Morgunblaðið - 28.01.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.01.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1998 43 Tommi og Jenni Ljóska Ferdinand Smáfólk AND THEV 5AY NO TUIO 5N0WFLAKE5 ARE B/ÉR AUKE.. Og þá er sagt að engin tvö snjó- korn séu eins ... twat's ridkuloos.. iVe 5EEN FOUR ALREAPY TMI5 M0RNIN6 TMAT LUERE EXACTLY ALIKE... ^ of TMEY WERE EVEN V 1 TME 5AME COLOR j J i í 1 o 0 // ° O ° ° c j ? o t> o o 1 Það er fáránlegt... ég er búin Þau voru jafnvel eins á litinn! að sjá fjögur núna í morgun sema eru nákvæmlega eins. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 „Vegurinn á að vera lokaður samkvæmt almanakinu“ Frá Hallgrími Sveinssyni: „KLETTSHÁLS er þungfær, Dynj- andisheiði og Hrafnseyrarheiði ófærar. Annars eru allar aðalleiðir landsins færar.“ Þessa setningu og aðrar viðlíka hafa landsmenn heyrt í flestum aðal- fréttatímum Ríkisútvarpsins það sem af er árinu 1998. Miðað til veðurblíðuna sem ríkt hefur á ísiandi í allan vetur og svo til algjört snjóleysi vekur það þó furðu margra, hvers vegna ekki má halda ofangreindum leiðum opnum eins og öðrum. í vestasta hluta ísafjarðar- bæjar, á norðurströnd Amarfjarðar, búa nú rúmlega tuttugu manns. Þeir og forsvarsmenn bæjarins hafa ítrek- að farið fram á mokstur á Hrafnseyr- arheiði, en án árangurs. Yfirmaður Vegagerðarinnar á Isafírði, Gísli Ei- ríksson umdæmisverkfræðingur, veitir það svar náðarsamlegast, að Vegagerðin sé hætt að moka vestur yfir heiðar, svokallaða Vesturleið, og við það sitji. Auðvitað hefur ofannefndur yfir- maður og starfsmenn hans, sem gegna því hlutverki að þjónusta veg- farendur, sínar vinnureglur til að fara eftir. Svar hans er þó nokkuð merkilegt í ljósi þeirrar staðreynd- ar, að hvorki er snjóbíla- né vélsleðafæri í fjöllum hér vestra vegna snjóleysis þegar þetta er skrifað, og má segja að svo hafi ver- ið í allan vetur. Það er því ekki óeðli- legt að ýmsh' velta þvi nú fyrir sér, hvort umræddar reglur séu ekki orðnar eitthvað á eftir tímanum. Ef áðurnefndir borgarar Isafjarð- arbæjar ætla að hreyfa sig til ann- arra hluta bæjarins verða þeir að fara sjóleiðis eða gangandi yfii' heið- ar og mundi kannski einhver segja að þeir væru ekkert of góðir til þess, eða halda sig heima við ella. Sama má segja um þá sem vildu ferðast hér milli héraða eða stytta sér leið í flóabátinn Baldur, sem Vegagerðin rekur með miklum halla. Spyrja má hvort það myndi ekki lagfæra rekstrarhalla skipsins eitthvað, ef íbúum hér á miðhluta Vestfjarða væri gert kleift að nota það þegar náttúrulegar aðstæður leyfa, eins og verið hefur undanfarið og einungis örfáir skaflar loka leiðinni. Með því móti fengjust hugsanlega til baka þeir fjármunir sem færu í snjó- moksturinn og allir væru ánægðir. Mikið hefur verið bollalagt um það á undanfórnum áratugum að tengja norður- og suðurhluta Vest- fjarða saman með heilsársvegi og slá þar með tvær flugur í einu höggi: Tengja saman byggðirnar og vinna sig út úr fjórðungnum um leið. Sum- ir hafa jafnvel tekið svo djúpt í ár- inni að halda því fram, að hér sé um að ræða mesta hagsmunamál Vest- firðinga í bráð og lengd í byggða- pólitík. í þessu efni hafa þó oft runn- ið tvær grímur á marga, þegar svo háttar til sem nú, að sjálf náttúran hefur búið svo um hnútana, að ein- ungis nokkrir smáskaflar, sem hún hefur gleymt að þíða, hafa slitið fjórðunginn í tvennt, samgöngulega séð, á Dynjandis- og Hrafnseyrar- heiðum. Þrátt fyrir margítrekaðar beiðnir, þegar svo hefur staðið á sem hér hefur verið lýst, hefur Vegagerðin vitnað í almanakið og sagt: Vegurinn á að vera lokaður sam- kvæmt okkar vinnulagi. Löggjafarvaldið setur fram- kvæmdavaldinu reglur til að vinna eftir. Vegagerðin hér vestra vinnur í nánu samráði við alþingismenn Vestfirðinga, að sögn. En ef þing- menn okkar eru það duglausir, að geta ekki breytt margnefndri vinnu- reglu Vegagerðarinnar til hagsbóta fyrir umbjóðendur sína, er eitthvað meira en lítið að og full ástæða fyrir kjósendur hér á svæðinu til að íhuga slíka frammistöðu kjörinna fulltrúa sinna. Það er enginn að tala um að verið sé að moka snjó í vitlausu veðri eða þegar allt er á kafi í fönn. Það er ver- ið að fara fram á að menn nýti sér náttúrulegar aðstæður, þegar ástæð- ur leyfa. Hér vantar greinilega sveigjanleika í staðnaðar vinnuregl- ur opinberrar þjónustustofnunar. HALLGRÍMUR SVEINSSON, Hrafnseyri. Heitt vatn í Mosfellsbæ Frá Hafsteini Pálssyni: MEIRIHLUTI Framsóknar og Al- þýðubandalags í bæjarstjórn Mos- fellsbæjar hefur í hyggju að selja heitavatnsrétt- indi í eigu bæjar- félagsins til Hitaveitu Reykjavíkur á spottprís. Þessar viðræður hafa víst verið í gangi í tæplega tvö ár en koma fyrst nú til umfjöllunar í bæjarstjórn. Fyrir rúmu ári voru gerðar breytingar á stjómsýslunni hjá Mosfellsbæ í anda þess sem var gert í Reykjavík undir yfirskrift- inni Valdið til fólksins. Mosfelling- ar, er þetta það sem koma skal? Greinilegt er að tómahljóð er í bæjarkassanum og nauðsynlegt að laga stöðuna fyrir kosningar. Það skyldi þó ekki vera að meirihlutinn treysti Tjarnarráðinu betur fyrir því að fara með þessar eignir og ávöxtun þeirra? Eitt er að taka þátt í samstarfi, annað að yfirfæra eignir án eðli- legs endurgjalds. Það virðist sem sumir stefni að því leynt og Ijóst að komast í faðm stóru systur. Ef þetta er stefnan, væri þá ekki réttast að kynna hana fyrir öllum Mosfellingum og tala um hlutina undir réttum nöfnum? Er hug- myndin ef til vill sú að fara ein- hvers konar Kjalarnesleið inn í Reykjavík? HAFSTEINN PÁLSSON, verkfræðingur. Hafstcinn Pálsson Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.