-
ana vegna hugsanlegra aukaverkana.
Sannleikurinn er sá að lyf verða aldr-
ei fullrannsökuð, þau eru líkt og nátt-
úruefnin háð reynslu kynslóðanna af
notkun þeirra og því alveg jafn örugg
eða óörugg í inntöku. Fólk getur
árum saman notað lyf án vandræða
en síðan fengið heiftarleg ofnæmi-
sviðbrögð alls óvænt.
Aimenningur er vel upplýstur um
eigin líkama og læknis- og lyfja-
fræði ekki lengur dulúðug fyrirbæri
sem aðeins er á færi innvígðra að
skilja. Við viljum sjálf taka ábyrgð
á okkar heilsu og velja leiðirnar til
þess og þann rétt okkar ber að virða.
Við þurfum engan stóran bróður til
að hugsa fyrir okkur, við erum læs
og getum sjálf kynnt okkur það sem
þarf til að geta valið af skynsemi.
Höfundur er verslunarmaður.