Morgunblaðið - 28.01.1998, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
^^ÍNVERSKA myndin Keep
Cool eftir Zhang Yimou
verður hátíðarmynd við
JL jL. setningu, en frá Kina
verða sýndar 11 myndir. Tíu jap-
anskar myndir eru á boðstólum m.a.
Hana-Bi eftir Takeshi Kitano, sem
kosin var besta myndin á Feneyja-
hátíðinni í fyrra.
Frá arabíska heiminum kemur
meðal annars myndin Destiny, gerð
í Egyptalandi, eftir hinn vel þekkta
leikstjóra Youssef Chahine. Einar
átta myndir koma frá Iran og fá
samnefnarann persísk mynstur, þar
á meðal er síðari mynd Jafars Pana-
his með alþjóðlega titilinn The Mirr-
or, þar sem hann bregður fyrir sig
metamyndatökum. Einnig kemur
fyrsta mynd fyrrverandi samstarfs-
manns hans Panahis, Traveller from
the. South efth- Parviz Shahbazi.
Á alþjóðlegu dagskránni er
einnig ný mynd Steven Spielbergs,
Amistad, byggð á sögulegu drama
frá árinu 1939. Þrælar um borð í
skipi fyrir utan Kúbu brjótast úr
hlekkjum og taka við skipstjóm, en
í stað þess að komast til Afríku eins
og fyrirhugað er, ber þá að austur-
strönd Ameríku. í þeirri mynd fær
sænski leikarinn Stellan Skarsgár
að spreyta sig við hlið Anthony
Hopkins. Mynd Wim Wenders The
end of Violence verður einnig á
boðstólum, en það er fyrsta myndin
sem hann gerir á amerískum vett-
vangi síðan Paris-Texas.
Hátíðin mun standa yfir í tíu
daga. Alls verða sýndar á fímmta
hundrað myndir frá 44 þjóðlöndum
eða 166 leikmyndir í fullri lengd, 224
stuttmyndir og 40 heimildarmyndir.
Hátíðin er að þessu sinni til-
einkuð minningunni um Bo Wider-
berg (f.8.6.1930, d. 1.5.1997). Tæki-
færi býðst til að sjá lífsstarf hans
meðan á hátíðinni stendur, eða ár-
angur þess eins og hann birtist á
hvíta tjaldinu, allt frá Pojken och
Draken frá árinu 1961 til Lust och
fagring stor frá 1995. Einnig verður
frumsýnd mynd sem Stefan Jarl
hefur gert að Widerberg látnum,
eins konar kvikmyndaævisaga,
meðal annars byggð á samtölum við
Kristín Bjarnadóttir segir að í ár sé lögð áhersla á austurlenskar
myndir. Kínversk mynd verður hátíðarmynd við setningu.
Kínverski kvikmyndaleikstjórinn Zhang Yimou (fyrir miðri mynd) við tökur á Keep Cool. Konan á myndmm
er kvikmyndaleikkonan Gong Li.
Kvikmyndahátíðin í Gautaborg
Austurlenskar
myndir í brennidepli
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Gautaborg hefst á föstudaginn.
samstarfsfólk ásamt gömlum mynd-
brotum jafnvel úr verkum sem
aldrei var lokið við. Einn aðalleikari
Widerbergs gegnum árin, Tommy
Berggren, gegnir lykilhlutverki í
þessari forvitnilegu heimildarmynd.
Islendingar taka þátt
Hvað varðar norrænar myndir fá
Norðmenn sérstaka athygli í ár, svo
og heimamenn, en að vanda verður
efnt til samkeppni um titilinn Besta
norræna myndin.
Tvær íslenskar myndir eru með í
keppninni í ár: Perlur og svín eftir
Óskar Jónasson sem nú sækir hátíð-
ina heim í annað sinn, og Stikkfrí
undir stjóm Ara Kristinssonar.
Keppinautar þeirra eru sænsku
myndirnar Svenska Hjaltar eftir
Daniel Bergman sem er Ingmarsson
og Tic Tack eftir Daniel Alfredson;
finnska myndin Neiperho, sem vakti
athygli á Feneyjahátiðinni í fyrra og
er frumraun leikstýrunnar Auli
Mantila; danska myndin Nonnebom
eftir Ceilia Holbæck Trier sem er
ekki Larsdóttir heldur fyrrverandi
eiginkona hins þekkta leikstjóra og
skapar eigin stíl með mynd sem seg-
ir frá lítilli stúlku í nunnuskóla á
sjötta áratugnum; norska myndin
Budbringeren, um hinn eilífa „lúser“
sem hér er bréfberi og lendir í ástar-
trylli, undir stjóm Pál Sletuane.
Honum hefur verið líkt við bræðum-
ar Kaurismaki og er sagður skapa
svolítið „kaurismáktiska" sjötta ára-
tugs Óslóarlýsingu, þótt skopið sé á
óvéfengjanlegri nótum en í Atós og
Mikas ást á því ósagða. Önnur norsk
mynd tekur þátt í keppnini, Bemt av
frost, eins konar tilvistardrama með
heimildarívafí, en stjómandinn er
Knut Erik Jensen sem einnig leik-
stýrði myndinni Stella Polaris.
Keppnin er ætluð nýliðum í kvik-
myndagerð, leikstjórum með ektó
fleiri en tvær bíómyndir að baki.
Tvær ólíkar dómnefndir velja
„bestu myndina", og er því um
tvenns konar viðurkenningar að
ræða, annars vegar Norrænu áhorf-
endaverðlaunin og hins vegar Nor-
ræn kvikmyndaverðlaun dagblaðs-
ins Gautaborgarpóstsins.
i
i
I
!
$
\
l
I
i
1
I
í
i
Tímabær mynd
KVIKIVIYNDIH
Laugarás- og
Stjörnubfó
IN & OUT +++
Leikstjóri: Frank Oz. Handrit: Paul
Rudnick. Aðalhlutverk: Kevin Kline,
Joan Cusack, Matt Dillon, Debbie
Reynolds og Wilford Brimby. Spell-
ing Films. 1997.
ÞAÐ kom mörgum á óvart þeg-
ar gamanmyndin In & Out sló í
gegn í Bandaríkjunum. Það er nú
reyndar ekkert skrýtið því myndin
er bráðskemmtileg, en vinsældir
hennar sanna að Bandaríkjamenn
hafa meiri húmor fyrir sjálfum sér
en kannski margir hafa álitið hing-
að til, því í myndinni er óspart
gert grín að öllu því sem umrædd
þjóð er og kannski enn frekar það
sem þeir vilja gefa sig út fyrir að
vera.
Við fylgjumst með ástfangna
parinu Emily og Howard (Kline og
Cusaek) sem brátt ætla að rugla
reytum saman eftir þriggja ára
kynlífslausa trúlofun. Þau eru bæði
kennarar við menntaskóla smábæj-
arins Greenleaf, og einn fym'er-
andi nemandi þeirra Cameron
Drake (Dillon) er tilnefndur til
Óskarsverðlauna svo eftirvænting-
in er mikil. Drake kemur síðan til-
Pétur Jónsson
áfram í borgar-
stjórn fyrir
Alþýðuflokkinn
STUÐNINGSMENN
Frambjóðanda okkar krata frækinn fram
er fyrsta sæti prýða kann,
Pétur Jónsson heitir hann.
vonandi brúðgumanum í mitól
vandræði með því að lýsa því yfír
við afhendinguna að Howard íýrr-
verandi enskukennarinn sinn sé
hommi.
Bandarískar kvikmyndir verða
fyrir barðinu á höfundi, sem not-
færir sér klisjumar óspart til að
vekja hlátur áhorfenda. Púritan-
isminn, væmnin og hetjudýrkun Ví-
etnam hermannanna eru tetón í
karphúsið án nokkurrar miskunn-
ar. Myndin endar þó ektó illa og er
þá spuming hvort handritshöfund-
ur sé farinn að gera grín að sjálfum
sér, þótt það gangi vel upp.
Kevin Kline hefur löngu sannað
sig sem skemmtilegur og hæfileika-
ríkur gamanleikari og bregst hann
ektó aðdáendum í hlutvertó góðlát-
legs snyrtimennis. Matt Dillon fær
að leika misheppnaðan töffara, og
það ekki í fyrsta stópti, en hér gerir
hann grín að töffaraímyndinni og
grunnhyggnum Hollywoodstjörn-
um, og tekst honum bara vel til.
Svei mér ef hún Joan Cusack ber
ektó bara af. Hún er yndisleg og
sérlega fyndin sem sjálfsóömgg og
heft kennslukona sem dýrkar heit-
mann sinn. Debbie Reynolds hefur
engu gleymt frá því í gamla daga
og Wilford karlinn Brimsby er
alltaf sannfærandi sem ættfaðirinn.
Leikaraval er með eindæmum
skemmtilegt, og ektó síst í minni
hlutverkunum. Rektor menntaskól-
ans og þybbni nemandi Howards
sýndu frábæra kómíska takta og
gerðu mitóð fyrir myndina. Tom
Selleck leikur sjónvarpsstjömu, og
hann er kannstó sá eini sem ektó er
gert grín að.
Sem grínmynd virkar In & Out
vel, þótt fyrri helmingur sé ekki
jafn skemmtilegur og sá seinni.
Fram að miðju er grínið nokkuð
einsleitt en myndin fer hratt upp á
við þegar á myndina líður og er
óborganleg þegar hápunkti er náð.
Hildur Loftsdóttir
Kall sat [
undir kletti
TdNBOKMEIVIVTIR
IVótnabækur
SÖNGLAGABÓK
Jómnn Viðar: 16 sönglög. Isalög,
Reykjavík 1997. 57 síður. Verð (Tóna-
miðstöðin): 2.200 kr.
SUMARIÐ 1996 komu út á veg-
um ísalaga Þulu- og kvæðalög í út-
setningum Jórunnar Viðar, og nú
stuttu fyrir síð-
ustu jól gaf for-
lagið út 16 fmm-
samin sönglög
eftir tónskáldið
sem að ofan
greinir.
Undirritaður
ætlar sér ektó þá
dul að gera upp á
milli tónskálda
eða einstakra
laga þeirra hvað
gæði varðar á vettvangi sem þess-
um, enda þyrfti þá tíl ærið pláss. En
það gefur augaleið, að það er mikið
fagnaðarefni þegar loks em saman
komin á einum stað helztu sönglög
jafnvinsælla og virtra höfunda á við
Jómnni og (sem nýlega var getið)
Jóns Þórarinssonar í vandaðasta
frágangi sem nútíma nótnaprent-
tækni gefur kost á, og ektó nema
eðlilegt og skynsamlegt af útgáf-
unni að hefjast handa við eldri kyn-
slóð tónskálda fremur en við yngri.
Aðeins verður að vona, að höfundar
hafí ekki farið offari í sjálfsgagnrýni
eins og hætt virðist við þegar aldur
færist yfir (meðal ah’æmdari dæma
er Sibelius), en alltjent verður þó að
reikna með, að hér fari rjóminn af
sönglögum beggja, a.m.k. að mati
tónskáldanna sjálfra.
Meðal vinsælustu laga Jómnnar
má nefna hið óslítandi Kall sat und-
ir tóetti, sem í lagferli er litað af k
þjóðlagaáhuga höfundar, að ekki sé j'
minnzt á Það á að gefa börnum w
brauð, sem margir hafa flaskað á að
halda að væri íslenzkt þjóðlag. En
Jómnn á sér líka impressjóníska,
allt að því súrrealíska, hlið, sem
finna má ávæning af í lögum eins og
Unglingurinn í skóginum (Laxness)
eða Vort líf; hinu síðartalda við Ijóð
eftir líklega tónsettasta ljóðskáld
landsins, Stein Steinarr, og eru þá
vísnasöngur og popp ektó undan- !.
stólin. Þá má einnig finna fágæti j'
eins og Glugginn (Laxness; hvorki W
meira né minna en 7 bls. á lengd) og
Þjóðvísa (Tómas Guðmundsson)
sem að ósekju mættu heyrast oftar.
Um frágang útgáfunnar hefur
oftar en einu sinni verið fjallað í
þessum umsögnum og óþarft að
orðlengja frekar að hann er bæði
höfundum og neytendum til sóma.
Aðeins skal lætt fram einni hug-
mynd í lokin, nú þegar samanlagður k
sönglagafjöldi útgáfunnar - að með- r
töldum Einsöngslögum I-VI - fer að P
nálgast þriðja hundraðið: Mætti
ektó senn hvað líður fara að hugsa
um að gefa út broddmjólkina af ís-
lenzkum sönglagasjóði á norrænum
vettvangi með skandinavískum
textaþýðingum, t.d. í samvinnu við
eitt eða £1604 nótnaforlög á Norður-
löndum? Ekkert virðist í fljótu
bragði auðveldara en að nefna |
nokkra tugi laga sem stæðu vel
undir því.
Ríkarður Ö. Pálsson