Morgunblaðið - 28.01.1998, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1998 45
í DAG
Árnað heilla
QAÁRA afmæli. í dag,
vfmiðvikudaginn 28.
janúar, er níræð Páli'na
Þorsteinsdóttir frá Akra-
nesi, Dalbraut 20, Reykja-
vík. Hún er að heiraan í dag.
Q/AÁRA afmæli. í dag,
O V/miðvikudaginn 28.
janúar, er áttræð Bergþóra
■Pálsdóttir frá Veturhúsum
við Eskifjörð. Hún er nú til
heimilis að Ási í
Hveragerði. Bergþóra
verður að heiman í dag.
Ljósmyndastúdíó Halla E.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman í Landakirkju í
Vestmannaeyjum 23.
ágúst af sr. Jónu Hrönn
Bolladóttur María Pét-
ursdóttir og Davíð Þór
Einarsson. Heimili þeirra
er á Fjólugötu 13, Vest-
mannaeyjum.
BRIDS
llinsjóii Guðiniiiiilur
Páll AruarNon
PÓLVERJINN Marek
Szymanowski er fljótur að
taka ákvarðanir við spila-
borðið. Hann tók þátt í Cap
Gemini-mótinu í Hollandi
með samlanda sínum Mar-
tens, og hér eru þeir í vörn
gegn tveimur gröndum
bresku Hackett-bræðranna:
Suður gefur; enginn á
hættu.
Martens kom út með
spaða, sem Jason tók heima
Norður
4K97
VD109
♦ D543
*G87
Austur
AG1065
VKG6
♦ ÁK6
♦ 532
Suður
*Á4
VÁ5432
♦ 982
+ÁK6
Vestur Norður Austur Suður
Martens Justin Szym jason
1 hjarta
Pass 2 hjörtu Pass 2grönd
Pass Pass Pass
til að spila hjarta að blind-
um. Þegar Martens lét lítið
hjarta umhugsunarlaust,
setti Jason tíuna úr borði.
Og eldsnöggt tók Szyma-
nowski slaginn með kóng!
Hann spilaði spaða til baka
og Jason tók á kónginn í
borði. Jason var viss um að
vestur ætti hjartagosann,
svo hann fór næst heim á
lauf til að spila hjarta á ní-
una. Nú dró Szymanowski
fram hjartagosann og síðan
hirti vörnin fimm næstu
slagi á spaða og tígul: Tveir
niður.
Það er augljóst hvað ger-
ist ef austur tekur fyiTÍ
hjartaslaginn með gosanum.
Þá notar sagnhafi innkom-
una á spaðakóng til að svína
fyrir hjartakóng og tekur
þannig átta slagi.
Vestur
♦ D832
V87
♦ G107
♦ D1094
SKAK
Umsjón Margeir
Pélursson
ANATÓLÍ Karpov vai’ði
FID E-heimsmeistaratitil
sinn fyrir Anand í byrjun
ársins. En á Hoogovens
stórmótinu í Wijk aan Zee
í Hollandi á hann nú ekki
sjö dagana
sæla. Hann
hefur tapað
tveimur skák-
um, gert sjö
jafnteíli en
enga unnið.
Þetta er auð-
vitað ekki
frammistaða
sæmandi
heimsmeist-
ara, en ennþá
eru fjórar
umferðir til
loka mótsins.
stöðu hafði ungi Búlgar-
inn Veselin Topalov
(2.740) hvítt gegn Karpov
(2.735).
50. HI18+! og Karpov
gafst upp, því hann getur
aðeins tafíð mátið í fimm
leiki tíl viðbótar: 50. -
Bxh8 51. Hxh8+ - Kxh8
(Eða 51. - Kg7 52. Dd7+
og mátar) 52. Dh2+ - Dh6
53. Dxh6+ - Kg8 54.
Dh7 + - Kf8 55. Df7 mát!
þessari
HVITUR mátar f sjötta leik!
COSPER
Hvernig er að vera kýldur niður
með vinstri handar höggi?
STJ ÖRNUSPÁ
cftir Franccs llrakc
T
Afmælisbarn dagsins: Þú
ert framsækinn og gætir
rutt þér braut á mörgum
sviðum. Þó ætti viðskipta-
sviðið einna best við þig.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Láttu neikvæðni annarra
ekki hafa áhrif á þig, því þú
ert á réttri leið. Jákvæðnin
mun ryðja þér braut.
Naut
(20. aprfl - 20. maí)
Það er óþarfi að taka alla
hluti alvarlega. Sláðu á létta
strengi og brostu. Gakktu í
að klára verkefni varðandi
heimilið.
Tvtburar
(21. maí - 20. júní)
Þér fer ekki að ganga vel
fyrr en þú hættir að efast
um sjálfan þig. Af hverju
heldurðu að fólk sé annars
að hrósa þér?
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Ef þú hefur eitthvað á sam-
viskunni, skaltu biðjast af-
sökunar. Það er þess virði
að gleðja með smágöf, þótt
pyngjan sé ekki þung.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Ef þú glímir við vandamál,
eða fjárhagsörðugleika
skaltu herða róðurinn og
finna lausn á því. Einhver
kemur þér á óvart.
Meyja ,
(23. ágúst - 22. september) ©ð.
Mundu að aðgát skal höfð í
nærveru sálar. Gættu orða
þinna sérstaklega og
reyndu að miðla málum ef
um ósætti er að ræða.
Vog rrx
(23. sept. - 22. október) «
Þú þarft að gefa þér tíma til
að líta upp og sinna þeim
sem þú hefur vanrækt und-
anfarið. Hugsaðu líka um
heilsufar þitt.
Sþorðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Þú þarft að taka ákvörðun
varðandi fjármálin. Þú þarft
líka að gera upp hug þinn
varðandi félagsskap sem þú
ert í.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.) Svt
Láttu ekkert trufla þig í
vinnunni því þú þarft virki-
lega að einbeita þér. Eitt-
hvert ósætti gæti komið upp
í fjölskyldunni.
Steingeit
(22. des. -19. janúar)
Þú hefur enga ástæðu til að
efast um heiðarleika félaga
þíns. Gefðu til annarra án
þess að setja skilyrði.
Vatnsberi
(20. janúar -18. febrúar) kJk
Þú átt erfitt með að skilja
framkomu vinar þíns og
þarft að gera upp hug þinn
varðandi samband ykkar.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) >%■»
Þú þarft að sýna sjálfsaga
og standast freistingar ef
einhver gylliboð bjóðast.
Þetta er ekki rétti tíminn til
slíks.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
yiNNLENT
Hárgreiðslustofa
í Grafarvogi
Nýir eigendur
- nýtt nafn
HÁRGREIÐSLUSTOFAN Hamra-
stúdeó, Sporthömrum 3 í Grafarvogi,
hefur fengið nýtt nafn og nýja eig-
endur. Stofan heitir nú Hár & hitt og
eigendur hennar eru Carmen Llor-
ens, hársnyrtir og María Edith
Magnúsdóttir, hársnyrtir og förðun-
armeistari.
Á Hári & hinu er boðið upp á alla
EIGENDUR Hárs & hins, f.v.
María Edith Magnúsdóttir og
Carmen Llorens.
almenna hársnyrtiþjónustu og förð-
un. Opið er frá kl. 10-18 virka daga
og kl. 10-14 á laugardögum. Allir
velkomnir.
Hvað gerist 31. janúar?
SVARIÐ FINNST Á INTERNETINU
www. mmedia. i s/bryon
Tryggjum velferó
- treystum grunn
Stefán Jóhann Stefánsson
í borgarstjórn
• Fjölgum hjúkrunarrýmum fyrir aldraóa
• Styrkjum grunnskólann
Eflum leikskólastarfió
• Fjölnota íþróttahús
• Treystum atvinnulífið í borginni
Föndurnámskeið
VÖLUSTEINS
s
>
3
re
X.
VORNÁMSKEIÐIN
ERU A D HEFJAST
Völusteinn býður upp á fjölbreytt
föndurnámskeið í vor.
Keramikmálun, grænlenskur perlusaumur,
silkimálun, Fimo-leir, „country"-trévinna,
tuskudúkkur, moppudúkkur, vorkrans og
páskanámskeið.
NÝTT:
Þrívíddarmyndir, páskatré, tuskudúkkur úr
taustrokkum og einnig gluggahlerar,
trégluggi og eldhústré í „country stíl".
Glæsileg námskeiðsaðstaða
Mörkinni 1 Reykjavík sími verslunar 588 9505
ATH. OPIEJ TIL 22.00 A ÞRIÐJUDQGUM