Morgunblaðið - 28.01.1998, Side 23

Morgunblaðið - 28.01.1998, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1998 23 Sinfóníuhljómsveit fslands verðlaunuð í Cannes „Greinilegt að við stefnum ennþá upp á við“ „ÞETTA er heilmikil viðurkenning fyrir hljómsveitina og á ör- ugglega eftir að efla hana til frekari dáða. Það er greinilegt að við stefnum ennþá upp á við,“ segir Runólfur Birgir Leifsson, fram- kvæmdastjóri Sinfón- íuhljómsveitar Is- lands, en hljómsveitin vann á dögunum til verðlauna á klassísku geislaplötuverðlauna- hátíðinni í Cannes, fyrir flutning sinn á hljómsveitarverki Jóns Leifs, Þríþættri hljómkviðu. Verkið er að finna á geislaplöt- unni Geysi sem sænska útgáfu- fyrirtækið BIS gaf út á liðnu ári. Hljómsveitarstjdri í upptökunum var Osmo Vanská. Cannes-verðlaunin, sem veitt eru árlega, eru ein eftirsóttustu verðlaun sinnar tegundar í heim- inum en að þeim standa m'u al- þjóðleg tímarit sem fjalla um klassíska tónlist. Annast gagn- rýnendur þeirra tilnefningar. Sinfóníuhljómsveit Islands bar sigur úr býtum í fiokki frum- hljóðritana en þetta er í fyrsta sinn sem hljómsveitin vinnur til verðlauna á hátíðinni. Að áliti Runólfs staðfesta verð- launin, enn og aftur, sterka stöðu Sinfóníuhljómsveitar íslands á al- þjóðavettvangi. Þá hafi verðlaun af þessu tagi mikla þýðingu fyrir kynningu á hljómsveitinni. „Við höfum um skeið haft mikinn áhuga á því að fara í tónleikaferð til Þýskalands sem gengið hefur treglega að fjármagna. Hugsan- lega geta þessi verðlaun orðið til þess að létta okkur róðurinn." Að mati Runólfs hafa Cannes- verðlaunin ekki ein- ungis þýðingu fyrir Sinfónfuhljómsveit- ina, heldur jafnframt íslenskt tónlistarlíf í heild sinni, ekki síst þar sem verkið sem hljómsveitin hlýtur viðurkenningu fyrir að flytja er eftir ís- lenskt tónskáld. Þijár plötur til við- bótar BIS hefur gefið út tvær geislaplötur þar sem Sjnfóníuhljóm- sveit fslands flytur hljómsveitarverk eft- ir Jón Leifs, Sögusinfóníuna og Geysi. Hefur verið rætt um að taka upp þijár plötur til viðbótar en að því loknu yrði, að sögn Runólfs, langt gengið á safn hljómsveitarverka sem liggja eft- ir tónskáldið. Upphaflega stóð til að Osmo Vanska stjórnaði hljómsveitinni í upptökunum en nú er orðið Ijóst að hann mun ekki ejga heiman- gengt vegna anna. I staðinn hef- ur verið gengið til samninga við sænska hljómsveitarstjórann B. Tommy Andersson, sem stjórna mun hljómsveitinni í hljóðritun- um sem fyrirhugaðar eru í júní á þessu ári, og hina bandarísku Anne Manson, sem sveifla mun tónsprotanum í upptökum sem BIS hyggst gera í maí 1999, í tengslum við hundruðustu ártíð Jóns Leifs. I síðarnefndu upptök- unum mun SI ráðast til atlögu við hið mikla verk Eddu I. Þriðja geislaplatan verður væntanlega tekin upp í millitíð- inni en Runólfur segir ekki enn liggja fyrir hvort Andersson eða Manson muni standa þar í eldlín- unni ásamt hljómsveitinni. Jón Leifs ANDLEGUR KRAFTUR ÞINGVALLA ÞINGVALLAMYND eftir Gylfa Gíslason. MYIVPLIST Mokka MÁLVERK GYLFI GÍSLASON Opið 10 til 23. Sýningin stendur til 4. febrúar. ÞAÐ fer vart milli mála að Þingvöllum fylgir „andlegur kraft- ur - fram yfir hvurn annan stað á landinu“, eins og Jónas Hallgríms- son komst að orði í bréfi sínu til Páls Melsteð vorið 1841 og hvatti til að Alþingi yrði sett þar aftur. Staðurinn er svo hlaðinn af sögu og minnum þjóðarinnar að þar er vart nokkrum Islendingi fært að koma án þess að hann falli í stafi og fari jafnvel að sjá þar sýnir tengdar sögunni, eins og reyndar Jónas segist hafa gert um mitt sumar þetta sama ár og lýsti í bréfi til Konráðs Gíslasonar, vinar síns. Grjótið á Þingvöllum er ekki bara grjót heldur er það eins kon- ar relíkvaríum Islandssögunnar; Almannagjá er ekki gjóta heldur helgimynd. Meira að segja sólin er önnur á Þingvöllum enda stjórnaði gangur hennar þar þinghaldinu eins og skráð er í Grágás. Það er því ekki nema von að Þingvellir hafi verið íslenskum myndlistar- mönnum hugleiknir svo að vart eru til jafnmargar myndir af nokkrum öðram stað á landinu. Til eru málverk frá öllum sjónarhorn- um af Þingvöllum, máluð á öllum tímum dags, í öllum birtutilbrigð- um. Kjarval málaði þarna meira að segja „í frosti innpakkaður í föt til að geta staðið úti meðan bjart var“, eins og kemur fram í Kjar- valskveri Matthíasar Johannes- sen. Hann málaði jafnvel Þingvelli „þó hálfrokkið væri í skammdeg- inu“. Þær kynslóðir sem nú eru uppi sjá Þingvelli gegnum gler Kjarvals og annaiTa brautryðjenda málara- listarinnar og upplifun þeirra er líka lituð af ljóðum Jónasar, sögum Laxness og auðvitað af fornsögun- um sjálfum: Þarna stökk Flosi, þarna stóð Þorgeir. Þess vegna er það merkilegt að sjá Þingvalla- myndir Gylfa Gíslasonar sem nú era til sýnis á Mokka. Svo margt í þessum myndum virðist ósnortið af allri þessari sögu, eða að minnsta kosti laust við þá lotningarfullu undirgefni sem yfirbugar flesta ís- lendinga þegar þeir standa á Þing- völlum. Myndirnar eru frísklegar og blátt áfram, sjónarhornin oft óvenjuleg og hið myndræna í landslaginu oftast í fyrirrúmi þótt Gylfi sé heldur ekki hræddur við að taka á tilvísunum í listasöguna og jafnvel að gera góðlátlegt grín að öllum hátíðleikanum sem mótar umgengni okkar við þennan stað. Þegar sólin rennur „undir vestur- barm Almannagjár, fögur og tá- hrein og logandi“, svo aftur sé vitn- að í Jónas, teiknar Gylfi heila sin- fóníuhljómsveit í himininn til að leika sólarlagsóratoríu fyrir áhorf- andann svo hann finni hina réttu „Þingvallastemmningu". Fjalla- hringinn dregur hann inn í sýning- una með því að mála útsýnisskíf- una á gjábarminum, séð ofan frá. Mannvirki síðari tíma - afrek vega- gerðarmanna - rata inn í myndirn- ar ekki síður en hin eilífa náttúra. Húmorinn í þessum myndum sýnir að Gylfi hefur engu gleymt þótt nú séu mörg ár liðin frá síð- ustu myndlistarsýningu hans, en vinnan að baki þeim sýnir líka að Gylfi hefur ekki setið auðum hönd- um öll þessi ár. Verkin eru öll þaul- hugsuð og bera vott um vel grund- vallaðan skilning á myndbyggingu, formum og lit. I myndunum er líka sterkur karakter sem listamaður- inn skilar af miklu öryggi, enda þarf kjark til að takast á við svo margþvælt viðfangsefni. Gylfa tekst að miðla áhorfandanum nýrri sýn á þennan fornfræga stað og vonandi þýðir þessi sýning að við munum fá að sjá meira frá Gylfa á næstunni. Jón Proppé EKKI varð af kaupum Reykjavík- urborgar á húseign Jóns Engil- berts heitins, Englaborg, Flóka- götu 17 í Reykjavík. Húsið hefur nú verið selt einkaaðilum en borgin hafði um nokkurn tíma staðið í samningaviðræðum við ættingja listamannsins um kaup á húsinu. Guðrún Jónsdóttir, formaður menningarmálanefndar Reykjavík- ur, segist mjög leið yfir að ekki skuli hafa orðið af kaupum borgar- Englaborg seld innar á Englaborg. Fyrirhugað hefði verið að nýta húsnæðið undir starfsemi Sambands íslenskra myndlistarmanna, SIM, og gesta- vinnustofu listamanna. Nýir eigendur hússins eru þau Gunnar Magnússon húsgagnaarki- tekt, Tinna Gunnarsdóttir listhönn- uður og Sigtryggur Baldursson myndlistarmaður. Gunnar segir að húsið verði áfram notað á sama hátt og áður, þ.e. sem heimili og vinnustofa listamanna. Engar breytingar verði gerðar á húsnæð- inu. A síðustu ánim hafði Engla- borg verið til sölu á opnum mark- aði. Hjá ANDRÉSI útsalaJ 10—50% afsláttur Opið alla daga vikunnar á útsölunni Póstkröfuþjónusta Andrés, Skólavörðustíg 22a, s. 551 8250. Tímarit • NÁTTÚRUFAR á Seltjarn- arnesi er skýrsla unnin fyrir Seltjarnarnesbæ 1987-1997, Náttúrufræðistofnun Islands og Líffræðistofnun Háskólans og fjallar um lífríki og jarðfræði Seltjarnarness. Inngang skrifar Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri. Sveinn Jakobsson skrifar um jai-ð- myndanir á Seltjarnarnesi, Kristbjörn Egilsson um gróður- far, Ævar Pedersen og Jóhann Óli Hilmarsson skrifa um fugla og spendýr, Agnar Ingólfsson og María Björk Steinarsdóttir skrifa um fjörulíf, Kristbjörn Egilsson og Ævar Petersen ski-ifa um náttúruvernd. Að auki eru í ritinu ágrip, svæðis- lýsing, ritaskrá, myndaská og töfluskrá. Ritið var sent inn á öll heimili á Seltjarnarnesi í desember sl. Útgefandi er Seltjarnarnes- bær. Ritið er 112 bls.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.