Morgunblaðið - 15.02.1998, Síða 32

Morgunblaðið - 15.02.1998, Síða 32
32 SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær sonur okkar, faðir, fósturfaðir, bróðir, tengdafaðir og afi, MAGNÚS HREINN JÓHANNSSON frá Kúskerpi, Skagafirði, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju miðvikudaginn 18. febrúar kl. 14.00. Sigurlina Magnúsdóttir, Jóhann Lúðvíksson, Elísabet Vaigerður Magnúsdóttir, Jóhann Birgir Magnússon, Magnús Bragi Magnússon, Steingrímur Magnússon, Halldóra Magnúsdóttir, Þorgils Magnússon, Ólafur Björnsson, systkini, tengdabörn og barnabörn t Móðir mín, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR DANÍELSDÓTTIR, Hrafnistu við Laugarás, verður jarðsungin frá Áskirkju á morgun, mánudaginn 16. febrúar, kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á minningarkapellu Hrafnistu, Reykjavík. Sæunn Kristjánsdóttir, Margrét Tómasdóttir, Már Guðmundsson Snorri Guðmundsson Magnús Tumi Guðmundsson, Elísabet Vala Guðmundsdóttir, Þorvaldur Sverrisson. < t Bróðir okkar og mágur, SIGURÐUR JÓNSSON, vélvirki, Stóragerði 38, Reykjavík, sem lést laugardaginn 7. febrúar, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 18. febrúar kl. 15.00. Ingigerður Jóndóttir, María Jónsdóttir, Guðrún S. Jónsdóttir, Brynhildur Stefánsdóttir, Margrét Stefánsdóttir. Egill Kristbjörnsson, Jón Kristjánsson, Pétur Kristbergsson, Kristinn Júlíusson, t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓSKAR HERVARSSON, Brekkubraut 12, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju þriðjudaginn 17. febrúar kl. 14.00. Sigríður Fjóla Ásgrímsdóttir. Ásgrímur Ragnar, Jóhanna Guðrún, Þórður Ægir, Sigurborg, Guðmunda Hrönn, Stefán, Irma Sjöfn, Hrólfur, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda móðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR GUÐBRANDSDÓTTIR, Staðarbakka 36, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánu daginn 16. febrúar kl. 15.00. Þorvaldur Ólafsson, Siggerður Þorvaldsdóttir, Baldur S. Baldursson, Guðbrandur Þór Þorvaldsson, Bryndís D. Björgvinsdóttir, Júlíana P. Þorvaldsdóttir, Guðmundur Már Björgvinsson, Atli Þór Þorvaldsson, Hafdís Halldórsdóttir, barnabörn og barnabamabörn. HALLDÓR EIRÍKSSON + Halldór Eiríksson fæddist í Þingnesi í Borgarfjarðarsýslu 9. mars 1917. Hann lést á Vífilsstaðaspít- ala 2. febrúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Helga Ámadótt- ir í Þingnesi og Eirík- ur G. Einarsson, d. 27. ágúst 1964, lengi starfsmaður Olgerðar Egils Skallagrímsson- ar. Helga móðir Hall- dórs ól hann upp í Þingnesi, þar til hún lést á ferð í Iíeykjavík 14. júlí 1930. Var Halldór þá tek- inn í fóstur af móðursystur sinni Ámýju Ámadóttur húsfreyju á Skarði í Lundarreykjardal. Halldór gekk í skóla í Reyk- holti og starfaði víðsvegar í Borgarfirði, en á stríðsámnum fór hann til Reykjavíkur, stund- aði akstur og ökukennslu og vann um áratugaskeið sem sölumaður hjá bú- vörudeild SIS í Reykjavík. Halldór var hestamaður og átti marga gæöinga, tveir þeirra, Eyrar-Rauður og Háfeti, kepptu fyrir Fák á Vindheimamel- um 1974. Með Fjólu Einars- dóttur eignaðist Hall- dór soninn Svan, f. 15. feb. 1950, loft- skeytamann í Gufu- nesi. Svanur er giftur Áslaugu Ágústsdótt- ur og eiga þau íjögur böm, Hildi Fjólu, f. 27.8. 1972, Steinunni, f. 17.3. 1974, Gunnar Inga, f. 31.1. 1984, og Ásdísi Evu, f. 17.12. 1990. Bamabamabörnin em tvö. Útför Halldórs fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, mánu- daginn 16. febrúar, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Við Halldór vorum frændur, báð- ir af Deildartunguætt. Þó þekkti ég hann ekki þegar ég var snúninga- strákur á Skáney og í Nesi í Reyk- holtsdal. Þá var löng leið í Lundar- reykjadal, að Skarði, þar sem Hall- dór ólst upp hjá Ámýju móðursyst- ur sinni. Þaðan fór hann í Héraðs- skólann í Reykholti og var þar í tvo vetur en stundaði bústörf á stærri jörðum í Lundarreykjadal og vega- vinnu í héraðinu, oftast við akstur, þar til hann fór suður, líklega 1942. Svo liðu árin og stríðið kom, ég fór til Ameríku. Þegar ég kom þaðan, eftir góð fimm ár, var Halldór tíður gestur heima hjá foreldrum mínum á Sóleyjargötu. Þá notaði hann sumarfríin sín oft til að aka foður mínum Páli Zóphóníassyni alþingis- manni á sýningar og framboðsfundi í Norður-Múlasýslu. Auðheyrt var að Halldór hafði gaman af þessum ferðum og sagði oft frá spaugilegum atvikum sem fyrir höfðu komið. A þessum árum voru vegir víða slæm- ir og illa færir fólksbílum, en jeppa höfðu íslendingar ekki eignast, þeir komu síðar. Faðir minn vildi fara hratt yfir en víða þurfti hann að stoppa, ræða við menn, og þiggja veitingar. Halldór var gætinn bíl- stjóri, hann varð kunnugur landinu og gat vel komist áfram - svo allt gekk þetta ágætlega. Þegar ég kom heim frá Ameríku hitti ég Halldór og kynntist honum vel, svo liðu árin og við hittumst oft. Ég fór að byggja íbúð, og hann skömmu síðar í samvinnu við frænda okkar Kristin Bjömsson lækni frá Hóli í Lundarreykjadal. Sigvaldi Thordarson teiknaði húsið, og ávallt hefur Halldór búið þar, á jarðhæð við Tómasarhagann. Við Inga vorum það heppin að samgangur okkar Halldórs varð mikill. Hann heimsótti okkur oft og í margar ferðir fórum við saman. Halldóri seldi ég, á sínum tíma, glæsilegan Opel bíl, og hélt hann tryggð við það merki, meðan ég sá um véladeild Sambandsins og jafn- vel lengur. Hann var góður öku- kennari og kenndi m.a. bömunum okkar þremur á bíl, og var mjög vinsæll í því starfi eins og hann var hjá búvörudeild Sambandsins, þar sem hann starfaði í áratugi, síðast sem sölumaður. Halldór var fyrirgreiðslumaður og fljótur og röskur við að leysa þau mál sem honum voi-u falin eða komu á borð hans, og hann gerði það oft- ast með ágætum. Smátt og smátt varð íbúð Halldórs betri og betur búin húsgögnum, fögram málverk- um og hljómflutningstækjum. Þangað komu oft vinir Halldórs og ræddu m.a. um ferðalög og hesta sem við höfðum ánægju af. í mörg sumur fóram við í vinahóp í hesta- ferðir með Páli Sigurðssyni í Forna- hvammi og bjó síðast á Rröggólfs- stöðum. Oft voru úrvalshestar í þessum ferðum og var gaman að kynnast kostum þeirra. Enn liðu ár- in, við eignuðumst hesta, suma bráðgóða, alhliða gæðinga. Halldór hélt mikið upp á rauðu hestana sína, Eyrar-Rauð frá Þorvaldseyi og Há- feta frá Kirkjubæ sem báðir kepptu fyrir hönd Hestamannafélagsins Fáks á landsmótinu í Vindheima- melum 1974, og náðu þar verðlauna- sætum. Halldór var góður söngmaður og söng með kóram hér í borg, og hafði því þjálfun í að syngja. Þess nutum við vinir hans, þegar hann stóð fyrir söng og gleðskap í fjallakofum eða tjöldum, t.d. á Torfhvalastöðum við Langavatn, vestur á nesodda eða efst á Arnarvatnshæðum. HaOdór var góður og vakandi í rekstri, þar hafði hann augun víða og ef hestur stakk við varð að stöðva og skoða hóf eða fót, athuga málið vel. í forreið var hann ákveð- inn og viss, því vinnu hafði hann lagt í að kynna sér leiðimar sem fara átti. Já, þessar hestaferðir vora okkur öllum, sem í þær fóra miklir gleðigjafar, margar eins og slíkar ferðir geta bestar orðið. Halldór hafði næmt auga fyrir faUegum hlutum. Glæsilegt heimili hans bar þess merki. í afmælishófum Halldórs var oft mikil gleði, þar vora skondnar sög- ur sagðar og lagið tekið. Fólk var glatt og margir ljómuðu. Nú hefur kvöldað, Halldór hefur verið lasinn á annað ár og augljóst var hvert stefndi. Hann var hvíld- inni feginn og hefur líklega fundið „vængjaðan hest sem hleypur og skín, hleypur og skín með ljóma.“ Hjalti Pálsson. I fersku barnsminni er mér för mín, þriggja ára gamals, með móð- ur minni sumarið 1929 að Skarði í Lundarreykjadal, en það og þrjú næstu sumur var hún þar í kaupa- vinnu: Með Suðurlandinu upp í Borgames (með viðkomu á Akra- nesi) með mjólkurbíl upp að Götuási og þaðan á hestum inn í Lundar- reykjadal, enn án bílvegar. Á Skarði bjó Árný Árnadóttir, þá ekkja, ásamt sonum sínum, Friðjóni, tví- tugum, og Hjálmi, seytján ára að aldri. Heimiliskona á Skarði var Málfriður Sigurðardóttir, dóttir fyrram bónda þar (en hún og móðir mín voru systradætur). Hjá Árnýju var líka systursonur hennar, Hall- dór Eiríksson. Og um sumarið, og líka næstu þrjú, var þar ung kaupa- kona, Guðrún Ásmundsdóttir, ásamt fósturbróður sínum, Ás- mundi Guðmundssyni, þá átta ára gömlum. I minningum mínum gengur Halldór, Dóri, til allra starfa, slær, rakar og bindur hey, þótt varla muni svo hafa verið nema síðari sumrin tvö. Auga hafði hann með okkur tveimur yngri strákunum, einkum litla snáðanum. Næstu sum- ur kenndi hann mér að veiða silung í bæjarlæknum, og okkur Ása lét hann reka kýmar, að morgni og kvöldi, úr fjósi og í. Og hann kenndi mér að sitja hest, á Mósa. Ýmis smáatvik frá þessum sumrum eru mér minnisstæð, t.d. frá sumrinu 1932, er ég fór með Dóra að sækja hest handa Pétri G. Guðmundssyni, þá í heimsókn (en það var dapurlegt sumar á Skarði, því að þá lést eldri sonur Arnýjar, Friðjón, á Vífilsstöð- um). Rösklega var gengið til verka á Skarði og létt var yfir heimilisfólk- inu, margt rætt og oft hlegið yfir matborði, og minnist ég þess, að eitt þessara sumra, 1931 að ég held, er Þórlákur Ásmundsson var þar kaupamaður. Þreyttu þeir Hjálmur stundum hlaup að bænum, þegar kallað var til miðdegisverðar, þá um nónbil. Sunnudaga var hvflst og ósjaldan farið í útreiðartúra, á stundum á næstu bæi, og tvisvar eða svo á sumri yfir Grímsá til messu að Lundi. Halldór varð snemma kunnugur í dalnum „strák- urinn frá Skarði“, og þekkti til bú- enda. Frá haustinu 1931 a.m.k. var hann við smölun fjár í réttir á haustin og síðan rekstur þess til Borgarness, og hafði af ánægju sem erfiði. Halldór Eiríksson átti heima á Skarði frá 1930, er móðir hans, Helga Árnadóttir, dó. Hún, bónda- dóttir frá Hreðavatni í Norðurárdal, hafði misst föður sinn ung að aldri og síðan alist upp hjá móðursystur sinni að Þingnesi. Hún hafði ekki gifst föður Halldórs, Eiríki Einars- syni, sem lengi var starfsmaður í Ólgerð Egils Skallagrímssonar. Halldór var í Reykholtsskóla 1937-39, en fór ekki í frekara skóla- nám, þótt glöggur væri og vel les- inn. Hann fluttist til Reykjavíkur 1941, var bifreiðarstjori og sölu- maður hjá Sambandi íslenskra sam- vinnufélaga. Tfl ökukennslu ávann hann sér réttindi og stundaði í mörg ár jafnframt starfi sínu. Fram yfir miðjan sjötta áratug- inn hittumst við Halldór öðra hverju og ræddum saman um kunn- ingja og dægurmál. Þótt ekki litum við mál sömu augum, var ekki ýkja- langt á milli skoðana okkar. Halldór var góður meðalmaður á hæð, sam- svaraði sér vel. Og alla jafna var létt yfír honum, þótt hógvær væri. Hon- um var kurteisi í blóð borin. Haraldur Jóhannsson. Mig langar til að minnast í örfá- um orðum frænda míns og vinar Halldórs Eiríkssonar eða Dóra eins og hann var jafnan kallaður. Dóri var tíður gestur á æskuheimili mínu, hann var mildll vinur móður minnar og móðursystra og var ávallt með okkur á jólum og öðrum stórhátíðum. Okkur krökkunum fannst mikill akkur að því að fá hann í heimsókn, hann var ósínkur á gjafir og sælgæti, gerði mikið að gamni sínu og var oftast til í bæði að spila og leika við okkur. Dóri var hestamaður af lífi og sál og átti ætíð úrvals gæðinga, sem hann annaðist af einstakri natni. Hann var vel glöggur á hesta og fljótur að sjá hvað í þeim bjó, enda valdi hann margan reiðskjótann um ævina bæði fyrir sjálfan sig og aðra. Dóri ól mig upp í hestamennskunni í höfuðborginni og honum á ég það öragglega að þakka að mamma leyfði mér að hafa hest hjá Fák eftir að við fluttumst ofan úr Borgarfirði til Reykjavíkur. Dóri sá um allt sem að hestamennskunni laut, valdi hestana, lét temja og járna og sótti mig í útreiðarnar um helgar. Sem barn og unglingur reið ég út með Dóra og reiðfélögum hans á veturna og tók síðan hest minn og hnakk og fór í sveitina á sumrin. Seinna meir þegar við mamma vorum orðnar sjálfstæðar í hestamennskunni og ég var hætt að fara í Borgarfjörðinn á sumrin, voram við áfram í sam- floti með Dóra í hesthúsi, högum og ferðum og hann hélt áfram að þjóna okkur á alla lund. Dóri var einatt kátur og drífandi, vildi láta hlutina ganga rösklega, hvort sem hann var að leggja á hest eða spila púkk við okkur krakkana. Slór og hangs var ekki að hans skapi, lata hesta átti hann aldrei lengi, og reið yfirleitt greitt. Dóri kunni ekki einungis tökin á

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.