Morgunblaðið - 28.01.1998, Side 6

Morgunblaðið - 28.01.1998, Side 6
6’ MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1998 MÓRGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/August Hákansson ÞESSI mynd er tekin úr flug-vúl í gærmorgnn og sést vel hvernig hrunið hefur niður um allt fjallið. Allt að 10 tonna björg í skriðunni úr Snæfelli MILLI 30 og 50 m breitt og 50 til 70 m hátt sár er austanvert í efstu brún Snæfells þar sem bergstykki féll úr fjallinu í síð- ustu viku. Bjargstykkið hefur fallið í þröngri rás niður hamra- beltið og á skriðuna þar fyrir neð- an. í fallinu hefur stykkið splundr- ast og má sjá stóra grjóthnull- unga niður um alla skriðuna og hefur snjór vöðlast utan um þá marga. Sigurður Aðalsteinsson, bóndi á Vaðbrekku, sagði suma hnullungana enga smásmíði, sumir væru áreiðanlega kringum 10 tonna björg. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson STÓRIR hnullungar eru niður um alla fjallshb'ðina og stendur Sveinn Pálsson á Aðalbóli í miðri skriðunni ofarlega í Snæfelli. FRÉTTIR Ný verðskrá íslandsflugs í næsta mánuði Algengasta fargjald hækkar um ÍSLANDSFLUG hefur sent út nýja verðskrá sem tekur gildi næsta sunnudag og hækka lægstu fargjöldin þá úr 6.900 í 7.230 til flestra áfangastaða eða um 4,8%. Til Egilsstaða verður fargjaldið hækkað í 7.530 og lægsta fargjald til Vestmannaeyja verður áfram nánast það sama, 5.930 kr. og er átt við gjald fyrir flug báðar leiðir í öll- um tilvikum. Afangastaðir Islandsflugs frá Reykjavík eru átta: Akureyri, Vest- urbyggð, Isafjörður, Sauðárkrókur, Siglufjörður, Gjögur, Egilsstaðir og Vestmannaeyjar. Ómar Benedikts- son, framkvæmdastjóri Islands- flugs, segir ástæðu hækkunarinnar annars vegar launa- og kostnaðar- hækkanir að undanfomu og hins vegar að nýting hafí ekki verið eins og vonast var til. Hún sé þó ágæt og vaxandi á Akureyri, svipuð á Egilsstaði og Vestmannaeyjar en mætti vera meiri á Isafjörð. Ómar bendir á að þrátt fyrir þessa hækk- un verði fargjöld í innanlandsflug- inu enn talsvert lægri en þau voru í júní í fyrra, áður en innanlandsflug- ið var gefíð frjálst, og nefndi Akur- eyri sem dæmi. Þá kostaði flug báð- ar leiðir milli Reykjavíkur og Akur- eyrar milli 8 og 14 þúsund krónur en verður hjá Islandsflugi nú milli 7.230 og 9.930 krónur. Lægsta fargjaldið er nefnt „bók- að og greitt" en geti menn ekki bókað far báðar leiðir kemur til næsti flokkur, almennt fargjald, þar sem verðið er 8.530 kr. eða 9.930 kr. til flestra áfangastaðanna og ræðst af nánari greiðslu- og bók- unarskilmálum, svo og ferðapunkt- um. Almenna fargjaldið til Egils- staða verður 8.930 eða 10.930 kr. og til Vestmannaeyja 6.330 eða 6.930 kr. Tengist Amadeus-bókunar- kerfinu Frá 9. febrúar tengist Islands- flug bókunarkerfinu Amadeus í gegnum SAS. Bókunarkerfið nær til 119 landa og em yfír 41 þúsund ferðaskrifstofur tengdar kerfinu og 8 þúsund flugfélög. Ómar segir að með því að tengjast kerfínu geti bæði ísienskar og ekki síður er- NÝTT áskriftartímabil Stöðvar 2 mun framvegis hefjast fímmta hvers mánaðar þannig að dagskrá stöðvarinnar verður læst frá og með 5. febrúar en ekki 10. febrúar eins og verið hefði að óbreyttu. Hilmar Sigurðsson, markaðs- stjóri Islenska útvarpsfélagsins, segir að frá því í september sl. hafí tvöfalt kerfí verið við lýði hjá stöð- inni og dagskráin í raun verið höfð ólæst frá 5. - 10. hvers mánaðar. Framvegis verði miðað við 5. febr- úar og er það gert til að færa greiðsludagsetningar þeirra sem 4,8% lendar ferðaskrifstofur bókað far- þega beint í áætlunarflug félagsins. Sé það ekki síst spennandi mögu- leiki gagnvart erlendum skrifstof- um og leiði vonandi til aukinnar sölu. Þá mun íslandsflug frá deginum í dag hefja áætlunarflug milli Bíldudals og ísafjarðar. Verður flogið þrisvar í viku. Miðvikudaga kl. 8:45 og 16:35 frá ísafirði og kl. 9:20 og 17:10 frá Bíldudal og fímmtudaga kl. 16:35 frá ísafirði og 17:10 frá Bíldudal. greiða gíróseðla nær greiðsludegi þeirra sem greiða með greiðslu- kortum eða beingreiðslum, en greiðslur þeirra berast að jafnaði 2. hvers mánaðar. Varðandi stöðu þeirra sem greitt hafa áskrift frá 10. janúar til 10. febrúar en hyggjast ekki fram- lengja áskrift sína sagði Hilmar að þeir áskrifendur væru beðnir að hafa samband við fyrirtækið og gætu þeir valið um nokkra kosti, til að ráðstafa inneign sihni, þar á meðal að hafa opna dagskrá frá 5. til 10. febrúar. Ný áskriftartímabil Stöðvar 2 Dagskránni læst frá 5. febrúar Hraða- og stöðvunar- skyldubrot algengust „ALGENGUSTU brotin eru hraðabrot og brot á biðskyldu og stöðvunarskyldu eru í öðru sæti,“ sagði Hilmar Þorbjörnsson aðstoð- aryfírlögregluþjónn í Reykjavík í samtali við Morgunblaðið í gær. Segir hann fjölda brota svipaðan nú og í byrjun síðasta árs, jafnvel hefði þeim fækkað en samanburður milli ára væri vart marktækur fyrr en lengra liði. Lögreglan í Reykjavík hefur að undanfömu eins og oft áður verið með ómerktan bíl í almennu um- ferðareftirliti auk þess sem merktu lögreglubílamir era á ferðinni. Hilmar sagði að við eftirlit væri ákveðið aðhald fólgið í því að lög- reglan sýndi sig á gatnamótum hér og þar í bænum og að lögreglan beitti því eins og áður hefði verið. Eftirlit í ómerktum bíl væri ein af þeim aðferðum sem beitt væri og hann sagði hvorki meira né minna um það nú en áður. „Fólk sem er ekki að brjóta af sér í umferðinni þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af okkur, það eru aðeins lögbrjótar sem við tökum og þá eram við ým- ist á merktum eða ómerktum bfl- um. Við vinnum að því að fá menn til að virða reglur og ef menn virða reglur vonum við að takast megi að bjarga mannslífum og að færri slasist. Best er auðvitað að ná þeim árangri með því að vera á staðnum án þess að hafa afskipti af nein- um.“ Auk hraðans era algengustu brotin í umferðinni í Reykjavík til dæmis ólögleg stöðvun eða lagning ökutækis, þlvun við akstur og stöðubrot. í síðustu viku vora 62 sektaðir vegna hraðaksturs, 45 vora sektaðir fyrir rangstöðu, ólög- lega stöðvun eða lagningu ökutæk- is, stöðvunarskylda var ekki virt af 15 ökumönnum, í 24 tilvikum not- aði ökumaður ekki öryggisbelti, 20 óku ölvaðir og 7 óku mót rauðu ljósi. SUÐUR-Afríkumenn, frá rannsóknarstöðinnni Sanae á Suðurskauts- landinu, lögðu á sig þriggja stunda þyrluflug til að skoða íslensku jöklajeppana og reyna þá. Gestagang- ur í Svea- stöðinni SUÐUR-AFRÍKUMENN gerðu sér sérstaka ferð frá Sanae á Suður- skautslandinu að stöðvum leiðang- ursmanna í Svea til að skoða Toyota-jeppana tvo. Gestirnir voru hrifnir af jeppun- um, sérstaklega þægindunum og hversu hljóðlátir þeir eru. Sáu þeir möguleikana að geta flutt mann- skap milli staða fljótt. Islensku leiðangursmennirnir, Freyr Jónsson og Jón Svanþórs- son, gátu boðið þeim í dálítinn hraðakstur næst Svea-stöðinni en þegar lengra dró leið bfllinn áfram á 20 km hraða. Fjöðrunargormar á bflunum hafa brotnað. Vinstri afturgormur- inn á öðrum bflnum brotnaði í þijá bita en, að sögn leiðangursmanna, brotna þessir gormar aldrei á ís- landi. Virðist það benda til þess að þeir þoli illa kuldann. ! í I I » I t » I » » » » » » » » »

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.