Morgunblaðið - 22.02.1998, Side 56

Morgunblaðið - 22.02.1998, Side 56
56 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Síðustu sýningar Heppinn HERCULES gestur á þrjú-sýningu verður verðlaunaður í hléi og mun hann fljúga heim á RISA-Pegasus hesti. í bobi cr andlitsmálun og Hoppukastali frá SPRELL fyrir alla hressa krakka. K13 hefjast sýningar og allir ættu ab finna mynd vib sitt hæfi. FÓLK í FRÉTTUM frumsyningum Gautaborg. Kristín Bjarnadóttir. EIN ÞEIRRA mynda sem fól í sér spennu og blæ ævintýrs- ins reyndist sænska myndin „Glasblásarens bam“, sem var frum- sýnd á hátíðinni. „Þetta er óhugnan- leg mynd, svo þið skuluð haldast í hendur. En þetta er bara saga...“, sagði leikstjórinn Anders Grönros og beindi orðum sínum til yngstu frum- sýningargestanna sem fjölmenntu. Myndin er byggð á skáldsögu eftir Maria Gripe og gerist í fátæku sænsku bændasamfélagi á öldinni sem leið. Hún fjallar um óskir sem rætast. Og breytast. Um hvemig draumurinn um veraldleg auðæfí getur breyst í andhverfu sína og um það að muna eða gleyma. „Glasblásarens barn“ með Stellan Skarsgárd sem glerblásarann, Pern- illa August sem konu hans og Lenu Granhagen sem seiðkonu, var eina sænska bíómyndin sem frumsýnd var á hátíðinni. En ný sjónvarps- mynd, „Den tauerade ánkan“ eftir Lars Molin, var hins vegar frumsýnd í bíói og hlaut lof hátíðargesta. Röð nýrra stuttmynda og heimild- armynda sænskra kvikmyndagerð- armanna voru á boðstólum. Sænskari en sænsk sýndist mér hin frumsýnda 15 mínútna mynd „Den 8:e Sángen" um lífið og litlar manneskjur á leið inn í mikla óvissu. Hún er eftir Reza Parsa, sem var falið að gera áttunda hluta myndar- innar „90 minuter 90-tal“. Um er að ræða eins konar framhaldsmynd, sem hófst með stuttmynd eftir Roy Andersson, „Hárlig er jorden“ árið 1991, sem á að vera lokið árið 2000. Hinn sænsk-íranski Reza Parsa tók við af Evu Bergman og er yngsti kvikmyndagerðarmaðurinn sem hef- ur tekið þátt fram að þessu. Hann er fæddur í Teheran árið 1968, fluttist til Svíþjóðar árið 1980, en lærði við kvikmyndaskólann í Kaupmanna- höfn. Hann valdi að tileinka mynd sína „litlu manneskjunum" og svarar setningu úr sáttmála Sameinuðu þjóðanna (,,...búa bamið undir ábyrgðarfullt líf í frjálsu samfélagi í anda skilnings, friðar, umburðar- lyndis, jafnréttis milli kynja og vin- áttu meðal allra...“) með átta sungn- um og leiknum atriðum um hvers- dagslegt vægðarleysi og göldrótta gleði írá sjónarhóli bama og með að- alleikurum fæddum árið 1990. Alþjóðlegur titill myndarinnar er „Stand By Me“ og hún er tólfta stuttmynd höfundarins sem er þekktastur íyrir verðlaunamyndina „Gránsen". Að gera áttunda sönginn tók hann 8 mánuði í fullu starfi og hann kvaðst mun ánægðari með ár- angurinn eftir frumsýninguna en fyrir og þakkaði það áhorfendum. Myndatriði byggist ekki bara á vöðvum og heila - hreyfing- um og hugsunum - það þarf líka að hafa lungu. Svo það geti andað. Líf fyrir alla muni, var mottó hjá Bo Widerberg. „Verðið helst ást- fangin í alvöru /.../ Myndatriði bygg- ist ekki bara á vöðvum og heila - hreyfingum og hugsunum - það þarf líka að hafa lungu. Svo það geti and- að.“ Á þá leið segir í texta Wider- bergs til Tommy Berggren, þar sem hann rifjar upp samvinnu þeirra og mistök frá árinu 1962. Þá varð myndin „Barnvagnen" til og Tommy lék Björn á móti sýningarstúlkunni Inger Taube sem Britt. Lögmálið um optíska öxulinn gat beðið, númer eitt var andardrátturinn. Að elskendurnir virtust horfast í augu við þriðju persónu í öllum nærmynd- um skipti minna máli, öxullögmálið var hægt að læra seinna, skrifaði leikstjórinn 26 árum síðar. Úrval texta hans frá ólíkum tímabilum kom SÆNSKA myndin „Glasblás- arns barn“ gerist í fá- tæku bændasam- félagi. út á dögunum undir ritstjórn Gunn- ars Bergdahl, framkvæmdastjóra kvikmyndahátíðarinnar í Gautaborg. Hátíðin í ár var tileinkuð minningu Widerbergs og m.a. frumsýnd heim- ildarmyndin „Liv till varje pris“ eftir Stefan Jarl, með Tommy Berggren sem leiðsögumann. Báðir höfðu þeir séð hina persónu- legu heimildarmynd A1 Pacinos „Looking for Richard" og haft er eft- ir Stefan Jarl að þeir Tommy hafi verið „sammála um að þar væri kom- in rétta aðferðin, að á svipaðan hátt ætti að bera sig að við að gera mynd um Bo“. Og „Liv till varje pris“ varð leit að annarri mynd, einskonar rannsókn á verki sem Bo Widerberg lauk aldrei við. I sautján ár hafði hann unnið að handriti myndarinnar „Rött och svart“ sem átti að verða sænsk sam- félagslýsing með níunda áratuginn sem umfjöllunarefni. Og aðferðin átti að vera: Að segja það sem manni liggur á hjarta með þvi að virðast tala um allt annað. En myndin sem heild hvarf með höfundinum. Þó eru til spottakom af upptökum sem búið var að gera, með Berggren, syninum Johan og Ingvar Hirdwall í hlutverk-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.