Morgunblaðið - 28.01.1998, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1998 41
FRÉTTIR
PAUL Jóhannsson, deildarstjóri véladeildar T.I., Gauti Hallsson, Ari Stefánsson, Hlífar S. Rúnarsson,
Jón Þór Ólafsson og Jóhannes Benediktsson, formaður TFÍ.
11 tæknifræðingar útskrif-
aðir frá Tækniskóla Islands
BRAUTSKRÁNING nemenda frá
Tækniskóla Islands fór fram laug-
ardaginn 17. janúar og var athöfnin
að þessu sinni í Árbæjarkirkju. Út-
skrifaðir voru sjö byggingartækni-
fræðingar og fjórir orkutæknifræð-
ingar, sem jafnframt eru fyrstu
orkutæknifræðingarnir sem út-
skrifast frá vél- og orkutæknifræði-
braut Tækniskóla ísalnds.
„í ávarpi sem Jóhannes Bene-
diktssop, formaður Tæknifræðinga-
félags íslands, flutti af þessu tilefni
lýsti hann mikilli ánægju með þessa
nýju námsbraut við skólann og
sagði hana vera í takt við tækniþró-
unina í þjóðfélaginu og það frum-
kvæði sem Tækniskólinn og Tækni-
fræðingafélagið hafa haft í hagnýtu
námi. Fram til þessa hafa íslenskir
véltæknifræðingar lokið námi sínu í
erlendum tækniháskólaum að af-
loknu fjrrri hluta námi í Tækniskól-
anum. Jóhannes sagði mikla eftir-
spurn vera eftir tæknifræðingum á
vinnumarkaðinum og að allir þeir
sem nú væru að útskrifast sem
tæknifræðingar hefðu ráðið sig í
vinnu eða væru með atvinnutilboð í
vasanum.
Þá kom fram í máli Jóhannesar
að sífellt fleiri tæknifræðingar
starfa við sjávarútveg þar sem at-
vinnutækifærin eru mörg og
stöðugt meiri kröfur eru gerðar til
sérmenntaðra starfsmanna á því
sviði. Margir tæknifræðingar
starfa við skiparáðgjöf, hönnun
véla og lagnakerfa, til dæmis hjá
hitaveitum og Landsvirkjun. Auk
þess starfa nokkrir sem tækni-
stjórar útgerðarfyrirtækja.
Lokaverkefni orkutæknifræðing-
anna voru á sviði sjávarútvegs: Ari
Stefánsson og Jón Þór Olafsson
unnu að verkefni sem fjallar um
nýtingu glatvai-ma hjá Tanga í
Vopnafirði. Gerðar voru tillögur að
nýtingu glatvarmans til upphitunar
á ski’ifstofu, sláturhúsi og fisk-
vinnslu fyrirtækisins. Gauti Halls-
son og Hlífar S. Rúnarsson unnu að
uppsetningu RSV kælikerfis fyrir
sfldar- og loðnuskip ásamt hönnun-
arforriti sem reiknar út og viðheld-
ur réttu hitastigi kælikerfa skipa
meðan skip eru á sjó. Verkefnið var
unnið og þróað í samvinnu við Kæl-
ismiðjuna Frost.
Tæknifræðingafélag íslands
veitti þessum fyrstu nemendum í
orkutæknifræði sérstaka viður-
kenningu og bókargjöf vegna þessa
tímamóta.
Jóhannes sagði um 1100 íslend-
inga hafa lokið prófi í tæknifræði
og eru á áttunda hundrað þeirra fé-
lagsmenn í Tæknifræðingafélagi ís-
lands en félaginu hefur mjög vaxið
fiskur um hrygg á síðustu árum,“
segir í fréttatilkynningu frá Tækni-
fræðingafélagi íslands.
_ Morgunblaðið/Árni Sæberg
FRÁ Þórshöll. Á myndinni eru f.v. Ástþór Reynir Guðmundsson og
Ingi Þór Jónsson. Á myndina vantar Þóri Björn Ríkharðsson.
Þórshöll opnuð
í gamla Þórscafé
Segja aðgerðir
stjórnvalda
mótsagna-
kenndar
MORGUNBLAÐINU hefm’ borist
eftirfarandi ályktun:
„Æsir, klúbbur ungra Sjálfstæðis-
manna af landsbyggðinni með aðset-
ur á höfuðborgarsvæðinu, Kjör-
dæmasamtök ungra Sjálfstæðis-
manna á Austurlandi og Norðurlandi
eystra, hvetja ríkisstjóm Davíðs
Oddssonar að taka til endurskoðunar
nýsamþykkt lög um fjárveitingar til
stjórnmálaflokkanna.
Teljum við að það sé óásættanlegt
að á meðan dreifa þarf á þrjú ár 166
milljóna króna niðurskurði á sjúkra-
hús á landsbyggðinni, sökum þess að
annað yrði þeim ofviða, að þá geti
stjórnmálaflokkar landsins skammt-
að sér á hverju ári um 180 millj. kr.
Kemur það spánskt fyrir sjónir að
sjá manneskju eins og Jóhönnu Sig-
urðardóttur sem reglulega stígur
fram í sviðsljósið og gagnrýnir pen-
ingaóreiðu og sjóðasukk, koma fram
í fjölmiðlum og réttlæta það að henn-
ar stjórnmálaflokkur, hin sameinaða
breiðfylking vinstrimanna, fái sinn
skerf af þessum 180 milljónum. Það
sannar sig að hver er sjálfum sér
næstur.
Það er ekki almennings að borga
fyrir gamlar útgáfuskuldir af blöðum
sem aldrei bái’u sig né forsíðuauglýs-
ingai’ flokkanna. Ríkisstjóm sem
hvetur fólk til að sníða sér stakk eftir
vexti ætti að ganga fram fyrir
skjöldu og sýna gott fordæmi, þó sér-
staklega Sjálfstæðisflokkurinn, þar
sem við teljum það stríða gegn
grundvallarhugmyndafræði flokksins
að þiggja slíkar fjárveitingar."
ÞÓRSHÖLL Veislusalir ehf.
hafa hafíð rekstur í Brautar-
holti 20 í Reykjavík þar sem
Þórscafé var áður til húsa.
Gerðar hafa verið endurbæt-
ur innandyra án þess þó að
raska upprunalegu útliti. Um
er að ræða glæsilega veislusali
á 3. og 4. hæð hússins og er
gengið inn á horni Brautar-
holts og Nóatúns. ÞórshöII býð-
ur veislusali fyrir 40-350
manns og er öll þjónusta á
staðnum. Veislusalirnir eru vel
búnir fyrir hvers kyns sam-
kvæmi, árshátíðir, brúðkaup,
fermingar, kokkteilveislur, af-
mæli, fundi og önnur einkasam-
kvæmi.
Á næstu mánuðum verður
tekin í notkun koníaksstofa sem
tengist 4. hæð hússins og verð-
ur hún innréttuð í anda gamla
Þórscafé með myndum og mun-
um frá gullaldartíma staðarins.
Þeir sem standa að rekstri
Þórshallar eru Ingi Þór Jóns-
son, Þórir Björn Ríkharðsson
og Ástþór Reynir Guðmunds-
son.
Koma fram
á kristileg-
um sam-
komum
LISTAMENN frá Litháen eru
staddir hér á landi og munu koma
fram á kristilegum samkomum.
Gintautas Abarius er þekktur
tónlistarmaður sem hefur hlotið
fjöldann allan af viðurkenningum.
Hann hefur haldið tónleika víðs
vegar, svo sem víða í Evrópu,
Bandaríkjunum og í mörgum
löndum fyrrum Sovétríkjanna.
Judita Zdanaviciute starfaði um
árabil með Kaunas Musical Thea-
ter ballethópnum. 1993 stofnaði
hún sinn eigin danshóp sem ferð-
ast og kemur fram í kirkjum og
samkomuhúsum.
Þau munu koma fram á Hótel
íslandi miðvikudaginn 28. janúar
kl. 20 þar sem ABC líknarfélag
heldur upp á 10 ára afmæli sitt.
Kvöldið eftir koma þau fram í
Fríkirkjunni Veginum, Smiðju-
vegi 5, Kópavogi, kl. 20. Síðan
heimsækja þau Vestmannaeyjar
og Ijúka síðan heimsókninni
sunnudagskvöldið 1. febrúar kl.
20 í Fríkirkjunni Veginum.
Vilja hætta
viðskipta-
banni
MORGUNBLAÐINU hefur
borist eftirfarandi áskonm:
„Menningar- og friðarsamtök
íslenskra kvenna skora á Alþingi
og ríkisstjórn að binda þegar í
stað enda á aðild íslands að refsi-
aðgerðum í formi viðskiptabanns
gegn almenningi í Irak og á Kúbu
og að beita sér fyrir því á alþjóða-
vettvangi að þessum aðgerðum
verði tafarlaust hætt svo þessar
þjóðir geti lifað eðlilegu mannlífi,
menntað börn sín, hjúkrað sjúk-
um og stundað atvinnu."
Rangárvallasýsla
Opinn fundur
um samein-
ingarmál
FRAMSÓKNARFÉ LAG Rang-
æinga boðar til opins fundar um
hugsanlega sameiningu sveitarfé-
laga í Rangárvallasýslu í Hellu-
bíói miðvikudaginn 4. febrúar kl.
20.30.
Frummælendur verða Páll
Pétursson, félagsmálaráðherra,
Óli Már Antonsson, oddviti Rang-
árvallahrepps, Sveinbjöm Jóns-
son, oddviti Vestur-Eyjafjalla-
hrepps, og Guðmundur Svavars-
son, hreppsnefndarmaður, Hvols-
velli.
Fundurinn er öllum opinn.
Námskeið
fyrir börn
og* foreldra
þeirra
GYÐA Stefánsdóttir sérkennari
heldur námskeið dagana 31. janú-
ar til 1. febrúar kl. 13-17 á vegum
íslenska dyslexíufélagsins.
Námskeiðið er fyrir börn í 7. og
8. bekk og foreldra þeirra og fjall-
að verður um hvernig foreldrar
geta aðstoðað börn með dyslexíu
við að ná tökum á náminu. Fjallað
verður um stafsetningar-, stærð-
fræði- og tungumálanám.
Þátttökugjald er 4.000 kr. á
barn fyrir skuldlausa félagsmenn
en 6.000 kr. fyrir aðra. Foreldrar
með bai’ni borga ekki þátttöku-
gjald.
HALLI rakari í hinum nýju
liúsakynnum.
Hársnyrting
og myndlist
hjá Halla
rakara
HALLBERG Guðmundsson hár-
skeri hefur opnað hársnyrti-
stofu og gallerí uhdir nafninu
Halli rakari, Hár og list, í nýjum
húsakynnum við Strandgötu í
Hafnarfírði þar sem efnt verður
til myndlistarsýninga.
„Halli flutti sig aðeins um set
undir sama þaki og er nú með
rakarastofuna þar sem fimmtán
listamenn ráku áður gallerí.
Það var Gísli Gunnarsson, bygg-
ingafræðingur hjá teiknistof-
unni Kvarða, sem hannaði inn-
réttingar en BK-innréttingar
önnuðust snu'ðina.
Á stofunni starfa auk Ilalla
sonur hans Arnar, sem er hár-
skeranemi, Þórkatla Svein-
björnsdóttir hárskeri og Sigrún
Eiríksdóttir hárgreiðsludama.
Innan tíðar tekur þar einnig til
starfa snyrtifræðingurinn Guð-
finna Jónsdóttir, eiginkona
Halla.
Pétur Friðrik myndlistarmað-
ur er sá fyrsti til að sýna í gall-
erfinu. Hann bjó nær aldarfjórð-
ung í Hafnarfirði og hefur oft-
lega sýnt í bænuin og þá gjarn-
an myndir sem hann hefur mál-
að þar, en Hafnarfjörður er í
miklu uppáhaldi hjá málaran-
um. Síðasta einkasýning Péturs
Friðriks var einmitt í Hafnar-
borg árið 1991 en árið áður var
hann með einkasýningar í Köln
og Lúxemborg sem og í New
York, þar sem hann sýndi 40
málverk og seldi vel,“ segir í
fréttatilkynningu.
Sýningin verður opin fram yf-
ir þorra.
Reykja-
ganga
í kvöld
I miðvikudagskvöldgöngu Hafn-
argönguhópsins verður farið frá
Hafnarhúsinu austanmegin kl.
20 og gengið upp Grófina og um
Ingólfstorg og Víkurgarð með
Tjöminni, um Hljómskálagarð-
inn og Vatnsmýrina suður í
Öskjuhlíð og þaðan niður í Naut-
hólsvík. Þar verður tekið upp
nesti og kveikt lítið fjörubál. Val
um að ganga til baka eða fara
með SVR.
Á leiðinni verður rifjað upp að
fyrr á öldum var gufuhver á
strönd Örfiriseyjar út af svo-
nefndu Reykjanesi. I dag leikur
gufa um öndvegissúlurnar á Ing-
ólfstorgi og í Öskjuhlíð hefur
verið gerður gufuhver. Segir
sagan að á beinni línu á milli
þessara staða hafi Ingólfur Am-
arson og fjölskylda byggt sér
bæ, þann fyrsta til fastrar bú-
setu á Islandi.