Morgunblaðið - 22.02.1998, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 22.02.1998, Qupperneq 2
2 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1998 FRETTIR MORGUNB LAÐIÐ Munir úr dánarbúi hertogahjónanna af Windsor boðnir upp í New York Islenskur list- fræðingur vann við skráninguna ÆSA Signrjdnsddttir, sagnfræð- ingur og listfræðingur, var í hópi þeirra fræðimanna sem unnið hafa undanfarin ár við að skrá muni í dánarbúi her- togahjónanna af Windsor en þessa dag- ana er verið að bjóða upp um 40 þúsund muni úr búinu á upp- boði hjá Sotheby’s í New York. Munimir em í eigu Mo- hammeds Al-Fayeds, föður Dodis sem fórst í bílslysi með Díönu prinsessu, og mun andvirði þeirra renna í minningarsjóð Dodis og Dfönu. Æsa sagði að hópur listfræðinga hefði unnið við að flokka munina með hléum allt frá árinu 1990 og var skrán- ingu lokið fyrir nokkmm ámm. Al-Fayed keypti dánarbúið árið 1986 og sagði Æsa að enginn hefði vitað hvað yrði um safnið þar tii nú að munirnir em komn- ir á uppboð. Frábær vinna „Þetta var í rauninni safn og alveg frábært að vinna við þetta," sagði hún. „Við unnum við bestu aðstæður, sem hægt er að hugsa sér við svona verkefni og var ekkert til sparað. Þama vora notaðar allar aðferðir safnafræðinnar við skráningu og umbúnað og sérfræðingar fengn- ir til að gera við þá hluti sem höfðu skemmst. Eg var í þriggja manna hópi, sem skráði allt sem var í húsinu úr textíl, það er all- an fatnað en hann var úr hæsta gæðaflokki frá helstu tískuhús- um heimsins, að auki gardínur, borðlín, handklæði, púða, veggteppi og prent- aðar myndir, svo eitt- hvað sé nefnt. Þetta var full vinna hjá okkur í um tvö ár.“ Sagði Æsa að aðrir hefðu séð um að skrá borðbúnað og hús- gögn og enn aðrir skráðu málverk, Ijós- myndir, bækur, papp- ír og skjöl. Þeir sem unnu við skráninguna voru frá Courtault Institute of Art í London, en þar var Æsa við nám. „Þarna var mikið af listrænum nytjahlutum og einnig persónu- legum munum, sem hafa fyrst og fremst sögulegt gildi,“ sagði hún. „Merkilegasti gripurinn er rauða taskan, sem á stendur með gylltri áletrun, The King. Taskan gegndi því hlutverki að í hana voru látin skjöl sem fóm milii bresku ríkisstjórnarinnar og konungsins. Af einhverjum ástæðum tók hertoginn töskuna með sér og þá sjálfsagt sem minjagrip og þegar hann dó kom Mountbatten lávarður, sem var frændi hans og hafði haldið mikla tryggð við hann og tók lá- varðurinn ýmsa gripi, sem vom ( eigu krúnunnar en þessi taska varð eftir.“ Æsa Siguijónsdóttir ÞETTA er borðið sem hertoginn af Windsor sat við þegar hann undir- ritaði afsögn sfna sem konungur Breta til að kvænast Wallis Warfíeld Simpson. Rauða taskan á borðinu gegndi því hlutverki að í hana vom látin skjöl sem fóm á milli konungsins og bresku ríkisstjórnarinnar. Mikil veiði en tölu- verð áta í loðnunni MIKIL loðnuveiði var aðfaranótt laugardags og á laugardagsmorgun á miðunum austur af Papey en tölu- verð áta var í loðnunni og hún var því ekki hæf til frystingar. Hábergið GK var þá á leið til hafnar í Grindavík með fullfermi, eða 650 tonn. Að sögn Þorsteins Símonarsonar, skipstjóra á Há- berginu, er nóg af loðnu við Papey en loðnan er ekki enn orðin fryst- ingarhæf þar sem talsverð áta er í henni. „Þar sem við löndum í Grindavík fer aflinn allur í bræðslu þangað til loðnan er komin vestur undir Ingólfshöfða því við höfum ekki aðstöðu til þess að frysta afl- ann um borð,“ sagði Þorsteinn og gerði ráð fyrir að skipið færi strax aftur á veiðar á laugardag eftir að hafa landað. Mokveiði fyrir austan Elliði GK var á leið tií Akraness með fullfermi. Guðlaugur Jónsson, skipstjóri á Elliða, sagði að aflinn væri um 800-850 tonn, og allt færi í bræðslu. Hann átti von á að koma til hafnar um fimmleytið á laugar- dag og fara strax út aftur eftir löndun, því mokveiði væri á miðun- um fyrir austan. Hafrannsóknaskipið Ami Frið- riksson var á laugardagsmorgun við rannsóknir á Reyðarfjarðardýpi og Norðfjarðardýpi. Samið við ASMAR skipasmíðastöðina í Chile um smíði hafrannsóknaskips Nýtt rannsóknaskip verður tilbúið á miðju næsta ári SAMNINGUR um smíði nýs rann- sóknaskips fyrir Hafrannsóloiastofn- un var undirritaður við ASMAR skipasmíðastöðina í Chile í gær, laug- ardag, og á smíði skipsins að vera lok- ið á miðju næsta ári. Samningsfjár- hæðin er 1197 miHjónir króna en heildarkostnaður vegna skipa- kaupanna er alls áætlaður um .1500 milljónir. Nýja skipið verður rúmlega 1.200 brúttórúmlestir að stærð, en til samanburðar má geta þess að rann- sóknaskipið Bjami Sæmundsson er 770 brúttórúmlestir og Ami Friðriks- son er 475 brúttórúmlestir. Ríkiskaup gerðu tillögu um að samið yrði við ASMAR skipasmíða- stöðina að undangengnu útboði en við mat á tilboðum var auk tilboðs- fjárhæðarinnar lögð áhersla á smíðatíma og hæfni til að vinna með strangar kröfur um lítinn hávaða neðansjávar. Landssamband ís- lenskra útvegsmanna kostar smíði skipsins, en lögum um þróunarsjóð sjávarútvegsins var breytt til þess að nýta mætti hann í þessu skyni. Jakob Jakobssor., forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, sagði í samtali við Morgunblaðið að tilboð ASMAR hefði verið talið langhagstæðast af þeim tilboðum sem bárust í smíði hafrannsóknaskipsins. „Við erum ekki að smíða neitt venjulegt skip heldur hátæknivætt skip þar sem gerðar eru mjög mikl- ar kröfur til reynslu og þekkingar þeirra sem eiga að annast verkið. Við töldum því nauðsynlegt að velja stöðina með tilliti til þessa en ekki bara með tilliti til verðsins. Við telj- um að við séum í mjög góðum hönd- um hjá þessari stöð. Þeir hafa smíð- að hvers konar skip og til dæmis mikið af mjög vel búnum hringnóta- skipum sem stunda túnfiskveiðar og eru með öflug leitartæki. Þeir hafa því að okkar áliti yfir að ráða þeirri þekkingu og reynslu sem til þarf í þetta,“ sagði Jakob. í forsendum um val á samnings- aðila, sem unnar voru af Ríkiskaup- um, Hafrannsóknastofnun, smíða- nefnd hafrannsóknaskips og Skipa- sýn, sem er tækniráðgjafi, kemur fram að það hafi verið samdóma álit allra sem komu að mati tilboða í smíði rannsóknaskipsins að velja til- boð ASMAR skipasmíðastöðvarinn- ar. Hún sé þekkt fyrir smíði á mjög tæknilega þróuðum skipum, m.a. í sambandi við strangar hljóðkröfur, tilboðsupphæðin samræmist viðmið- unarmörkum um heildarkostnað, áætlaður smíðatími sé 15 mánuðir, og samkvæmt framlögðum gögnum sé fjárhagsstaða stöðvarinnar mjög sterk og öll umbeðin gögn varðandi fyrirtækið sem borist hafa uppfylli settar kröfur. Tilboð í smíði skipsins voru opnuð 2. desember síðastliðinn og í fram- haldi af því var skrifað undir samn- ing við franskt fyrirtæki um smíði á framdrifsbúnaði í skipið sem gert er ráð fyrir að kosti 206 milljónir króna, en auk þess mun Hafrannsókna- stofnun leggja til rannsóknartæki í skipið fyrir 70-90 milljónir króna. Lægsta tilboð óraunhæft Lægsta tilboð í smíði skipsins barst frá kínverskri skipasmíðastöð, en í greinargerð um forsendur fyrir vali á samningsaðila kemur m.a. fram að það tilboðsverð hafi virst óraunhæft auk þess sem tækjalisti sem kínverska skipasmíðastöðin lagði fram hafi ekki uppfyllt óskir kaupanda nema að hluta. Þá hafi til- greindur smíðatími skipsins verið um hálfu ári lengri en gert var ráð fyrir í útboðsgögnum og talið er við- unandi vegna fyrirhugaðra verkefna skipsins. Þá kemur fram að kín- verska skipasmíðastöðin hafi sam- kvæmt skipaskrá Lloyds Register of Shipping ekki reynslu af byggingu skipa þar sem gerðar séu þær flóknu hljóðkröfur sem um ræðir, stöðin hafi ekki lagt fram umbeðin gögn um fjárhagsstöðu sína og ekki hafi verið sýnt fram á að hún hafi ISO-vottun. Hins vegar er tekið fram að skipasmíðastöðin þyki góð sem slík og hafi skilað góðum verk- um við smíði gámaskipa, tankskipa og fljótabáta. ► 1-64 Éttann, Keiko, éttann ►Því er nú haldið fram að hvalur- inn frægi sé reiðubúinn að fara úr lokaðri laug í flotkví. /10 Hinn slægi meistarl va'dabaráttunnar ►Viktor Tsjemomyniín, forsætis- ráðherra Rússa, þykir hafa styrkt mjög stöðu sína undanfarið. /12 Látnu óvlnirnir í Braut- arholtskirkjugarði ►í stríðinu voru jarðsettir 13 þýskir flugmenn á Kjalamesi. /20 Biekking og þekking ►í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Birgir Svein- bergsson og Snorra Bjömsson sem reka Sviðsmyndir Listsmiðju. /30 B ► l-20 Nokkrir góðir dagar með Gæslunni ►Myndafrásögn af lífinu um borð ívarðskipi. /1&10-11 Liðsheiid og hugarfar afreksmanna ►Jóhann Ingi Gunnarsson sál- fræðingur heldur nýstárleg nám- skeið fyrir starfsmenn og stjóm- endur fyrirtækja. /4 Titanic og allar hinar ►Spáð í Óskarsverðlaunatilnefn- ingarnar 1998./ 8 Einu góðu hetjurnar eru dauðar hetjur ►Mitchell D. Snyder er líklega eini indíáninn sem stundað hefur skóviðgerðir hér á landi. /18 C FERÐALÖG ► 1-4 Upplýslngar um bóta- rótt sýnilegrl ►ESB ráðgerir að setja reglur um yfirbókanir flugfélaga og bótarétt farþega. /1 Með Freud undir Ermarsundið ►Lestarferð undir Ermarsundið vekur blendnar tilfinningar. /4 D BÍLAR ► 1-4 Umkvörtunum vegna bílaviðsklpta fjölgar ►Fyrirspumum til FÍB vegna bíla- viðskipta hefur fjölgað verulega. Reynsluakstur ►Dodge Durango er nýr amerísk- ur jeppi. /4 Eatvinna/ RAÐ/SMÁ ► l-20 Frelsi á vinnumarkaði og verðmætasköpun ► Umgjörð íslensks vinnumarkað- ar er frábrugðin þvi sem gerist meðal annarra Evrópuríkja. /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Ijeiðari 32 Helgispjall 32 Reykjavikurbréf 32 Skoðun 34 Minningar 38 Myndasögur 48 Bréf til blaðsins 48 Ídag 50 Brids 50 Stjömuspá 50 Skák 50 Fólk í fréttum 54 Útv./sjónv. 52,62 Dagbók/veður 63 Mannlífsstr. 12b Dægurtónl. 16b INNLENDAR FRÉTTIR- 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR- 1&6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.