Morgunblaðið - 28.01.1998, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1998 17
VIÐSKIPTI
Samkomulag undirritað um breyttar vinnureglur í notkún sjálfskuldarábyrgða
Lán veitt á grundvelli greiðslu-
getu en ekki ábyrgðarmanna
Morgunblaðið/Kristinn
ÞEIR Finnur Ingólfsson, viðskiptaráðherra, og Páll Pétursson, félagsmálaráðherra, undirrituðu í gær sam-
komulag ráðuneyta sinna, banka, sparisjóða, greiðslukortafyrirtækja og Neytendasamtakann um breyttar
vinnureglur við notkun sjálfskuldarábyrgða.
í GÆR var undirritað samkomulag
milli viðskiptaráðuneytis, félags-
málaráðuneytis, Neytendasamtak-
anna, greiðslukortafyrirtækjanna og
sambanda banka og sparisjóða um
ráðstafanir til að draga úr vægi sjálf-
skuldarábyrgða við lánveitingar.
Þeirra í stað er stefnt að því að
greiðslugeta lánþega verði metin og
lán veitt á grundvelli hennar og eigin
ábyrgða lánþega en ekki á grundvelli
þeirra ábyrgðarmanna sem upp á
lánin skrifa.
Aðgerðii'nar fela í sér að ábyrgð-
armenn verði betur upplýstir um
fjárhagsstöðu þeirra sem þeir séu að
skrifa upp á fyrir. I samkomulaginu
er gert ráð fyrir að ábyrgðarmaður
geti ávallt óskað eftir því að viðkom-
andi lánastofnun meti greiðsluhæfi
lánþega. Fari lánsfjárhæð yfir 1
milljón króna er skylt að fram-
kvæma greiðslumat og tryggja skal
að ábyrgðarmaður geti kynnt sér
niðurstöður þess. Samþykki lánþega
verður þó að liggja íyrir til að
greiðslumat geti farið fram.
Auk þessa verður samkvæmt sam-
komulaginu tryggt að ábyrgðar-
manni sé tilkynnt ef lán sem hann
hefur skrifað upp á lendir í vanskil-
um. Þá verði honum einnig greint frá
því ef lánþegi sé að greiða af fleiri
lánum.
Tekið fyrir opnar ábyrgðir
f samkomulaginu er einnig að
finna ýmis ákvæði sem taka sérstak-
lega til trygginga vegna greiðslu-
korta og yfirdráttarheimilda. Þannig
má sjálfskuldarábyrgð á yfirdráttar-
láni ekki vera hærri en sem nemur
yfirdrætti og hún má ekki gilda leng-
ur en í Qögur ár. Að sama skapi skal
sjálfskuldarábyrgð vegna greiðslu-
korts ekki vera hærri en sem nemur
tvöfoldu mánaðarúttektargjaldi og
ekki gilda lengur en í fjögur ár. Þá
verði tekið fyrir allar opnar ábyrgðir.
Finnur Ingólfsson, viðskiptaráð-
herra, sagði við undirskrift sam-
komulagsins, að þessi leið hefði verið
valin í stað þess að setja lög um bann
við ábyrgðum einstaklinga. Hann
sagði það vera ijóst að hægt væri að
ganga lengra í þessum efnum, m.a.
með því að fá önnur fyrirtæki á borð
við tryggingafélög og verðbréfafyrir-
tæki, sem einnig stunduðu útlána-
starfsemi, til að taka upp sömu
vinnubrögð. „Eg tel hins vegar að
við höfum stigið fyrsta og stærsta
skrefið í þessu máli og þvi fagna ég,“
sagði Finnur.
Aðgengi stofnana að
fjárhagsupplýsingum bætt
Páll Pétursson, félagsmálaráð-
herra, kynnti við þetta tækifæri nið-
urstöður nefndar sem fjallað hefur
um leiðir til að bæta aðgengi lánveit-
enda að upplýsingum um fjárhags-
stöðu einstaklinga.
I tillögum nefndarinnar kemur
fram að með nettengingu milli fjár-
málastofnana megi flýta fyrir miðlun
upplýsinga um fjárhag lántakenda.
Benti Finnur Sveinbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri Sambands íslenskra
viðskiptabanka, sem sæti átti í
nefndinni, á að þessar upplýsingar
væru vistaðar hjá Reiknistofu bank-
anna í dag en upplýsingar einstakra
banka og sparisjóða væru hins vegar
alveg aðskildar. Með þvi að rjúfa ein-
hver göt á þá múra mætti hins vegar
koma á slíkri nettengingu.
Páll lagði hins vegar áherslu á þá
niðurstöðu nefndarinnar að slík upp-
lýsingamiðlun yrði að vera háð sam-
þykki lántakenda og nauðsynlegt
væri að hafa í huga markmið laga
um skráningu og meðferð persónu-
upplýsinga og sjónarmið um per-
sónuvemd.
„Þetta er fyrst og fremst hugsað
til að auðvelda einstaklingum að
sýna fram á greiðsluhæfi sitt þegar
þeir sækja um lán,“ sagði Páll.
Halldór Guðbjarnarson, formaður
Sambands íslenskra viðskiptabanka,
sagðist telja að þetta samkomulag
myndi ekki leiða til þess að sjálf-
skuldarábyrgðir yrðu notaðar í mun
minna mæli en til þessa. Ábyrgðir
þyrftu alltaf að vera að baki lánum
og það væru grundvallarréttindi ein-
staklinga að ganga í ábyrgð fyrir
þeim lánum sem þeir kysu. „Eg held
hins vegar að þetta muni leiða til
þess að eitthvað færri einstaklingar
muni fá lán en áður.“
Þór Gunnarsson, formaður Sam-
bands íslenskra sparisjóða, sagði að
með þessum hætti væri auðveldara
fyrir lánastofnanir að fá heildar-
mynd af fjárhag viðkomandi lán-
þega. Hann sagðist hins vegar telja
nauðsynlegt að afskriftaskrá bank-
anna yrði tekin inn í slíka upplýs-
ingamiðlun til að kerfið gæti virkað
sem skyldi.
Verslunar-
ráð hvetur til
sölu Lands-
símans
VERSLUNARRÁÐ íslands hefur
sent bréf til nefndar um framtíðar-
skipulag fjarskiptamála þar sem
hvatt er til sölu Landssímans hf.
Innan Verslunarráðs starfar sér-
stakur hópur tuttugu fyrirtækja er
nefnist Samtök fyrirtækja á fjar-
skiptamarkaði. Á fundum hópsins
hefur komið fram eindreginn vilji til
þess að selja hlutabréf ríkisins í
Landssímanum hf. og að selt verði
sem mest og sem fyrst að því er
kemur fram í umræddu bréfi.
Innan nefndarinnar hefur mest
umræða orðið um hvernig mætti
tryggja samkeppni á fjarskipta-
markaði en margir fundarmenn
töldu að það yrði ekki eingöngu gert
með reglum heldur yrði að skipta
Landssímanum upp í fleiri fyrirtæki
svo það yrði gerlegt. Hefur einkum
verið minnst á að skipta Landssím-
anum í tvennt, þ.e. grunnkerfi og
samkeppnisþjónustu. Rökin eru þau
að þó svo að Landssíminn sé lítið
fyrirtæki á alþjóðavettvangi þá hafi
það slíka yfirburðastöðu innan lands
að skipting sé nauðsynleg ef raun-
hæft á að vera fyrir önnur fyrirtæki
að keppa á þeim markaði.
Tæknival selur
„gamlárs-
dagsbréfin“
TÆKNIVAL hf. hefur selt þau
hlutabréf sem fyrirtækið keypti í
sjálfu sér á gamlársdag á genginu
6,0. í tilkynningu sem Tæknival
sendi Verðbréfaþingi kemur fram
að umrædd hlutabréf hafi verið not-
uð sem greiðsla á hlutabréfum sem
fyrirtækið keypti í Rafhönnun VHB
hinn 17. janúar. Um var að ræða
hlutabréf fyrir 616.210 krónur að
nafnvirði og voru bréfin því seld
fyrir tæpar 3,7 milljónir króna.
Kaup Tæknivals á umræddum
hlutabréfum vöktu nokkra athygli á
gamlársdag, en þau áttu sér stað
skömmu fyrir lokun Verðbréfa-
þings. Verð hlutabréfa fyrirtækisins
hækkaði þá um tæp 20% kl. 11:58 í
samtals tíu viðskiptum.
* Heildarsýn í skipulagsmálum
* Einhæft og fátækiegt líf er afleiðing staðlaðra
félagslegra lausna *
* Virk þátttaka almennings eflir samkennd og sátt
í samféiaginu.
Við setjum MENNINGAR- SKIPULAGS-
OG UMHVERFISMÁL
á oddinn og leggjumst á eitt að tryggja
Guðrúnu Jónsdóttur arkitekt og
formanni Menningarmálnefndar
Reykjavíkur öruggt sæti í borgarstjórn.
Jón Óskar myndlistarmaður
Óskar Dýrmundur Ólafsson,
í skipulagsnefnd borgarinnar
Helga Thorberg verslunarstjóri
Huld Goethe veitingastjóri
Bryndís Jónsdóttir formaður SÍM
Kirsten Hendriksen dýralæknir
Kjartan Thors jarðfræðingur
Sif Sigurðardóttir kennari
Geir Ragnarsson verkfræðingur
Auður Sveinsdóttir landslagsarkitekt
Snjólaug Sigurjónsdóttir kennari
Helga Þórarinsdóttir þýðandi
Snorri Örn Snorrason tónlistarmaður
Rósa Ingólfsdóttir grafískur hönnuður
Aðalsteinn Magnússon
framkvæmdastjóri
Ragnheiður Ragnarsdóttir arkitekt
Finnur Guðsteinsson
Málfríður Kristjánsdóttir arkitekt
Ragna Sigrún Sveinsdóttir lektor
Elísabet Berta Bjarnadóttir
félagsráðgjafi
Ragnheiður Sverrisdóttir
innanhúshönnuður
Lena Bergmann meinatæknir
Ásrún Kristjánsdóttir formaður FORM
ISLAND
Sveinbjörn Egilson símsmiður
Sólveig Eggertsdóttir myndlistarmaður
Skúli Norðdal arkitekt
Mjöll Snæsdóttir fornleifafræðingur
Valdís Bjarnadóttir arkitekt
Elín Bára Njálsdóttir tækniteiknari
Kolfinna Baldvinsdóttir blaðamaður
FELUM HENNI FORYSTU!