Morgunblaðið - 10.05.1998, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 10. MAÍ 1998 17
ÍÞRÓTTIR
standa andspænis þrítugum hamri!
Hafi aðdáendui- Arsenal verið ef-
ins, hvað var þá enska pressan? Of-
an í þann hákarlskjaft fékk Frakk-
inn fljótt að stara! Öll spjót stóðu á
honum. Það var engu líkara en
pressan og Gróa á Leiti hefðu tekið
höndum saman um að flæma hann á
brott. Ótrúlegustu hlutum var varp-
að fram og aurnum óspart slett yfir
aumingja manninn. Mannorð Wen-
gers var í húfi er einkalíf hans, sem
hann hafði til þessa átt í friði, opnað
upp á gátt. En leikurinn gekk of
langt. Asakanirnar reyndust ekki á
rökum reistar og smám saman náði
Wenger áttum - og sneri vöm í
sókn. Þeirri sókn lauk skjótt með
yfirburða sigri Frakkans.
Enskir fjölmiðlar bera Wenger
nú á höndum sér - hann er einn eft-
irlætis viðmælenda þeirra. „Þakka
þér fyrir samstarfið í vetur, þú hef-
ur verið einstaklega viðmótsþýður
og greiðvikinn. Þegar allt kemur til
alls finnst okkur þú vera frábær ná-
ungi,“ sagði blaðamaður nokkur eft-
ir einn af síðustu leikjum Arsenal í
deildinni á dögunum. Wenger var
augljóslega upp með sér en áréttaði
að hann liti á það sem hluta af starfi
sínu að greiða götu fjölmiðla.
Wenger var ekki jafn blíður á
manninn í nóvember 1996 þegar
tröllasögurnar um meinta skugga-
hlið hans gengu sem hæst. „Eg
hafði verið varaður við ensku press-
unni en átti ekki von á neinu í lík-
ingu við þetta,“ sagði hann í viðtali
við Gunners Magazine, þáverandi
málgagn Arsenal. „Þetta er fárán-
legt. Eg er í opinberu starfi, þannig
að menn geta dæmt störf mín opin-
berlega, en hafa enga heimild til að
skipta sér af lífi mínu með þessum
hætti.“
í viðtalinu skellti Wenger skuld-
inni að stórum hluta á gulu press-
una og svokallaða „rannsóknar-
blaðamenn", sem voru, þegar upp
var staðið, ekki meiri bógar en svo,
að þeir höfðu engar sannanir í
höndunum. Þeir urðu því að éta orð
sín ofan í sig og biðjast afsökunar
opinberlega.
Meðan á blæstrinum stóð bifaðist
Wenger hvergi - vann sína vinnu
eins og ekkert hefði í skorist. „Mér
þykir leitt að valda þessu fólki von-
brigðum, en ég er afskaplega venju-
legur maður,“ sagði hann í um-
ræddu viðtali. „Þegar ég lít í spegil-
inn að kveldi, þekki ég mig. Eg er
ekki haldinn óeðh, hef ekki komist í
kast við lögin og á ekki í fjárhags-
vanda. Eg er bara hugfanginn af
knattspymu - í því, og aðeins því, er
sekt mín fólgin!“
Orðheppni Frakkans, yfirvegun
og umburðarlyndi öfluðu honum
margra aðdáenda, ásamt auðvitað
góðu gengi Arsenal, sem þótti leika
skemmtilega knattspyrnu og var
lengst af í toppbaráttu úrvalsdeild-
arinnar. Leikmenn báru honum vel
söguna, ungir sem aldnir. Hæfni
hans var öllum ljós.
Sömu aðferðir og áður
Það sést ekki síst á hinni gamal-
reyndu varnarh'nu Arsenal, sem
sjaldan hefur leikið betur en í vetur,
þótt hún sé öll komin á fertugsald-
urinn. Tony Adams, Steve Bould,
Martin Keown, Lee Dixon og Nigel
Winterburn hafa öðlast nýtt líf - eru
sem unglingar. Þetta þakka þeir
Wenger og þjálfunaraðferðum
hans, breyttu mataræði, sem
Frakkinn innleiddi, og hungrinu
sem hann hefur blásið þeim í brjóst.
Hjá Arsenal hefur Wenger haldið
sig við sömu aðferðir og áður. Stöpl-
ar hans eru ástundun og nostur við
smáatriði. „Eg reyni að leggja
meira á mig en allir aðrir. Kem
helst ekki upp á yfirborðið til að
anda. Ég er alltaf í vinnunni,“ segir
Wenger og Laurent Viaud, leikmað-
ur Rennes, sem í eina tíð lék undir
stjórn hans, tekur upp þráðinn:
„Hann gefur öllu gaum, jafnvel
minnstu smáatriðum. Hvað menn
borða og drekka fyrir leik, hvíld og
jafnvel hollustuháttum hvers og
eins. Höfum við haldið að við vær-
um atvinnumenn í íþróttinni, kom
hann okkur í skhning um merkingu
orðsins!"
Gamli áhugamaðurinn er orðinn
holdgervingur atvinnumennskunn-
ar!
„Starf þjálfarans er ætíð hið
sama, bara með ólíku fólki,“ segir
Wenger sjálfur um starf sitt.
„Vandinn er að koma og fara á rétt-
um tíma. Það má líkja þessu við ást-
arsamband - fólk er misánægt með-
an á því stendur og mislengi að
jafna sig þegar því er lokið.“
Ekkert bendir til þess að ástar-
sambandi Wengers og Arsenal ljúki
í bráð. „Ég er sannfærður um að
þetta er aðeins fyrsti meistaratitill-
inn af mörgum undir stjórn Wen-
gers og hvað mig varðar má hann
vera hér eins lengi og hann vill,“
sagði stjómarformaður félagsins,
Peter Hill-Wood, þegar titillinn var
í höfn. „Hann er ekki aðeins ffábær
þjálfari og knattspyrnustjóri, held-
ur jafnframt slægur í viðskiptum.
Stjórn félagsins tekur tillit til hans
álits.“ Það er meira en sagt verður
um forvera Wengers í starfi, Bruce
Rioch, sem lenti í öngstræti vegna
samskiptaörðugleika við stjómina.
Núgildandi samningur Wengers
rennur út á næsta ári en heyrst hef-
ur að nýr samningur sé tilbúinn til
undirritunar eftir bikarúrslitaleik-
inn við Newcastle United um næstu
helgi. Ku hann gilda til ársins 2003
og vera Wenger afar hagstæður.
Það er að bera í bakkafullan læk-
inn að hæla meistaraliði Arsenal.
Félagið hefur ekki í annan tíma ver-
ið hlaðið slíku lofi, nema ef vera
skyldi á fjórða áratugnum þegar
það var svo til einrátt í ensku knatt-
spymunni. Ljóst er að Wenger hef-
ur unnið mikið afrek. Hann er ekki
aðeins fyrsti erlendi knattspyrnu-
stjórinn til að lyfta enska meistara-
bikarnum, heldur hefur hann jafn-
framt, í skjóli Bosman-reglunnar,
sett saman fyrsta meistaraliðið, sem
að hálfu leyti er byggt á útlending-
um.
Draumurinn var að setja saman
lið sem skartaði því besta úr báðum
heimum, festu og leikgleði Englend-
inganna, og mýkt og sköpunarhæfni
meginlandsins. Svo virðist sem það
hafi tekist.
Vömin, sem fyrr var skjölluð,
vann þegar í stað hug og hjarta
Wengers - hún og markvörðurinn
David Seaman era grunnurinn. Við
af henni tekur miðjan, sem margir
segja athyglisverðustu blöndu sem
sést hafi um árabil í ensku knatt-
spyrnunni. Englendingurinn og
vinnsluhesturinn Ray Parlour, enn
eitt dæmið um kænsku Wengers, er
hægra megin. Leikmaður sem virt-
ist staðnaður en hefur sprangið út í
vetur, jafnvígur í vöm og sókn. Á
miðri miðjunni vinna þeir sem einn
maður, Frakkamir Patrick Vieira
og Emmanuel Petit. Era þeir, að
öðram ólöstuðum, helsta forsenda
skeiðsins mikla sem Arsenal tók eft-
ir áramót. Á vinstri vængnum koma
menn, ef heppnin er með þeim, síð-
an auga á Hollendinginn Marc
Overmars. Hraði hans, leikni og
snerpa hafa skilið ófáar varnirnar
eftir í sáram í vetur. Og hann er enn
að finna fjölina sína! Landi hans,
framherjinn Dennis Bergkamp, var
valinn leikmaður ársins í Englandi,
bæði af blaðamönnum og knatt-
spymumönnum. Um hann þarf ekki
að fjölyrða, hann hefur hreinlega
boðið lögmálum knattspyrnunnar
birginn! Við hlið hans hafa ýmist
verið Ian Wright, markahæsti leik-
maður Arsenal frá upphafi vega,
eða franski unglingurinn Nicolas
Anelka, belgfullur af snilld, sem á
vísast eftir að njóta sín enn betur
síðar.
Af varaskeifum má nefna Líber-
íumanninn Christopher Wreh,
Frakkann Gilles Grimandi, Eng-
lendingana Stephen Hughes, David
Platt og Matthew Upson, Austur-
ríkismanninn Alex Manninger og
Portúgalann Luis Boa Morte. Sann-
arlega fjölþjóðlegt lið, sem í fram-
tíðinni á hugsanlega eftir að verða
minnisvarði um það þegar veggur-
inn féll í ensku knattspymunni -
þegar mæri landa vora máð út!
Hugljómun!
Kannski era orð Wengers, sem
gerir ekki mikið úr því að hann sé
útlendingur í ensku knattspym-
unni, í tíma töluð: „Það er alltaf
erfitt að gera sér í hugarlund hvaða
augum fólk lítur mann en persónu-
lega finnst mér ég frekar vera
knattspymustjóri sem ann knatt-
spyrnu, heldur en knattspyrnustjóri
af öðra þjóðemi. Þjóðemi mitt er
knattspyma!“
Það sætir ekki furðu að fjölmiðlar
hafi vegsamað Arsenal og stuðn-
ingsmenn ótrúlegustu liða snúist á
sveif með þeim í baráttunni við
Manchester United. Þannig klöpp-
uðu fylgismenn Bamsley leikmönn-
um Ársenal lof í lófa eftir leik lið-
anna á Oakwell á dögunum, jafnvel
þótt tap þýddi að þeirra menn væru
dæmdir til að falla í 1. deild. Stjóm-
arformaðurinn, John Dennis, hafði
orð fyrir þeim: „Arsenal er knatt-
spymunni til sóma. Leikmennimir
bera knattspyrnustjóranum og fé-
laginu í heild fagurt vitni. Það var
hugljómun að horfa á þá leika!“
Hvort þessi orð era sem töluð út
úr ensku þjóðarsálinni, skal ósagt
látið. Það lætur þó nærri. Orð eins
og „boring" og „lucky“ era ekki
lengur til í orðabók Arsenal-aðdá-
enda.
Þess í stað eru ummæli á borð við
það sem Dennis lét eftir sér hafa
orðin einkunnarorð hins „nýja Ar-
senal“ og þau vilja stuðningsmenn
liðsins heyra aftur og aftur...
Vor íhöí VISÁ
i Kaupmannahöfn
Helgarferð 21. - 24.
Far- og Gullkorthöfum VISA gefst nú tækifæri til aö heim-
sækja gömlu höfuðborgina okkar, Kaupmannahöfn, og upp-
lifa danska vorið í sinni fegurstu mynd. Helgarferð til Kaup-
mannahafnar er upplögö tilbreyting frá amstri dagsins og
hagkvæm leið til að heimsækja ættingja og vini. Ekki þarf
að taka mikiö af sumarleyfinu, því brottför er á fimmtu-
dagsmorgni (Uppstigningardagur) og heimkoma á sunnu-
dagskvöldi.
Samvinnuferðir-Landsýn aðstoöa viö að bóka gistingu og
bílaleigubíl.
Verð aðeins
15.900kr
fyrir Far- og Gullkorthafa VISA
Innifaliö: Flug báöar leiöir, skattar og gjöld.
maí
8i
o