Morgunblaðið - 28.01.1998, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1998 27
innganga. Vindlingastubbar lágu
víða og varð að hreinsa þá upp á
hverjum morgni. Reykingamenn,
sem vart höfðu þrek til gönguferða,
fóru út í hálku og slæmu færi, og
hlutust af því slys. Varð þá fljótlega
ljóst, að til nýrra ráða þurfti að
grípa.
Stjórnendur töldu sig ekki hafa
stoð í lögum til að neita sjúklingum
um innlögn, þótt þeir reyktu. Bnn-
fremur voru áhöld um það hvort
stofnunin gæti úthýst einstökum
sjúklingum vegna tiltekins lífsstíls,
án þess að sjá þeim fyrir einhverju
þaki yfir höfuðið.
Pess skal getið að um 2.500 sjúkl-
ingar koma í Heilsustofnun NLFÍ á
ári hverju og eru dvalardagar um 50
þúsund. Ef ákveðið hefði verið að
taka alls ekki við sjúklingum sem
reykja, og reiknað með að fjórði hver
sjúklingur reyki, þá hefði Heilsu-
stofnun orðið að hafna innlagnar-
beiðnum fyrir liðlega 600 sjúklinga á
ári. Slík ákvörðun hefði vart staðist
lagalega, hvað þá siðferðilega.
Nú voru góð ráð dýr og enginn
kostur góður. Eftir miklar umræður
og bollaleggingar varð sú gleðilausa
niðurstaða, að reisa lítið hús nokki'a
tugi metra frá aðalbyggingu Heilsu-
stofnunar. Þangað var gerð upphituð
gönguleið til að draga úr slysahættu.
I þetta hús geta allir leitað, sem enn
lúta valdi hins harða húsbónda,
herra Nikótíns. I þessari lausn felst
raunsætt mat á núverandi ástandi,
lagafyrirmælum og skilningur á
þeirri staðreynd, að þrátt fyrir allt
er okkur skylt að virða ákvörðunar-
rétt hvers og eins til að ráðstafa eig-
in lífí.
Því er þessi saga sögð, að engar
einfaldar lausnir eru til þegar úthýsa
skal reykingum úr heilbrigðisstofn-
unum og raunar hvarvetna. Það er
því veigamikið að herða enn sóknina
gegn þessum vágesti, og þá fyrst og
fremst með það fyrir augum að koma
í veg fyrir að börn og unglingar byrji
að reykja. Hann herra Nikótín er
nefnilega ótrúlega harður húsbóndi
og rænir einstaklingana valdi yfir
eigin lífi. Hann er í hópi margra
slíkra, en hefur það fram yfir flesta,
að hann hefur verið löggiltur og nýt-
ur verndar laganna.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Heilsustofmmar NLFÍ.
Tvær ályktanir komu til lands-
fundarins frá undirbúningshópi um
utanríkismál. Þær voru að miklu
leyti samhljóða en voru ólíkar hvað
snerti m.a. ESB og NATO. í báðum
drögunum var að finna þá meiningu
að EES-samningurinn hafi haft já-
kvæð áhrif á íslenskan vinnumarkað
og réttindi íslensks launafólks.
Þessi skoðun komst ekki til skila í
stjórnmálaályktun flokksins, ekki
hvað síst fýrir tilstilli Svavars
Gestssonar. A vegum ASI hefur
miklum kröftum verið varið í það á
síðustu árum að slást við stjórnvöld
og atvinnurekendur um að fá ýmsar
EES-reglur í gildi. Hjá ASÍ vitum
við vel að félagsmálalöggjöfin sem
við fáum frá ESB í gegnum EES-
samninginn verður fyrst og fremst
til fyrir þi-ýsting evrópskrar verka-
lýðshreyfingar og evrópskra jafnað-
armanna. Atvinnurekendur hér á
landi vita þetta líka vel og þeir vita
líka að þær vinnumarkaðsreglur
sem fylgja EES-samningnum kosta
þá mikla peninga og því berjast þeir
á móti þeim. íslensk stjórnvöld hafa
dregið taum atvinnurekenda í þess-
um málum. Alþýðubandalagið kýs í
þessum efnum að segja að þessar
reglur séu vondar af því að þær séu
frá Brussel. Alþýðubandalagið neit-
ar að viðurkenna að þessar reglur
hafi haft jákvæð áhrif á íslenskan
vinnumarkað og skilað íslensku
launafólki kjara- og réttarbótum.
Þetta kalla ég að neita að viður-
kenna staðreyndir. Mér finnst af-
staða eins og þessi vera afskaplega
vitlaus og^ grafa undan ímynd
flokksins. Ég er hins vegar sann-
færður um að þessi afstaða breytist
með aukinni þekkingu og umræð-
um. Sama gildir um gamla og rót-
gróna stefnu flokksins í utanríkis-
málum.
Höíundur er fulltrúi í fram-
kvæmdastjórn Alþýðubandalagsins.
AÐSENDAR GREINAR
Hálendið á að vera
sameign þjóðarinnar
INNAN fán-a vikna mun Al-
þingi setja lög um það hver verður
framtíðarskipan stjórnsýslu á mið-
hálendi Islands. Hér er um miklu
stærra mál að ræða en margir hafa
í fljótu bragði gert sér ljóst. Miðhá-
lendið tekur yfir 40% landsins. Þar
er að finna jökla, fjöll og firnindi
sem geyma margar mestu nátt-
úruperlur landsins - svæði sem
gera Island einstakt land í veröld-
inni bæði í okkar augum og þeirra
sem landið sækja heim.
í dag er málum svo háttað að
mikill hluti miðhálendisins er
einskis manns land, ef svo má að
orði kveða. Hvorki ríkið, sveitarfé-
lög né einstaklingar fara þar með
eignarrétt eða stjórnsýsluvald. Það
hefur verið staðfest í fleiri en einum
Hæstaréttardómi þar sem deilt
hefur verið um þessi víðlendu land-
svæði.
Það er því deginum ljósara að
tímabært er að löggjafinn ákvarði
hver skuli fara með eignarréttinn á
miðhálendinu og þá ekki síður hver
skuli fara þar með stjómsýsluvaldið.
í bráðabirgða-
ákvæði sveitarstjórn-
arlagafrumvarpsins
segir svo um þetta at-
ríði:
„Gengið skal út frá
að staðarmök sveitar-
félaga, sem liggja að
miðhálendi Islands,
verði framlengd inn til
landsins. Sama gildir
um staðarmörk sveít-
arfélaga á jöklum.“
í grein hér í blaðinu
fyrir skömmu hélt
einn formælandi þess
ákvæðis því fram að
sveitarfélögin færu í
dag með stjórnsýslu á
afréttum samkvæmt gildandi lög-
um og því væri með frumvarpinu
aðeins verið að leggja um 10% há-
Þar sem réttarstaða
hálendisins er nú orðin
að deilumáli með þjóð-
aðrir íbúar landsins
munu ekki sætta sig
við og raunar furða að
gerð sé tilraun til slíkra
landvinna í þágu svo fá-
menns hóps.
Þá er það líka út í
hött sem segir í sömu
grein að 12. grein
skipulags- og bygging-
arlaga tryggi hagsmuni
þeirra sem á þéttbýlis-
svæðum, m.a. sunnan-
og vestanlands, búa.
Þar segir einungis að
umhverfisráðherra geti
ákveðið að skipa sér-
staka nefnd til að gera
tillögu að svæðisskipu-
lagi þar sem stefnumörkun í land-
notkun varðar verulega hagsmuni
þeirra sem búa utan viðkomandi
svæðis. Augljóst er að slík nefndar-
skipan tryggir á engan hátt jafnan
rétt allra landsmanna til miðhá-
lendisins, en um það snýst málið.
Þjóðlendufrumvarpið
vísar leiðina
Gunnar G.
Schram
Fá 5% 40%
alls landsins?
Nú hefur brugðið svo við að í
frumvarpi til nýrra sveitarstjórnar-
laga, lagt fram af félagsmálaráð-
herra, hefur allt í einu verið bætt
við ákvæði til bráðabirgða sem
færa á 4-5% þjóðarinnar fullt
óskorað stjórnsýsluvald yfir há-
lendissvæðunum - 40% alls Is-
lands! Slík fyrirætlan er með öllu
óásættanleg. I henni felst að um
95% landsmanna eru útilokuð frá
því að hafa nokkur áhrif á það
hvernig háttað verður nýtingu og
verndun hálendissvæðanna, en í
þeim hópi eru einmitt íbúar þétt-
býlissvæðanna sem mest nota þetta
land í dag til útivistar og náttúru-
skoðunar.
inni telur Gunnar G.
Scram æskilegt að
setja skýrari ákvæði í
þjóðlendufrumvarpið.
lendisins undir þ_au en ekki 40%.
Þetta er rangt. f réttinum til að
nýta afréttir felst enginn stjórn-
sýsluréttur, heldur er hann ein-
göngu takmarkaður við upprekstr-
ar- og beitarrétt. Bændur myndu
auðvitað halda þeim rétti. Fráleitt
er hins vegar það, sem er kjarni til-
vitnaðra ummæla, að afhenda um
40 hreppum, þar sem um 16.000
manns búa, óskoruð og full yfirráð
yfir hálendinu sem þeir fara ekki
með í dag. Það er óréttlæti sem
Á síðasta þingi bar forsætisráð-
herra fram stjórnarfrumvarp um
þjóðlendur. Þar er gert ráð fyrir
því að allt land utan eignarlanda,
m.a. afréttir og almenningar, skuli
teljast þjóðlendur og verða eign
ríkisins. Gert er einnig ráð íyrii' því
að forsætisráðherra fari með mál-
efni þjóðlendnanna, en undii- þær
fellur miðhálendið.
Hér er gengið út frá því að há-
lendissvæðin séu „sameiginleg auð-
lind þjóðarinnar“ eins og segir í
greinargerð frumvarpsins. Hér er
tekin rétt og skynsamleg stefna
sem sættir þau ólíku sjónarmið sem
uppi eru í málum hálendisins og því
brýnt að verði að lögum. í greinar-
gerðinni segir svo:
„Við val á orðimi þjóðlenda var
sérstaklega horft til sérstöðu þess-
ara landsvæða og orðinu er ætlað
að undirstrika að þarna er um aó
ræða landsvæði sem þjóðin fer með
sem heild, þó svo að einstakir aðilai
kunni vegna sérstakra nytja að
hafa öðlast þar réttindi. Hálendis-
svæði þessi eru sameiginleg auðlinó
þjóðarinnar og frumvarpið gerii
ráð fyrir að forsætisráðherra fan
meðþessigæðisem vörslumaður."
Hér er tekinn af allur vafi um
það að hálendissvæðin skuli vera
sameiginleg auðlind þjóðarinnar
undir forræði forsætisráðherra en
ekki fengin fáeinum hreppum til
fullkominnar stjórnsýslu.
Sú miðlunarleið er einnig farin í
frumvarpi forsætisráðherra að lagt
er til að forræði á ráðstöfun lands
og landsgæða innan þjóðlendna
verði skipt milli forsætisráðherra
og sveitarfélaganna. Leyfi sveitar-
stjórnar þarf til landnýtingar en sé
slík nýting til lengri tíma en eins
árs þarf jafnframt samþykki for-
sætisráðherra.
Slíkt fyrirkomulag ætti tvímæla-
laust að vera ásættanlegt fyrir þá
hreppa sem eiga land að hálendinu,
í stað kröfunnar um full yfirráð.
Þörf skýrari ákvæða
Þar sem réttarstaða hálendisins
er nú orðin að deilumáli með þjóð-
inni væri æskilegt að setja skýrari
ákvæði í þjóðlendufrumvarpið í
samræmi við ummælin í greinar-
gerð þess að hálendissvæðin séu
sameiginleg auðlind þjóðarinnar.
Þar þyrfti að bæta við ákvæði um
að öll þau hálendissvæði sem í dag
liggja utan staðarmarka sveitarfé-
laga, eða um 40% landsins, skuli
falla undir stjðrnsýsluforræði for-
sætisi-áðuneytisins. Er það rökrétt
og eðlileg tilhögun þar sem frum-
varpið gerir ráð fyrir að allt þetta
svæði verði eign hins íslenska ríkis
frá og með lögfestingu þess.
Slíkt ákvæði myndi tryggja sam-
eiginlegt foiTæði þjóðarinnar allrar
á hálendissvæðunum og útiloka að
fáeinir hreppar færu þar með allt
skipulagsvald, byggingarmál og
umhverfisvernd sem ella yrði nið-
urstaðan.
Höfundur er prófessor í unihverfís-
rétti við Háskóla íslands.
Sátt þarf að nást um fyrir-
komulag atvinnuleysisbóta
BSRB, BHM, Kenn-
arasamband Islands,
Samband íslenskra
bankamanna og Far-
manna- og fiskimanna-
samband Islands hafa
mótmælt því fyrir-
komulagi sem tekið var
upp um áramót á út-
hlutun atvinnuleysis-
bóta í Reykjavík. Innan
vébanda þessara sam-
taka eru um 30.000
manns og um þriðjung-
ur atvinnulausra á höf-
uðborgarsvæðinu eru í
þessum samtökum.
í Morgunblaðinu
þriðjudaginn 27. janúar
er greint frá mótmælum þessara
samtaka undir fyrirsögninni
„Nokkur stéttarfélög óánægð". í
greininni er ekki rætt við neinn
fulltrúa þessara samtaka né vitnað í
mótmæli þeirra heldur einvörð-
ungu talað við Gissur Pétursson
forstjóra Vinnumálaskrifstofu fé-
lagsmálaráðuneytisins þar sem
hann hleypur í vörn fyrir þá breyt-
ingu sem gerð var á úthlutun at-
vinnuleysisbóta um áramótin.
Ekki veit ég hvernig Morgun-
blaðið, blað allra landsmanna, skil-
greinir hugtakið „nokkur stéttarfé-
lög“. I mínum huga er það engin
breiðfylking allra stéttarsamtaka
opinberra starfsmanna í landinu
auk bankamanna og farmanna og
fiskimanna og kom mér því fyrir-
sögnin verulega á óvart, því Morg-
unblaðið leggur yfirleitt metnað
sinn í að greina satt og
rétt frá málum af
þessum toga og að
hafa hugtökin á
hreinu. Þá kemur það
verulega á óvart að
þegar þetta mál kem-
ur upp á yfirborðið
skuli blaðið ekki sjá
ástæðu til þess að
ræða við fulltrúa þess-
ara samtaka heldur
einungis viðra sjónar-
mið félagsmálaráðu-
neytisins í málinu.
Þetta minnir á þá
gömlu daga þegar
Morgunblaðið og Þjóð-
viljinn skiptu íslensku
þjóðfélagsumræðunni á milli sín
skv. skilgreiningu kalda stríðsins
og viðruðu einungis skoðanir sem
ákveðnum öflum í samfélaginu voru
þóknanlegar. Ég hélt að nú væru
breyttir tímar. Þjóðviljinn dauður
og Morgunblaðið metnaðarfullt í
þeirri viðleitni sinni að fjalla um
þjóðfélagsmál á hlutlægan hátt þar
sem fréttamatið ræður för.
Og ég vil trúa að svo sé enn og að
þessi fréttaflutningur hafi verið
mistök. Því er nauðsynlegt að
skýra sjónarmið þeirra samtaka
sem mótmælt hafa því að atvinnu-
lausum félagsmönnum þeirra í
Reykjavík sé gert að sækja þjón-
ustu á skrifstofur tveggja stéttarfé-
laga innan ASI, Dagsbrúnar/Fram-
sóknar og Verslunarmannafélags
Reykjavíkur.
Um síðustu áramót var lögum
Aðalatriðið er, segir
Sigurður Friðþjófsson,
að þeir sem eru
svo ógæfusamir að
vera atvinnulausir
fái sem besta þjónustu
og aðstoð við að komast
aftur út á vinnumark-
aðinn.
um atvinnuleysistryggingar breytt
og var markmið þeirra breytinga
m.a. að einfalda kerfið og fækka
þeim nefndum sem sáu um að út-
hluta bótum til atvinnulauss fólks
og þeim stöðum sem sjá um að ann-
ast umsýslu og greiðslu atvinnu-
leysisbóta.
Upphaflega þegai- um þessi mál
var fjallað var gert ráð fyrir einni
úthlutunarnefnd á hverju svæði og
að opinber stofnun annaðist alla af-
greiðslu. BSRB hefði fyrir sitt leyti
getað sætt sig við slíkt fyrirkomu-
lag en vildi hins vegar virða þau
sjónamið _sem komu frá félögum
innan ASI að halda afgreiðslu hjá
stéttarfélögum að hluta og studdu
fulltrúar samtakanna tillögur þessa
efnis í stjórn Atvinnuleysistrygg-
ingasjóðs. Hins vegar teljum við
ekki koma til greina að öllum at-
vinnulausum félagsmönnum banda-
lagsins sé stefnt á skrifstofur
Sigurður Á.
Friðþjófsson
tveggja verkalýðsfélaga og að sú
þjónusta sem veitt hefur verið hjá
Atvinnuleysistryggingasjóði sé lögð
niður.
Um þessa niðurstöðu næst aldrei
nein sátt og hefur verið þrýst á,
m.a. með mótmælum, að þessi
ákvörðun verði endurskoðuð og að í
stað tveggja úthlutunarstaða verði
þeir þrír þannig að félagar í þeim
samtökum, sem ekki sætta sig við
það fyrirkomulag sem nú er gert
ráð fyrir, geti sótt þjónustu á hlut-
lausan stað, þ.e. skrifstofu Atvinnu-
leysistryggingasjóðs, en ekki á
skrifstofur annaiTa stéttarfélaga.
Fram að áramótum annaðist At-
vinnuleysistryggingasjóður þessa
þjónustu við atvinnulausa félags-
menn BSRB og er með öllu óásætt-
anlegt að þeim skuli nú vísað á dyr
þar og gert að leita eftir þjónustu
hjá stéttarfélögum sem eru þeim
óviðkomandi. Þótt afgreiðslustað-
irnir verði þrír í stað tveggja þarí
ekki að fjölga úthlutunarnefndun-
um.
Mjög mikilvægt er að sátt náist í
þessu máli, því hér er um viðkvæm-
an málaflokk að ræða sem á að vera
hafinn yfir dægurþras. Aðalatriðið
er að þeir sem eru svo ógæfusamir
að vera atvinnulausir fái sem besta
þjónustu og aðstoð við að komast
aftur út á vinnumarkaðinn. Það er
hins vegar ljóst að þau samtök sem
mótmælt hafa því fyrirkomulagi
sem tekið var upp á höfuðborgar-
svæðinu um áramót munu aldrei
sætta sig við það, enda þjóni það
ekki hagsmunum atvinnulausra fé-
lagsmanna þeirra, og því brýnt fyr-
ir alla málsaðila að það fyrirkomu-
lag sem verður á þessu til frambúð-
ar hafi það eina markmið að bæta
þjónustu við atvinnulaust fólk
Höfundur er upplýsingafulltrúi
BSRB.