Morgunblaðið - 28.01.1998, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Króknes sameinast
Hraðfrystihúsinu hf.
Morgunblaðið/Kristinn
Viðskiptanefnd frá
Halifax á Islandi
STJÓRNIR Hraðfrystihússins hf. í
Hnífsdal og Krókness ehf. á ísafirði
hafa samþykkt að sameinast undir
nafni Hraðfrystihússins hf. Munu
eigendur Krókness eignast hlut í
Hraðfrystihúsinu við sameining-
una.
Króknes á og gerir út rækjubát-
inn Örn ÍS með samtals um 200
tonna kvóta í þorskígildum. Þar af
eru um 70 tonn af þorskkvóta auk
þess sem félagið á tvo rækjukvóta í
Isafjarðardjúpi sem í ár nema lið-
lega 70 tonnum. Eftir sameininguna
á Hraðfrystihúsið hf. liðlega 8 þús-
und tonna kvóta í þorskígildum.
REYKJAVÍKURBORG tók í gær
formlega í notkun nýtt upplýsinga-
og bókhaldskerfi. Kerfið sem bygg-
ist á viðskiptahugbúnaðinum
Agressu er eitt stærsta og um-
fangsmesta sinnar tegundar hér á
landi. Búast má við að notendur
kerfísins verði allt að 300 þegar það
er komið í fulla notkun. I fyrsta
áfanga, sem gangsettur var í gær er
fjárhagsbókhald, viðskiptamanna-
bókhald, fjárhagsáætlunarkerfi og
sölukerfi.
Agresso felur í sér heildarlausn
vegna allrar fjármálaumsýslu borg-
arinnar, þannig að nú munu borgar-
starfsmenn nota eitt kerfi þar sem
upplýsingar eru samnýttar og flæða
milli einstakra kerfishluta. Hingað
til hefur Reykjavíkurborg notast við
mörg kerfi, að því er fram kemur í
frétt frá Skýrr hf., umboðsaðila
Agresso.
í Agresso eru fjölmargar nýjung-
ar sem verða nýttar hjá Reykavík-
urborg. Sem dæmi má nefna að nú
verður mögulegt að skrá alla reikn-
Einar Valur Kristjánsson, stjórn-
arformaður Hraðfrystihússins hf.,
segir að markmiðið með þessari
sameiningu sé að styrkja stoðir fé-
lagsins, efla hráefnisöflun fyrir
rækjuvinnslu þess í Súðavík og
auka þorskkvóta félagsins. „Það er
alltaf jákvætt þegar menn vilja
sameinast fyrirtækinu. Það sýnir
okkur að fleiri hafi trú á framtíð
þess en við,“ segir Einar.
Stefnt að skráningu á
hlutabréfamarkaði
Hann segir rekstur félagsins hafa
gengið ágætlega og horfurnar séu
inga sem berast Reykjavíkurborg
við móttöku og áður en þeir eru
sendir áfram til frekari vinnslu og
samþykktar. Þegar reikningur hef-
ur verið samþykktur er bókun lokið.
Þannig er unnt að sjá strax hvaða
reikningar óafgreiddir á hverjum
tíma.
Stóraukinn aðgangur
að upplýsingum
Síðustu mánuði hafa starfsmenn
Skýrr hf. og Reykjavíkurborgar
unnið að endurskipulagningu bók-
haldslykla og nýju reikningslíkani
íyrir Reykjavíkurborg, sem verður
grundvöllurinn í hinu nýja upplýs-
ingakerfi. Þessi vinna miðar að því
að hagnýta þá fjölbreyttu mögu-
leika sem Agresso býður upp á við
úrvinnslu upplýsinga. Forráðamenn
stofnana fá nú aukna möguleika til
að skoða tekjur og gjöld og gera
samanburð við áætlanir. Fyrir-
spurnir eru unnar í sérstökum íyr-
irspurnamyndum þannig að nú get-
ur notandi sjálfur gert fyrirspurn
góðar, ef frá sé talið yfirvofandi sjó-
mannaverkfall sem valdi talsverð-
um áhyggjum. Stefnt sé að því að
skrá fyrirtækið á hlutabréfamark-
aði á næstu misserum en ekki hafi
þó verið afráðið hvernig að skrán-
ingunni verði staðið.
Hraðfrystihúsið veltir nú um 2
milljörðum króna á ári. Fyrirtækið
á frystiskipið Bessa IS, Andey IS
og ísfísktogarann Pál Pálsson IS og
nú rækjubátinn Örn IS. Fyrirtækið
rekur bolfiskvinnslu í Hnífsdal,
rækjuvinnslu Súðavík og
mjölvinnslu með Ishúsfélagi Isfirð-
inga.
sem áður þurfti sérfræðinga til.
Samhliða ákvörðun um kaup á
Agresso var ákveðið að endurskipu-
leggja vinnuferla við bókhald og
fjárreiður borgarsjóðs og nýta þær
nýjungar sem Agresso og ný tölvu-
tækni býður upp á. í stað þess að
færa bókhaldið á einum stað verða
nú sex bókunarstaðir og að auki
verður kerfið notað hjá Vatnsveitu
Reykjavíkur, Rafmagnsveitu
Reykjavíkur og Félagsbústöðum hf,
auk þeirra fyrirtækja borgarinnar
sem nú notfæra sér þjónustu borg-
arbókhalds.
50 MANNA viðskiptasendi-
nefnd frá Halifax í Nova Scotia
fylki í Kanada er nú stödd hér
Þess er vænst að notkun á upp-
lýsingum úr bókhaldi Reykjavíkur-
borgar muni stóraukast nú þegar
Agresso kerfið verður tekið í notk-
un. Mikil áhersla er lögð á öryggi
kerfisins og fær hver notandi að-
gangsorð að kerfinu þar sem að-
gangi að upplýsingum og kerfis-
hlutum er stýrt. Kerfið skráir síðan
hver gerir hvað og á hvaða tíma.
Þannig er tryggt að öryggi upplýs-
inga minnki ekki þótt notendum
stórfjölgi. Þegar hafa um 300
starfsmenn fengið þjálfun í
Agresso.
á landi. í nefndinni eru fulltrú-
ar kanadískra fyrirtækja sem
eiga nú þegar viðskipti við Is-
land eða sem leita eftir við-
skiptatengslum.
Ferðin er skipulögð af ráðu-
neyti efnahagsþróunar Nova
Scotia. Guðjón Arngrímsson
hjá Athygli, sem aðstoðar
Kanadamennina hér á landi,
segir að þátttaka í henni hafi
verið nokkru meiri en búist var
við fyrirfram. „Þennan mikla
áhuga má líklega skýra með
því hve samgöngur milli Is-
lands og Nova Scotia eru nú
orðnar greiðar. Eimskip hefur
lengi siglt til Halifax og nýlega
bættist borgin við í hóp áfanga-
staða Flugleiða vestan hafs.“
í gær hélt viðskiptanefndin
fundi með ýmsum aðilum úr ís-
lensku atvinnulífl þar sem rætt
var um hvernig mætti örva við-
skipti milli landanna og hvern-
ig best væri að koma á við-
skiptum við íslensk fyrirtæki.
Var meðfylgjandi mynd tekin á
Hótel Sögu þar sem Vilhjálmur
Egilsson, alþingismaður og for-
maður Verslunarráðs íslands,
leiddi Kanadamennina í allan
sannleika um íslenskt við-
skiptalíf.
Nefndin skiptist í nokkra
hópa eftir starfsgreinum og
munu þeir heimsækja íslensk
fyrirtæki og stofnanir sem
þykja áhugaverð. í hópnum eru
m.a. hugbúnaðarfyrirtæki,
matvælaframleiðendur, kaup-
endur landbúnaðarafurða og
stálbitaframleiðendur svo eitt-
hvað sé nefnt.
Agresso upplýsinga- og bókhaldskerfí tekið í notkun hjá Reykjavíkurborg
Eitt stærsta
kerfí sinnar teg-
undar hérlendis
Morgunblaðið/Kristinn
Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, færði fyrstu
færsluna í nýja Agresso-kerfínu í Ráðhúsi Reykjavíkur í gærmorgun.
Dregur úr
olíuhækkun
London. Reuters.
HELDUR dró úr hækkun á olíu-
verði í gær vegna efasemda um lof-
orð OPEC um að styrkja verð á ol-
íu og þar sem ekkert áþreifanlegt
hefur gerzt í deilu Bandaríkja-
manna og Iraka.
Lítils stuðnings var vænzt frá
Samtökum olíusöluríkja eftir fund
fámenns hóps ráðherra samtak-
anna, þar sem ítrekaðar voru
áskoranir til aðildarríkja um að
virða samþykktir um framleiðslu-
kvóta.
Verð á Norðursjávarolíu lækkaði
um 12 sent í 15,65 dollara kl. 11 eft-
ir 1,03 dollara hækkun á lokaverði
á mánudag í 15,77 dollara.
Olíuráðherra írans, Bijan
Zanganeh, spáði góðum fréttum á
olíumarkaði eftir fund markaðseft-
irlitsnefndar OPEC, en orð hans
voru varla talin marktæk.
Aukafundurinn var haldinn fyrr
en ætlað var til að ræða 30% lækk-
un á heimsmarkaðsverði á oh'u frá
því í síðari hluta október.
Lækkunin stafaði sumpart af
ákvörðun ráðherrafundar ÖPEC í
nóvemberlok um að auka fram-
leiðslukvóta um 10% í 27,50 millj-
ónir tunna á dag.
Olíuverð á Rotterdam-markaði frá 1. október 1997
House of Fraser lokar
verzlun í Eastbourne
London. Reuters.
BREZKA verzlanakeðjan Hou-
se of Fraser Plc hyggst loka
stórverzlun sinni í Eastbourne
á suðurströnd Englands í marz-
lok og 70 munu missa atvinn-
una.
Sala verzlunarinnar er liður í
hagræðingaráætlun, sem gerir
ráð fyrir sölu tveggja verzlana
á Norður-Englandi, Binns í
Scunthorpe og House of Fraser
verzlun í Sheffíeld.
Binns var seld Upton &
Southern Holdings Plc í sept-
ember, en Sheffield verzlunin
er enn til sölu.
Útflutningsráð undirbýr fjárfestingarþing
Markmiðið að afla
erlends áhættufjár
UTFLUTNINGSRAÐ Islands hefur
í undirbúningi að setja á fót nýtt
verkefni fyrir íslensk þekkingarfyr-
irtæki, einkum í upplýsingatækni og
hugbúnaðargerð, með það að mark-
miði að afla fyrirtækjum áhættufjár
frá erlendum fjárfestum. Ráðið stóð
fyrir samskonar verkefni á síðasta
ári í samvinnu við Fjárfestingar-
skrifstofu Islands og Iðnþróunarsjóð
sem þótti takast afar vel. Verkefninu
lauk með fjárfestingarþingi, þar sem
fyrirtækin kynntu verkefni sín fyrir
erlendum og innlendum fjárfestum.
Nýja verkefnið miðar einnig að því
að auka þekkingu erlendra fjárfesta
á íslandi og íslenskum fyrirtækjum
sem vænlegum fjárfestingarkostum.
Gert er ráð fyrir að a.m.k. fjögur fyr-
irtæki fái fulla fjármögnun áforma
sinna. í verkefninu á síðasta ári náðu
öll fyrirtækin nokkrum árangri.
Þannig hafa t.d. Netverk og Gula lín-
an þegar fengið áhættufé frá inn-
lendum og erlendum aðilum.. Guðný
Káradóttir, verkefnisstjóri hjá Ut-
flutningsráði, segir að leitað sé að
áhugasömum fyrirtækjum með afurð
sem hafi sannað sig og eigi mögu-
leika á útflutningi. Viðkomandi aðil-
ar þurfi að sama skapi að vera reiðu-
búnir að leggja á sig mikla vinnu við
gerð viðskiptaáætlunar.
12-15 fyrirtæki taka þátt
Stefnt er að því að gefa um 12-15
fyrirtækjum kost á þátttöku í verk-
efninu. Haldin verða námskeið um
gerð viðskiptaáætlana og áhættu-
fjármögnun á tímabilinu febrúar til
maí. Hvert og eitt þátttökufyrirtæki
fær jafnframt ráðgjöf erlends ráð-
gjafa í einn dag. I framhaldi af því
verður haldið fjárfestingarþing hér á
landi fyrir erlenda sem innlenda
fjárfesta, þar sem fyrirtækin kynna
starfsemi sína.
Fyrirtækin sem taka þátt í verk-
efninu eiga möguleika á þátttöku í
fjárfestingarþingi sem haldið verður
1 Vín í Austurríki á vegum Evrópu-
sambandsins um mánaðamótin nóv-
ember/desember í tengslum við upp-
lýsingaráðstefnu sambandsins.
Fyrirtækin þurfa að gi-eiða þátt-
tökugjald, en samtals greiða þau ein-
ungis um 30-40% kostnaðar við verk-
efnið.