Morgunblaðið - 28.01.1998, Síða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
GUY Scarpetta: Kæri Milan, mig
langar að leggja fyrir þig nokkrar
spumingar, skriflega eins og þú
baðst um. Utanfrá séð má greina
rithöfundarferil þinn niður í þrjú tímabil
(og þá undanskil ég þær ritgerðir sem þú
hefur skrifað á frönsku). I fyrsta lagi eru
það fjórar bækur skrifaðar á tékknesku í
Tékkóslóvakíu fram til 1972. Síðan eru það
þrjár skáldsögur skrifaðar á tékknesku í
Frakklandi (og sú þriðja gerist í Frakk-
landi) fram til 1988. Síðan þá hefur þú
skrifað tvær skáldsögur á frönsku í Frakk-
landi. Hversu mikil áhrif hafa þessar gríð-
arlegu breytingar á kringumstæðum, beyt-
ingar sem eru meiri en gerist og gengur í
lífi rithöfundar, haft á skáldsagnaskrif þín?
Milan Kundera: Kæri Guy, áhrifin eru
örugglega minni en þú heldur. Hver einasti
skáldsagnahöfundur sem stendur undir
nafni hlýðir aðeins tveimur boðorðum: í
fyrsta lagi, segðu aðeins það sem ekki hef-
ur áður verið sagt; í öðru lagi, vertu í
stöðugri leit að nýju formi. Þó eru takmörk
fyrir þessari stöðugu leit að einhverju
nýju. Enginn getur yfirstigið eigin tak-
markanir nema glata sjálfum sér og sér-
stöðu sinni. Þess vegna hljóma setningar í
Oljósum mörkum, sem skrifaðar eru á
frönsku, á sama hátt og setningar í tékk-
nesku skáldsögunum mínum sem þú hefur
lesið í þýðingum. Eg reyni að skrifa á ein-
földu, nákvæmu, næstum tæru máli, og
þannig á það að vera á öllum tungumálum.
En ég vil leggja sérstaka áherslu á þetta:
skáldsagnahöfundurinn er umlukinn töfra-
hring tiltekinna viðfangsefna, nokkrum til-
vistarspurningum sem láta hann aldrei í
friði allt lífið, og þess vegna fæst hann við
ritstörf. Imyndum okkur að miskunnar-
lausir fantar hefðu neytt Kafka til að skrifa
skáldsögu um ástir Metternichs, eða, ef þú
vilt heldur, um hrylling stríðsins. Kafka
hefði runnið gersamlega á rassinn með
það. Því um leið og klippt hefði verið á þau
viðfangsefni sem heilluðu hann og birtast í
hinum miklu skáldsögum hans, þá hefði list
hans, hugmyndaflug og frumleiki gufað
upp.
GS: Nú virðist mér sem reginmunur sé á
Mörkin
óljósu
Milan Kundera hefur ekki veitt viðtöl við fjöl-
miðla um árabil. Hann gerði þó undantekningu
nýverið og svaraði skriflega nokkrum spurning-
um sem franski rithöfundurinn Guy Scarpetta
lagði fyrir hann í tilefni af útkomu nýjustu skáld-
sögu Kunderas, Oljósum mörkum, í Frakklandi.
hinni gríðarflóknu, stórbrotnu
og sjöskiptu byggingu tékk-
nesku skáldsagnanna þinna og
byggingu tveggja síðustu
skáldsagnanna, sem skrifaðar
eru á frönsku. Þegar þú sendir
frá þér þína léttustu og fyndn-
ustu skáldsögu, Með hægð, fyr-
ir þremur árum varð maður
hálfklumsa: er maðurinn að fífl-
ast í kveðjuskyni? Eða er bókin
millikafli á ferli hans? Nú þegar
Oljós mörk er komin út liggur
þetta í augum uppi: þetta var
upphaf nýrrar leiðar, nýrrar
skáldsagnaraðar.
MK: Tékknesku skáldsög- Milan
umar voru að forminu til eins Kundera
og sónötur: mikið verk sem
skiptist niður í marga ólíka þætti. I Ódauð-
leikanum þróaði ég þetta form eins langt og
mér var unnt. Eftir þá bók varð
ég annaðhvort að hætta að
skrifa eða skipta yfir í annað
form. Seinna skrifaði ég Með
hægð af meiri ánægju og hrað-
ar en ég á vanda til, og þar með
var ég kominn á aðrar slóðir.
Eg fór frá list sónötunnar yfir í
list fúgunnar: styttra form,
eina órofa heild, þar sem sömu
þemun og mótífin (í Óljósum
mörkum eru það rauði liturinn,
hamarshöggin, munnvatnið
o.s.frv.) koma stöðugt fyrir, eru
stöðugt endurtekin í mismun-
andi tilbrigðum.
En ég var enn að glíma við
formið og velti til dæmis fyrir
mér þessari spumingu: hvem-
ig er hægt að koma ósennilegum atriðum
inn í skáldsögu sem um leið á að vera skörp
greining? í Óljósum mörkum þýðir það:
hvernig er hægt að laumast frá raunveru-
leika til draums án þess að að það sjáist?
Orðið „identité“ er ekki til á íslensku, og
þvi varð að finna bókinni annan titil en
þann franska. Eg stakk upp á þessum:
Óljós mörk. Hann lýsir mjög vel því sem ég
var að reyna að gera: að segja ákaflega
sannfærandi sögu sem snýst fyrr en varir
upp í martröð.
GS: Þú talar um töfrahring viðfangsefn-
anna, enda lítur þú svo á að megintilgangur
skáldsögunnar sé sá að kanna grundvallar-
þætti tilverunnar. Mörg þeirra viðfangs-
efna sem koma fyrir í Óljósum mörkum
hafa áður komið fyrir í bókum þínum (vin-
áttan, misskilningurinn, leynimakk, kits)
en önnur eru ný (leiðinn, utangarðs-
mennska og að sjálfsögðu ídentítetið). En í
þessari nýju sögu er eitt viðfangsefni yfir,
undir og allt um kring, hreint og beint
sínálægt, og það er ástin, ást sem er ekki
neitt sérlega hlægileg...
MK: Chantal í Óljósum mörkum tengist
Agnesi í Ódauðleikanum leynilegum
systraböndum. Agnes spyr sjálfa sig:
hvernig get ég lifað í heimi sem mér finnst
ekki vera minn heimur, í heimi sem ég vil
ekki aðlagast? Hún sér tvo leiki í stöðunni:
ástina eða klaustrið. Ástin: orð sem mjög
hefur verið misþyrmt, en afar sjaldgæf
reynsla. Þar sem Agnes hafði aldrei
kynnst ástinni átti hún aðeins einn kost:
þann kost sem hún líkir við klaustur. Hún
stingur af einsömul upp í svissnesku
Alpana, rétt eins og Fabrice del Dongo í
„La Chartreuse de Parme“ eftir Stendhal.
En svo er annar leikur í þessari stöðu,
önnur leið til að vera hamingjusamur í
heimi sem maður kann illa við. Ástin. Það
er sú leið sem Chantal fer. Eðli málsins
samkvæmt setur sá sem elskar þann sem
hann elskar ofar öllu, jafnvel ofar sjálfu
sköpunarverkinu. Allt frá því á miðöldum
hefur hugmyndin um ástina verið nátengd
villutrú í hugum fólks. Mig langaði að
kanna hvernig sú villutrú birtist í samtíma
okkar.
Friðrík Rafnsson þýddi, en Óljós mörk kom út á fs
lenzku í haust íþýðiniru hans..
Ósættanlegar
andstæður
YFIRLITSMYND af verkum Finnboga Péturssonar
og Níelsar Hafstein í stærsta salnum.
MYMILIST
Lislasaln ÍsIjukIs
NÝ AÐFÖNG
Til febrúarloka. Opið dagiega
frá 12-18, nema mánudaga.
LISTASAFN íslands heilsar
nýju ári með allstórri sýningu á 24
verkum sem þjóðinni hefur áskotn-
ast á síðustu misserum. í stærsta
sal safnsins hanga Pendúlar, fram-
lag Finnboga Péturssonar til „Bor-
ealis 6“, sjötta noiræna tvíærings-
ins, í Listasafni Islands sumarið
1993, og smíðaði listamaðurinn
verkið einmitt fyrir þennan sal. Með
því að láta þrjá stóra hátalara
sveiflast sem pendúla yfir jafn-
mörgum hljóðnemum á gólfi salar-
ins tókst Finnboga að nema hvininn
í sveiflunni og endursenda hann
uppmagnaðan gegnum hátalarana.
Þessi hringrás kólfsláttar og hljóð-
mótunar hafði frá fyrstu tíð afar
seiðandi áhrif á gesti. Þeir stóðu
sem dáleiddir frammi fyrir þessu
hljómeyki, sem alltaf sló taktinn
með síbreytilegum áherslum.
Svartir og gylltir hestar Níelsar
Hafstein eru sex árum eldra verk
og fullkomin andstæða Pendúlannu.
Á meðan Finnbogi lætur fara vel
um sig í rósagarði módernismans,
býsna öruggur um ágæti tækninnar
og áhrifa hennar á vitundina, setur
Níels kúrsinn öndvert; á þversögu-
lega gulleyju postmódemismans.
Sem úrvalssmiður hefur Níels oft
sýnt af sér takta sem minna á út-
ópískar ástríður Vladimirs Tatlins,
konstrúktívistans rússneska. En nú
er hinn gállinn á honum; sögulegur,
táknrænn og fullur af tilvísunum í
horfna gullöld þegar fákurinn var
driffjöður mikilla goðsagna.
í stað hinnar hispurslausu út-
færslu Finnboga eru hestar Níelsar
Hafstein hver með sínu nefí. Ein-
hyrningurinn er gullbróderaður á
svart flauel með undurfínum þráð-
um sem enda í snöru - úth'num
meyjarskautsins. Trójuhesturinn er
svartmáluð viðargrind, en hrossin í
aldingarðinum mynda kringlótta
lágmynd úr þunnri málmgjörð sem
splæst er utan um kassa í gámum.
í minnsta salnum - á jarðhæðinni
- má sjá jafnögrandi þverstæður í
verkum Ólafs Sveins Gíslasonar og
Steingn'ms Eyfjörð. Myndpöntun,
frá 1991-96, er verðug tilraun hins
íyrrnefnda til að afsala sér listræn-
um ákvörðunarrétti á þeim lö hvít-
máluðu lágmyndum sem hann smíð-
aði eftir pöntun jafnmargra eig-
enda. Að smíða eftir óskum við-
skiptavinarins virkjar ábyrgð og
ákvörðunarhæfi hans, a.m.k. hvað
varðar stærð og lögun, en eitt af
vandkvæðum lífs og listar er feimni
og lítillæti almennings gagnvart
Hstrænum afurðum.
Slíku skeytingarleysi um skap-
andi innihald hafnar Steingrímur
hins vegar með öllu í verkinu Mold-
arkofinn frá 1996. Með hugmynda-
ríkum ábendingum reynir hann að
vekja áhorfendur til vitundar um
gildi þess að skoða og íhuga og
tendra með því eigin skilning þar
sem engu öðru virðist vera til að
dreifa. Lásbogi Helga Hjaltalín
Eyjólfssonar - notadrjúgt morðtól
og listaverk - og samþætting Erlu
Þórarinsdóttur af helgimynd og
MÁLVERK án titils frá 1996,
eftir Kristján Davíðsson.
flatamálverki, eru einnig dæmi um
sígilda merkingarleit í nútímalegum
búningi. Hins vegar kallast einfalt
kubba- og viðarverk Þórs Vigfús-
sonar á við hrífandi meistaraverk
Kristjáns Davíðssonar - sannkallað-
an hápunkt á ferli málarans - en
þar við blasir eilítil perla Þórarins
B. Þorlákssonar af hrossi á beit við
Hvítá.
Vestast í suðursalnum undir súð-
inni stendur Polyfílla ívars Val-
garðssonar - þrjár háar strýtur úr
spartli með vörumerki hins fræga
kíttis - sem annað glöggt dæmi um
nauðvörn listrænnar tjáningar
gagnvart yfirburðastöðu ópersónu-
legra framleiðsluafla. ívar er ásamt
Ólafi Sveini komin manna lengst frá
þeirri rómantísku hughyggju að
listin flytji fjöll. Þegar skrásett
vörumerki yfirskyggja allt skapandi
einstaklingsframtak og enginn veit
hver fann upp sjónvarpið eða tölv-
una er taumlítið listamannsegóið
eins og aflóga tímaskekkja.
Ef til vill geta konur beðið um
lengri frest vegna þess hve seint
þær komu til leiks. Verk þriggja
prýða einmitt austurhluta efsta-
loftsins. Hulda Hákon á þar lág-
myndina „First bow your Head
humbly..." - „Hneigðu þig fyrst
auðmjúk..." - frá 1994-95, sem fjall-
ar eins og svo fjölmörg verk hennar
um tungutakið, hegðunina og valda-
taflið; hina eilífu togstreitu milli
sýndarmennsku og afdráttarleysis.
Kristín Gunnlaugsdóttir sýnir litla
gersemi í nýgotneskum stfl, Maður
á grænu leiksviði, frá 1996, og
minnir okkur á endurnýjaða mögu-
leika tilvísunarmálverksins eftir að
Umberto Eco endurvakti miðaldar-
ómaninn með Nafni rósarinnar.
Hins vegar er samsett gólfverk
Ástu Ólafsdóttur Boð, frá 1996, gott
dæmi um slagkraftinn í list ís-
lenskra kvenna. Eldhúsið er ekki
óverðugra en vinnustofan; potta-
sleifin ekki ómerkara tæki en meit-
illinn. Það spillir þó töluvert fyrir
áhrifunum að ekki skuli fylgja með
skýring á táknrænu innihaldi þessa
ágæta prógramverks. Það er óþarfí
að láta tilgerðarlega dulúð spilla
fyrir hreinni og beinni upplýsingu.
Það sem á skortir í verki Ástu
verður að bráðfyndinni ofurskýr-
ingu í ljósmyndaraunsæi Ki'istins G.
Harðarsonar. Málverki hans af
dæmigerðum, íslenskum hundi fylg-
ir ítarleg en óþörf lýsing. Annars er
hundur Kristins ágætt dæmi um
málaralistina í kvistherberginu við
Tjörnina. Það rímar vel við matar-
list ÞoiTa Hringssonar, Gambur
Tryggva Ólafssoiiar, Kjarvalsmál-
verk Kjartans Ólasonar, Land 3
Kristjáns Steingríms Jónssonar,
helgimyndaröð Arnars Herberts-
sonar og nýsúrrealisma Vilhjálms
Bergssonar. Öll eiga þessi verk sér
rætur í endurreisn fígúratívrar
tjáningar á sjötta og sjöunda ára-
tugnum. Og þó svo að myndröð Sig-
tryggs B. Baldvinssonar skeri sig
þar úr og megi heita abstrakt á hún
lítið sem ekkert skylt við málaralist
Kristjáns Davíðssonar. Það eru því
hvarvetna hinar blessunarlegu and-
stæður innan íslenskrar nútímalist-
ar sem bera uppi þessa ágætu sýn-
ingu og gera hana jafnlifandi og
raun ber vitni.
Haildór Björn Runólfsson