Morgunblaðið - 28.01.1998, Side 1

Morgunblaðið - 28.01.1998, Side 1
72 SÍÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 22. TBL. 86. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Bandaríkjaforseti hvetur til að tekjuafgangi fjárlaga verði varið til velferðarmála Samsæri sagt liggja að baki ásökunum Washington. Reuters. Reuters HILLARY Clinton varði eiginmann sinn með oddi og egg í viðtalsþætti á NRC-sjónvarpsstöðinni í gær og sagði hann sæta ofsóknum „víðtæks samsæris hægrimanna". HILLARY Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, varði mann sinn, Bill Clinton, með oddi og egg í sjón- varpsviðtali í gær og sagði hann fórnarlamb „víðtæks samsæris hægrimanna" sem með ásökunum um meint ástarsamband hans við Monicu Lewinsky freistuðu þess að „afmá úrslit tvennra kosninga". Sagði hún að þegar öll atriði máls- ins væru komin upp á yfirborðið hefðu „sumir mikið að svara fyrir“. Hillary Clinton neitaði að tjá sig um einstök atriði þeirra ásakana sem bomar em á Clinton um fram- hjáhald en ítrekaði ásakanir sínar um að andstæðingar forsetahjón- anna á hægrivængnum stæðu að baki mikilli ófrægingarherferð á hendur þeim. „Við höfum verið sök- uð um allt, þar með talið morð, af nokkrum þeirra sömu og standa að baki þessum ásökunum," sagði Hill- ary og vísaði þar til fullyrðinga um að Vincent Foster, lögfræðingur og vinur forsetahjónanna, hefði verið myrtur en ekki framið sjálfsmorð eins og niðurstaða rannsóknar stjórnvalda varð. Sendi Starr kaldar kveðjur I viðtalinu hélt Hillary Clinton því fram að Kenneth Starr saksókn- ari, sem rannsakar málið gegn for- setanum, væri í bandalagi við sam- særismennina og væri réttarkerfið notað til að ná fram pólitískum markmiðum. Asamt Starr sagði hún helstu forsprakka samsærisins vera öldungadeildarmennina Jesse Helms og Laueh Faircloth, sem báðir eru repúblíkanar frá Norður- Karólínu, og sjónvarpspredikarann Jerry Falwell. Vísaði Starr ásökun- um forsetafrúarinnar á bug og kall- aði þær „þvætting". Allt á huldu um sambandið Jerry Whitehead, forstöðumaður Rutherford-stoftiunarinnar, íhalds- samra lögfræðingasamtaka er fjár- magna málsókn Paulu Jones, sem sakað hefur Clinton um kynferðis- lega áreitni, afhenti rannsóknar- dómnum skjöl í gær en bar ekki vitni. Að því búnu skoraði hann á forsetafrúna að sýna fram á hið meinta samsæri. Jafnframt bar Betty Currie, einkaritari Clintons, vitni fyrir rannsóknardómnum, sem rannsakar hvort forsetinn hafi framið meinsæri með því að fá Lewinsky til að veita rangar upp- lýsingar I eiðsvarinni yfirlýsingu um meint ástarsamband þeirra. Currie mun hafa veitt Lewinsky aðgang að Hvíta húsinu og Lewinsky sendi þangað nokkrum sinnum pakka, sem stflaðir voru á Currie. Enn er allt á huldu um eðli sam- bands Clintons og Lewinsky. Menn sem fróðir eru um öryggismál for- setaembættisins segja að nánast útilokað hefði verið fyrir Clinton að eiga laumuleg samskipti við stúlk- una. Jimmy Carter, fyrrverandi for- seti, hrósaði Clinton í gær fyrir að hafa haldið einbeitingu sinni varð- andi alþjóðamál þrátt fyrir ásakanir um hjónabandshneyksli. „Clinton forseti er einstökum hæfileikum bú- inn að halda sig við þau mál sem varða þjóð okkar,“ sagði Carter á blaðamannafundi. Hlupu fjölmiðlar fram úr sér? í gær fór að bera á sjálfsgagnrýni fjölmiðla á umfjöllun um ásakanir um ástarfundi Clintons og Lewin- sky og sérfræðingar sögðu fjölmiðl- ana hafa hlaupið fram úr sjálfum sér. Um væri að ræða stjómlaust „fóðrunaræði" þar sem „alltof margir fréttamenn kepptust um allt of fáar staðreyndir". Larry Sabato, prófessor í fjölmiðlun við Virginíu- háskóla, sagði vísbendingar um að fréttaflutningurinn þætti óhóflega mikill og væri farinn að hafa öfug áhrif. Kannanir bentu til þess að al- menningur hefði þolinmæði til þess að bíða eftir því að sannleikurinn kæmi í ljós. Bill Clinton átti að flytja árlega stefnuræðu sína á Bandaríkjaþingi sl. nótt að íslenskum tíma. Embætt- ismenn sögðu að þar myndi hann boða aukna áherslu á menntamál, uppstokkun almannatryggingakerf- isins, er ljúka skyldi á næsta ári, og hækkun lágmarkslauna. Jafnframt myndi hann hvetja þingið til þess að setja 200 milljarða dollara afgangs- tekjur fjárlaga næstu fimm árin til hliðar til þess að styrkja almanna- tryggingakerfið. Tækist forsetanum vel upp var talið að það gæti dregið athygli frá vandamálum hans. ■ Sjá umfjöllun á bls. 18-19 Deilan við Iraka á við- sjárvert stig Washington. Reuters. DEILAN um vopnaeftirlit Samein- uðu þjóðanna (SÞ) í Irak er komin á „viðsjárvert" stig. Var það niður- staða símasamtals Bills Clintons Bandaríkjaforseta og Tonys Blairs; forsætisráðherra Bretlands, í gær. I nótt birti Clinton Saddam Hussein Iraksforseta aðvörun og sagði að hann myndi ekki komast upp með að ganga gegn vilja ríkja heims. Clinton varaði Saddam við því að hindra starf vopnaeftirlitsmanna SÞ. „Þú hefur beitt gereyðingarvopnum áður. Við erum staðráðin í að koma í veg fyrii' að þú gerir það aftur,“ sagði Clinton. Ákveðið var í gær að Madeleine Albright utanríkisráð- herra færi til Evrópu í dag til þess að ráðfæra sig við rússneska, breska og franska starfsbræður sína um ástandið. Rót þeirrar spennu sem hlaupin er í deiluna við Iraka er rökstuddar grunsemdir um að Irakar, í trássi við samkomulagið um vopnahlé í Persaflóastríðinu, starfræki leyni- lega verksmiðju til framleiðslu sýklavopna. Riehard Spertzel, formaður eftir- litsnefndar SÞ með lífefnavopnum, sagðist í síðustu viku hafa upplýsing- ar um starfsemi slflcrar verksmiðju. Telja sérfraeðingar að þrátt fyrir framgöngu eftirlitsmanna SÞ við að uppræta gjöreyðingarvopn íraka geti þeir líklega framleitt nógan miltisbrand í tvær sprengjur á degi hverjum. I ferð sinni til Evrópu er gert ráð fyrir að Albright ráðfæri sig við starfsbræður sína um „næstu ski-ef ‘ gegn Irökum, sem meinað hafa eftir- litsmönnum að skoða vissa staði og neitað samvinnu við eftirlitssveitir sem lúta forystu bandarískra sér- fræðinga. Tony Blair sagði í samtali við arabískt blað í gær, að ekki væri hægt að útiloka hernað gegn írak breytti Saddam ekki um afstöðu gagnvart vopnaeftirliti SÞ í Irak. Víktor Posuvaljúk aðstoðarutan- ríkisráðherra Rússlands ræddi við ráðamenn í Baghdad í gær og hugð- ist freista þess að finna leiðir til að höggva á hnútinn í deilu Iraka og SÞ. BRESK þota hefur sig á loft frá flugmóðurskipinu Invincible á Persaflóa í gær. Á alþjóðavettvangi þykir frestur til að finna pólitíska lausn á deilum við Iraka vera að renna út. Tony Blair forsætisráð- herra Bretlands útilokaði ekki hernað gegn Irökum breyttist ekki af- staða Saddams Husseins til vopnaeftirlits SÞ í Irak. Kofi Annan fram- kvæmdastjóri SÞ kvað þó stríð á hendur Irökum ekki vera yfírvofandi. ^ Reuters Frestur Iraka að renna út Arafat hafnar frið- artillögu Kaíró. Reuter. YASSER Arafat leiðtogi Palestínu- manna freistaði þess í gær að fá Hosni Mubarak forseta Egypta- lands til þess að lýsa yfir stuðningi við það að haldinn verði leiðtoga- fundur arabaríkjanna um friðar- horfur í Miðausturlöndum. Amr Moussa, utanríkisráðheri-a Egypta, sagði leiðtogana hafa rætt hugmyndina um leiðtogafund en alltof snemmt væri að ræða um hann sem hugsanlegan möguleika. Arafat mun hafa mælt fýrir hug- mynd sinni um fund af þessu tagi í heimsóknum að undanfornu til Már- itaníu, Marokkó, Alsír og Túnis. Ur- slitum ræður hvort honum takist að fá stuðning Egypta við hana. Eftir viðræður við Mubarak skellti Arafat skuldinni vegna þrá- teflisins í deilum ísraela og Palest- ínumanna á Benjamin Netanyahu forsætisráðherra. I Washington telja bandarísk stjórnvöld að þeir Arafat og Netanyahu hafí í síðustu viku fallist á hugmyndir Bills Clint- ons forseta um leiðir til að rjúfa kyrrstöðuna í friðarferlinu. í því felst að Israelar dragi her sinn frá Vesturbakkanum í áföngum og á sama tíma auki palestínska lögregl- an aðgerðir gegn hryðjuverkamönn- um. Þessum hugmyndum vísaði Ara- fat hins vegar alfarið á bug í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.