Morgunblaðið - 28.01.1998, Side 13

Morgunblaðið - 28.01.1998, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1998 13 Morgunblaðið/RAX ÞRÍR af fjórum nýjum frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar, sem tekið hafa sæti í nefndum á vegum borgarinnar, auk þeirra tveggja borgarfulltrúa sem víkja sæti fyrir þá. Taldir frá vinstri Guðlaugur Þór Þórðarson, Árni Sigfússon, Júlfus Vífill Ingvarsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Guðrún Pétursdóttir. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins Fjórir nýir frambjóð- endur til nefndastarfa Umsögn borgarlögmanns um Vegas Athugasemdir við störf hönnuðar BREYTINGAR sem gerðar hafa verið á húsnæði skemmtistaðarins Vegas voru unnar samkvæmt teikn- ingum verkfræðings, sem starfaði um árabil hjá embætti byggingafull- trúa. Borgarráð hefur mælst til þess við embætti lögreglustjóra að leyfið verði afturkallað vegna breytinganna sem gerðar hafa verið á húsnæðinu ánvitundar bygginganefndar. I umsögn borgarlögmanns, sem samþykkt hefur verið í borgarráði, kemur einnig fram að verkfræðingn- um hafi, vegna starfa hjá bygginga- fulltrúa, verið fullkunnugt um að óheimilt er að hefja framkvæmdir án leyfis bygginganefndar eins og gert var í þessu tilviki. Óskað var eftir umsögn borgarlögmanns í kjöl- far mótmæla, sem bárust vegna ákvörðunar um lokun skemmtistað- arins. I umsögninni kemur m.a. fram að burðarveggur hafi verið fjarlægður og í hans stað komið fyrir stálbita og stálsúlum. Að mati borgarlögmanns er nauðsynlegt að bygginganefnd taki þátt verkfræðingsins til sér- stakrar skoðunar, en nefndin getur samkvæmt lögum veitt hönnuði áminningu eða lagt til við ráðherra að hann verði sviptur löggildingu reynist brotið alvarlegt. Bendir borgarlögmaður á að ljóst sé að verulegar breytingar hafi ver- ið gerðar á húsnæðinu. Borgarráði beri því að grípa til viðeigandi ráð- stafana. Ekkert hafi legið fyrir um burðarþol í húsinu eftir að veggur- inn var fjarlægður og ekkert liggi fyrir um þær afleiðingar sem breyt- ingarnar hafa á eldvarnir í húsinu. Það væri því ábyrgðarhluti að veita rekstraraðila frest til að fá breyting- arnar samþykktar eða koma hús- næðinu í fyrra horf og leyfa sam- komuhald í húsinu á meðan. For- sendur jákvæðrar umsagnar borg- arráðs séu brostnar, þar sem hús- næðinu hafi verið breytt án sam- þykkis og því geti borgarráð ekki lagt mat á umsóknina fyi’r en bygg- inganefnd hefur afgreitt breytta uppdrætti fyrir sitt leyti. Beðið viðbragða eigenda Tekið hefur til starfa settur lög- reglustjóri í Reykjavík til að taka af- stöðu til tilmæla borgarráðs um lok- un skemmtistaðarins Vegasar vegna þess að burðarveggur hefur verið fjarlægður. Skemmtistaðurinn hefur sótt um vínveitingaleyfi til fjögurra ára og starfar nú á bráðabirgðaleyfi. Settur lögreglustjóri, Karl Gauti Hjaltason, segir að leyfishafa sé nú gefinn kostur á að tjá sig um tilmæl- in og að staðnum verði ekki lokað á meðan. Kvaðst hann gera ráð fyrir að fá svör frá eigendum skemmti- staðarins og í kjölfarið myndi hann taka afstöðu í málinu. FJÓRIR nýir frambjóðendur, sem eru í efstu sætum á lista Sjálfstæðis- flokksins við borgarstjórnarkosn- ingar í Reykjavík í vor, hafa tekið sæti í nefndum á vegum borgarinn- ar. Þetta eru þau Guðrún Péturs- dóttir, sem tekur sæti í fræðsluráði Reykjavíkur, Júlíus Vífill Ingvars- son og Eyþór Arnalds, sem taka sæti í atvinnumálanefnd, og Guð- laugur Þór Þórðarson, sem tekur sæti í stjórn Dagvistar barna og varasæti í menningarmálanefnd. Árni Sigfússon hefur setið í þess- um nefndum, en víkur sæti og mun sinna yfirstjórn stefnu á sviði þess- ara verkefna sem oddviti flokksins Lýst eftir rauðum Daihatsu LÖGREGLAN í Hafnarfirði lýsir eftir bfl sem stolið var á sunnudagskvöldið frá Mið- vangi 41 þar í bæ. Um er að ræða bíl af gerð- inni Daihatsu Charade, sem er rauður að lit, með skrá- setningarnúmerinu LK 479, árgerð 1991. Þeir sem gætu gefið upplýsingar um bflinn eru beðnir að gefa sig fram við lögregluna í Hafnarfirði. og borgarstjóraefni. Auk hans víkur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson einnig sæti í atvinnumálanefnd, en þeir áttu þar báðir sæti. „Við teljum mjög mikilvægt að gefa þessu nýja fólki tækifæri og gera það strax þannig að það komi inn í þessi mál og sé betur undir búið að berjast með okkur og hafa forystu í hinum ýmsu málum ef borgarbúar veita okkur meirihlutafylgi í vor,“ sagði Arni Sigfússon á blaðamannafundi sem boðaður var af þessu tilefni. Fram kom að þeir telja mikilvægt að tveir forystumenn úr ólíkum at- vinnugreinum, Júlíus Vífill og Eyþór Arnalds, setji sig inn í stöðu at- vinnu- og ferðamála hjá borginni svo snúa megi strax til öflugrar upp- byggingar náist meirihluti í vor. Guðlaugur Þór, sem fari inn í stjórn Dagvistar barna, sé í þeim aldurs- hópi sem mest brenni á dagvistar- þjónusta fyrir yngstu börnin og leik- skólar og Guðrún Pétursdóttir, for- stöðumaður Sjávarútvegsstofnunar, hafi bæði sem fagmaður og foreldri víðtæka þekkingu og áhuga á betri menntun grunnskólabarna í Reykja- vík. Ný reynsla „Þetta leggst ágætlega í mig. Fyrir mig er þetta ný reynsla og ég hlakka til að kynnast þessum mála- flokkum, setja mig vel inn í þá og vinna að málum sem náttúrlega varða hag allra borgarbúa og maður hefur haft skoðanir á sem einn af þeim til þessa, en fær nú tækifæri til að kynnast betur innan frá og frá þeirri hlið þar sem ákvarðanirnar eru teknar,“ sagði Guðrún Péturs- dóttir. Júlíus Vífill sagði að það legðist mjög vel í sig að hefja nú störf í at- vinnumálanefnd. „Það eru mörg mál sem koma inn á borð atvinnumála- nefndar. Mér er kannski ekki hvað síst atvinnuleysið ofarlega í huga. Sú staðreynd að um götur Reykja- víkur ganga 1.400 atvinnulausar konur hlýtur að vera öllum áhyggju- efni og að atvinnuleysi hefur gengið lítið niður í Reykjavíkurborg, þrátt fyrir batnandi efnahag þjóðarinnar. Þar fyrir utan er auðvitað stórmál að mörg af öflugum fyrirtækjum Reykjavíkur hafa verið að sækja í nærliggjandi bæjarfélög og haslað sér völl þar. Reykjavíkurborg hefur orðið á eftir í að bjóða þessum fyrir- tækjum viðunandi aðstöðu," sagði Júlís Vífill. Guðlaugur Þór sagði að sér litist mjög vel á það að hefja strax störf, því auðvitað stefndu menn að því, þegar þeir byðu sig fram í borgar- stjórn, að starfa í nefndum og láta gott af sér leiða á þeim vettvangi. „Maður er spenntur að takast á við þessi verkefni og það er ekki verra að geta brett upp ermar strax og fengið að kynnast þeim áður en bar- áttan hefst í vor,“ sagði Guðlaugur Þór. Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ Hætt við prófkjör í vor FULLTRÚARÁÐ Sjálfstæðisfé- laganna í Garðabæ hefur samþykkt að falla frá ákvörðun, sem tekin var í október sl. um að fram færi prófkjör vegna sveitarstjórnar- kosninganna í vor. Sjö höfðu gefið kost á sér til þátttöku í prófkjörinu. Þess í stað var ákveðið að uppstill- inganefnd legði fram tillögu að framboðslista fyrir fund í fulltrúa- ráðinu sem boðaður hefur verið 23. febrúar nk. Að sögn Jóns Guðmundssonar, formanns fulltrúaráðsins, kom fram hjá kjömefndinni á fundi full- trúaráðsins að henni sýndist ekki tilefni til prófkjörs í Ijósi þess að Sjö höfðu gefíð kost á sér einungis sjö gáfu kost á sér. „Hins vegar sögðust þeir hafa talað við fjölda fólks, sem sagðist vilja starfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn en ekki að undangengnu prófkjöri," sagði hann. „Þannig að þeir lögðu til við stjóm fulltrúaráðsins að hætt yrði viðj>rófkjörið.“ Á fundi fulltrúaráðsins var sam- þykkt mótatkvæðalaust að stilla upp framboðslista fyrir kosning- amar í vor. „Það er mín skoðun að prófkjör hafi mnnið sitt skeið og að samherjar séu ekki tilbúnir að etja kappi í prófkjöri en þurfa síðan að snúa bökum saman í kosningabar- áttunni,“ sagði Jón. Tveir af fjórum núverandi bæj- arfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, þau Benedikt Sveinsson og Sigrún Gísladóttir, hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér við næstu kosning- ar. Af þeim sjö sem höfðu gefið kost á sér í prófkjör voru tveir sitjandi bæjarfulltrúar, þau Erling Ás- geirsson og Laufey Jóhannsdóttir, og fyrsti varafulltrúi, Andrés Sig- urðsson, en hann skipaði fimmta sæti listans. H 2\ rij FASTEIGNA MARKAÐURINN OÐINSGOTU 4, SIMAR 551 1540, 552 1700, FAX 562 0540 Atvinnuhúsnæði Verslunarhúsnæði við Bankastræti. Góð 80 fm verslunarhæð ásamt 80 fm kjallara. Kjallarinn er vel samtengdur hæðinni og getur jafnframt nýst sem verslunarhúsnæði. Húsnæðið er laust til afhendingar nú þegar. Hafnarbraut Kópavogi. 1.067 fm atvinnuhúsnæði sem skiptist i 458 fm iðnaðarhúsnæði með 8 metra lofthæð, góðum innkeyrsludyrum og góðri aðkomu. 307 fm iðnaðarhúsnæði með 5 metra lofthæð og góðum innkeyrsludyrum ásamt 30 fm millilofti. 265 fm skrifstofurými sem skiptist í 3 einingar og er allt endurnýjað. Eignin getur selst í hlutum. Laugavegur. Gott 125 fm verslunarhúsnæði á götuhæð í mikið endurnýjuðu timburhúsi. Góðir útstillingargluggar. Verð 18,9 millj. Kringlan. Verslunarhúsnæði sem er 114 fm og er á neðri hæð aðal-Kringlunnar. Húsnæðið er í leigu til 5 ára. Góðar leigutekjur. Vesturhraun Garðabæ. 2.500 fm iðnaðarhúsnæði á einni hæð með allt að 8 metra iofthæð, 5 innkeyrsludyr. Húsnæðið getur selst í hlutum. Skúlatún. 774 fm skrifstofu- og lagerhúsnæði sem skiptist í 420 fm lagerhúsnæði og tvær skrifstofuhæðir sem eru 131 fm og 123 fm auk þess er 220 fm yfirbyggt port sem nýtist sem lagerhúsnæði. Bolholt. 170 fm verslunarhúsnæði á götuhæð til afhendingar fljótlega. Eldshöfði. 194 fm iðnaðarhúsnæði með stórum innkeyrsludyrum, hiti í plani. Húsnæðið getur verið til afh. fljótlega. Stór hluti kaupverðs áhvílandi. Laugavegur. Heil húseign sem er 315 fm á 3 hæðum og skiptist í 105 fm verslunarhúsnæði á götuhæð, 105 fm kjailara og 105 fm íbúð á 2. hæð. Húsið er timburhús byggt á steyptum kjallara. Baklóð með góðum bllastæðum. Möguleiki á byggingarrétti. Bíldshöfði/bílaþvottastöð. Hér er um að ræða fyrirtæki og húsnæði sem selst saman, er í langtímaleigu og skilar háum leigutekjum. Miðbær - góð fjárfesting. Heil húseign sem leigð er út í nokkrum einingum. Traustir leigutakar. Langtímaleigusamningar með góðum leigutekjum. Laugavegurnýbygging. Heil húseign sem er 1.170 fm verslunar- og skrifstofuhúsnæði auk þess eru tvær íbúðir í húsinu. Getur selst ( hlutum. Kvenfataverslun í miðbænum til sölu. Af sérstökum ástæðum er kvenfataverslun á góðum stað í miðbænum til sölu. Gott tækifæri fyrir samhentar konur. Fallegar innréttingar, eigin innflutningur. Enginn gamall lager. Gott verð. Upplýsingar aðeins á skrifstofu. Snyrtivöruverslun Kringlunni Snyrtivöruverslun í Kringlunni í góðu leiguhúsnæði. V- Jón Guðmundsson, lögg. fasteignasali Ólafur Stefánsson lögg. fasteignasali J

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.