Morgunblaðið - 28.01.1998, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 28.01.1998, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1998 39 leg með eindæmum. Síðar kom sá yngri, hann Skarphéðinn. Þetta eru alveg sérlega góðh' drengir, svo kurteisir og skemmtilegir. Þeir eiga nú um sárt að binda, elsku litlu drengimir. Síðustu áramót áttum við öll saman. Þetta var yndislegt og skemmtilegt kvöld en samt líka ró- legt og gott. En það er stutt á milli gleði og sorgar því allt stóð höllum fæti næstu daga, en alltaf stóðst þú þig eins og hetja, svo dugleg og alltaf svo falleg og vel til höfð og barst höf- uðið hátt. Þessa tvo síðustu daga sem við höfðum þig var ég mikið hjá þér, og mun ég aldrei gleyma meðan ég lifi, elsku besta vinkona, hve dug- leg þú varst og hugrökk, og jafnvel þegar þú varst orðin sem allra veik- ust hugsaðir þú um mig og litlu kríl- in sem ég geng með. Ekta þú. Elsku Njáll, Kjartan, Skarphéð- inn, Sibbi, Jói, íris, Skarphéðinn og bai-a öll fjölskyldan, megi Guð styrkja ykkirn í sorginni og gefa ykk- ur alla þá huggun sem þið þurfið. Ekki veitii- af því missirinn er óbæri- lega mikill." Ykkar vinir, Sólveig, Gísli og Kristey Briet. Það verða þung spor að fylgja Jónínu vinkonu minni til grafar, sem lést eftir erfið veikindi langt fyrir aldur fram. Við Jónína kynntumst fimm ára gamlar í Vestmannaeyjum og höfum við alltaf haldið góðu og innilegu sambandi síðan þó stopult væri. Við hjónin áttum frábærar stundir með Jónínu, Njáli og strákunum og eiga þær minningar eftir að ylja okkur um ókomin ár. Njáll stóð eins og klettur við hlið Jónínu í veikindum móður hennar Halldóru. Þegar Halldóra féll frá voru Jónína og Njáll mjög ung en það aftraði þeim ekki frá því að taka bræður hennar inn á heimili sitt, og sýnir það best hvað þau voru vel gerð. Myndaðist þá sérstakt samband milli systkinanna. I veikindum sínum bar Jónína sig alltaf vel, kvartaði aldrei og var Njáll hennar stoð og stytta. Samrýndari hjón og vini var vart hægt að hugsa sér. Elsku Njáll, Kjai'tan, Skarphéð- inn, Sigurbjörn, Jói og aðrir ástvinir. Ég og fjölskylda mín sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Helga Ragnarsdóttir. Lítil skilaboð Fáein orð milli vina Breyta oft miklu. (Gunnar Dal.) Öll vitum við nauðsyn þess að eiga góða vini og hversu sárt það er þeg- ar þeir þurfa að yfirgefa þennan heim. En við leitum huggunar í minningum sem við eigum með okk- ur. Myndir minninganna ryðjast fram hjá okkur vinkonunum þegar við nú horfum á eftir kærri vinkonu leggja af stað í sitt langa ferðalag svo alltof alltof fljótt. Fyrsta myndin er sú hversu glæsileg Jónína var alla tíð og hélt sinni reisn allt fram í and- látið þrátt fyi-ir öll sín áfóll og veik- indi í lífinu. Hún var stolt, ákveðin, raunsæ og blíð. Hún var einstök móðir og yndislegt að fylgjast með því hvernig hún umvafði drengina sína tvo, þá Kjartan og Skarphéðin, umhyggju og undirbjó þá fyrir lífíð svo skynsamlega. Margt, sem okkur hinum fannst sjálfsagt að eiga og geta leitað til, voru foreldrar. Að eiga mömmu þegar við vorum að stíga fyrstu skrefin í alvöru lífsins og eiga börnin okkai'. Þetta hafði Jónína ekki þai' sem hún hafði misst báða sína foreldra. Samt komst hún svo vel frá þessu öllu. Föður sinn missti hún fermingarárið sitt og móður sína 22ja ára gömul og þá kom að henni að hugsa um bræður sína tvo, þá Sigurbjörn og Jóhann Bjarna, áður en hún átti sína drengi. En Jónína var ekki ein því við hlið hennar stóð Njáll, að okkur finnst alla tíð, og foreldrar hans, Iris og Skarphéðinn, og studdu hana í einu og öllu. Samband Jónínu og Njáls var ætíð gott og virtist styrkjast við hvert skipbrot og eins og Jónína sagði ekki alls fyrir löngu: „Við erum svo góðir vinir, við getum hlegið saman og það sem meira er, við get- um líka grátið saman.“ Hún var oftar en ekki sú sem kall- aði saman hópinn okkai' til þess að gera eitthvað skemmtilegt, s.s. fara í ferðalög, sumarbústaðaferðir, leik- húsferðir eða bara til þess að hittast og hafa gaman. Hún var fyrst af okk- ur til þess að stofna heimili og var heimili þeirra Njáls okkur öllum opið til ýmissa skemmtifunda þar sem skrafað var og hlegið. Um leið og við þökkum Jónínu af heilum hug samveruna, sem varði í í'úrn tuttugu ár en hefði svo gjarnan mátt vara miklu lengur því okkur þótti öllum svo ósköp vænt um hana, biðjum við góðan Guð að vera með Njáli, Kjartani, Skarphéðni og bræðrunum Sibba og Jóa á þessari erfiðu stund. Megi ykkar framtíð vera björt. Fyrir þig vinur Gerði ég aldrei annað Enaðveravinur (Gunnar Dal.) Hvíl í friði kæra vinkona. Margrét, Svanhvít, Þorbjörg, Edda, Eh'n, Sara, Kristín og Anna María. Við fráfall Jónínu kemur mér eitt atvik sérstaklega í hug. Þegar kunn- ingi okkar Jóa sá Jónínu í fyrsta skipti á Þjóðhátíð ‘96 varð hann fyrst orðlaus en stamaði svo út úr sér: „mikið rosalega ertu falleg“, sem hann síðan endurtók reglulega í dágóða stund. Ég er sammála hon- um. Mikið rosalega varst þú falleg, að innan sem utan. Gullfalleg því að þeir sem kynntust þér eru nú ríkari fyrir vikið. Fólk virðist oft meta hvað annað eftir útlitinu og líta framhjá hinni raunverulegu mann- eskju á bak við tjöldin. Eftir að hafa skyggnst að tjaldabaki hjá þér stend ég dolfallinn á eftir og vildi bara að til væri fleira fólk eins og þú. Við eigum það til að skapa okkur hetjur, og þá eru þær oft í formi leikara, íþróttamanna og rokk- stjarna sem baða sig í ljóma sviðs- ljóssins. Þá hættir okkur stundum til að gleyma hetjunum í okkar dag- lega lífi, þeim sem þurfa virkilega að hafa fyrir hlutunum en láta hvergi á sjá heldur bretta upp ermarnar og taka á málunum. Jónína kynntist mótlæti sem hefði bugað marga, en alltaf bretti hún upp ermarnar og gekk ótrauð upp í mót. Ég hitti Jónínu í síðasta skipti viku áður en hún lést. Þá virtist hún gera sér grein fyrir í hvað stefndi og þegar við kvöddumst vissum við bæði að við myndum líklega aldrei sjást framar. Það var án efa ein erf- iðasta stund lífs míns. En samt brosir maður þótt þungt sé um hjartað. Ég brosi yfir mörg- um ógleymanlegum stundum á Birkivöllunum þar sem við vinirnir komum saman til að skemmta okkur eða bara til að spjalla. Oft voru ujiíryíkjur Upplýsingar í símum b 562 7575 & 5050 925 ©pjf I - í HOTEL LOFTLEIÐIR OICELANDAIR HOTELS Glæsileg kaffihlaðborð FALLEGIR SALIR OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA MINNINGAR Jónína og Njáll þar tilbúin til að hlæja að okkur og með okkur eða aðstoða okkur á allan hátt. Ég brosi þegar ég skoða myndir frá öðrum í jólum þegar Jónína bauð okkur heim. Við skemmtum okkur konung- lega og gerðum okkur alls ekki grein fyrir að þetta yrði í síðasta skipti sem við fengjum að njóta gestrisni hennar. Þessar minningar munum ég og vinir mínir varðveita ævilangt. Stuttu áður en Jónína lést sagðist hún vonast til að verða bráðum verðlaunuð fyrir baráttuna. Ég veit ekki hvort nú eigi að túlka sem svo að ósk hennar hafi ræst, en hvernig sem það nú er þá mun Jónína ávallt eiga verðlaunasæti í hjarta mínu. Jói, Njáll og fjölskylda. Ég votta ykkur mína innilegustu samúð og vildi að ég gæti verið nær ykkur á þessari soi'garstundu. Hugur minn er það svo sannarlega. Kæra Jónína. Kveðjustund okkar er víst liðin en ég á síðustu orðin ósögð. Mér þykir mjög vænt um þig. Daði. Mig langar að minnast fáum orð- um góðrai' vinkonu minnar, sem far- in er frá okkur. Það er alltaf erfitt að horfa á eftir þeim, sem manni þykir vænt um kveðja þennan heim. Þá finnui' maður fyrir vanmætti sinum og hversu maðurinn má sín lítils gagnvart æðri máttarvöldum. Jónínu og hennar fjölskyldu þekkti ég fyrst sem fjölskylduna heima á horninu á Bii'kivöllum. Eftir að ég fór svo að kenna leikfimi, í Styrk, kynntist ég Jónínu betur. Hún var alltaf duglega og myndar- lega konan hægra megin við mig í speglinum, konan sem alltaf mætti og kunni svo að taka á. A þessum tíma fór ég oft í kaffi og spjall til hennar og Jónína tók alltaf vel á móti mér. Það sem mér fannst alltaf einkenna hana hvað mest var hvað hún var góð. Hún vildi hafa alla góða og vildi að öllum liði vel. Það er aðdáunarvert hvað Jónína barðist hetjulega við hinn illræmda sjúkdóm, sem hrjáði hana síðustu ár. Hún bar þess engin merki að hún væri veik, heldur var alltaf fallegust. Ég vil þakka fyrir mín kynni við hana, og sérstaklega fyrir heimsókn hennar og Njalla til okkar Bigga í haust þegar við eignuðumst dóttur okkar. Jónínu verður sárt saknað. Elsku Njalli, Kjartan, Skarphéð- inn, Jói, Sigurbjörn og fjölskylda, Guð styrki ykkur og gefi ykkur frið. Guðfinna Tryggvadóttir. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090 + Eiginmaður minn, BJARNI KRISTJÁNSSON, Bleiksárhlíð 56, Eskiíirði, lést á Sjúkrahúsinu í Neskaupstað að morgni föstudagsins 23. janúar. Jarðarförin fer fram frá Eskifjarðarkirkju lau- gardaginn 31. janúar kl. 14.00. Fyrir mína hönd og fjölskyldunnar, Laufey Sigurðardóttir. t Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa, bróður og uppeldis- bróður, ÓSKARSVALDEMARSSONAR. Steinunn Valdfs Óskarsdóttir, Ólafur Haraldsson, Pétur Þorsteinn Óskarsson, Hulda Stefánsdóttir, Aðalheiður Ósk Pétursdóttir, Jónas Valdimarsson, Hrefna Magnúsdóttir, Rannveig Þórsdóttir, Jón Guðmundsson. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR frá Flatey á Breiðafirði. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks og lækna á deild B4 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Atli Heimir Sveinsson, Ingibjörg Sveinsdóttir, Friedel Kötterheinrich, Teitur Atlason, Elín Þórhallsdóttir, Auðunn Atlason, Sigríður Ragna Jónsdóttir, Kristín Luise Kötterheinrich, Markús Sveinn Kötterheinrich, lllugi Auðunsson. t Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við fráfall og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SKÚLA SIGURBJÖRNSSONAR fyrrv. leigubílstjóri á Hreyfli, Grensásvegi 56. Ingibjörg Bergmann, Sigurður Skúli Skúlason, Dröfn Guðmundsdóttir, Gústaf Adolf Skúlason, Ólöf Baldursdóttir, Hallfríður Skúladóttir, Magnús Björnsson, Kjartan L. Pálsson, Jónína Kristófersdóttir, Herborg Pálsdóttir, Sigurður Páll Tómasson. barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegustu þakkir sendum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, sonar, bróður, föður okkar, tengdaföður og afa, PÁLMA FRIÐRIKSSONAR, Háuhlíð 6, Sauðárkróki. Sérstakar þakkir fær Kíwanisklúbburinn Drangey. Guð blessi ykkur öll. Svala Jónsdóttir, Friðrik Páimason, Anna Halla Friðriksdóttir, Ásta Pálmadóttir, Þór Jónsson, Ásmundur Pálmason, Rita Didriksen, Friðrik Pálmason, Örvar Pálmason, Lárey Valbjörnsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.