Morgunblaðið - 15.02.1998, Page 42

Morgunblaðið - 15.02.1998, Page 42
42 SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA FRÉTTIR Þitt orð er, Guð, vort erfðafé Kirkjan hefur ákveðið að minnast Ritningarinnar með sérstökum hætti í dag, segir sr. Heimir Steinsson, off gefíð defflnum nafn af því tilefni: „Biblíudagur“ heitir hann. YFIRSKRIFT þessarar hug- vekju er tekin úr Sálmabók ís- lenzku kirkjunnar. Um er að ræða erindi eftir danska skáld- prestinn og lýðháskólafrömuðinn Grundtvig, í þýðingu Helga Hálfdánarsonar. Versið er á þessa leið: Ktt orð er, Guð, vort erfðafé, þann arf vér beztan fengum. Oss liðnum veit til lofs það sé, að ljós við þess vér gengum. Það hreystir hug í neyð, það huggar sál í deyð. Látbömvoreftiross það erfa blessað hnoss. 0, gef það glatist engum. I dag er annar sunnudagur í níuviknaföstu. Guðspjall dagsins eftir fyrstu textaröð er Lúkas 8:4-15. Það er dæmisaga Jesú um sáðmanninn, er gekk út að sá sæði sínu, en kornið féll í mis- jafnlega frjóva jörð. Að lokinni sögunni spyrja lærisveinar Krists, hvað sagan merki. Jesús svarar: „Sæðið er Guðs orð.“ Frelsarinn lýkur útleggingu sinni um sáðkornið á þessa leið: „En það er féll í góða jörð, merk- ir þá sem heyra orðið og geyma það í göfugu, góðu hjarta og bera ávöxt með stöðuglyndi." Biblíudagurinn Eins og guðspjallið bendir til, er dagur þessi helgaður Orði Guðs, Heilagri ritningu, Biblíunni. Vér stöldrum við í dag og spyrjum gagngjört um erindi Biblíunnar við oss mennska menn, um kennivald hennar, innihald og markmið, um gildi heilagrar ritningar fyrir oss. Nú kynni einhver að spyrja: Eru ekki allir helgir dagar „Bibl- íudagar"? Styðjumst vér ekki við Heilaga ritningu hvenær sem vér komum saman í Jesú nafni? - Jú vissulega er það svo. Eigi að síður hefur kirkjan ákveðið að minnast Ritningarinnar með sér- stökum hætti í dag og gefíð deg- inum nafn af því tilefni: „Biblíu- dagur“ heitir hann. Menningararfleifð Heilög ritning stendur á afar gömlum merg. Elztu hlutar hennar eru þrjú þúsund ára gamlir eða meira. Yngstu ritin eru frá því fáum áratugum eftir krossfestingu Krists og upprisu. Allar götur síðan hefur Biblían verið ein af uppsprettum menn- ingar í veröldinni. Myndlist heimsins og tónlist, skáldskapur og bókagjörð rekja að nokkru leyti rætur til Heilagrar ritning- ar. Siðferði og samfélagssnið eiga sama uppruna, að ógleymd- um trúarhugmyndum manna og tilverugrundvelli hvarvetna þar sem kristnin hefur skotið rótum í aldanna rás. Sá sem vill vera læs á samtíð sína, umhverfi og rætur, ætti að gjöra sér far um að lesa Biblíuna og brjóta hana til mergjar eftir föngum, en þar með einnig hyggja að hinum fjölmörgu ávöxtum Ritningarinnar í þeim menningarefnum öllum, er að framan greindi, og öðrum áþekk- um. Biblíudagurinn er oss áminning um þetta. Vér ættum að grípa tækifærið í dag og Ijúka upp bókinni helgu. Kennivald Biblíunnar Bibhan er þó miklu meira en menningarbrunnur. Það er sjálf- ur kjarni Ritningarinnar, sem veldur áhrifum hennar á þróun sögunnar og skiptir oss mestu. Hver er hann þá sá kjami? I 20. kapítula Jóhannesar guð- spjalls, 31. versi, tekur guð- spjallamaðurinn svo til orða: „En þetta er ritað til þess að þér trú- ið, að Jesús sé Kristur, sonur Guðs, og að þér í trúnni eigið líf í hans nafni.“ Hér er talað um tilgang Jó- hannesar guðspjalls. Sömu orð eiga við um Bibhuna alla. Þessi er kjarni Ritningarinnar. Biblían er skrifuð til að boða þeim sem lesa hana og heyra trú á son Guðs, Drottin Krists, og trú á Guð fóður almáttugan, skapara himins og jarðar, sem Jesús kenndi oss að nefna „föður“, m.a. í bæninni „Faðir vor“, og trú á heilagan anda, sem fyrst er boð- aður í upphafsorðum sköpunar- sögunnar og hvarvetna getur í Ritningunni æ síðan. Þessi boðskapur gæðir Bibh- una kennivaldi yfír oss öllum, mennskum mönnum. Vort er að lesa, heyra og taka til vor fagnað- arerindið um tilgang og markmið lífsins þessa heims og annars. Gefðu, að móðurmálið mitt íslendingar hafa verið hand- gengnir Heilagri ritningu frá því á miðöldum. Kapítular og erindi úr því mikla ritsafni, sem Biblían er, voru þýdd á íslenzku fyrir einum átta hundruð árum eða meira. Allar götur síðan hefur Orð Guðs átt þátt í að móta tungu landsmanna. A sextándu öld voru Nýja testamentið og síðan Ritningin öll prentuð og gefín út á ís- lenzku. Með þessu móti áttu sið- bótarmenn meiri þátt í því en nokkrir aðrir að þróa tungu vora á síðari öldum. Sautjánda öldin varð í þessu efni tími mik- illar grósku. Frægasta skáld ís- lendinga á þeirri öld og raunar mesta trúarskáld þjóðarinnar að fornu og nýju var séra Hall- grímur Pétursson. Hann orti er- indi það um „móðurmálið", sem hér var vitnað til í millifyrir- sögn: „Gefðu, að móðurmálið mitt, minn Jesú, þess ég beiði, frá allri villu klárt og kvitt krossins orð þitt út breiði.“ Vér tökum undir þessi orð á Biblíu- degi, gjörum þau að vorum orð- um og berum þau til barna vorra og afkomenda allra, að þau heyri fagnaðarerindið, geymi það í göfugu og góðu hjarta og beri ávöxt með stöð- uglyndi. VELVAKAMH Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags VE LVAKAND A hefur borist eftirfarandi bréf frá Kirkjugörðum Reykjavík- urprófastsdæma: „TVÆR greinar frá les- endum, þar sem vikið var að málefnum Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts- dæma, birtust nýlega í Vel- vakanda (14.1. og 25.1. ‘98). Af því tilefni vil ég biðja um birtingu á eftirfarandi svari. Fyrri greinin, sem ,Ábyrgðarfull manneskja" skrifaði, fjahaði um óþæg- indi fyrir vegfarendur í Fossvogskirkjugarði af rafmagnssnúrum, sem liggja á yfírborði jarðar og lagðar eru vegna lýsinga- framkvæmda á aðventu og fram yfir jól og áramót. Eg vil þakka greinarskrifín og þær ábendingar sem þar koma fram. Þvi er til að svara að lýs- ingaframkvæmdir í görð- um (Fossvogskirkjugarði og Gufuneskirkjugarði) eru í höndum verktaka, sem fengið hafa leyfi til að bjóða lýsingu á leiðum, samkvæmt sérstöku sam- komulagi við kirkjugarð- ana. Framkvæmd verks- ins, s.s. lagning raflagna- nets (undir yfirborði) og síðan tenging (ofanjarðar) úr þar til gerðum tenglum eða tengiboxum að leiðum, er unnin af viðkomandi verktökum. Eftirht með verkinu hafa starfsmenn kirkjugarðanna. I tilefni af þessari ábendingu og ábendingum frá fleiri aðilum verða í framtíðinni gerðar strang- ari kröfur til verktaka um lagningu tengilagna frá tengiboxum að leiðum, t.þ.a. íyrirbyggja óþægindi og jafnvel slys. Seinni greinin, sem „Kirkjugarðsgestur" skrif- aði, fjallaði um rusl í kirkjugörðum eftir áramót. Jafnframt lýsir greinarhöf- undur ánægju sinni yfir því hversu kirkjugarðamir séu almennt fallegir og vel skreyttir um jól og áramót. Eg vil þakka greinarskrifin og þær ábendingar sem þar koma fram. Eg er hjartanlega sam- mála greinarhöfundi um þá sjónmengun sem gamlar jólaskreytingar eru og það er vissulega þörf á að hvetja fólk til að sækja skreytingamar eftir þrett- ándann, enda em þær þar á ábyrgð eigenda. Reyndar er margs að gæta í þessu efhi sem öðm. Margir, sem skreyta leiði um jól og ára- mót með grenigreinum o.þ.h., vilja gjaman að shk- ar skreytingar fái að vera meðan greinamar em greinar og veður og vindar hafa ekki feykt þeim í burtu. Öðmm finnst að þessar skreytingar eigi að fjarlægja fljótlega eftir þettándann. Flestir em þó sammála um að rúllandi kertadollur o.þ.h. séu öllum til ama og slíkt eigi að fjar- lægja sem allra fyrst. Slíkt msl er að sjálfsögðu fjar- lægt af götum og stígum, en í apríl eða maí hefjast starfsmenn kirkjugarð- anna almennt handa við hreinsun allra garðanna og hafa þá oftast fengið til hðs við sig sumarstarfsmenn sem byrja snemma. Þetta er mikið starf sem tekur allan mannskapinn nokkr- ar vikur að vinna og það væri vissulega mikil hjálp, ef kirkjugarðsgestir, sem skreyta leiði um jól og ára- mót, léttu undir með því að fjarlægja það skraut, sem sett var á leiði ástvina þeirra um jólin.“ Með bestu kveðju, Þórsteinn Ragnars- son, forstjóri. Til hvers er Ríkissjón- varpið með textavarp? VIÐ HJÓNIN emm heymarlaus og höfðum ekki möguleika á að fylgj- ast með þáttaröðinni um Halldór Kiljan Laxness sem sýnd var í Ríkissjón- varpinu 9. 10. og 11. febrú- ar síðastliðinn. Astæðan er að þættimir vom ekki textaðir. Þar sem þáttaröðin var til á myndbandadeild Rík- issjónvarpsins teljum við að forsvarsmenn Ríkis- sjónvarpsins hefðu átt að beita sér fyrir því að texta efnið áður en það var sýnt. Við viljum fara þess á leit við forsvarsmenn Rík- issjónvarpsins að þáttaröð- in verði sýnd aftur og að þessu sinni með texta, svo að allir landsmenn hafi möguleika á að sjá ágrip af ævi og störfum þessa þjóð- kunna Islendings. Áuk þess sem við viljum koma því á framfæri að íslenskir þættir sýndir í Ríkissjón- varpinu verði framvegis textaðir, svo að allir Is- lendingar geti setið við sama borð. Trausti Jóhannes- son, tölvufræðinemi. Svar við fyrirspurn um minnisvarða VEGNA fyrirspurnar í Velvakanda föstudaginn 13. febrúar vil ég koma þvl á framfæri að það er rétt að það kosti 25 þúsund krónur að setja nafn á minnisvarðann. Það er Steinsmiðja Sigurðar Helgasonar sem sér um framkvæmd verksins og er best að snúa sér til þeirra eða til Sjómannadagsráðs og spyrjast þar fyrir um í hverju þessi kostnaður felst. Kirkjugarðsgestur. Tapað/fundið Svört angóruhúfa týndist SVÖRT angóruhúfa týnd- ist á leiðinni frá Bergþóru- götu að Landspítala fimmtudaginn 12. febrúar. Skilvís fmnandi vinsam- lega skili húfunni í upplýs- ingadeild Landspítalans. SKAK (Jmsjón Margeir l’étursson ÞAÐ er oft forvitnilegt að skoða hvernig öflugur stórmeistari fer að því að tapa í innan við 20 leikjum í sinni uppáhaldsbyrjun. Þetta gerð- ist á alþjóðamótinu á Bermúda um daginn: Hvítt: Julian Hodgson, Englandi Svart: Dmitry Gurevich, Bandaríkj- unum Byrjun Benónýs 1. d4 - Rf6 2. Bg5 (Fordæmt á árum áður, en hátískubyrjun núna. E.t.v. hefur Gurevich dottið niður á rétta svarið) 2. - Re4 3. Bf4 - c5 4. f3 - Da5+ 5. c3 - Rf6 6. d5 - g6 7. Rh3 - d6 8. Rf2 - Db6 9. Dd2? Og nú höfum við stöð- una á stöðumyndinni. 9. - Rxd5 10. Dxd5? (Betra var að sætta sig við peðstap- ið) 10. - Dxb2 11. Db3 - Dxal 12. e4 - Bg7 13. Bc4 - 0-0 14. Kd2 - b5 15. Bd5 - Be6 16. Hcl - Bxd5 17. exd5 - b4 18. Kdl - c4 og hvítur gafst upp, enda sleppur svarta drottningin ósködduð úr prísundinni. SVARTUR á Ieik. Víkverji skrifar... FLESTIR skattgreiðendur hafa nú skilað framtalsskýi-slum fyrir síðasta ár, nema þeir sem fengið hafa frest, en hann er núna fram til mánudagsins 2. marz. Vík- verji hefur oft þurft að fá frest, en hann minnist þess ekki, að frestur- inn hafi verið framlengdur yfir helgi. Lok hans fyrir einstaklinga er síðasti dagur febrúar, nú laugar- dagurinn 28. febrúar. Venjulega hefur þurft að skila framtölum fyr- ir miðnætti á skiladegi, hvort sem hann er á föstudegi eða laugardegi, og skattstofur augljóslega lokaðar. Nú bregður svo við, að skattstof- urnar eru liprari og taka tillit til aðstæðna. Hver skyldi vera ástæð- an fyrir þessari ánægjulegu breyt- ingu og tilslökun? Getur það verið, að hörð gagnrýni á meðferð skatta- mála í vetur hafi haft einhver áhrif til hins betra? Sjálfur forsætisráð- herrann hefur skýrt frá því, að hann hafi fengið fjölda kvartana vegna meðferðar á skattborgurum og hefur boðað frumvarp um stofn- un embættis umboðsmanns skatt- greiðenda. Þá hafa lögmenn og endurskoðendur efnt til fundar, þar sem tíundaður var misbrestur á umfjöllum skattayfirvalda á kærumálum. Ljóst er, að skatta- kærur fá ekki þá meðferð sem lög eiga að tryggja, þar sem skattstof- ur, ríkisskattstjóri og yfirskatta- nefnd virða ekki fresti, en hins veg- ar er stranglega fylgt þeim frest- um, sem einstaklingum og fyrir- tækjum eru settir og dráttarvöxt- um og viðurlögum óspart beitt. Jafnræði er ekki milli aðila, hvað sem jafnræðisreglu stjórnarskrár- innar líður. Þetta er ein af mörgum ástæðum fyrir því, að stofnun emb- ættis umboðsmanns skattgreið- enda er svo brýn. XXX AÐ ÆTTI að vera öllum ljóst, að skattborgarinn er sá, sem kostar ríkisreksturinn, og hann tekur það að sér í sam- ræmi við ákvörðun fulltrúa sinna á Alþingi, en stjórnarskráin mælir svo fyrir, að Alþingi eitt fari með skattlagningarvaldið. Alþingi, þ.e. almenningur, felur síðan fjármálaráðuneyti og öðr- um stofnunum framkvæmdina. Fjármálaráðuneytið er því að- eins þjónustustofnun á vegum al- mennings og það sama á við yfir- skattanefnd, ríkisskattstjóra- embættið og skattstofur lands- ins. Hvorki ráðuneyti né stofn- anirnar eru settar almenningi til höfuðs heldur aðeins til að þjóna hagsmunum hans. Réttur þess- ara aðila má aldrei vera meiri en réttur borgarans og hann verður ætíð að njóta jafnrar stöðu í samskiptum sínum við þá. Því miður er þessu ekki þannig farið í reynd eins og berlega hefur komið fram síðustu vikurnar og það er að sjálfsögðu fulltrúa al- mannavaldsins á Alþingi að sjá til þess að nauðsynlegar breyt- ingar verði hér á. Helgur réttur borgaranna hlýtur að hafa for- gang umfram önnur mál, sem þingmenn verja óhemju tíma í að fjalla um, t.d. vegamál. Getur það verið, að eingöngu forsætis- ráðherra hafi skynjað hvar skór- inn kreppir í þessum efnum?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.