Morgunblaðið - 25.04.1998, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 25.04.1998, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1998 57 * I Sæluvika Skag- firðinga að hefjast Morgunblaðið/Árni Sæberg KVARTETT Eyþórs Gunnarssonar leikur á Múlanum annað kvöld. Sauðárkrtíkur. Morgunblaðið. NU Á sunnudaginn hefst Sæluvika Skagfirðinga. Löng hefð er fyrir sæluviku og upphaf hennar má rekja j til sýslufunda þehTa sem haldnir t voru hér á hverju vori. Stærstu viðburðirnir eru frumsýn- I ing Leikfélags Sauðárkróks á ís- lensku leikrití eftir Jón Ormar Ormsson og dægurlagakeppni kven- félagsins. Eftnfremur er bryddað upp á nýjungum svo sem Safnadegi í Skagafirði, fyrir unglingana verður bæði ljósmyndamaraþon og ung- lingaball. Dagskrá Sæluviku: ; Sunnudagur 26. apríl; Messa í Sauðárkrókskirkju. Opnun sæluviku 4 - opnun tréskurðarsýningai- í safna- húsi kl. 15. Sýningin verður opin alla vikuna. Leikfélagið frumsýnir nýtt íslenskt leikrit „Sporið er tangó“ eft- ir Jón 0. Ormsson kl. 21 og tónleikar í Bóknámshúsi Fjölbrautaskólans þar sem Kór Fjölbrautaskólans á Norðurlandi vestra kemur fram kl. 21. i Mánudagur 27. apríl; Myndlistar- sýning barna á leikskólanum Glað- I heimum frá kl. 9-11 f.h. og kl. 15-17 ^ e.h. Sýningin verður opin alla vikuna á sama tíma. Kirkjukvöld verður í Sauðárkrókskirkju kl. 20.30 og Danskir dagar á Kaffi Ki-ók. Þriðjudagur 28. apríl; ífur, menn- ingar- og framfarafélag kvenna í Skagaftrði verða með menningar- dagskrá í Bóknámshúsi Fjölbrauta- skólans á Sauðárkróki kl. 20.30. J Fyrsta kvik- mynd Níkita Mikhalkovs sýnd í biösal MÍR KVIKMYNDIN með langa nafninu | „Einn af okkur meðal ókunnugi-a, . ókunnugur okkar á meðal“ verður " sýnd sunndudaginn 26. apríl kl. 15 í 4 bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Mynd þessi er merkileg að því leyti að hún er fyrsta kvikmyndin fullrar lengdar sem Nikita Mikhalkov leik- stýrði en þessi rússneski leikstjóri og leikari hefur nú um árabil verið talinn í hópi fremstu kvikmynda- gerðarmanna í heimi, segir í frétta- tilkynningu. { Myndin var gerð 1974 og segir á frá atburðum sem gerðust á tímum | borgarastyi'jaldarínnar í Rússlandi f eftir októberbyltinguna 1917. Þá var matarskortur mikill í landinu og komvörur fengust ekki keyptar frá útlöndum nema gegn greiðslu í skíra gulli. Segir frá því í kvik- myndinni, er vænn sjóður af gulli er sendur með lest frá Moskvu vegna kornkaupa en á leiðinni sitja hvítliðar fyrir lestinni og ræna gull- j inu. i Skýi-ingar með myndinni eru á 4ensku. Með aðalhlutverk fara Júrí Bogatýrev og Anatóli Solonitsin. Aðgangur að kvikmyndasýning- unni er ókeypis og öllum heimill. Vortónleikar Karlakórs i Selfoss ( VORTÓNLEIKAR Karlakórs Sel- 4 foss verða haldnir í Þorlákskirkju, Þorlákshöfn, sunnudaginn 26. apríl kl. 16. Söngstjóri er Ólafur Sigurjóns- son og Helena R. Káradóttir undir- leikari. Tónleikar í Hjallaskóla 4 TVÆR skólahljómsveitir halda tón- " leika í sal Hjallaskóla í Kópavogi Miðvikudagur 29. apríl; Djass með Andreu Gylfadóttur kl. 21 á Kaffi Krók. Fimmtudagur 30. apríl; Karlakór- inn Heimii' með tónleika í Bóknáms- húsinu kl. 20.30. Ljósmyndamaraþon í Félagsmiðstöðinni Friður. Hljóm- sveitin 200.000 naglbítai' á Kaffi Krók - Félagsmiðstöðin Friður. Hótel Mælifell verður opið frá kl. 11-01. Föstudagur 1. maí; Sýning og verðlaunaafhending í ljósmynda- mai-aþoni félagsmiðstöðvar. Dægur- lagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks í íþróttahúsinu kl. 21, barnasýning kl. 16. Skagfii'skt matarkvöld og dansleikur með hljómsveitinni Spútnik á Kaffi Krók. Hótel Mælifell opið frá kl. 11-03 og þar verður diskótek. Itölsk helgi á Pollinum, gestakokkur frá La Primavera, Hilmar Sverrisson og Eva Ásrún skemmta. Laugardagur 2. maí; Kórakvöld með Karlakórnum Heimi, Rökkur- kórnum, Samkór Suðurfjarða og Karlakór Rangæinga verður í Mið- garði, dansleikur með Geirmundi að lokinni skemmtun. Dansleikur með Hunangi á Kaffi Krók, „drag- keppni" á Hótel Mælifelli, ítölsk helgi á Pollinum og Safnadagur í söfnum Skagafjarðar. Sunnudagur 3. maí; Sýning í Safnahúsi - kvikmyndasýningar. Auk þessa eru kvikmyndasýning- ar í Bifröst alla vikuna þar sem sýndar verða m.a. Titanic, Herkúles, Spice World og Good Will Hunting. laugardaginn 25. apríl. Þar leiða saman tóna sína Skólahljómsveit Selfoss og Skólahljómsveit Kópa- vogs. Á tónleikunum flytja nemendur á aldrinum 9-16 ára fjölbreytta tónlist í þremur hópum og sameinast síðan í lok tónleikanna í nokkrum lögum. Tónleikarnir hefjast kl. 16 og er að- gangur ókeypis. Stjórnendur hljóm- sveitanna eru Bragi Vilhjálmsson og Össur Geirsson. 1. umferð Is- landsmeistara- mótsins í smá- bílakeppni 1. UMFERÐ Aðalskoðunar hf. árið 1998 hefst á sunnudag. Keppt er á planinu fyrir framan Aðalskoðun á Helluhrauni í Hafnarfirði og er öll- um heimilt að fylgjast með keppn- inni sem hefst kl. 11 um morguninn og stendui' fram eftir degi. Smábílarnir eru fjarðstýrðir módelbílar sem ganga annaðhvort fyrir rafmagni eða bensíni. Keppt er í þremur flokkum í smábílaakstri allt eftir stærð og gerð bílanna, raf- magnsbflaflokki, bensínbílaflokki og Scale Touring 4WD flokki. Þetta er fyrsta keppnin af þremur sem verð- ur í sumar á Helluhrauni hjá Aðal- skoðun, sem heldur keppnina í sam- vinnu við Smábílaklúbb Islands og gildir hver þeirra til stiga vegna Is- landsmeistaratitils. Áhorfendur eru beðnir um að sýna sérstaka aðgæslu við Hellu- hraunið þennan dag, segir í frétttil- kynningu. Fyrirlestri frestað FYRIRLESTRAR á vegum Holl- vinafélags læknadeildar og Holl- vinafélags heimspekideildar á liðn- um vetri hafa notið mikilla vin- sælda, segh' í fréttatilkynningu. Framhald verður á þessari starf- semi, en ákveðið hefur verið að fresta fyrirlestri Önnu Agnarsdótt- ur dósents og málþingi um stöðu læknisfræðinnar sem halda átti laugardaginn 25. apríl til haustsins. Djass i Múlanum Kvartett Eyþórs Gunnars- sonar leikur KVARTETT Eyþórs Gunnarsson- ar leikur djass í Múlanum á 2. hæð Sólon Islandus annað kvöld, sunnudaginn klukkan 21. Kvartettinn skipa auk Eyþórs, sem leikur á píanó, Þórður Högnason, kontrabassa, Matthías Hemstock trommuleikari og Hilmar Jensson, saxófónleikari. Á efnisskránni verður hefð- bundinn djass, einkum þekkt djasslög með hefðbundnu kvart- ettsniði. Opið hús Við- skiptaháskólans VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN í Reykjavík mun kynna starfsemi sína á „Opnu húsi“ laugardaginn 25. apríl 1998. Kynningin fer fram í Verzlunarskóla Islands, Ofanleiti 1, kl. 14-17. Kennsla hefst í nýju húsi Við- skiptaháskólans í Reykjavík í sept- ember í haust. Kennt verður í tveimur deiidum; Tölvufræðideild og Viðskiptadeild. Tölvufræðideild- in er framhald af Tölvuháskóla Verzlunarskóla íslands sem hefur verið starfræktur í 10 ár. Kennsla í Viðskiptadeild er nýmæli, segir fréttatilkynningu. Getraun Borg- arskjalasafns DREGIÐ hefur verið í getraun sem Borgarskjalasafn Reykjavíkur gekkst fyi'ir á Kynningardegi skjalasafna 28. mars sl. Vinnings- hafar eru: Birna Dís Birgisdóttir, Halldór Jónsson og Selma Frið- geirsdóttir. Almennur borg- arafundur hjá Samtökum um þjóðareign SAMTÖK um þjóðareign boða til al- menns borgarafundar á Grand Hótel Reykjavík sunnudaginn 26. apríl kl. 16 til 18. Fundarefni er: Siðblindan, Landsbankinn og sam- eignir þjóðarinnar. Fi-ummælendur eru m.a. Jó- hanna Sigurðardóttir, alþingismað- ur og Bárður Halldórsson, mennta- skólakennari og fræðimenn á sviði siðfræði og stjómmála. Bubbi Morthens frumflytur á fundinum nýtt lag um sameign þjóðarinnar. Fundarstjóri er Ágúst Einarsson, alþingismaður. I fréttatilkynningu segir: „Á fundinum verða 10-15 mínútna framsögur og síðan almennar fyrir- spurnir og svör. Bárður Halldórs- son er einn af upphafsmönnum Samtaka um þjóðareign. Hann mun m.a. fjalla um hvort sambærilegt siðferði ríki í bankarekstri, úthlutun aflaheimilda og nýtingu miðhálend- isins. Jóhanna leysti umræðuna um siðblinduna úr læðingi og hún mun m.a. taka fyrir spurninguna um næstu skref í siðvæðingu." Steinunn Helga- dóttir sýnir í Haukshúsum STEINUNN Helgadótth' myndlist- armaður sýnir í dag og á morgun í Haukshúsum á Álftanesi. Sýningin er opin kl. 14-18 báða dagana en það er Lista- og menningarfélagið Dægradvöl sem stendur fyrir sýn- ingunni. Steinunn nam við Myndlista- og handíðaskóla Islands 1985-1986 og í Gautaborg 1986-1990. Auk sýninga á ýmsum stöðum hér á landi hefur hún - hadið einkasýningar í Gautaborg, Stokkhólmi og London og tekið þátt í mörgum samsýningum. Hún hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar, m.a. starfslaun lista- manna í Svíþjóð, og verk hennar eru í eigu ýmsissa opinberra og einkaað- ila þar í landi. Steinunn er nú búsett á Álftanesi og er þetta fyrsta sýning hennar á heimaslóð. Merkjasala Björgunar- sveitar Ingólfs ÁRLEG merkjasala Björgunarsveit- ai' Ingólfs í Reykjavík stendur til 26. aprfl. Sölubörn ganga í hús og bjóða merki Björgunarsveitarinnar til sölu og mun það kosta 200 kr. Merkjasalan er ein af helstu fjár- öflun Björgunarsveitar Ingólfs sem er ein af 90 björgunarsveitum Slysa- varnafélags Islands. Björgunarsveitin Ingólfur er eina björgunarsveitin í Reykjavík sem sinnii' bæði sjó- og landbjörgun og sinnti hún u.þ.b. 40 útköllum á síð- asta ári. Einnig starfrækir hún einn af fjói-um undanfarahópum sem starfræktir eru innan björgunar- sveita á höfuðborgarsvæðinu, segir í fréttatilkynningu. Fyrirlestur um jarðfræði Melrakkaslóttu FRÆÐSLUFUNDUR HIN verður haldinn mánudaginn 27. apríl kl. 20.30. Fundurinn verður haldinn í stofu 101 í Odda, Hugvísindahúsi Háskólans. Á fundinum flytur Hall- dór Pétursson, jarðfræðingur á Náttúrufræðistofnun íslands, Akur- eyrarsetri, erindi sem hann nefnir: Jarðfræði Melrakkasléttu. í erindi sínu mun Halldór fjalla um jarðfræði Melrakkasléttu en hann hóf rannsóknir sínar í kjölfar Kópaskersskjálftanna árið 1976. Við jarðskjálftann hreyfðust brotalínur sprungukerfisins sem liggur eftir endilangri vesturströnd Melrakka- sléttu en á þessu sprungukerfi var töluverð eldvirkni á seinni hluta síð- ( asta jökuskeiðs. Þá gaus ekki aðeins undir jökli heldur runnu þar hraun þegar jöklar voru litlh'. Eru þessi ungu en jökulnúðu hraun víða að finna nyrst á Melrakkasléttu. Þá verður einnig fjallað um set- lagsmyndir frá lokum síðasta jökul- skeiðs en þær eru mjög algengar á vestursti’önd Melrakkasléttu. Flest mynduðust þessi setlög við samspil hárrar sjávarstöðu og jökulframrás- ar fyrir u.þ.b. 13-12000 árum (B.P.) en á Melrakkasléttu fmnast merki um hvað hæstu og elstu sjávarstöðu hérlendis í ísaldarlok. Auk þess verð- ur nokkuð fjallað um hopunarsögu ísaldarjökulsins á Melrakkasléttu og eldvirkni og brotahreyfingar í byrj- un nútíma. Fræðslufundir félagsins eru öllum opnir og aðgangur ókeypis. Styrktarfélag vangefínna 40 ára afmæli - Opin hús í TILEFNI af 40 ára afmæli Styrkt- arfélags vangefinna verða eftirtalin heimili félagsins opin sem hér segir: Bjarkarás, Stjörnugróf 9, laugar- daginn 25. aprfl kl. 14-17, Lækjarás, Stjörnugróf 7, laugardaginn 16. maí kl. 14-17 og Lyngás, Safamýri 5, laugardaginn 23. maí kl. 14-17. Fólk er boðið velkomið að kynna sér starfsemi og aðstæður þessara heimila félagsins og þiggja veitingar. Burtfararpróf í Fella- og Hólakirkju TÓNLEIKAR verða haldnir á veg- um Tónlistarskólans í Reykjavík í Fella- og Hólakirkju í dag, laugar- daginn 25. apríl, kl. 17. Tónleikarnir* eru burtfararpróf Áka Ásgeirssonar trompetleikara frá skólanum. Kreistinn Örn Kristinsson leikur með á píanó. Auk þeirra koma fram Helga A. Jónsdóttir, blokkflauta, Kristín Lár- usdóttir, selló, Hallveig Rúnarsdótt- ir, sópran, og Steingrímur Þórhalls- son, orgel. Námskeið í gerð brúðarvanda GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins, Reykjum í Ölfusi, býður upp á tveggja daga námskeið í gerð brúð- arvanda þriðudaginn 5. og miðviku- ^ daginn 6. maí nk. Námskeiðið er ætlað starsfólki í blómabúðum. Uffe Balselv, blóma- skreytingameistari og leiðbeinandi á námskeiðinu, mun kenna mismun- andi gerð brúðarvanda, bæði í oasis og handbundna. Hann mun einnig leggja sérstaka áherslu á tækni. Námskeiðið stendur frá kl. 9-17 báða dagana. Skráning og nánari upplýs- ingar fást á skrifstofu Garðyrkju- skólans. LEIÐRÉTT Nafn féll niður í MYNDARTEXTA með frásögn Morgunblaðsins í gær af opnun sýn- ingar á íslenskri málaralist 20. aldar í Nútímalistasafninu í Hong Kong féll niður nafn Ólafs Egilssonar sendiherra. Beðist er afsökunar á þeim mistökum. Vantaði nafn í FRÉTT á bls. 6 sl. laugardag, um samninga Samskipa og Islenska járnblendifélagsins, féll niður nafn Helga Þórs Ingasonar, verkfræð- ings hjá íslenska járnblendifélag- inu, sem á myndinni sést á milli for- stjóra félaganna. Beðist er velvirð- ingar á mistökunum. Nafn féll niður í MYNDARTEXTA í blaðinu í fyrradag með frásögn af byggingu bæjar Eiríks rauða á Grænlandi féll niður nafn Páls Sigurjónssonar, for- stjóra Istaks, annars þeirra sem undirrituðu samninginn. Er beðist „ afsökunar á þessum mistökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.