Morgunblaðið - 28.01.1998, Page 38
38 MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
GUNNAR GUNNARSSON
húsasmíðameistari,
Miðvangi 115,
verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju föstu-
daginn 30. janúar kl. 13.30.
Bergþóra Jónsdóttir,
Kristín Gunnarsdóttir, Þórhallur Geir Arngrímsson,
Jón Þór Gunnarsson, Erna Gísladóttir,
Gunnar Már Gunnarsson, Erla Margrét Gunnarsdóttir,
Álfheiður Dögg Gunnarsdóttir, Jónas Ingi Pétursson
og barnabörn.
t
Ástkær sonur okkar og bróðir,
BJÖRN INGVAR PÉTURSSON,
lést af slysförum þriðjudaginn 20. janúar sl.
Jarðarförin fer fram frá Blönduóskirkju laugar-
daginn 31. janúar kl. 13.30.
Rútuferð frá BSÍ kl. 8.00.
Ragna Árný Björnsdóttir, Birgir Ingólfsson,
Pétur Gunnar Sigurðsson, Steingerður Hermannsdóttir,
Ingibjörg Ása Pétursdóttir,
Sigurlaug Erla Pétursdóttir.
t
Elskulegur bróðir okkar og mágur,
SIGURFINNUR KLEMENZSON,
Vestri-Skógtjöm,
Álftanesi,
verður jarösunginn frá Bessastaðakirkju fimmtu-
daginn 29. janúar kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknar-
félög.
Guðlaug Klemenzdóttir,
Sveinn Klemenzson,
Sigurður Klemenzson, Sigurrós Grímsdóttir.
t
Sonur minn,
OLGEIR ELÍASSON,
sem lést mánudaginn 19. þessa mánaðar,
verður jarðsettur frá Víðistaðakirkju í Hafnar-
firði fimmtudaginn 29. janúar kl. 13.30.
Fyrir mína hönd, unnustu hans, systkina og
annarra vandamanna,
Aðalheiður Sigtryggsdóttir.
t
Útför ástkærs bróður okkar,
HAUKS GUÐJÓNSSONAR
frá Litla-Fljót,
fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 29. janúar kl. 15.00.
Systkini hins látna.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langa-
langafi,
ÞORLÁKUR JÓN JÓNSSON,
rafverktaki,
Lönguhlíð 3,
verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju fimmtu-
daginn 29. janúar kl. 15.00.
Gunnar Þorláksson, Kolbrún Hauksdóttir,
Ríkey Einarsdóttir, Magnús Gunnlaugsson,
Gunnar Már Torfason,
Margot Holdt Þorláksson,
Björgvin Pálsson,
Margrét Pálsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.
JÓNÍNA HUGBORG
KJARTANSDÓTTIR
+ Jónína Hug-
borg Kjartans-
dóttir fæddist í
Vestmannaeyjum
15. desember 1963.
Hún lést hinn 16.
janúar síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Selfoss-
kirkju 24. janúar.
Égvilgefaþér
aðeins eitt blóm
svo þú sjáir
hve fagurt það er.
Égvilgefaþér
aðeins eitt tár
til þess þú fmnir
hve tregi minn er djúpur.
Égvilgefaþér
aðeins einn vin
svo að þú vitir
hve auðugur þú ert.
(Þuriður Guðmundsdóttir)
Kæra Jóný. Þakka þér fyrir allt.
Kæri Njáll, Kjartan, Skarphéðinn,
Sibbi, Jói, Iris og Skarphéðinn. Megi
ykkur öllum veitast styrkur á erfið-
um stundum. Megi minningarnar um
Jónínu veita ykkur birtu og yl um
ókomna tíð.
Kær kveðja.
Anna.
Mín kæra frænka er dáin. Ég á
erfitt með að trúa því, vil ekki trúa
því. Svona getur maður verið eigin-
gjarn. Maður vill alltaf hafa þá sem
manni þykir vænt um hjá sér lengi.
En Jónína var búin að berjast sterku
stríði undanfarin ár. Berjast við
sjúkdóm sem mæður okkar beggja
hafa líka barist við og allar urðu þær
að beygja sig að iokum, allar svo
alltof snemma, svo ungar.
Mitt samband við Jónínu var ekki
svo mjög mikið í gegnum árin, alltof
lítið. En mikið var ég stolt af að vera
frænka hennar. Ailtaf þegar ég hitti
hana var eins og við hittumst oft,
hún var alltaf svo hlý. Hún gaf svo
mikið af sér, alveg fram á síðustu
stundu. Henni var alltaf svo umhug-
að um alla í kringum sig.
Núna um jólin fékk ég senda ákaf-
lega fallega gjöf frá henni, þar á
meðal voru fallegar myndir af
drengjunum hennar. Allt of stutt
fengu þeir að hafa mömmu sína hjá
sér og það var nú einmitt sárast fyrir
Jónínu, það að þurfa að yfirgefa
drengina sína og Njál, sem hefur
staðið eins og klettur við hlið hennar.
Þau voru samhuga og sköpuðu sér
og drengjunum fallegt heimili þar
sem öllum þótti gott að koma. Jónínu
var líka umhugað um bræður sína
sem hún og Njáll tóku að sér þegar
mamma þeirra féll frá.
Ég vil trúa að Jónínu hafi verið
þörf annars staðar, að hún leggi leið
sína á ný lífssvið. Að hún sé núna
frísk með foreldrum sínum og
mömmu minni, þar sem þau fylgjast
með okkur, styrkja og vernda.
Elsku Njáll, Kjartan, Skarphéð-
inn, Sigurbjörn, Jói, íris og Skarp-
héðinn, missir ykkar er mikill og ég
bið þess af öllu hjarta að Guð veiti
ykkur huggun og styrk. Megi minn-
ingin um Jónínu veita ykkur birtu og
yl um alla framtíð.
Kæra frænka, ég kveð þig með
orðum Hallgríms Péturssonar:
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesú í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji guðs englar yfir mér.
Þín frænka,
Kristín Gunnarsdóttir.
Lífssaga Jónínu lét engan ósnort-
inn sem til þekkti. Ung að árum stóð
hún uppi foður- og móðurlaus og
gekk yngri bræðrum sínum, Sigur-
bimi og Jóhanni, í móður- og föður-
stað ásamt Njáli eiginmanni sínum.
Síðar, eða fyrir rétt um fjórum ár-
um, greindist hún með það mein sem
slökkti á lífskerti henn-
ar hinn 16. janúar sl.
Þrátt fyrir allar þess-
ar byrðar og raun barð-
ist Jónína af miklum
krafti fyrir lífi sínu og
fékk hún þar mikinn
styrk frá Njáli, bræðr-
um sínum og tengdafor-
eldrum.
Kynni okkar Jónínu
hófust þegar eldri son-
ur hennar og Njáls,
Kjartan, og Guðmundur
Geir, eldra bam okkar
Jóns, byrjuðu í skóla.
Þeir urðu fljótlega
mestu mátar og fann ég fljótt hvað
Guðmundur laðaðist að Jónínu enda
gaf hún sonum sínum og þeirra vin-
um mikinn tíma og lét sig þeirra líð-
an og framgöngu alla miklu varða.
Þetta átti líka við um dóttur okkar
Ingu, en saman voru bömin okkar
fjögur mjög samrýnd og áttu oft
góðar stundir í sumarbústaðar- og
bíóferðum.
Það er sárt til þess að hugsa að
eiga ekki eftir að hitta Jónínu oftar
og eiga við hana spjall. Hún var ein-
staklega æðrulaus í veikindum sín-
um og hafði til að bera mikinn
þroska enda hafði hún reynt ýmis-
legt. Við ræddum oft saman um sam-
eiginlegt áhugamál okkar beggja,
fjölskylduna. Þar komumst við oft á
flug. Við vomm svo sammála um að
oft á tíðum em börn í dag ótrúlega
afskipt og þeim ekki sýnd nægileg
umhyggja. Synir Jónínu og Njáls
fengu svo sannarlega mikinn kær-
leika og ást, þeir vora allt sem skipti
Jónínu máli. Þeir vom „lífsankerið“
hennar, sagði hún.
Föstudagurinn 16. janúar verður
okkur lengi minnisstæður. Allan
daginn logaði á kerti til að minna
okkur á Jónínu og verndarenglar,
sem Inga og Guðmundur höfðu feng-
ið frá Kjartani og Skarphéðni í jóla-
gjöf, sátu hjá.
Um leið og við kveðjum Jónínu og
þökkum af miklum kærleika fyrir
alla þann hlýhug og ástúð sem hún
sýndi börnum okkar frá fyrstu kynn-
um viljum við biðja Guð að gefa
Njáli, Kjartani, Skarphéðni og öllum
hennar ástvinum styrk og huggun á
erfiðum tímum.
Megi Jónína Hugborg hvíla í friði.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Fjölskyldan Lambhaga 5.
Eftir langa og harða viðureign
hefur baráttukonan Jónína Hugborg
Kjartansdóttir orðið að lúta í lægra
haldi fyrir illvígum sjúkdómi aðeins
34 ára að aldri. Ég kynntist fjöl-
skyldu hennar í gegnum afskipti mín
af knattspymumálum á Selfossi þar
sem ég sat í stjórn með eiginmanni
hennar og formanni knattspyrnu-
deildar Njáli Skarphéðinssyni. Hún
studdi eiginmann sinn með ráðum og
dáð í erilsömu starfi, margar vora
heimsóknirnar og símhringingarnar.
Ekki fannst henni tiltökumál að taka
á móti stjórn eða jafnvel öllu fót-
boltaliðinu enda heimili þeirra hið
hlýlegasta og gott heim að sækja.
Jónína var ein þriggja systkina
þar sem hún var elst en tveir bræður
yngri. Ung misstu þau systkini fóður
sinn og var það því mikið reiðarslag
þegar móðir þeirra dó nokkrum áð-
um síðar. Stóðu þau því uppi fyrir
aldur fram bæði móður- og fóður-
laus, og féll það í hlut Jónínu og
Njáls að taka að sér umsjón og upp-
eldi Sigurbjöms og Jóhanns. Það er
ljóst að þessi mikla lífsreynsla mót-
aði öðru fremur viðhorf Jónínu til
lífsins. Þetta nýja hlutverk hennar
auk þess að byggja upp eigin fjöl-
skyldu leysti hún með samstilltu
átaki eiginmanns og tengdaforeldra,
Það var því ekki hægt að finna það á
landakorti sanngiminnar að fleira
gæti dunið yfir þessa fjölskyldu, en
það var öðra nær. Fyrir fjóram ár-
um greindist Jónína með þann sjúk-
dóm sem hún barðist gegn með að-
dáunarverðum krafti allt til hinstu
stundar og sýndi aldrei neina upp-
gjöf. Þau hjónin og fjölskyldan öll
stóðu saman í þessari bai'áttu og
vora hefðbundnar lækningaleiðir
ekki eingöngu látnar duga, heldur
var leitað leiða í gegnum Internet
þegar tækifæri gafst og fóru þau
hjón til útlanda eftir ábendingum
þar um og hittu íyrir lækna og fengu
lyf. Þessi vinna hefur fyrir víst skilað
Jónínu lengra fram á veginn í bai'átt-
unni við krabbameinið.
Leiðir sona okkar, Skarphéðins og
Viðars, lágu saman, bekkjarbræður
era þeir og í fótboltanum saman, það
grunaði engan að á árlegu jólamóti
milli jóla og nýárs þar sem þeir
kepptu yrði síðasta mótið sem
Jónína fylgdi syninum til keppni. Er
okkur fjölskyldunni minnisstæðar
skemmtilegar knattspyrnuferðir á
Akranes sl. tvö ár með strákana og
krakkana alla, þar sem setið var og
spjallað um lífið og tilverana langt
fram eftir nóttu.
Jónína var fóst fyrir og hafði mót-
aðar skoðanir og voru þjóðmál þar
ekki undantekning, og átti Sjálf-
stæðisflokkurinn þar dyggan tals-
mann. Jónína mætti á kjördag í starf
auk þess að baka o.fl. og eru henni
hér þökkuð störf fyrir Sjálfstæðisfé-
lagið Óðinn. Einnig var ég beðinn að
koma á framfæri samúðarkveðju frá
stjórn knattspyrnudeildar U.M.F.
Selfoss.
Ég hitti Jónínu síðast rétt fyrir
jólin og leit hún bráðvel út eins og
ávallt, enda var hún glæsileg kona og
alltaf vel til höfð, eftir stutt spjall við
hana gekk ég fullur bjartsýni til
vinnu minnar því hún hafði þá góðu
eiginleika að vera ávallt bjartsýn á
lífið og tilveruna og smitaði út frá
sér. Ég veit að styrkur hennar verð-
ur styrkur ykkar um ókomna tíð.
Ég vil fyrir hönd fjölskyldu minn-
ar færa ykkur innilegustu samúðar-
kveðjur, elsku Njáli, Kjartan og
Skarphéðinn, Sigurbjörn, Jóhann,
Iris og Skarphéðinn, guð blessi ykk-
ur öll.
Minning Jónínu lifir.
Kjartan Björnsson.
Elsku hjartans vinkona okkar.
Okkur langar að kveðja þig í
hinsta sinn. Þótt þú værir búin að
segja okkur hvert stefndi með þenn-
an hræðilega sjúkdóm er þetta samt
svo erfitt þegar stundin er komin. Þú
varst engri lík í þessari baráttu, svo
dugleg og reyndir allt sem nokkur
von væri að gæti hjálpað, enda fyrir
miklu að berjast að eiga tvo yndis-
lega syni og eiginmann. í þessi fjög-
ur ár sem veikindin stóðu var mikið
um vonbrigði, aftur og aftur, en
ailtaf sáuð þið vonina, svo jákvæð,
sem kenndi okkur hinum að meta líf-
ið miklu betur, njóta vel og vera góð
hvert við annað.
Þegar ég hugsa til baka er svo
margt sem kemur upp í huga mér
um kynni okkar og vináttu. Elsku
Jónína mín, þú varst svo yndisleg
manneskja og hafðir einstaklega
mikla útgeislun. Og alltaf varstu til-
búin að ráðleggja og gefa manni all-
an þann styrk er þú áttir, hugsaðir
fyrst um aðra og síðan um sjálfa þig.
Eitt skipti af mörgum leitaði ég til
þín til að fá hughreystingu á erfiðum
tímum en það var daginn áður en
mamma þín dó. Samt gafstu mér svo
mikinn stuðning. Þú varst búin að
reyna svo margt í lífinu, búin að
missa pabba þinn mjög ung og tókst
að þér tvo yngri bræður þína, Sibba,
13 ára, og Jóa, sjö ára, og hefur
reynst þeim eins og öðrum, yndis-
lega.
Árið sem mamma þín dó fórum við
fjögur ungmennin til Benidorm sam-
an, frábær tími, þar sem við vinkon-
urnar ákváðum að opna hár- og
snyrtistofuna Mensý, sem var opnuð
29. mars 1986. Þetta var viðburða-
ríkur tími og mikið að snúast og við
fjögur alveg óaðskiljanleg. Alltaf
saman. Seinna á því ári varðst þú
ófrísk af eldri syninum, honum
Kjartani Hreini, og ákvaðst þú að
hægja á í snyrtingunni og vera
heima með hann næsta árið.
Þegar ég kom í heimsókn þá var
alltaf verið að dúlla eitthvað heima,
þú varst svo mikil heimilismann-
eskja, húsmóðir og frábær mamma,
sérlega mikill fargurkeri og smekk-