Morgunblaðið - 28.01.1998, Side 25

Morgunblaðið - 28.01.1998, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1998 25 LISTIR Yegið að háskólum frá hægri og vinstri SJÁLFSFORRÆÐI há- skólastofnana og tilraunir fulltrúa utanaðkomandi hugmyndakerfa til að setja þeim skorður og leggja þeim lín- urnar eni viðfangsefni kanadíska prófessorsins Peters C. Ember- leys í bókinni Ekkert umburðar- lyndi; viðkvæm deilumál í kanadískum háskólum1, er út kom fyrir nokkm. Emberley gerir grein fyiir því hvernig tvennskon- ar hugmyndakerfi, annað kennt við „vinstri menningarhyggju“ og hitt við „hægri fyrirtækishyggju", hafa leitast við að koma ár sinni fyrir borð innan háskólanna og gera eigin gi-unnhugmyndir að grundvallaratriðum í rekstri þeiiTa. Þetta, segir Emberley, ger- ir háskólunum erfitt um vik að skilgreina og sinna hlutverki sem er þeirra eigin og ætti ekki að stjórnast af neinu nema lögmálum vísinda og fræða. Frá sjónarhorni hægri fyrirtæk- ishyggju ber að líta á háskóla eins og hvert annað fyrirtæki sem þarf að skila hagnaði, veita viðskipta- vinum (nemendum) þjónustu og borga starfsfólki (kennurum, rit- uram, rektorum og svo framvegis) laun eftir frammistöðu (hvernig hún er mæld er svo önnur saga). Frá sjónarhorni vinstri menning- arhyggju er háskólinn tæki til þjóðfélagsmótunar og nemendur verða þar fyrir hugmyndafræði- legum, mótandi áhrifum sem nauð- synlegt er að séu „rétt“ (samanber glósuna „pólitísk rétthugsun“), og starfsfólk (kannski sérstaklega kennarar) er óhjákvæmilega boð- berar einhverskonar hugmynda- fræði. Háskóli á viðskiptagrunni Það er grandvallarþáttur í sjón- arhorni hægri fyrirtækishyggj- unnar að háskólar verði að ganga í takt við það sem nefnt hefur verið „efnahagslegur raunveraleiki“. Formaður háskólamenntunarráðs Manitobafylkis sagði í skýrslu til menntamálaráðherra fylkisins 1994 að íhuga yrði alvarlega að „leggja niður námskeið, sérsvið, jafnvel heilu deildirnar" ef þær væra ekki greinilega „í nytsamleg- um tengslum við hinn efnahags- lega veruleika", eða gengju í takt við aðrar stofnanir er væra þáttur í efnahagslegri þróun. Menntun, samkvæmt þessu við- horfi, er einfaldlega verslunarvara, og Emberley vitnar í dálkahöfund Ottawa Citizen sem sagði að það sé „ekki lengur markaður fyrir gömlu hugsjónina um menntun menntunarinnar vegna“. Þannig elur hægri fyrirtækishyggjan á þeirri hugsun að menntun sé kostnaðarliður fremur en fjárfest- ing, segir Emberley. Árlega er varið 53 milljörðum dala (það era ríflega 2.600 milljarðar íslenskra króna) til menntunarmála í Kanada, sem er það næstmesta í Háskólar eru hvorki fyrirtæki né félaffsmálastofnan- ir off þurfa að fá að skilgreina eigin hlutverk án póli- tísks þrýstings, segir í bókinni Ekkert umburðar- l.yndi. Kristján G. Arngrímsson fjall- ar um bókina. heiminum, miðað við höfðatölu. Þar af fara 11,4 milljarðar (570 milljarðar króna) til háskólanna og af því greiðir hið opinbera 84%, en aðeins 12% koma úr vösum nem- enda. Ekki leikur vafi á, segir Em- berley, að hægt væri að spara í rekstri háskólanna, og hann nefnir fjölda dæma um braðl. Þurfa virki- lega að vera þrettán háskólastigs- stofnanir í Nova Scotia? Þurfti nauðsynlega að gefa rektor Há- skólans í British Columbia golf- klúbbsaðild sem kostaði 30 þúsund dóllara? En það sem talsmenn hægri fyr- h'tækishyggjunnar vilja fyrst og fremst sjá breytast er skiptingin á hlutfalli námskostnaðar sem greiddur er af hinu opinbera og nemendum. Með því vinnist tvennt: Eftir því sem hlutur nem- enda í kostnaði við menntun þeirra sjálfra sé stærri því meiri kröfur fari þeir að gera um að sú mennt- un sem þeim er veitt skili árangri, rétt eins og neytendur gera kröfur um vörar sem þeir kaupa. Þessi áhersla á árangur leiði ennfremur til þess að væntingar nemenda og kennara verði það sem móti stefnu háskólanna. Aðkeypt vinnuafl og stöðluð kennsluskrá geri nemend- um kleift að kaupa námskeið hjá bestu kennurum í heimi, og slíkt komi bæði nemendum og háskól- unum til góða. Þetta verði öllum til bóta og engum til tjóns. Háskóli sem mótunarafl Það er vel þekkt viðhoi f að öll svið mannlegrar tilveru hafi á ein- hvern hátt eitthvað með pólitík að gera, og má nefna þvi til stuðnings fræga fullyrðingu Aristótelesar um að maðurinn sé „stjórnmála- dýr“. Þetta gæti eiginlega verið trúarsetning vinstri menningar- hyggjunnar, eins og Emberley kynnir hana. Grunnstefið er kunn- uglegt: Öll mannleg samskipti og gjörðir eru á endanum valdabar- átta, og það á við um háskólastarf. Líta ber á háskólana sem félags- málaskrifstofur þar sem gera þarf grein fyrir þeim þjóðfélagsbreyt- ingum sem framundan eru og hjálpa nemendum til að öðlast skilning á hinni nýju heimsmynd. Þess vegna skiptir miklu að fýlgj- ast með því að ekki séu bomar á borð hugmyndir sem festa í sessi ríkjandi skipulag ráðandi afla (slíkt væri íhaldssemi). Kennarar verða að einskonar „menningar- túlkum", þeir veita nemendum, sem tilheyra einum menningar- heimi, aðstoð við að fá innsýn í annan og að sýna þeim, sem hon- um tilheyra, skilning. Meðal þess sem kennarar gera er að fá nemendur ofan af ýmsum fordómum, til dæmis gegn sam- kynhneigð, öðram kynþáttum, framandi hugsunarhætti. Með að- stoð góðs kennara geta nemendur fetað nýja stigu hugmynda sem þeir hafa ekki kynnst áður. Hin nýja heimsmynd vinstri menningarhyggjunnar, segir Em- berley, einkennist af því, að heims- yfirráð evrópskrar menningar séu á undanhaldi, grafið hafi verið undan svonefndri hámenningu og sýnt fram á að hún sé í raun ekki annað en menning tiltekins (ráð- andi) hóps. Forráð hvíta mannsins heyi'i brátt sögunni til og sífellt meira beri á hópum sem hafi hing- að til verið lítt sýnilegir og sannar- lega áhrifalausir. Viðhorf talsmanna vinstri menn- ingarhyggjunnar getur verið mis- kunnarlaust og heiftúðugt, og ef maður er ekki beinlínis fylgjandi hugmyndum þeirra þá líta þeir svo á að maður hljóti að vera á móti þeim og vera „íhald“. Emberley rifjar upp að ónefndur kennari við Carleton-háskóla í Ottawa sagði einhverju sinni að það, að vera íhald, væri „til marks um siðferðis- lega hnignun“. En þrátt fyrir þetta er það meginmarkmið vinstri menningarsinna að allir fái að taka jafnan þátt í þjóðfélaginu, og bein- línis þurfi að „frelsa“ hina sönnu rödd þeirra kúguðu undan járahæl „ráðandi raddar“. Ovæntir bandamenn Þessi deila hægri og vinstri við- horfa hefur staðið lengi í og um há- skóla í Kanada og víðar. I röðum háskólamanna virðist bera álíka mikið á talsmönnum beggja við- horfa, en líklega fer þeim fjölgandi sem vilja skera upp herör gegn báðum, líkt og Emberley gerir í bók sinni, og halda á lofti fána hug- myndafræðilega óháðra vísinda og fræða. Margir eru þó á þeirri skoð- un að slíkt sé goðsögn sem aldrei verði að veraleika, og því sé eigin- lega ábyrgðarlaust að velta sér upp úr svona hugmyndum. Eitt af því sem er hvað áhuga- verðast við greiningu Emberleys era hliðstæðurnar sem hann sér með svo gerólíkum stjórnmálavið- horfum sem vinstri og hægri era, og hvernig þessir tveir svörnu óvinir verða að bandamönnum í til- raunum sínum til að ryðja burt frjálsu háskólastarfi og binda það á klafa pólitískra hagsmuna. Þetta er ekki ný afstaða, og má rifja upp að þýski heimspekingurinn Martin Heidegger hefur lýst ástandinu í þýskum háskólum er hann tók við rektorsembætti í Freiburg 1933 og hélt ræðu undir titlinum: „Sjálfs- foraæði þýskra háskóla". Þar and- mælti hann því sem hann sagði hafa verið kröfu Nasistaflokksins um að vísindi og fræði ættu að stjómast af raunverulegu notagildi þeirra fyrir ríkið og þjóðina. Þessa pólitísku tengingu vildi Heidegger losna við2. En ef háskólinn er hvorki fé- lagsmálastofnun né fyrirtæki, hvað er hann þá? Það er svolítið óljóst hvað Emberley á við þegar hann talar um „hugmyndaheim fræðanna". Það virðist þó fyrst og fremst vaka fyrir honum, líkt og Heidegger forðum, að háskólinn fái sjálfur að skilgreina hlutverk sitt á forsendum sem era ekki að- fengnar. Það er gömul klisja að þótt hið svonefnda „akademíska frelsi" eigi að vera jákvætt, það er að segja, frelsi til athafna, til yfirvegunar og hugsunar um hvaðeina, jafnvel það sem kemur stjórnvöldum og hags- munaaðilum Hla, þá sé raunin sú að þetta frelsi sé yfirleitt misnotað af þeim sem það hafa. Það verði í meðfórum þeirra sem njóta þess einungis neikvætt: Frelsi undan því að þurfa að gera nokkurn skapaðan hlut, nema hirða kaupið sitt, og undan því að bera nokkra ábyrgð. En ef til vill má segja að akademískt frelsi sé neikvætt að því leyti að það sé fyrst og fremst hlutverk háskólanna að veita fólki möguleika á að vera laust við hug- myndafræðilegar skorður hugsun- ar um hvaðeina. 1 Peter C. Emberley: Zero Tolerance; Hot Button Politics in Canada’s Universities. Penguin Books, 1996. 2 Sjá Rudolf Augstein: „Nur noch ein Gott kann uns retten“, viðtal við Martin Heidegger 23. september 1966. Der Spiegel, 23/1976, bls. 193. Grensásvegi 11 Sími: 5 886 886

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.