Morgunblaðið - 15.02.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.02.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1998 33 ferfættum reiðskjótum því hann var líka afar vel að sér hvað varðaði bíla, enda vann hann lengi sem bíl- stjóri og enn lengur var hann öku- kennari. Hann var jafnt bifreiðaráð- gjafi fjölskyldunnar sem hrossaráð- gjafí. Unga fólkinu í fjölskyldunni kenndi hann á bíl og bílar eldra fólksins voru undir hans verndar- væng. Alltaf var leitað til Dóra ef einhver okkar þurfti að kaupa bíl eða selja. Seinustu árin átti Dóri við erfiðan sjúkdóm að stríða og var nánast al- veg rúmliggjandi síðastliðið ár. Hann var ekki maður sem naut þess að lesa eða hlusta á útvarp tímunum saman og fannst óbærilegt að kom- ast ekki til að liðka hestana sína og bílinn sinn. En hann lét ekki mikið á því bera og spjallaði hressilega og spurði frétta þegar maður heimsótti hann upp á Vífilsstaði. Fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar vil ég að endingu þakka Dóra innilega fyrir samfylgd, tryggð og vináttu og votta fjöl- skyldu hans og vinum samúð. Sigurbjörg Þorsteinsdóttir. Góðvinur minn Halldór Eiríksson er látinn á 81. aldursári eftir löng og ströng veikindi. Við fráfall hans hrannast upp minningar um yfir 40 ára vináttu og sameiginlegt áhuga- mál í hestamennsku og mörg ferða- lög henni tengd. Halldór var mjög fær hestamað- ur. Hann unni þeim hestum sem hann átti sjálfur og ekki síður öðr- um hestum, sem honum var trúað fyrir. í því kom vel fram hans góða innræti til uppáhalds ferðafélaga hans, hestanna. Eg sem þessar lín- ur skrifa átti með honum langt sam- starf á þessum vettvangi. Við hófum samveruna í gömlu Fákshúsunum við Bústaðaveg. Síð- ar fluttum við okkur um set í Fáks- húsin í Víðidal og að lokum byggð- um við okkur hesthús saman í Víði- dal og vorum þar í um 25 ár. Við áttum á þessum árum saman marga hesta og einnig áttum við hvor okk- ar eigin hesta. Halldór fór vel með alla þessa hesta, eða eins og hann ætti þá alla sjálfur og einn. Umhirða hans í hesthúsinu var til mikillar fyrirmyndar, bæði fyrir menn og dýr. I hesthúsinu var hann kóngur í ríki sínu. Á vetrum riðum við mikið út sam- an um nágrenni Reykjavíkur. Á sumrum vorum við víða. Mikið und- ir Eyjafjöllum, þar sem við höfðum hesta okkar í sumar- og haustbeit til margi-a ára. Einnig frá Blika- stöðum og um Kjalarnes og Kjós. Allt fram á efri ár var Halldór mjög léttur í spori og ólatur við að snúast í kringum hestana. Hann hændi þá að sér og átti gott með að ná þeim í haga. Við fórum nokkuð margar lengri ferðir á hestum, ásamt sameiginleg- um vinum, bæði um byggðir og óbyggðir. Það þótti mikið happ að hafa Halldór með í slíkum ferðum, bæði vegna hestfærni hans og ekki síður hversu skemmtilegur hann var í slíkum ferðahópi og ekki síst þegar komið var í náttstað. Hann kunni urmul af ljóðum og stökum og þekkti lög við allt. Það var glatt á hjalla á slíkum stundum, þar sem Halldór var forsöngvarinn og allir sungu með sem gátu. Hans var sárt saknað ef hann var ekki með í hestaferðalögum. Við fórum mikið saman í bíl vítt um landið, á hestamannamót eða aðeins til að skoða landið, á annan hátt en á hestum. Halldór var hestvandur og gerði miklar kröfur til hesta sinna. Hann vildi aðeins eiga gangmikla og vilj- uga hesta. Uppáhaldshestar hans voru Eyrar-Rauður og Háfeti, báðir hörkumiklir hestar. Hann tók hesta vel til gangs, var djarfur og fór oft mikinn á hestbaki. Hann vildi helst að faxið gældi við kinn. Ég sé hann í anda þeysa á Eyrar- Rauð og teyma Háfeta og raula þetta vísukorn: Öra glóð í auga sér. Eftir götu rýkur. Fákur upp í fang á mér fæd prúðu strýkur. Halldór var mikill heimilismaður, þótt hann byggi einn alla þá tíð, sem ég þekkti hann. Hann átti mjög fallegt heimili, sem hann skreytti með fallegum munum og listaverkum á veggjum. Málverk valdi hann af mikilli smekkvísi. Hann var háttvís í allri umgengni og því lýsti vel heimili hans. Þótt Halldór byggi einn á Tómasarhaganum var hann ekki alltaf einn. Til hans sóttu frændur og vinir, því hann var sérstaklega gestrisinn og naut þess að hafa vini í kringum sig. Það ?x ekki gras í götunni heim til Halldórs, þar var alltaf gestkvæmt. Halldór var mikill heimilisvinur okkar Þórunnar í mörg ár, bæði á Tómasarhaga og Ægisíðu, og var hann alltaf aufúsugestur. Ég sendi öllum þeim sem honum þótti vænst um og sýndu honum mesta vináttu mínar innilegustu kveðjur með öllum góðum óskum. Að lokum óska ég honum farar- heilla á nýjum vegum og þakka af alhug langa og minnisstæða vináttu. Sefur sól hjá ægi, sígur höfgi yfir brá, einu ljúflings lagi ljóðar fugl og aldan blá. Þögla nótt, í þínum önnum þar er rótt og hvíld í hörmum, hvíldir öllum oss. (Sig. Sig.) Guð blessi minningu Halldórs Ei- í-fkssonar. Friðrik Jörgensen. Fyrstu kynni mín af vini mínum, Halldór Eiríkssyni, urðu strax á unga aldri þegar ég var í útreiðum með fóður mínum. Þetta varð upp- hafið að ævilöngum kynnum okkar Dóra og það sem treysti vinskapinn enn frekar var það, að ég skynjaði fljótt að aldursbilið milli okkar skipti engu máli þar sem Dóri var alltaf ungur í anda. Minnisstæður og ánægjulegur var tíminn þegar ég komst á bíl- prófsaldurinn og ekki kom annað til greina en að læra á bíl hjá Dóra, sem stundaði ökukennslu um árabil. Þá kom í ljós einstakur hæfileiki hans til að gera menn klára undir stýri, nærri því svo vel, að prófdóm- arar voru gersamlega óþarfir. Ekki var síðra að upplifa þennan tíma síðar þegar margt ungviðið úr garð- yrkjunni á háskólalóðunum fékk sömu góðu og öruggu kennsluna. Á seinni árum urðu fundir okkar Dóra tíðari þegar við og fleiri deild- um saman hesthúsi uppi í Víðidal. Verður hann minnisstæður fyrir að vera glöggur á hross og átti sjálfur undantekningalítið afbragðshesta og var yfirleitt snöggur að losa sig við klára sem ekki voru honum að skapi. Dóri var í eðli sínu skemmti- lega dómharður um menn og mál- efni, en hvatti þó oft þá mest sem hvatningar þurftu við. Ég verð æv- inlega þakklátur fyrir þessa með- fæddu skarpskyggni hans og ákveðni sem leiddi m.a. til þess að hestur, sem var mér fæddur og uppalinn, hefur orðið gæðingur og jafnvel ágætur kynbótahestur, en ýmsir höfðu verið á annarri skoðun. Dóri var skemmtilegur félagi og gott að sækja hann heim og ekki síður lifa útreiðar og önnur skemmtan í minningunni. Að lokum viljum við, ég og fjöl- skylda mín, þakka fyrir samveru- stunfiimar sem við áttum með Dóra. Hvíl i friði, kæri vinur. Páll Melsteð. Svona er nú sérkennilegt hvernig algjörar tilviljanir leiða fólk saman á lífsbrautinni. Á mínum yngri ár- um var ég í sveit og eins og víðast var þá voru hestar nánast eingöngu notaðir til að reka fé á fjall á vorin og síðan að smala því af fjalli á haustin. Ég eins og fleiri skrölti þá á hestum og hafði reyndar mjög gaman af en eins og gengur þá óx ég upp úr því að fara í sveitina til afa og ömmu og þar með hættu þessi kynni mín af hestamennsku. Alla vega um sinn. Árin liðu og meira að segja þrír tugir ára að ég árið 1991 lét til leiðast undan þrýst- ingi yngri dóttur minnar, sem sjálf hafði kynnst hestum í sinni sveit, að skoða málið og kaupa hugsanlega einn hest. Ég færði þetta í tal við vin minn og svila og í honum blund- aði einnig einhver gömul hesta- baktería úr Skagafirðinum. Sonur hans var einnig áhugasamur um að láta verða af þessu. Þarna undir vorið 1991 fór ég með þessi frændsystkini á skíði til Akureyrar um páskana og á bakaleiðinni var ég, af engu viti, að skoða hesta í Mekka hestamennskunnar Skaga- firðinum. Þá hringir Jón svili minn í mig og segir mér að hann sé búinn að kaupa hesthús. Ég var nú hálf- undrandi og spurði einhverra spurninga um hvar það væri, verð og hver hefði átt húsið, en sá var Halldór Eiríksson, sem ég hafði aldrei heyrt nefndan, því ég þekkti nánast enga alvöru hestamenn á þessum tíma. Þegar komið var i bæinn úr skíðaferðinni var það auðvitað okkar fyrsta verk að fara og skoða hesthúsið og ég verð að koma enn og aftur upp um mig að ég hafði aldrei áður komið í svona snyrti- legt hesthús nokkurn tíma, mér fannst þetta nánasst vera eins og mannabústaður. I húsinu voru nokkrir hestar og vorum við þrjú að klappa þeim, eins og viðvaninga er siður, þá kemur inn úr dyrunum hnarreistur, grannur, þunnhærður og skarpleitur eldri maður, sem ég taldi við fyrstu sýn að gæti verið á milli sextugs og sjötugs og stóð reyndar lengi í þeirri meiningu. Maðurinn heilsaði okkur og sagð- ist heita Halldór Eiríksson en alltaf vera kallaður Dóri. Þarna var þá kominn fyrrum eigandi hesthússins og sagðist hann eiga þessa hesta sem voru í húsinu ásamt félaga sínum sem héti Oli Svavar og að hann hefði gert samning við nýjan eiganda hússins að hann fengi að hafa hestana í húsinu fram á sumarið. Þarna sá ég Dóra vin minn í fyrsta sinn og sem betur fer fyrir mig ekki það síðasta því það skal viðurkennt strax fúslega að það litla sem ég kann í dag um hesta lærði ég nánast allt af Dóra. Þarna fljótlega á eftir keypti ég fyi’sta hestinn fyi-ir dótturina og kom með hann í hesthúsið. Ég kunni auðvitað nákvæmlega ekki neitt um meðhöndlun á hestum á húsi. Ég er ekki viss um að þessi hestur hefði lifað af vistina í hest- húsinu hjá mér einum, ég kunni ná- kvæmlega ekki neitt en því bjarg- aði Dóri. Hann þurfti að kenna mér hvenær átti að gefa hestinum, hversu mikið, hvernig átti að bera sig að við að kemba honum, hveru mikið hann ætti að vera úti í gerði yfir daginn og síðan það sem mestu máli skipti hvernig hestur þetta var. Dóri hafði alla tíð mjög ákveðnar skoðanir á því hvernig góður reiðhestur átti að vera og var mjög vandlátur í kaupum á hestum enda þekkja margir hann undir við- urnefninu Dóri hestlausi, þar sem hann var mjög sjaldan fullkomlega ánægður með marga þá hesta sem hann eignaðist og lét þá fara ef þeir hentuðu ekki. Enda fór þessi hest- ur minn mjög fljótlega því Dóri sannfærði mig um að þessi hestur hentaði alls ekki fyrir stelpuna né mig og svona var síðan um marga hesta sem ég var í fyrstu að brölta við að kaupa sjálfur upp á mitt ein- dæmi. Ég var kannski mjög auð- veld bráð fyrir óprúttna hestaprangara, algjörlega grænn í gegn. En hjá Dóra skólaðist ég og þó svo að ég eigi enn mjög langt í land með að kunna eitthvað á hesta þá óar mér við þeirri tilhugsun hvernig ástandið væri ef ég hefði ekki kynnst Dóra og náð að læra af honum það litla sem þó síaðist inn. Ég hefði sennilega annaðhvort gef- ist upp í hestamennsku eða væri eingöngu með ónothæfar aflóga bikkjur í húsinu. En það var ekki eingöngu þessi ómetanlegi fróðleik- ur og reynsla Dóra um hesta sem dró mig svo sterkt að honum heldur ekki síður félagsskapurinn, því þótt ég síðar kæmist að því að Dóri var ekki að verða sjötugur, þegar ég hitti hann fyrst, heldur var hann kominn hátt á áttræðisaldur fannst mér aldursmunur ekki vera sá sem hann var í árum talið. Dóri var- ótrúlega duglegur og flinkur hesta- maður og alltaf í einstaklega góðu skapi og mikill félagi og höfðingi. Við fórum ekki svo sjaldan ríðandi með alla hestakippuna úr Víðidaln- um upp í Hólmsheiði eða Heiðmörk eða í kaffi í Andvara. Dóri fór alltaf fremstur því hann sagðist ekki vilja eiga eða ríða letibikkjum og því hefði enginn trúað sem til sá að þarna geystist áfram, á gullfalleg- um klárum, áttræður unglingur. Því þannig var Dóri í hugsun, ótrú- lega jákvæður og velviljaður þeim sem honum líkaði við og það ekki ■ síst yngra fólki. Enda hafði Dóri einstakt lag á því að ræða við sér miklu yngra fólk og þá ekki síst yngri konur, sem mér fannst marg- ar hrífast mjög af Dóra fyrst og fremst vegna framkomu hans sem var svo blátt áfram og eðlileg þannig að öllum leið vel í návist hans. Eftir að ég var búinn að vera með hesta um nokkurt skeið í sum- arbeit uppi við Korpúlfsstaði æxl- aðist svo til að það losnaði um pláss í besta sumarbeitarhólfinu á Blika- stöðum, sem Dóri hafði haft á leigu til margra ára og bauð mér þar inn með mína hesta. Þá tók við alveg nýr kafli með Dóra, þar var hann orðinn kóngur í ríki sínu en fór vel með það. Hann réð öllu varðandi beitarhólfið, gekk frá samningum við Blikastaðabónd- ann, sá um að bera á hólfið, ákvað að sett yrði upp rafmagnsgirðing í hólfið til að stýra beitinni, hvaða hestar væru innan og hvaða hestar utan girðingarinnar. Fyrrnefndur Óli Svavar Ölafsson, sem ég hafði kynnst í gegnum Dóra, var einnig í þessari girðingu með hesta sína. Okkur fannst gott að láta alla stjórn um hólfið vera í höndum Dóra, þetta var hans fag. Frá Blikastöðum fórum við oft á sumrin í ferðir upp í Mosfellsdal og víðar og Dóri alltaf með okkur. Við Óli riðum oft til Þingvalla, Dóri nennti ekki orðið í svo langar ferðir en oft reið hann með okkur vel aí stað og mjög oft kom hann á móti okkur þegar við riðum til baka. Svona liðu nú þessi allt of fáu ár sem ég átti því láni að fagna að vera í þónokkrum samskiptum við Dóra í gegnum hestamennskuna. Við Óli Svavar, sem urðum þess heiðurs aðnjótandi að eiga svona mikil samskipti við hann, söknum nú góðs félaga. En svona er lífið, ekkert varir að eilífu. Að vísu hafði Dóri verið aðeins veikur að undan- fórnu en ekki hvarflaði að mér að hann væri að kveðja. Við félagar þínir og vinir, ég og Óli Svavar, þökkum þér allt sem þú skildir eftir hjá okkur, bæði fróðleik og skemmtilegheit, og kveðjum þig gamli og góði en þó síungi vinur. Þórður H. Ólafsson. TILKYNNING UM ÚTGÁFU MARKAÐSVERÐBRÉFA LANDSBANKI ÍSLANDS HF. UTBOÐ BANKABREFA 1 FEBRUAR 199sS 1.-3. flokkur 1998 kr. 8.000.000.000.- kr. átta þúsund milljónir OO/lOO Útgáfudagur: 1. febrúar 1998 Gjalddagar: 1. flokkur 1. mars 2003 2. flokkur 1. mars 2005 3. flokkur 1. mars 2008 Sölutímabil: Frá 1. febrúar 1998 Grunnvfsltala: Nvt. 182,4 Einlngar bréfa: Kr. 5.000.000 Verfttrygglng: Bréfln eru bundln vísltölu neysluverðs meö grunnvísitölu í febrúar 1998, 182,4 stig. Ávöxtunarkrafa á útgáfudegi: 1. flokkur - 5,55% 2. flokkur - 5,55% 3. flokkur - 5,50% Sölua&llar: Vlöskiptastofa Landsbanka fslands hf., Laugavegi 77, Reykjavík. Umsjón meö Landsbanki íslands hf., Laugavegl 77, Reykjavík. m útgáfu: Mk Landsbanki ~ íslands Laugavegl 77, 155 Reykjavík, síml 560 3100, bréfsíml 560 3199, www.lals.ls
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.