Morgunblaðið - 28.01.1998, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1998 49
FÓLK í FRÉTTUM
BJARNI Arason fór fyrir Milljónamæringunura.
Morgunblaðið/Knstinn
SUÐRÆNAR blómarósir tóku á
móti gestum. „
°DD Stefán,
Björn Jóns-
son og Orn
s Úlfar.
Strandpartý
við upphaf
þorrans
►STRANDPARTÝ Fítons var hald-
ið síðastliðinn fóstudag í tilefni af
tveggja ára afmæli stofunnar.
„Okkur þótti vel við hæfi að halda
strandpartý við upphaf þorrans
svona til að ylja okkur og viðskipta-
vinum okkar,“ segir Örn Úlfar, sem
vinnur á auglýsingastofunni.
„Við vorum að reyna að veita að-
eins af sumri inn í vetrardrungann.
Suðrænar blómarósir á strápilsum
tóku á móti gestum og gáfu þeim
sumarkokkteil. Svo léku Bjarni
Arason og Milljónamæringarnir
fyrir dansi.“
Sjaldséður
gestur í
London
►FYRIRSÆTAN Christy Tur-
lington áritaði myndir af sjálfri sér
í versluninni Selfridges í London nú
á dögunum en Christy var þar að
kynna nýjustu undirfatalínu banda-
ríska hönnuðarins Calvin Klein sem
hún hefur sýnt í nokkur ár.
Af fyrirsætunni er það annars
að frétta að hún hefur dregið úr
störfum sínum í Evrópu til að geta
eytt sem mestum tíma með
unnusta sinum, leikaranum Jason
Patric, sem lék á móti Söndru
Bullock í „Speed 2,“ en þau skötu-
hjú eru búsett í Bandaríkjunum.
Jason Patric ku hafa farið fram á
það við unnustuna að hún væri
meira hcima við og bætti á sig
nokkrum kílóum.
Aðeins 5 íbúðir
Sértilboð til
Kanarí
á Barbacan Sol
3. mars, 2 vikur
Við höfum nú tryggt okkur nokkrar viðbótaríbúðir á
Barbacan Sol gististaðnum á Kanaríeyjum þann 3. mars.
Frábær aðbúnaður og einstök staðsetning. Góður kostur
fyrir þá sem vilja gott íbúðarhótel. Allar íbúðir með einu
svefnherbergi og morgunmatur innifalinn allan tímann.
92.610
M.v. 2 í íbúð með
morgunmat,
3. mars, 2 vikur.
Austurstræti 17, 2. hæð
sími 562 4600
Undirstöðunámskeið um dulfrœði
og þróunarheimspeki
Námskeiðið verður haldið í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi á
miðvikudagskvöldum kl. 20.00 til 22.20 og hefst 11. febrúar.
Áætlað er að námskeiðið standi til loka aprílmánaðar.
Þátttökugjald er 2.000 kr. á mánuði.
Bókakynning á erlendum fræðiritum samhliða námskeiðinu.
Stuðst verður við efnisatriði bóka Trans-Himalaya skólans.
Sérstaklega má nefna tvær bækur sem til eru á íslensku, bækumar:
Vitundarvígsla manns og sólar og Bréf um dulfræðilega hugleiðingu
eftir tíbetska ábótann Djwhal Khul, skrásettar af ritara hans A.B.
Upplýsingar og innritun í síma 557 9763.
Ahugamenn um Þróunarheimspeki
Pósthólf 4124, 124 Reykjavík, sími 557 9763
Ahugamenn um þróunarheimspeki starfa ekki í ágóðaskini.
- nyr og spennandi kostur!
í Nova Scotia eru 12 háskólar
sem bjóða nemendum afburða-
aðstöðu. Skólarnir eru í mjög
háum gæðaflokki þrátt fyrir að
námskostnaður þar sé minni en víða annars staðar.
í Nova Scotia er í næsta nágrenni við iðandi heims-
I menninguna. Þar er blómlegt og lifandi mannlíf og
< landslagið stórfagurt.
>
x
Miðvikudag 28. janúar kl. 16.00 til 18.00 verður haldinn
opinn kynningar- og uppjýsingafundur fyrir þá sem áhuga
hafa á háskólanámi í Nova Scotia í Súlnasal Hótel Sögu.
Þar verða fulltrúar fimm háskóla:
Dalhousie/DalTech Universify
Mount Saint Vincent Universify
St. Francis Xavier Universify
Acadia Universify
Nova Scotia Agricultural college
A fundinum verða auk þess fulltrúar frá mennta- og
menningarmálaráðuneyti Nova Scotia sem veita upplýsingar
um nám við alla háskóla í fylkinu og svara fyrirspurnum.
Kynningarefni liggur frammi.
^Háskólanám
í Nova Scotia
I
!