Morgunblaðið - 28.01.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.01.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1998 45 í DAG Árnað heilla QAÁRA afmæli. í dag, vfmiðvikudaginn 28. janúar, er níræð Páli'na Þorsteinsdóttir frá Akra- nesi, Dalbraut 20, Reykja- vík. Hún er að heiraan í dag. Q/AÁRA afmæli. í dag, O V/miðvikudaginn 28. janúar, er áttræð Bergþóra ■Pálsdóttir frá Veturhúsum við Eskifjörð. Hún er nú til heimilis að Ási í Hveragerði. Bergþóra verður að heiman í dag. Ljósmyndastúdíó Halla E. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Landakirkju í Vestmannaeyjum 23. ágúst af sr. Jónu Hrönn Bolladóttur María Pét- ursdóttir og Davíð Þór Einarsson. Heimili þeirra er á Fjólugötu 13, Vest- mannaeyjum. BRIDS llinsjóii Guðiniiiiilur Páll AruarNon PÓLVERJINN Marek Szymanowski er fljótur að taka ákvarðanir við spila- borðið. Hann tók þátt í Cap Gemini-mótinu í Hollandi með samlanda sínum Mar- tens, og hér eru þeir í vörn gegn tveimur gröndum bresku Hackett-bræðranna: Suður gefur; enginn á hættu. Martens kom út með spaða, sem Jason tók heima Norður 4K97 VD109 ♦ D543 *G87 Austur AG1065 VKG6 ♦ ÁK6 ♦ 532 Suður *Á4 VÁ5432 ♦ 982 +ÁK6 Vestur Norður Austur Suður Martens Justin Szym jason 1 hjarta Pass 2 hjörtu Pass 2grönd Pass Pass Pass til að spila hjarta að blind- um. Þegar Martens lét lítið hjarta umhugsunarlaust, setti Jason tíuna úr borði. Og eldsnöggt tók Szyma- nowski slaginn með kóng! Hann spilaði spaða til baka og Jason tók á kónginn í borði. Jason var viss um að vestur ætti hjartagosann, svo hann fór næst heim á lauf til að spila hjarta á ní- una. Nú dró Szymanowski fram hjartagosann og síðan hirti vörnin fimm næstu slagi á spaða og tígul: Tveir niður. Það er augljóst hvað ger- ist ef austur tekur fyiTÍ hjartaslaginn með gosanum. Þá notar sagnhafi innkom- una á spaðakóng til að svína fyrir hjartakóng og tekur þannig átta slagi. Vestur ♦ D832 V87 ♦ G107 ♦ D1094 SKAK Umsjón Margeir Pélursson ANATÓLÍ Karpov vai’ði FID E-heimsmeistaratitil sinn fyrir Anand í byrjun ársins. En á Hoogovens stórmótinu í Wijk aan Zee í Hollandi á hann nú ekki sjö dagana sæla. Hann hefur tapað tveimur skák- um, gert sjö jafnteíli en enga unnið. Þetta er auð- vitað ekki frammistaða sæmandi heimsmeist- ara, en ennþá eru fjórar umferðir til loka mótsins. stöðu hafði ungi Búlgar- inn Veselin Topalov (2.740) hvítt gegn Karpov (2.735). 50. HI18+! og Karpov gafst upp, því hann getur aðeins tafíð mátið í fimm leiki tíl viðbótar: 50. - Bxh8 51. Hxh8+ - Kxh8 (Eða 51. - Kg7 52. Dd7+ og mátar) 52. Dh2+ - Dh6 53. Dxh6+ - Kg8 54. Dh7 + - Kf8 55. Df7 mát! þessari HVITUR mátar f sjötta leik! COSPER Hvernig er að vera kýldur niður með vinstri handar höggi? STJ ÖRNUSPÁ cftir Franccs llrakc T Afmælisbarn dagsins: Þú ert framsækinn og gætir rutt þér braut á mörgum sviðum. Þó ætti viðskipta- sviðið einna best við þig. Hrútur (21. mars -19. apríl) Láttu neikvæðni annarra ekki hafa áhrif á þig, því þú ert á réttri leið. Jákvæðnin mun ryðja þér braut. Naut (20. aprfl - 20. maí) Það er óþarfi að taka alla hluti alvarlega. Sláðu á létta strengi og brostu. Gakktu í að klára verkefni varðandi heimilið. Tvtburar (21. maí - 20. júní) Þér fer ekki að ganga vel fyrr en þú hættir að efast um sjálfan þig. Af hverju heldurðu að fólk sé annars að hrósa þér? Krabbi (21. júní - 22. júlí) Ef þú hefur eitthvað á sam- viskunni, skaltu biðjast af- sökunar. Það er þess virði að gleðja með smágöf, þótt pyngjan sé ekki þung. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Ef þú glímir við vandamál, eða fjárhagsörðugleika skaltu herða róðurinn og finna lausn á því. Einhver kemur þér á óvart. Meyja , (23. ágúst - 22. september) ©ð. Mundu að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Gættu orða þinna sérstaklega og reyndu að miðla málum ef um ósætti er að ræða. Vog rrx (23. sept. - 22. október) « Þú þarft að gefa þér tíma til að líta upp og sinna þeim sem þú hefur vanrækt und- anfarið. Hugsaðu líka um heilsufar þitt. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú þarft að taka ákvörðun varðandi fjármálin. Þú þarft líka að gera upp hug þinn varðandi félagsskap sem þú ert í. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Svt Láttu ekkert trufla þig í vinnunni því þú þarft virki- lega að einbeita þér. Eitt- hvert ósætti gæti komið upp í fjölskyldunni. Steingeit (22. des. -19. janúar) Þú hefur enga ástæðu til að efast um heiðarleika félaga þíns. Gefðu til annarra án þess að setja skilyrði. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) kJk Þú átt erfitt með að skilja framkomu vinar þíns og þarft að gera upp hug þinn varðandi samband ykkar. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) >%■» Þú þarft að sýna sjálfsaga og standast freistingar ef einhver gylliboð bjóðast. Þetta er ekki rétti tíminn til slíks. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. yiNNLENT Hárgreiðslustofa í Grafarvogi Nýir eigendur - nýtt nafn HÁRGREIÐSLUSTOFAN Hamra- stúdeó, Sporthömrum 3 í Grafarvogi, hefur fengið nýtt nafn og nýja eig- endur. Stofan heitir nú Hár & hitt og eigendur hennar eru Carmen Llor- ens, hársnyrtir og María Edith Magnúsdóttir, hársnyrtir og förðun- armeistari. Á Hári & hinu er boðið upp á alla EIGENDUR Hárs & hins, f.v. María Edith Magnúsdóttir og Carmen Llorens. almenna hársnyrtiþjónustu og förð- un. Opið er frá kl. 10-18 virka daga og kl. 10-14 á laugardögum. Allir velkomnir. Hvað gerist 31. janúar? SVARIÐ FINNST Á INTERNETINU www. mmedia. i s/bryon Tryggjum velferó - treystum grunn Stefán Jóhann Stefánsson í borgarstjórn • Fjölgum hjúkrunarrýmum fyrir aldraóa • Styrkjum grunnskólann Eflum leikskólastarfió • Fjölnota íþróttahús • Treystum atvinnulífið í borginni Föndurnámskeið VÖLUSTEINS s > 3 re X. VORNÁMSKEIÐIN ERU A D HEFJAST Völusteinn býður upp á fjölbreytt föndurnámskeið í vor. Keramikmálun, grænlenskur perlusaumur, silkimálun, Fimo-leir, „country"-trévinna, tuskudúkkur, moppudúkkur, vorkrans og páskanámskeið. NÝTT: Þrívíddarmyndir, páskatré, tuskudúkkur úr taustrokkum og einnig gluggahlerar, trégluggi og eldhústré í „country stíl". Glæsileg námskeiðsaðstaða Mörkinni 1 Reykjavík sími verslunar 588 9505 ATH. OPIEJ TIL 22.00 A ÞRIÐJUDQGUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.