Morgunblaðið - 15.02.1998, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1998 45
Þeir stóru
horfnir fyrir
fullt og allt?
I
í
:
i
HVAÐ varð um alla stórlaxana
sem lesa má um í gömlum bókum
og blöðum? Vestanlands og suð-
vestan þykir mikið ef einn eða tveir
20 punda laxar nást úr einstökum
ám á heilli vertíð og í þeim lands-
hlutum eru margar ár sem aldrei
rjúfa 20 punda múrinn. Norðan-
lands er meira um þá stóru, en
samt sáraiítið miðað við það sem
einu sinni var. Helst að Vatnsdalsá,
Víðidalsá, Þistiifjarðarámar,
Sandá, Svalbarðsá og Hafralónsá
og Nesveiðamar í Laxá í Aðaldal
sjái landsmönnum fyrir nokkmm
boltalöxum. Og svo auðvitað Iðan.
Árið 1950 var Jóhannes Krist-
S
jánsson að veiðum í Laxá í Aðaidal.
Dag einn veiddi hann 7 laxa og var
einn þeirra 7 pundari sem ekki er í
frásögur færandi nema fyrir hvað
sá „litli“ skemmdi herfilega meðal-
vigt dagsins, því hinir laxamir sex
vógu 31, 30, 23, 22, 22, 21 og 21
pund! Einhver sagði að sá 7 punda
hefði líklega verið eins og göngu-
seiði við hlið félaga sinna.
Sama ár, 1950, kom út bókin
Hamingjudagar eftir Bjöm Jóns-
son Blöndal í Laugai-holti. Bjöm
var mikill veiðimaður og náttúm-
bam og Borgarfjarðarámar vom
hans leikvöllur með veiðistöngina.
Einkum þó og sér í lagi svokallað-
ur Svarthöfði þar sem Flóka og
Reykjadalsá renna sameiginlega
saman við Hvítá. Þann veiðistað
átti Bjöm og veiddi oft fádæma
veL
í bókinni er kafli sem heitir
„Þoka“ og fjallar um veiðitilraunir
Björns og Þorvaldar bróður hans í
Ishestar fá hvatn-
ingarverðlaun
i FERÐAMÁLANEFND Hafnar-
fjarðar afhenti nýlega hvatn-
ingarverðlaun fyrir árið 1997
( og komu þau að þessu sinni í
hlut íshesta fyrir sterka mark-
aðssetningu og markvissa upp-
byggingu, sem skilaði sér í
auknum fjölda gesta til Hafnar-
flarðar með þeim margfeldisá-
hrifum sem það hafði fyrir
hafnfirska ferðaþjónustu.
íshestar - íslenskar hesta-
I ferðir, sem er í eigu hjónanna
Einars Bollasonar og Sigrúnar
| Ingólfsdóttur, er eitt af stærri
1 fyrirtækjum í íslenskri ferða-
þjónustu og það stærsta í hesta-
ferðum. Fyrirtækið var stofnað
árið 1982. Það hefur verið með
höfuðstöðvar í Hafnarfírði frá
1992.
íshestar bjóða upp á styttri
og lengri hestaferðir um landið.
Gestum hefur fjölgað ár frá ári,
ekki síst í styttri ferðir frá
Hafnarfirði. Fjöldi þeirra sem
fór í slíkar ferðir tvöfaldaðist á
síðasta ári, en þá fóru um 5.500
manns í ferðir hjá íshestum.
Auk íshesta voru eftirfarandi
tilnefndir: Hafnarfjarðarleik-
húsið Hermóður og Háðvör,
Landnám, Víkingahátíð, Veit-
ingahúsið Tilveran og Um-
hverfis- og útivistarfélag Hafn-
arfjarðar.
Morgunblaðið/Kristinn
EINAR Bollason og Sigrún Ingólfsdóttir tóku við hvatningarverðlaun-
ununi úr hendi Asu Maríu Valdimarsdóttur.
Fyrirlestur um fram-
gómun uppgóm-
mæltra hljóða
HELGE Sandoy, prófessor í nor-
rænum málum við Háskólann í
Björgvin, flytur fyrirlestur í boði
íslenska málfræðifélagsins
fimmtudaginn 19. febrúar nk. kl.
17:15 í stofu 422 í Árnagarði.
Fyrirlesturinn ber heitið
Framgómun uppgómmæltra
hljóða. Um norsku með hliðsjón
af íslensku og færeysku, segir í
I fréttatilkynningu.
Helge Sandöy hefur getið sér
gott orð fyrir rannsóknir sínar á
norskum mállýskum, skyldleika
vesturnorrænna mála og norskri,
íslenskri og færeyskri málpólitík.
Hann hefur gefið út bækur og
birt greinar í ritrýndum tímarit-
um um málfræði.
Fyrirlesturinn er öllum opinn
og eru málfræðingar og aðrir
áhugamenn hvattir til að koma.
JÓHANNES Kristjánsson með tvo
stærstu laxana, 31 og 30 punda,
veiðidaginn mikla sumarið 1950.
Slfldr laxar eru afar sjaldséðir á Is-
landi seinni árin.
niðaþoku sem féll yfir þá nótt eina
nokkrum árum áður. Við grípum
aðeins niður í frásögnina:
„Nóttin leið. Klukkan var nærri
fimm, þegar Doddi kom. Hann var
glaðlegur á svip og bar mér kveðju
hins unga manns (þeir bræður
höfðu fengið heimsókn). „Komdu
annars með mér héma upp á bakk-
ann, ég ætla að sýna þér nokkuð,"
sagði hann.
Þokan var alltaf jafndimm.
Varla munum við hafa séð meir en
6-7 faðma frá okkur, en það er
mjög sjaldgæft í júlímánuði á þess-
um slóðum.
Það sem við köllum Bakka er
rétt fyrir neðan hið foma
Haugsendavað á Hvítá. Haugurinn
stóð þá á sléttri grundinni, en nú
hefur áin brotið landið svo, að nú
er hann horfinn að fullu. Göturnar
að Haugsendavaði vora þá grasi
grónar og greinilegar. Nú er land-
ið svo mjög brotið, að aðeins ná-
kunnugur maður getur fundið síð-
ustu slóðimar, sem eftir era. Hvítá
er djúp við Bakkann, en þó er hún
grynnri en flestir munu hyggja við
fyrstu sýn. Hnausar vora og era í
ánni og í skjóli þeirra lá og liggur
laxinn.
Þama á Bakkanum sýndi Doddi
mér eina fallegustu veiði sem ég
hef nokkra sinni séð. Fimm silfur-
gljáandi hængar lágu þar í grænu
grasi hlið við hlið. Allir vora þeir
jafnþungir, tuttugu pund. Állir
tóku þeir á sama stað. Allir voru
þeir veiddir á Golden Parson.“
Horfnir fyrir fullt og allt?
Fjölmargar lýsingar í sama dúr
koma upp í hugann. Frásagnir
Guðmundar frá Miðdal frá stór-
veiðum í Soginu og stórveiði
„Laxa-Lunda“ í ármótum Hvítár
eystri og Brúarár. En skyldu
þetta vera dagar sem aldrei koma
aftur?
Dr. Sigurður Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri Veiðimálastofnunn-
ar, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að frásagnir af risalöxum og
miklu mun meiri meðalþunga fyrr
á áram væra alveg í takt við vit-
neskju manna um lengri og
stöðugri hlýsjávarskeið hér við
land fyrr á áram. „Eftir árið 1980
hafa verið miklu meiri sveiflur í
hitastigi sjávar og oft verið bein-
línis fimbulkuldi bæði til lands og
sjávar,“ segir Sigurður, en við
slíkar kringumstæður era höggvin
stór skörð í árganga laxa. Sigurð-
ur sagði ennfremur að ef til vill
þyrfti ekki annað en stöðugt hlý-
indatímabil í nokkur ár til að stór-
löxum fjölgaði aftur. Risalöxum
fjölgar hlutfallslega í takt við al-
menna fjölgun laxa.
í þessu sambandi er tilhlýðilegt
að gera smávægilega leiðréttingu.
Um síðustu helgi var rifjuð upp
gömul veiðisaga af Garðari heitn-
um Svavarssyni við Straumana í
Borgarfirði. Var sagt að hann
hefði dregið þar sinn stærsta lax,
28 punda. Þau skilaboð hafa nú
borist frá bamungum afastrák
Garðars, Garðari Geir, að laxinn
hafi verið 29 pund og ef strákur-
inn veit það ekki nákvæmlega þá
veit það enginn. Þetta er hér með
leiðrétt.
Byrjenda og framhaldsnámskeid - byrja 16. og 17. feb.
5 vikna lokuð námskeió sem fer að mestu fram á
spinninghjólunum en einnig veróur farið i tækjasal
og gerðar kvió- og teygjuæfingar.
• Fitumælt i byrjun og lok námskeiðs.
• Regluleg viktun.
• Fræðslufundur um mataræði.
• Mappa með ýmsum fróðleiksmolum.
Leióbeinendur: \ ^
Ágústa Hrönn og Þórhalla
5 vikna frábært námskeið fyrir byrjendur þar sem
farið verður i alla þá leikfimi sem að Þokkabót
hefur upp á að bjóða.
• Fitumælt í byrjun og lok námskeiðs.
• Regluleg viktun.
• Fræðslufundur um mataræði.
• Mappa meó ýmsum fróðleiksmolum. g
Leiðbeinandi: Ágústa Hrönn \ ^
Nánari upplýsingar
og skráning í sima
Þokkabót á netinu
www.islandia.is/thokkabot
Síðast var uppselt og færri
komust aó en vildu.
Tryggðu þér pláss strax!
Netfang: thokkabot@islandia.is