Morgunblaðið - 28.01.1998, Síða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
í för með leikstjórum Alien-myndanna
FÓLK í FRÉTTUM
Upprisa og
endurfæðing
Geimskrímslamyndir komust fyrst fyrir
alvöru á kortið yfir Hollywood með
Alien-þríleiknum og nú er fjórða
geimskrímslið komið til sögunnar. Móð-
irin er skrímslabaninn Ribley. Guð-
mundur Asgeirsson fór í ferðalag með
leikstjórum Alien-myndanna.
FÖSTUDAGINN 23. janúar
var frumsýnd fjórða myndin
í ,Alien“-seríunni og eru lið-
in tæp átján ár síðan filma
upphafsmyndarinnar litaði hvíta
tjaldið í fyrsta sinn. í sögunni hafa
liðið hátt á fjórða hundrað ára síðan
lítið geimskrímslaafkvæmi braut sér
leið út um kvið Kanes (John Hurt)
eftir stutta meðgöngu og sporaði
sóðalega út blöð kvikmyndasögunn-
ar. Enn situr Ripley (Sigourney
Weaver) uppi með það hvimleiða
starf, að kljást við þrautseigan ógn-
vald frá stjörnukerfi í órafjarlægð,
að vonum orðin langþrejrtt á öllu
saman.
Alien
Önnur kvikmynd breska leikstjór-
ans Ridley Scott, ,AIien“, hlaut gríð-
arlega athygli, misjafna dóma og fá-
dæma aðsókn þegar hún var frum-
sýnd í árið 1979. Hún skaut leikstjór-
'anum og aðalleikkonunni Sigourney
Weaver upp á stjörnuhimin
Hollywood og er ein af vinsælustu
myndum sögunnar. Söguþráðurinn
er hægur, hrollvekjandi og stórfeng-
legur og fjallar um baráttu áhafnar á
geimflutningaskipi við óþekkta líf-
veru sem laumaði sér inn í skipið. Að
lokum var enginn eftir á lífí nema
kvenhetjan og skipskötturinn sem
svifu saman á geimbjörgunarbát út í
tómið. Myndin hlaut tvær tilnefning-
ar til verðlauna bandarísku kvik-
myndaakademíunnar og einn Óskar.
Scott sendi síðast frá sér herþjálf-
unarmyndina „G.I. Jane“ sem var
ein af jólamyndum Laugarás- og
Stjörnubíós síðasta ár. Hann hefur
þótt snjall en mistækur á ferli sínum,
en auk „Ahen“ liggja eftir hann
meistarastykki á borð við „Blade
Runner“ og „Thelma and Louise“.
Þótt Scott hafi ekki skrifað handrit
„Alien“ má segja að hann hafí skap-
að aðalpersónuna, því hann ákvað
einhverra hluta vegna að breyta kyni
Ripleys sem átti að vera ósköp
venjuleg karlhetja. Með þessu uppá-
tæki réðist hann á fastmótaða hefð í
stórmyndum Hollywood sem sagði,
og segir reyndar enn, þó vonandi
með hásum rómi, að hetjur séu karl-
kyns.
Scott hélt áfram að umturna kyn-
bundnum kvikmyndahefðum í
„Thelma and Louise" þar sem Susan
Sharandon og Geena Davis yfírtóku
‘ gamalkunn karlhlutverk útlaga- og
vegamynda. Myndin var af mörgum
talin markvisst framlag til kvenna-
baráttu, þótt hún hlyti misjafnar
móttökur, jafnvel meðal femínískra
gagmýnenda og fræðimanna. I „G.I.
Jane“ endurtekur Scott leikinn enn á
ný með því að láta glæsikvendið
Demi Moore leika hefðbundinn harð-
jaxl.
Aliens
Sjö ár liðu þar til framhaldsmynd-
in kom út. Enn var við stjórnvölinn
lítt þekktur leikstjóri sem átti efth'
að klifra hátt og skín nú öðrum
Hollywoodstjörnum skærar. James
Cameron átti að baki þrjár misgóðar
myndir þegar hann tók við skrímsl-
inu og lét það fjölga sér á kostnað
landnema í geimstöð á afskekktri
plánetu. Ripley, send sem ráðgjafi
harðjaxlahóps sem átti að eyða
óvættinni, reyndist að vanda harð-
Ripley tekur ástfóstri við Newt
sem leikin er af Carrie Henn.
asti jaxl hópsins og útrýmdi tegund-
inni, að því hún hélt, í einni mestu
hasarmynd sem gerð hafði verið.
,Aliens“ hlaut nær einróma iof
gagnrýnenda sem áhorfenda. Hún
var tilnefnd til sjö Óskai’sverðlauna
og hlaut tvenn. Þetta galopnaði fyrir
Cameron öll gullnu hlið konungsrík-
isins Hollywood, og afrekaði hann í
kjölfarið að eyða stærstu upphæð
sem sögur fara af í kvikmyndaheim-
inum með því að sökkva Titanic í
annað sinn, sællar og nýlegrar minn-
ingar.
I gegnum tíðina hefur Cameron
malað gull með eðalhasarmyndum
eins og „Terminator 2“ og „True
Lies“. Líkt og Scott er Cameron
hrifínn af kvenhetjum sem hann hef-
ur haft í öllum sínum myndum eftir
,Aliens“. Linda Hamilton, barns-
móðir og unnusta Camerons, fór
með aðalhlutverk í báðum „Term-
inator“-myndunum. Mismunur hlut-
verka hennar milli myndanna lýsir
vel þróun kvenhetjunnar síðustu
áratugi. Árið 1984 var Sarah Connor
veikluleg og uppburðariítil stúlku-
kind sem, án aðstoðai’ karlhetju, átti
sér ekki viðreisnar von gegn slátrara
framtíðarinnar. Sjö árum síðar birt-
ist hún á ný, gallharður harðjaxl, til-
búin að mæta hverju sem er, nema
e.t.v. fljótandi málmmenninu sem
sent var til höfuðs henni. Á sama
EKKI er geimskrímslið í frýnilegt.
RIPLEY er ein af eftirminnilegri
kvenhetjum hvíta tjaldsins.
tíma breytti Arnold Schwarzenegger
vítisvél fyrri myndai’innar í ljúflynda
föðurmynd, holdgert mjúkmenni tí-
unda áratugarins.
Cameron vinnur nú að nýrri mynd
sem gríðarleg leynd hvílir yfn-. Hún
hefur hlotið titilinn „Avatar“ og sag-
an segir að Cameron bíði þess að
brellutæknin þróist til að geta fram-
kaiiað þessa nýjustu hugsýn sína.
Alien 3
Þrátt fyrir að ,Alien 3“ þætti
lakasta mynd seríunnar reyndist
hún leikstjóranum, eins og fyrh’-
rennurum hans, stökkpallur til
frama í draumasmiðjunni. David
Fincher, lærisveinn brellukóngsins
George Lucas, stýrði útgáfunni frá
árinu 1992. Enn þarf Ripley að taka
á honum stóra sínum til að losa
mannkynið við óvættirnar. Ripley
vaknar eftir harkalega lendingu í
fanganýlendu á kunnuglega af-
skekktri plánetu. Ferðafélagar
hennar, sem Cameron sleppti náðar-
samlega lifandi úr ,Aliens“, eru allir
að mestu leyti dauðir, þar á meðal
Newt litla sem Ripley lagði allt í söl-
urnar fyrir í síðustu mynd.
Þessi svarta kímni má segja að sé
einkenni leikstjórans og höfundar-
verks hans. Fincher var m.a. þekkt-
ur fyrir að leggja baráttunni gegn
tóbaksreykingum lið með auglýsingu
maðurinn að baki „The Game“, þai’
sem svört kímni leikstjórans naut sín
vel í annars miðlungs mynd. Fincher
vinnur nú að myndinni „A
Rendezvous with Rama“ sem lítið er
vitað um nema að Morgan Freeman
leikur í henni, eins og í „Seven“.
Alien: Resurrection
Alln- þeir leikstjórar sem hingað
til hafa ráðist í gerð „Alien“-myndar
eiga það sameiginlegt að leggja al-
mennt mikið upp úr sjónrænum
þáttum, bæði hvað varðar tækni-
brellur og sviðsmyndir. Leikstjóri
fjórðu myndarinnar er engin undan-
tekning hvað þetta varðar, en að
öðru leyti á hann fátt sameiginlegt
með fyrirrennurunum.
Frakkinn Jean Pierre Jeunet er
þekktastur fyrir afurðir samstarfs
síns við Marc Caro, „Delicatessen“
og „La cité des enfants perdu“.
Myndirnar eru báðar ákaflega evr-
ópskar og stílfærðar fantasíur. Þær
eru rammaðar af með furðulegum
sviðsmyndum, segja frá undarlegu
fólki og enn undarlegri örlögum þess
og virðast eiga lítið sameiginlegt
með bandarískum formúlumyndum.
Hinsvegar er löng hefð fyrir inn-
flutningi evi’ópskra furðufugla til
Hollywood.
Það er auðvitað ekkert ,Alien“ án
Ripley og, vegna dálætis Finchers á
vetna í útliti myndarinnar, kímni og
persónusköpun. Hann notar tvo af
leikurum síðustu myndar sinnar og
eru sögupersónurnar blanda af „Star
Wai-s“-hetjum og „Delicatessen“-
furðufuglum. Það gæti verið erfitt að
njóta ,AUen: Resurrection" án þess
að þekkja fyrri myndir leikstjórans,
sérstaklega fyi’ir fastheldna ,AUen“-
aðdáendur sem eru ekki vanir að
hlæja mikið þegar þeh’ horfa á eftir-
lætis myndirnar sínar. Viðtökm-
myndarinnar meðal gagnrýnenda í
Bandaríkjunum sýndu greinilega að
þeh’ kunnu ekld að meta þessa
frönsku viðbót seríunnar. Þeir sem
kunna að meta fantasíur, furðulegt út-
lit og sérviskulegar frásagnir, sem
kannski standast ekki ýtrustu raun-
sæiskröfur, verða þó örugglega ekki
sviknir af þessari nýjustu viðbót við
hina óvenju fjölþættu ,Alien“-trílógíu.
Ef Jeunet skýst upp á stjörnuhimin
Hollywood, eins og leikstjórar hinna
,Alien“-myndanna, verður það í
heimasmíðaðri blikk-eldflaug knúinni
reiðhjólabúnaði sem hann situr sjálf-
ur við, sveittur í síðum skítugum
frakka með undarlegan höfuðbúnað.
Þar mun hann svo sitja á hárri fest>
ingunni við hlið snillinga eins og
Terry Gilliam, sem ef til vill er eini
kvikmyndaleikstjórinn á lífi sem
hægt er að líkja við franska meistar-
UPPHAFLEGA átti karlmaður að fara með hlutverk Ripleys.
Ryder
S1
þar sem fóstur í móðurkviði lá og
reykti sígarettu í mestu andstyggð-
ai-makindum. í þetta sinn neyðist
Ripley til að fórna lífi sínu í barátt-
unni fyi’ir óverðugt mannkynið þar
sem hún hefur fengið í sig skrímslis-
fóstur.
Myndin virðist hafa verið leik-
stjóra sínum góður skóli því næsta
mynd hans, sem kom út þremur ár-
um síðar, var afburðagóð. „Seven" er
ein magnþrungnasta kvikmynd sög-
unnar. Kolsvört og köld borgarsýn
boðai’ óhjákvæmilega hai’mrænan
endi óvæginnar frásagnarinnar.
Fincher teymir stjarfa áhorfendur til
nýstárlegra, ógnvekjandi og and-
Hollywoodlegra endaloka eins og
lömb til slátrunar.
Eins og báðir fyrirrennarar hans í
,AUen“-gerð átti Fincher mynd í
reykvísku bíóunum í vetui’. Hann var
í Besurrection"
harmrænum endalokum, þurfti Jeu-
net að vekja hetjuna upp frá dauðum
þegar hann tók við sögunni. Hann
fer hliðstæða leið og Spielberg þegar
hann lífgaði útdauðar verur í fram-
haldi Júragarðsins. Blóð úr Ripley
heitinni, frá því hún ,gekk með“ í
,Alien 3“, varðveittist á fanganý-
lendunni og er notað til að útbúa
nýja hetju og skrímsli.
Það eru ef til vill merki þess að ár-
in líða og Weaver eldist að bætt er
við nýrri, yngri kvenhetju sem laðar
markhóp myndarinnar frekar í bíóin
en hin fjögurhundruð ára gamla
Ripley. Engu að síður ber Weaver af
Winonu Ryder í þessari mynd.
Ripley er gjörbreytt, enda aðeins
óskýrt ljósrit af sjálfri sér. Klónið nr.
8, eins og vísindamennirnir, skapar-
ar hennar, kalla hana, ber ýmis ein-
kenni síns forna fjanda og það geisl-
ar af Weaver í hlutverkinu.
Handbragð Jeunets sést hvar-