Morgunblaðið - 15.02.1998, Side 12
12 SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Hækkun sjálf-
ræðisaldurs
Sjálfræðisaldurinn hækkaði úr 16 í 18 ár
frá áramótum um leið og ný lög tóku gildi.
Munu þau hafa áhrif á önnur lög, sem
snerta börn og unglinga, eða er það
kannski réttur ósjálfráða barna að aka bíl?
Hildur Friðriksdóttir spurði Þórhildi Lín-
dal, umboðsmann barna, þessarar spurn-
ingar og annarra viðvíkjandi rétti barna.
hvað
sM
SAMKVÆMT upplýsingum
Morgunblaðsins brjóta önnur
gildandi lagaákvæði ekki í
bága við nýju lögræðislögin. Hins
vegar hafa vaknað spumingar eins
og hvort eðlilegt teljist að bama-
bætur fýlgi sjálfræðisaldrinum.
Hvað um endurgreiðslu tannlæknis-
kostnaðar eða skattgreiðslur? Eiga
ósjálfráða böm að hafa leyfi til að
aka bíl? Þykir eðlilegt að stúlka,
sem hefur ekki sjálfsforræði, geti
sótt um fóstureyðingu án þess að
sérstakt samþykki foreldra þurfi
til? og þannig mætti lengi spyrja.
Fjöldi fyrirspuma
Pórhildur Líndal, umboðsmaður
barna, segir að töluvert hafi verið
hringt til embættisins til að spyrj-
ast fyrir um hvort hin ýmsu lög
séu óbreytt þrátt fyrir hækkun
sjálfræðisaldurs, til dæmis lagaá-
kvæðið um greiðslur barnabóta.
„Að mínu mati hefði átt að af-
greiða ýmis önnur lög samhliða
lögunum um sjálfræðisaldurinn
vegna samræmingarinnar. Mér
finnst skorta á, að menn hafi hugs-
að dæmið til enda eins og oft vill
verða hér á landi.“
Þegar Þórhildur er spurð út í
vangavelturnar í upphafi greinar-
innar, segist hún hafa vakið at-
hygli á ýmsum þessum þáttum í
umsögn sem hún skilaði í tengslum
við hækkun sjálfræðisaldursins
fyrir um það bil tveimur árum.
Hver eru eðlileg réttindi
ósjálfráða barns?
Hún segir að þrátt fyrir að staða
þessa hóps sé að vissu leyti betur
tryggð gagnvart foreldrum eftir
breytingu, verði því ekki á móti
mælt að verið sé að takmarka sjálf-
ræði 16-18 ára bama frá því sem áð-
ur var. Henni finnst því óeðlilegt að
taka allan rétt af ungmennum fram
að 18 ára aldri. Hún tekur dæmi um
lög sem henni finnst við hæfi að
haldi sér í núverandi mynd. „Mér
finnst til dæmis að 16 ára böm eigi
áfram að geta valið hvort þau ganga
Morgunblaðið/Þorkell
ÞÓRHILDUR Líndal, umboðsmaður barna, telur að börn eigi að öðl-
ast réttindi smám saman eftir þroska og aldri.
úr eða í trúfélag. Þau eigi rétt á að
fá upplýsingar hjá lækni um veik-
indi, ástand, meðferð og horfur og
að bílpróf miðist áfram við 17 ára
aldur.“
Hins vegar telur hún eðlilegt að
réttur til bamabóta, réttur bama til
að vera sjúkratryggð og réttindi til
endurgreiðslu helmings kostnaðar
af almennum tannlækningum verði
færð til 18 ára aldurs. Hún nefnir
einnig ákvæði í barnavemdar- og
réttarfarslögum. „Bam yngra en 18
ára á að mínu mati rétt á því að for-
eldri þess sé viðstatt yfirheyrslur
nema hagsmunir bamsins mæli
gegn því,“ sagði hún.
- Hvemig útskýrir þú muninn á
skilgreiningunni „barn“ annars veg-
ar með tilliti til þess að taka bílpróf
17 ára og hins vegar að það eigi rétt
á barnabótum til 18 ára aldurs?
„Það er alveg rétt að menn hafa
spurt hvort ósjálfráða böm eigi að
geta stjórnað bíl. Mér finnst samt
óeðlilegt að öll réttindi barna séu
bundin við 18 ár. Þau eiga að koma
jafnt og þétt eftir því sem aldur og
þroski leyfir. Þegar hins vegar er
verið að vernda börn og styðja
gegnir að mínu áliti öðru máli. Þá er
rétt að miða við sjálfræðisaldur."
Réttur tU ákvörðunar
um fóstureyðingu
- í lögum um rétt til fóstureyð-
inga segir að stúlkur 16 ára og eldri
megi sækja um fóstureyðingu án
þess að foreldrar þeirra samþykki
slíkt sérstaklega. Hvert er álit þitt á
þessum lögum?
„Þetta er svolítið sérstakt og
vandmeðfarið. Málefnið er svo per-
sónulegt og verið er að ræða af-
drifaríka ákvörðun um framtíð 16
ára unglings. Ég tel að aldursmörk-
SJÁ BLS 14
Morgunblaðið/Kristinn
BÖRN og unglingar hafa vakið athygli umboðsmanns á ýmsu dsamræmi og óréttlæti sem snýr að þessum aldursflokki. Þau segja að komi það fullorðnum vel séu unglingar taldir börn en
þegar þeir þurfi að greiða fyrir þjónustu teljist þeir fullorðnir. Vilja þau gjarnan sjá aukna samræmingu með nýjum lögum.
Tillögur lagaskoðunarnefndar
Lagt til að breytingar tækju
gildi fyrir síðustu áramót
NEFND, sem skipuð var um
mitt ár í fyrra og var ætlað að
skoða ýmis lög er varða börn og
unglinga, hefur sent frá sér
skýrslu. Var hún kynnt í ríkis-
stjórn í nóvember og hefur ver-
ið þar til umfjöllunar síðan.
Síðastliðinn þriðjudag var sam-
þykkt á ríkissijórnarfundi að
hvert ráðuneyti fyrir sig kæmi
með lagabreytingar í samræmi
við þær ábendingar sem eru í
skýrslunni. Að sögn Þorsteins
Pálssonar dómsmálaráðherra
voru ráðuneytunum engin tíma-
mörk sett um lagabreytingarn-
ar.
í athugasemdum, sem Skúli
Guðmundsson skrifstofustjóri á
Hagstofu íslands setti fram í
skýrslunni, telur hann að þær
tillögur sem séu lagðar fram,
gangi of skammt. Fyrir hækkun
sjálfræðisaldurs hafi í fiestum
greinum gætt samræmis við
lagasetningu og leggur hann
áherslu á að þessara sjónarmiða
þurfi að gæta áfram.
Hann telur því óhjákvæmi-
legt að breyta aldursmörkum í
lögum um Iögheimili og skrán-
ingu í þjóðskrá. Einnig að
breyta þurfi skattalöggjöfinni,
meðal annars til að koma í veg
fyrir misræmi í löggjöf og hins
vegar misræmi milli skráning-
ar í þjóðskrá og skattalöggjaf-
ar, sem hann segir að valdi
erfíðleikum í framkvæmd. Þá
telur hann orka tvímælis að
ósjálfráða unglingar geti eftir
áramót notið atvinnuleysisbóta
á sama tíma sem foreldrar geti
hugsanlega notið einhverra
bóta eða réttinda vegna barn-
anna.
Tillögur nefndarinnar
Nefndinni var einungis ætlað
að fjalla um lög en ekki reglu-
gerðir, sbr. reglur um styrk til
tannlæknishjálpar, né um
greiðslur fyrir almenna læknis-
hjálp, sérfræðilæknishjálp og
röntgenþjónustu.
Þau lög sem nefndin taldi að
æskilegt væri að breyta fyrir 1.
janúar 1998 fjalla meðal annars
um lögheimili, tilkynningar um
aðsetursskipti, mannanöfn og
hjúskap. Lagt er til í hjúskapar-
lögum, að orðunum „að sam-
þykki forsjárforeldra til hjú-
skaparstofnunarinnar“ verði
bætt aftan við ákvæði, þar sem
segir að dóms- og kirkjumála-
ráðuneyti geti veitt yngra fólki
en 18 ára leyfi til að ganga í
hjúskap.
í löguuum um vernd barna og
ungmenna er talið rétt að fellt
verði út orðið ungmenni og í
staðinn komi alls staðar barn.
Með börnum sé þá átt við ein-
stakling innan 18 ára aldurs. Þó
er bent á að e.t.v. sé ástæða til
að íhuga nýjar hugmyndir í
orðavali, því orkað geti tvímæl-
is að það falli að eðlilegri mál-
vitund að nota hugtakið barn
yfír ungling allt að 18 ára aldri.
Einnig er bent á, að með því að
fella á brott orðið ungmenni
geti orðið erfíðara í lagatextan-
um að bregðast við vaxandi
þroska barna með aldri. Þá
kemur fram að félagsmálaráðu-
neyti hafi til heildarendurskoð-
unar lög um vernd barna og
unglinga.
Nokkuð er rætt um breyt-
ingar á almannatryggingalög-
um og Iagt til að í stað 16 ára
komi 18 ára, s.s. í köflum um
örorkulífeyri, slysatryggingar
og sjúkratryggingar. Þá eru
lagðar til breytingar á lögum
um félagslega aðstoð, um rétt-
indi sjúklinga og á læknalög-
um.
f skýrslunni eru ennfremur
tilgreind ýmis lög sem hafa að
geyma ákvæði, sem miða til-
greind réttindi og skyldur við
16 og 17 ára aldursmörk.
Nefndin tók ekki beint afstöðu
til þessara laga en vísaði þeim
til hvers fagráðuneytis fyrir sig.
Þetta eru meðal annars lög um
skotvopn, umferðarlög, lög um
söfnunarkassa, lög um atvinnu-
leysistryggingar, lög um tekju-
og eignaskatt, staðgreiðslu op-
inberra gjalda og lög um skoð-
un kvikmynda og bann við of-
beldiskvikmyndum, svo dæmi
séu nefnd.