Morgunblaðið - 28.01.1998, Page 20

Morgunblaðið - 28.01.1998, Page 20
20 MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Forsætisráðherra Danmerkur styrkir stöðu sína þrátt fyrir Færeyjamálið Þingið gagnrýnir stjórnina Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. POUL Nyrup Rasmussen, forsæt- isráðherra Dana, virðist ekki hafa tapað vinsældum vegna Færeyja- málsins, sem nú er að verða gamalt mál í dönskum stjómmálum. Sam- kvæmt skoðanakönnun sem gerð var dagana eftir að danska skýrsl- an um Færeyjabankamálið var birt hefur Nyrup styrkt stöðu sína og staða Uffe Ellemann-Jensen held- ur versnað. Með stuðningi vinstri- flokkanna varðist forsætisráðherra í gær vantrausti vegna málsins er skýrslan var rædd og vítur þings- ins urðu mildari en búist var við. Nú á fimm ára afmæli stjórnar jafnaðarmanna stendur efnahagur Dana traustum fótum og Nyrup getur glaðst yfir að rúmur þriðj- ungur kjósenda álítur hann betri forsætisráðherra nú en þegar hann tók við embættinu. Þar sem minnihlutastjóm Nyr- ups var búin að tryggja sér stuðn- ing flokkanna á vinstrivængnum í umræðunum í gær var fyrirfram ljóst að stjómin yrði ekki felld, þótt hún hafi verið harðlega gagn- rýnd úr öllum áttum. Nyrup og fleiri stjómarliðar höfðu uppi hörð orð í garð stjómarandstöðunnar, einkum Venstre og Uffe Ellemann- Jensens, sem sat í salnum, en hafði enn ekki tekið til máls þegar kom fram á kvöld. En þegar í ljós kom að Venstre og Ihaldsflokkurinn höfðu engu við gagnrýni sína að bæta og vom ekki mjög herskáir dofnaði yfir umræðunum, þótt þær stæðu fram á kvöld. Umræðumar líktust fremur vamar- og sóknar- ræðum fyrir dómi og það var lengstum fámennt í salnum og lít- il stemmning. Þingfréttaritari danska útvarpsins ályktaði því sem svo að málið væri á leið í glatkist- una. Mildari vítur en búist var við Alveg síðan skýrslan var birt hefur þingsályktun, sem vitað var að samþykkt yrði eftir umræður þingsins, verið rædd, samin og endursamin, því þótt stjóminni væri ljóst að hún kæmist ekki hjá gagnrýni var hún ósátt við of harða gagnrýni, til dæmis í samanburði við ýmsar fyrri vítur. Danir tala um langt nef í þessu sambandi og Nyrup var umhugað um að hann og stjómin fengju ekki of langt nef Færeyska landstjórnm gagnrýnd Sögð fyrirhyggju- laus í fjármálum Þórshöfn. Morgunblaðið. FÆREYSKA efnahagsráðið gagn- rýnir stjórn efnahagsmála í Færeyjum mjög harðlega og bendir á, að ekkert sé lagt til hliðar til að mæta hugsanlegum áföllum og ekk- ert hugsað fyrir afborgunum af skuldinni við Dani, 55 milljörðum ísl. kr. „Við ráðum litlu um aflabrögðin og það hefur sín áhrif á efnahagslíf- ið og afkomuna en í fjárlögum landstjómarinnar er ekkert tillit tekið til þessara sveiflna," segir Bjami Olsen, formaður efnahags- ráðsins. Segir hann, að fjárlögin frá í desember hefði átt að afgreiða með tveggja til þriggja milljarða fsl. kr. afgangi en það hefði ekki verið gert. Ekki væri heldur gert ráð fyr- ir afborgunum af skuldinni við Dani, 55 milljörðum ísl. kr. Af þessari skuld hafa Færeyingar aðeins greitt vexti enn sem komið er en eftir nokkra mánuði munu fulltrúar landstjómarinnar og dönsku ríkisstjórnarinnar setjast að samningum um afborganir. A þessu ári gjaldfellur raunar fyrsta greiðsl- an, um 1,7 milljarðar ísl. kr., og fyr- ir henni eru til peningar. Sama fiskgengdin í fjárlögunum „Skýringin á því er sú, að á fjár- lögum síðasta árs var afgangur, á annan milljarð ísl. kr., og hann var færður yfir á þetta ár. Þessi afgang- ur stafar svo aftur af því, að veiðin var góð á síðasta ári og verðið hátt en fiskifræðingar spá minnkandi fiskgengd á þessu ári. Þess sér þó engan stað í fjárlögunum fyrir þetta ár. í þeim er gert ráð fyrir sömu út- gjöldum og sömu tekjum og í fyrra og ekki reynt að hafa borð fyrir báru,“ segir Bjarni Olsen og bendir á, að með þessu sé verið að gera sveiflurnar í efnahagslífinu enn meiri og alvarlegri. Kosið verður til færeyska lög- þingsins á sumri komanda og kosn- ingabaráttan og aðdragandi hennar hafa hingað til ekki þótt hentugur tíni til að spara. frá þinginu. Niðurstaðan varð á endanum mildari vítur en búist var við, svo tíu daga hrossakaup um vítumar urðu því Nyrup í hag. I ályktuninni var bæði fyrri og núverandi stjóm gagnrýnd. Þar með má búast við að pólitískum kafla málsins sé lokið, en eftirleik- ur vegna ábyrgðar embættismanna og hugsanleg ákæra á hendur Den Danske Bank er enn óljós. Fram eftir kvöldi var orðrómur á sveimi í þinghúsinu um að Nyrup hygðist nota tækifærið og lýsa yfir kosning- um, þótt hann neitaði því sjálfur. Danskir fjölmiðlar hafa um helg- ina beint sjónum að fimm ára stjómarafmælinu. Eftir kröftugar vinsældadýfur jafnaðarmanna meðal kjósenda, þar sem Venstre hefur eflst og dafnað, hefur fylgi hinna síðamefndu minnkað undan- farna mánuði en fylgi jafnaðar- manna aukist. Sú uppsveifla og góðiu- hagur Dana almennt hefur aukið bjartsýni jafnaðarmanna og um leið sjálfstraust forsætisráð- herrans. Reuters RÚSSNESK Sojus-eldflaug reiðubúin á skotpalli í Baikonur í Kazakhstan í gær, en henni á að skjóta á loft á morgun. Flaugin mun flyfja franskan geimfara, Leopold Eyharts og tvo rússneska, Talgat Musabajev og Nikolaíj Búdarin, til Mír-geimstöðvarinnar. Geimfarinn komst Canaveraihöfða. Reuters. í búninginn VEL heppnaður geimsaumaskap- ur kom í veg fyrir að bandaríski geimfarinn Andy Thomas þyrfti að snúa til jarðar áður en vera hans í rússnesku geimstöðinni Mír gat hafíst. í félagi við Anatohj Solovjev, stöðvarsfjóra í Mír, tókst Thomas á mánudag að laga geimbúninginn sem hann þarf að klæðast komi til þess að áhöfnin neyðist til að fara úr stöðinni í neyð. Á sunnudag kom í Ijós að Thomas gat ekki komið búningn- um nægilega vel yfír axlirnar á sér. Þá reyndi hann að fara í bún- ing Daves Wolfs, sem dvalið hefúr í Mír í fjóra mánuði og Thomas er kominn til að leysa af, en sá bún- ingur reyndist of stór. Búningur- inn þurfti að passa nákvæmlega á Thomas, líkt og skórinn á Ösku- busku, ella hefði hami neyðst til að hverfa aftur til jarðar með geimflauginni Endeavour, sem flutti hann til Mír. Með því að laga reimar í hand- arkrikum og búk búningsins tókst Thomas og Solovjev að gera hann mátulegan fyrir Thomas. Hann hafði prófað búninginn er hann var í æfingabúðum í Rússlandi í desember, en þyngdarleysi úti í geimnum getur haft áhrif á mannslíkamann og breytt honum. Vökvi sem jafnan safnast í neðri útlimi dreifist jafnar og menn geta lengst vegna þess að hrygg- súlan er ekki eins samþjöppuð og á jörðu niðri. Nýir tímar í samskiptum Dana og Evrópusambandsins Greiða nú meira en þeir fá til baka Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. NÝIR tímar í samskiptum Evrópu- sambandsins og Danmerkur eru gengnir í garð. Uppgjör síðasta árs frá danska Seðlabankanum sýnir að Danir fá ekki lengur meira frá ESB en þeir leggja því til. Árið 1996 fengu þeir rúmlega hálfum milljarði danskra króna meira en þeir greiddu til ESB, en 1997 greiddu þeir hálfum milljarði meira en þeir fengu. Búist er við að þessi mismun- ur muni vaxa næstu árin og enn aukast, þegar ný ríki bætast við í ESB. Þessa nýju stöðu mun vísast bera á góma fýrir þjóðaratkvæða- greiðsluna um Amsterdam-sáttmál- ann 28. maí næstkomandi. I fyrra greiddu Danir 11,5 millj- arða danskra króna til ESB, en framlagið þaðan nam um ellefu milljörðum. Á þessu ári er búist við að Danir muni greiða um 2,2 milljörðum meira til ESB en þeir fá þaðan. Sam- kvæmt útreikn- ingum efnahagsráðuneytisins danska má búast við að stækkun ESB kosti Dani 3,5-5,5 milljarða króna árlega umfram það sem þeir greiða þegar í aðildargjald. Fmyrirsjáanleg breyting Fyrir þá sem hafa augun á hag- tölum hefur þessi breyting verið fyrirsjáanleg lengi. Ástæðan fyrir henni er í fyrsta lagi að samkvæmt breytingum ESB á fjármögnun sambandsins 1992 er nú meira mið tekið en áður af þjóðartekjum, þegar aðildar- gjald landanna er ákvarðað. Þar sem Danmörk er vel stætt land hefur þetta gjald far- ið hækkandi á umþóttunartímanum, sem fylgdi í kjölfar breytinganna. I öðru lagi hafa verið gerðar breyt- ingar á landbúnaðarstyrkjum ESB, sem miðast nú síður við verð land- búnaðarvara en áður og fremur við tekjur bænda. Þetta hefur einnig dregið úr fjárstreymi til Danmerk- ur. Samhliða þessu er almennt verið að draga úr styrkjum til landbúnað- ar, meðal annars til undirbúnings stækkunar ESB, og það hefur eðli- lega bitnað á landbúnaðarþjóðum eins og Dönum. í þriðja lagi fer nú meira af fjárveitingum ESB um byggðasjóði sambandsins en þeir styrkja einkum svæði er standa höllum fæti og þaðan hafa Danir aldrei fengið mikið. Vart fer hjá því að þessi nýja staða Dana muni blandast inn í ESB-umræðumar fyrir þjóðarat- kvæðagreiðsluna. Stuðningsmenn Amsterdam-sáttmálans benda á að aðild Dana miðist við að hafa áhrif innan ESB, en ekki að þiggja fé þaðan. Þó stækkun ESB muni kosta Dani eitthvað muni þeir líka hafa mikinn ávinning af henni í formi aukinnar verslunar við hin nýju að- ildarlönd. ESB við- urkennir uppgjöf ! EVRÓPUSAMBANDIÐ (ESB) viðurkenndi í gær að það væri ófært um að binda enda á blóðbaðið í Alsír, eftir misheppnaða tilraun þriggja ráðherra til að hlutast til um þróun mála í landinu iyrir skemmstu. Utanríkisráðherr- ar ESB hafa samþykkt yfir- . lýsingu þar sem hvatt er til frekari viðræðna við alsírsk yfirvöld, en viðurkennt að j ESB geti sjálft lítið gert til þess að stöðva borgarastríð sem staðið hefur í sex ár og er talið hafa kostað 60 þúsund mannslíf. Sjómanna saknað TUTTUGU og þriggja filipp- | eyskra sjómanna var saknað ' og vitað var að tveir höfðu orðið hákörlum að bráð eftir að bát þeirra hvolfdi í illviðri norður af Filippseyjum á laugardag, að því er filipp- eyski herinn greindi frá f gær. Fjórir komust lífs af. Mikið er um hákarla á því svæði sem báturinn fórst og sögðu þeir ' sem sluppu lifandi frá því að j hákarlar hefðu banað og étið | tvo félaga þeirra. Drottningar- móður batnar MÓÐIR Elísabetar Breta- drottningar var á góðum bata- vegi á sjúkrahúsi í gær eftir | að skipta varð um mjaðmarlið í henni á sunnudag, er hún hafði dottið. Skipt var um I hinn mjaðmarliðinn í henni 1995. Hún er 97 ára og í til- kynningu frá Buckinghamhöll í gær sagði að hún væri þreytt, en vonaðist til að komast á fætur á næstu dögum. 14 fórust > í Búrma i FJÓRTÁN manns fórust er ^ Fokker F-27-skrúfuþota í eigu ríkisflugfélagsins Myanma fórst við bæinn Thandwe, rúmlega 300 km norðvestur af höfuðborg Búrma, Rangoon. 45 farþegar og áhöfn voru um borð og var vélin í flugtaki er annar hreyfill hennar bilaði og . hún sveigði á hlaðinn garð við flugbrautina. I Koffín tengt vöggudauða BARNSHAFANDI konur sem drekka fjóra bolla eða meira af kaffi á dag eiga á hættu að auka líkur á að barn- ið muni deyja svonefndum ) vöggudauða, að því er nýsjá- ) lenskir vísindamenn greindu . frá í gær. Umræddur sjúk- " dómur, sem einnig kallast skyndidauði ungbarna (SIDS), er algengasta dánarorsök ung- barna i þróuðum löndum. Rannsókn á hegðun foreldra rúmlega 2.000 ungbama á Nýja-Sjálandi leiddi í ljós að bömum mæðra sem dmkku mikið kaffi, te eða kóladiykki » var mun hættara við skyndi- ) dauða en öðram. k

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.