Morgunblaðið - 15.02.1998, Síða 24

Morgunblaðið - 15.02.1998, Síða 24
24 SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ámi Sæberg ANNA Soffía: „Helst þyrfti að stuðla að jöfnu kynjahlutfalli í öllum starfsgreinum." / I fótspor föðurins Anna Soffía Hauksdóttir varð prófessor í rafmagnsverkfræði aðeins þrítug að aldri og veitir nú Kerfísverkfræðistofu Verk- fræðistofnunar HI forstöðu. Það er ekki á hverjum degi sem kona kemst með slíkum árangri inn 1 þá karlaveröld sem verkfræð- in hefur verið, og því langaði Kristínu Marju Baldursdóttur að fcrvitnast um ac 7 bakgrunn hennar og dagleg störf. I ljós kom að veröld verkí'ræðingsins snýst ekki ein^öngu um tölur off tölvur. KONUR hafa hingað til ekki hópast í raf- magnsverkfræði, hvað sem síðar verð- ur, en Anna Soffía segir að hún hafí fljótt vitað að lífsstarf hennar yrði með einhverju móti tengt stærð- fræði, eðlisfræði eða efnafræði. „Faðir minn er rafmagnsverk- fræðingur að mennt og hefur alla tíð unnið hjá Rafmagnsveitu Reykjavík- ur. Eg var ekki nema þriggja ára þegar ég var að skottast með honum inni við Elliðr.í.' þar sem hann var að vinna í gömlu rafstöðinni. Fjögurra ára gömul fór ég að leggja saman tölur og þegar í skóla var komið var það ætíð stærðfræðibókin sem var tekin fyrst upp úr töskunni." Sterkar stelpur Áður en Anna Soffía sýnir mér heillandi en flókinn heim talna og tölva tyllum við okkur niður á skiif- stofu hennar í húsi verkfræðideildar við Suðurgötu, þar sem hún segir mér aðeins frá æsku sinni og námi. „Skólagangan hófst í Hlíðaskóla þar sem Armann Kr. Einarsson kenndi mér í sex ár. Bekkurinn var svolítið sérstakur og hafði á að skipa mörgum „sterkum“ stelpum! Pað var látið mikið með þennan bekk og við fengum að vita að við værum klár. í gagnfræðadeild var ég líka með góða kennara, Eddu Snorra- dóttur og fleiri, og svo lá leiðin að sjálfsögðu í MH. Áfangakerfið þar hentaði mér mjög vel.“ - Þú hefur líklega dúxað stöku sinnum? „Jú, ég lá ofarlega í einkunnum alla tíð, enda lærði ég vel heima og átti létt með það. Mér hefur alltaf þótt gaman að læra en ætli ég sé ekki búin að fá nóg af skólagöngu svona í bili. Ég gæti þó vel hugsað mér að stúdera stærðfræði þegar ég er komin á eftirlaun." - Varst semsagt alltaf góð í stærð- fræðinni? ,Alveg slarkfær.“ - Hvað um önnur fóg? „Ég stóð mig ágætlega í þeim. Það var aðeins eitt fag sem mér þótti leiðinlegt og það var saga. Hana van- rækti ég. Hins vegar hef ég fengið meiri áhuga á henni eftir að ég elt- ist.“ Eftir stúdentspróf úr Menntaskól- anum í Hamrahlíð fór Anna Soffía í Háskóla íslands, lærði fyrst efna- fræði í eitt ár, en fór síðan á annaðár í rafmagnsverkfræði. „Nemendur í rafmagnsverkfræði voru þá tíu, þar af vorum við tvær stúlkumar. Það var vissulega ekki algengt að stúlkur færu í slíkt nám Morgunblaðið/Ámi Sæberg „EIGINLEGA gerum við lítið annað, erum í vinnunni og svo með börnunum.“ Anna Soffía og Þorgeir með börnum sfnum Margréti Aðalheiði og Hauki Óskari. þá, en mönnum þótti það þó ekkert mjög undarlegt. Ég varð stúdent 1977, kom upp ef svo má segja í enda hippatímans, og á þeim tíma var allt í tísku sem var öðruvísi. Á þessum árum var vakning, konur hófu nám í öldungadeild meðal annars, og fóru í ríkari mæli að hasla sér völl í at- vinnulífinu. Sjálfri þótti mér það eðli- legt að vera í þessu námi. Jafnréttis- hugsjónin hefur ætíð verið sterk í nér.“ Kynt undir áhugann Eftir fjögurra ára nám við verk- fræðideildina hér heima fór hún til Bandaríkjanna og lærði við The Ohio State University í sex ár. Tók fyrst meistarapróf í rafmagnsverkfræði og síðan doktorspróf. - Þú hefur fetað í fótspor föðurins. Erum við semsagt með þetta allt í genunum? „Ef erfðasamsetning er góð og uppeldi gott verður útkoman líklega góð. En dæmin um erfðir og uppeldi eru svo mörg og margvísleg að það er þó ekkert hægt að fullyrða í því sambandi." - Verkfræðin hefur þó samt sem áður ekki verið hefðbundið kvenna- nám. Hver voru áhrif uppalenda þinna? „Þau voru góðir foreldrar og höfðu bæði tvö áhrif á mig á ólíkan hátt. Þau hvöttu mig og kyntu undir áhuga minn á ýmsum sviðum, en þurftu aldrei að ýta mér áfram. Jafnrétt uppeldi þarf að ná yfir allar at- hafnir manns Mamma stóð oft á bremsunni þegar ég ætlaði mér of mikið í einu. Hún var píanókennari, sem fékk nú reyndar lítinn frið til að stunda tón- listina þegar börnin voru komin, og var heimavinnandi þar til ég var sautján ára. Síðar starfaði hún sem ritari hjá Orkustofnun og sneri sér að myndlist í frístundum." - En fékkst þú „hefðbundið stúlknauppeldi“? „Jájá, ég fór í gegnum þrif og Við þurfum ekki að vera út um allar trissur þvotta, þótt það gengi ekki mjög vel að fá mig til að taka til hendinni. En ég hafði aftur á móti yndi af fóndri, saumum og prjónaskap. Bjó eitt sinn til gítar og þegar ég var þrettán ára gerði ég mér lítið rafmagnsorgel úr þéttum, viðnámi og fleiri íhlutum auk hátalara. Jájá, maður var oft að vasast í tækjum og áhöldum fóður síns, fékk lánaðan lóðboltann og önn- ur áhöld.“ Flugumferðarhermir Á Kerfisverkfræðistofu Verk- fræðistofnunar Háskólans leynast líklega nokkrir lóðboltar, en það eru tölvurnai- sem draga að sér athygl- ina, einkum sú sem hefur flugum- ferðarherminn á skjánum. Þar má sjá hvernig umferðin yfir Atlantshaf- ið leit út einn haustmorguninn og það er næstum óhugnanlegt að sjá hversu margar vélar fljúga í einu yf- ir hafið. Anna Soffía segir að þær séu um þúsund talsins og þá fer nú að fara um suma. „Ég hóf störf hér að námi loknu árið 1987, og þá var Þorgeir Pálsson, núverandi flugmálastjóri, forstöðu- maður. Starfsemin var þá í miklum vexti og ég var ráðin í það verkefni að búa til hermi af Nesjavallavirkjun í samvinnu við Rafhönnun og Hita- veitu Reykjavíkur. Áslaug Harðar- dóttir vélaverkfræðingur, sem nú starfar hjá Boeing í Seattle, vann lengi með mér að þessu stóra rann- sóknarverkefni sem við lukum árið 1994.“ Anna Soffía varð prófessor árið 1988 og forstöðumaður Kerfisverk- fræðistofu Verkfræðistofnunar 1992. „Hér starfa nú sex til sjö manns og um þessar mundir eru aðallega tvö verkefni í gangi sem nefnd eru „NICE“ og „AMUSE“. Hið fyrr- nefnda, sem styrkt er af Alþjóðaflug- málastofnuninni, er unnið í samvinnu við íslensku flugmálastjórnina og einnig þá bresku og bandarísku, IATA, samtök flugrekenda, og Luft- hansa. Við höfum þróað flugumferð- arhermi sem hermir eftir flugum- ferðinni í Norður-Atlantshafi og er- um að rannsaka hvernig hægt verði að fljúga hagkvæmari flugleiðir, einkum með spamað eldsneyt’s í huga, með tilkomu nýrrar staðsetn- ingar- og fjarskiptatækni. Með til- komu þessarar nýju tækni verður hægt að fylgjast betur með staðsetn- ingu flugvéla í loftrýminu og minnka bil milli véla án þess að hætta stafí af. Síðarnefnda verkefnið er Evi'ópu- sambandsverkefni sjö landa, eitt hið stærsta hér á landi, og er samvinnu- verkefni Kerfisverkfræðistofu, Landssíma Islands hf. og Nýherja. Þetta er þriggja ára verkefni sem Maður var ofl að vasast í tækjum og áhöldum föður síns, fékk lánaðan lóðbolt- ann og önnur áhöld. mun ljúka í haust. í stuttu máli erum við að gera tilraunir með gagnvirkt sjónvarp. Notendur í heimahúsum geta tengt sig út á fjarskiptanet og fengið ýmiss konar upplýsingar sem sendar eru eftir köplum inn á heimil- in. Þeir geta til að mynda pantað sér bíómynd, skoðað sjónvarpsfréttir gærdagsins og svo framvegis. Einnig er hægt að komast inn á al- netið og fletta í gegnum heimasíður. Við höfum verið með tilraun í gangi í tíu íbúðum þar sem notendur próf- uðu að nýta sér þessa tækni og vinna með hana. I vor fer í gang önnur til- raun og þá með þróaðri hugbúnaði og tækni. Þetta hefur verið mjög lærdómsrík reynsla og gott verkefni sem hefur gengið vel.“ Lágt hlutfall kvenna Anna Soffía, sem er líklega með yngstu prófessorum landsins, kennir í rafmagns- og tölvuverkfræðiskor, og þai' mun vera margt nýtt á döf- inni hvað námið snertir. „Við höfum unnið að því síðustu fjögur til fimm árin að endurskipu- leggja námskrána hjá okkur, sem þýðir að frá og með næsta hausti geta nemendur lokið meistaraprófi eftir fimm ára nám. Það er sambæri- legt því sem gerist erlendis. Áður vorum við með fjögurra ára nám og gallinn við það var sá, að það var heldur meira en BS-gráða og heldur minna en meistarapróf. Nú stígum við skrefið til fulls og álítum að það verði til bóta, því það er mikill skort- ur á rafmagns- og tölvuverkfræðing- um núna. Atvinnuhorfur eru því góð- ar og aðsókn nemenda verið mikil að undanfórnu. Fyrir nokkrum árum, þegai’ atvinnuhorfur voru verri, höfðum við samsvarandi fáa nem- endur. Ég spurði nemendur mína í haust, um 60 manna hóp á fyrsta ári, hvers vegna þeir hefðu valið þetta nám og þeir gáfu aðallega upp þrjár ástæður: Atvinnuhorfur voru góðar, launin góð og námið áhugavert." - En hefur prófessorinn ánægju af kennslunni? „Mér finnst gaman að kenna en vil gera það í hófí. Kennsla á háskóla- stigi er gríðarlega krefjandi og tíma- frek. Undirbúningur er mikill og nemendur eru góðir, þannig að það er eins gott að vera með allt sitt á tæru! - Hvert er hlutfall kvenna núna í rafmagns- og tölvuverkfræði? „Það er ennþá lágt. Árið 1987-’88 var ég frekar bjartsýn því þá voru konur þriðjungur nemenda 1 einum árganginum. Svo fækkaði nemend- um og í mörgum árgöngum eru eng- ar konur núna. Aftur á móti hefur hlutfall kynja verið jafnara í véla- og iðnaðarverkfræði og í umhver . is- og byggingarverkfræði. Rafmagns- og tölvuverkfræði hentar ekld síður konum en körlum svo ég hef enga skýringu á hvers vegna konur eru í svona miklum minnihluta þar. En sennilega verður að leggja meiri rækt við kennslu í raungreinum á yngri skólastigum og vinna betur að hinu jafnrétta upp- eldi, eins og ég hef viljað nefna það. Slíkt uppeldi þarf að ná yfir allar at- hafnir manns. Fólk á að geta haft frjálsara starfsval, konur eiga ekki endilega að þurfa að fara í hefðbund-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.