Morgunblaðið - 15.02.1998, Side 6

Morgunblaðið - 15.02.1998, Side 6
6 SUNNUBAGUR 15. FEBRÚAR 1998 MÖRGUNBLAÐIÐ Siðferði- lega gjald- þrota eitur- lyfíastríð Barátta bandarískra stjórnvalda gegn eit- urlyfjum undanfarna áratugi hefur haft mjög slæmar afleiðingar, segir Milton Friedman, sem telur stríðið gegn eiturlyfj- um hafa beðið siðferðilegt gjaldþrot. TUTTUGU og fimm ár eru liðin frá því Richard Nixon Bandaríkjaforseti lýsti yf- ir „stríði á hendur eitur- lyfjum“. A sínum tíma gagnrýndi ég þessa herferð hans með jafnt siðferðileg- um sem praktískum rökum í grein í Newsweek er bar heitið „Bannárin og eiturlyf „Höfum við siðferðilegan rétt til að beita ríkisvaldinu til að koma í veg fyrir að einstaklingur verði drykkjumaður eða eiturlyfjaneyt- andi? Væru böm annars vegar myndu líklega flestir svara játandi, hugsanlega með einhverjum skil- yrðum. Ef um fullorðna og ábyrga einstaklinga væri að ræða myndi ég að minnsta kosti svara spuming- unni neitandi. Það er hægt að rökræða við hinn hugsanlega fíkil. Gera honum grein fyrir afleiðingunum. Biðja fyrir hon- um og með honum. Eg tel hins veg- ar ekki að við höfum neinn rétt til að beita valdi, hvorki beinan né óbeinan, til að koma í veg fyrir að einstaklingur stytti sér aldur, hvað þá til að koma í veg fyrir að hann neyti áfengis eða taki inn eiturlyf." Þessi siðferðilegi galli baráttunn- ar gegn eiturlyfjum hefur á þeim aldarfjórðungi sem hún hefur varað getið af sér sértækar meinsemdir rétt eins og gerðist er Bandaríkja- menn reyndu að banna áfengi fyrr á öldinni. Notkun uppljóstrara. Þegar um morð eða rán er að ræða er ekki þörf á uppljóstrurum þar sem fóm- arlömb slíkra glæpa em líkleg til að greina frá þeim. Þegar um eitur- lyfjaviðskipti er að ræða felst glæp- urinn í viðskiptum milli viljugs kaupanda og viljugs seljanda. Það er þeim báðum í hag að ekki verði greint frá athæfinu. Þess vegna er þörf á uppljóstrurum. Notkun uppljóstrara og þær gíf- urlegu fjárhæðir sem um er að ræða valda óhjákvæmilega spill- ingu, rétt eins og á bannárunum. Þetta gerir einnig að verkum að lýð- réttindi saklausra borgara eru fót- um troðin og framið er það skammarlega athæfi að ryðjast inn á heimili borgara og gera eignir upptækar án dóms og laga. Fangelsin fyllt. Arið 1970 vom 200 þúsund manns í fangelsum Bandaríkjanna. I dag eru 1,6 millj- ónir fanga í fangelsum. Atta sinnum fleiri að raungildi, sex sinnum fleiri ef tekið er tillit til íbúafjölgunar á tímabilinu. Að auki em 2,3 milljónir manna á skilorði eða með reynslu- lausn. Tilraunir til að banna eiturlyf era helsta ástæða hinnar hrikalegu fjölgunar fanga. Reuters Flýja Sierra Leone FRIÐ ARGÆSLU S VEITIR frá Nígeríu, sem steyptu herfor- ingjastjórn Sierra Leone, virtust í gær hafa náð höfuðborginni Freetown á sitt vald. Þd heyrð- ust stöku skotbardagar í sumum hverfa, að sögn íbúa. Þúsundir íbúa landsins hafa flúið óöldina til grann- ríkisins Gíneu og hér veður faðir til lands í Conakry með dóttur sína á bakinu eftir 12 klukkustunda bátsferð frá Freetown. ERLENT Reuters. MEXÍKÓSKUR hermaður brennir maríjúana er gert hefur verið upptækt. Hlutfallslega fleiri svartir fangelsaðir. I ræðu sem Sher Hoson- ko, sem þá var for- stöðumaður fíkniefna- varna Connecticut, flutti árið 1995 sagði hann: „Við fangelsum 3.109 blökkumenn af hverj- um 100 þúsund. Til að sýna fram á hvað felst í þessari tölu má nefna að helsti keppinautur okkar í þessum efnum Suður-Afríka. Og þá er ég að tala um Suður- Afríku fyrir tíma Nel- son Mandela, meðan aðskilnaðar- stefnan var enn við lýði. Þar vom 729 af hverjum 100 þúsund blökku- mönnum fangelsaðir." Miðborgir eyðilagðar. Ástand miðborga okkar má fyrst og fremst rekja til lögbannsins á eiturlyf. Hinar þéttbýlu miðborgir hafa ákveðið hlutfallslegt forskot þegar eiturlyfjasala er annars vegar. Þótt flestir kaupendur fíkniefna búi ekki í miðborgunum búa flestir sölu- mennirnir þar. Ungir strákar og ungar stúlkur líta á hina fyrirferð- armiklu og efnuðu fíkniefnasala sem fyrirmyndir. Afrakstur fíkni- efnasölu borinn saman við afrakstur hefðbundins starfs- frama er byggist á menntun og mikilli vinnu er mun líklegri til að freista ungra jafnt sem aldinna. Skuðinn bundinn við notendur. Bannið gerir að verkum að eiturlyf verða fokdýr og gæði em óviss. Fíkill verður að eiga viðskipti við glæpamenn til að nálg- ast eiturlyfin og marg- ir þeirra hrekjast sjálf- ir út í glæpi til að geta fjármagnað neyslu sína. Þar sem erfitt er að verða sér úti um sprautur deila fíklar þeim oft á milli sín sem eykur líkurnar á útbreiðslu smitsjúkdóma. Ófullnægjandi meðferð við stöð- ugum kvölum. Samkvæmt skýrslu sem heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út era tveimur þriðju dauð- vona krabbameinssjúklinga gefin ófullnægjandi verkjalyf. Eflaust er sú tala mun hærri þegar sjúklingar sem ekki em dauðvona, em annars vegar. Þetta má rekja til þess mikla þrýstings sem eiturlyfjaeftirlitið (DEA) beitir lækna er ávísa á fíkni- efni. Erlend ríki bíða skaða. Stefna Bandaríkjanna í eiturlyfjamálum hefur kostað þúsundir manna lífið og ollið gífurlegu efnahagslegu tjóni í ríkjum á borð við Kólumbíu, Perú og Mexíkó auk þess að veikja ríkis- stjórnir þessara ríkja. Því er um að kenna að við getum ekki framfylgt okkar eigin lögum heimafyrir. Ef við gætum það væri enginn markaður fyrir innflutt eiturlyf. Cali-eitm-lyfjahringurinn væri ekki til. Erlend ríki yrðu ekki að þola þá skerðingu fullveldis er felst í því að „ráðgjafar" okkar og hersveitir sinna starfi sínu innan þeirra landamæra, leiti í skipum þeirra og hvetja heri viðkomandi ríkja til að skjóta niður flugvélar. Þessi ríki gætu séð um sín eigin mál og við þyrftum ekki að nýta heraflann í önnur verkefni en honum em ætluð. Getur einhver stefna, sama hversu velmeinandi hún er, talist siðferðilega réttmæt ef hún getur af sér umfangsmikla spillingu, leiðfr til fangelsunar mikils fjölda manna, er einstökum kynþáttum óhagstæð, eyðileggur miðborgir okkar, tortím- ir afvegaleiddum og viðkvæmum einstaklingum og veldur dauða og usla í erlendum ríkjum? Höfundur er nóbels veröla unnlmfi í hagfrædi og starfar við Hoover- stofnunina. Hann ritaði þessa grein fyrir New York Times. Milton Friedman. Arásar á Irak aflað fylgis meðal almennings Washington. Reuters. BANDARÍSK stjórnvöld hefja upp úr helginni sérstakar aðgerðir til þess að afla íylgis meðal bandarískra kjósenda við hugsanlegan hernað gegn Irak. Bill Clinton forseti sagði andstöðu Rússa við loftárásir á mið- stöðvar eitur- og lífefnavopna Iraka fældu Bandan'kjamenn ekld frá að- gerðum meðan Saddam Hussein ein- ræðisherra heimilaði ekki frjálsan aðgang eftirlitsmanna með gjöreyð- ingarvopnum íraka. „Við þessar kringumstæður er „njet“ ekki nei í okkar augum," sagði Clinton um andstöðu Rússa við hern- að gegn írak. Rússar, sem lengi hafa átt náin sambönd við Iraka, hafa lagt áherslu á að fundin verði pólitísk lausn á deilunni um vopnaeftirlit í írak. Allt frá því írakar tóku að setja skorður við starfsemi eftirlitsmanna Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í október sl., hafa bandarísk stjórnvöld sömu- leiðis leitað eftir diplómatískri lausn. Þar sem það hefur engan árangur borið hafa hótanir um hernað verið auknar og liðsafla verið safnað sam- an á Persaflóa. Ráðgert er að Clinton fari í varn- armálaráðuneytið (Pentagon) á þriðjudag til viðræðna við æðstu menn þar um skipulag væntanlegra aðgerða. Á miðvikudag halda Willi- am Cohen varnarmálaráðherra, Ma- deleine Albright utanríkisráðherra og Sandy Berger þjóðaröryggisráð- gjafi Clintons til Kólumbus í Ohio og útskýra staðfestu Clintons um að svara óbilgirni íraka varðandi vopnaeftirlitið með árásum á fyrfr- fram ákveðin skotmörk. Utanríkisráðuneytið hefur kallað eftir þjónustu Davids Newtons, sem gegnt hefur starfi sendiherra í nokkrum arabaríkjum en er nú kom- inn á eftirlaun, til þess að reka erindi Bandaríkjanna. Hann heldur í dag í ferð til höfuðborga 13 arabaríkja til þess að hitta blaðamenn og útskýra fyrir þeim afstöðu Bandaríkjamanna til deilunnar við Iraka. Newton er flugmæltur á arabísku. Annan vill tillögur Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, hefur haldið tvo fundi með full- trúum fastaríkjanna í öryggisráðinu og ráðgerfr þann þriðja á morgun. Tilgangur þeirra er að ná samkomu- lagi um tillögur sem hann gæti farið með til íraks til að freista þess að leysa ágreininginn um vopnaeftirlit- ið. Stjórnvöld í Bagdad og Moskvu hafa þrýst á að Annan fari til íraks en þangað vill hann ekki fara nema hafa í farteskinu tillögur sem fasta- ríkin, Bandaríkin, Rússland, Bret- land, Frakkland og Kína, komi sér áður saman um. Efasemdir em um að fór af þessu tagi geti borið árangur. Robin Cook utanríkisráðherra Bretlands sagði hana því einungis geta orðið gagn- lega að Irakar féllust á alvöra við- ræður. Ferðin, ef af henni yrði, ætti að hafa þann eina tilgang að tryggja samkomulag um að vopnaeftirlits- menn SÞ fengju að halda störfum sínum áfram óáreittir og óhindrað. Sérstök sendisveit SÞ var væntan- leg í dag til Bagdad til að skoða átta staði sem Irakar hafa meinað vopna- eftirlitsmönnum stofnunarinnar að- gang að. Eru það svonefnd forseta- svæði sem írakar vilja ekki hleypa eftirlitssveitunum að nema með sér- stökum skilyrðum. Fyrir sveitinni fer Svíinn Staffan de Mistura, fram- kvæmdastjóri upplýsingamiðstöðvar SÞ í Róm. > > I ) > I ) I > > > I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.