Morgunblaðið - 27.06.1998, Page 2
2 LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Gerðardómur segir riftun verktakasamnings við Guðjón Þórðarson ólögmæta
ÍA dæmt til að greiða Guðjóni
rúmar þrjár milljónir króna
GERÐARDÓMUR hefur komist að þeirri nið-
urstöðu að riftun verktakasamnings Knatt-
spymufélags IA við Guðjón Þórðarson, þjálfara
landsliðs karla í knattspymu, í byrjun desember
1996 hafí verið ólögmæt. Stjóm félagsins rak
Guðjón, sem þá var knattspymuþjálfari þess,
þar sem hann hefði vanrækt starfsskyldur sínar
við félagið en samningur hans átti að koma til
endurskoðunar haustið 1997. í niðurstöðu gerð-
ardóms segir hins vegar að Guðjón hafi ekki
brotið neitt af sér sem réttlætti brottrekstur.
Félagið er þar með dæmt til að greiða Guðjóni
rúmar 3 milljónir króna í bætur auk málskostn-
aðar. Niðurstaða gerðardómsins er endanleg.
Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari vildi í
samtali við Morgunblaðið í gær ekkert tjá sig
um niðurstöðu gerðardómsins að öðru leyti en
þvi að hann væri sáttur við hana. Gylfi Þórðar-
son, formaður Knattspyrnufélags LA, vildi á
hinn bóginn ekkert tjá sig um dóminn.
Guðjón Þórðarson, Rnattspymufélag IA og
Rnattspymusamband Islands (RSI) komust að
samkomulagi um að skipa gerðardóm í byrjun
júlí á síðasta ári til að útkljá deilumál Guðjóns
og knattspymufélagsins vegna starfsloka hans
hjá félaginu. Fyrrgreindur dómur féll síðan í
fyrradag.
Forseti gerðardóms var Sigurður G. Guðjóns-
son hrl., en meðdómendur vom Björgvin Þor-
steinsson hrl. og Andri Árnason hrl. Jónas Aðal-
steinsson hrl. var lögmaður Rnattspymufélags
ÍA og Jón Gunnar Zoéga hrl. var lögmaður Guð-
jóns.
Landsvirkjun }
Staðan metin 1
á ný í lok júlí
STJÓRN Landsvirkjunar var upp-
lýst í gær um stöðu vatnsbúskapar
við virkjanir fyrirtækisins og þær
aðgerðir sem hugsanlega þarf að
grípa til vegna skömmtunar til |
ákveðinna orkukaupenda.
Halldór Jónatansson, forstjóri
Landsvirkjunar, tjáði Morgunblað- I
inu í gær að eftir nýjar mælingar og
athuganir á ýmsum þáttum vatns-
búskaparins í lok júlí yrði afráðið
hvort og að hve miklu leyti gripið
yrði til skerðingar. Sagði forstjór-
inn að ástandið hefði verið kynnt
viðskiptavinum fyrirtækisins og
þeir varaðir við. Hann sagði þessar
viðvaranir almennt hafa mætt skiln- )
ingi þeirra. .
Sigurður Gizurarson
hættur sem sýslumaður
Hyggst opna
lögmannsstofu
SIGURÐUR Gizurarson sýslu-
maður á Akranesi mun ekki taka
við nýju embætti sýslumanns
Strandasýslu 1. júlí. Hefur hann
ákveðið að þiggja ekki flutning í
sýslumannsembættið á Hólmavík
og stefnir að opnun eigin lög-
mannsskrifstofu í Reykjavík á
næstu vikum. „Ég tók þá ákvörðun
að þiggja ekki starfið á Hólmavík.
Þessi ákvörðun var kannski ekki
erfið eftirá en það er viss léttir sem
henni fylgdi," sagði Sigurður í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Sigurður tók við bæjarfógeta-
embættinu á Akranesi árið 1985 en
þvi var breytt í sýslumannsemb-
ætti árið 1992. ,Áður en ég hóf
sýslumannsferil minn rak ég lög-
mannsskrifstofu frá árinu 1969 til
1974. Það gaf mér dýrmæta
reynslu sem ég hef alla tíð búið að.
Nú þarf maður að taka áhættu og
víst að launin verða ekki há í byrj-
un. Hins vegar nýt ég minna lög-
bundnu starfslokakjara samkvæmt
stjómarskránni sem þýðir að ég fæ
85% af sýslumannslaununum til
æviloka eða 180.000 krónur. Þá
met ég það þannig að ég muni fá
næg verkefni í framtíðinni og það
skaðar ekki að dómsmálaráðuneyt-
ið hefur kynnt nafn mitt vel.“
Þrátt fyrir að Sigurður muni láta
af sýslumannsembætti er deilum
hans við dómsmálaráðuneytið ekki
lokið. Hann hefur stefnt dóms-
málaráðherra vegna ólöglegrar
ákvörðunar hans um nauðungar-
flutning til Hólmavíkur og vegna
rangrar áminningar hans í sinn
garð vegna ÞÞÞ málsins. Að auki
mun hann stefna ráðherra fyrir
„stimpilklukkuaðfórina" árið 1994.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
MIKLA vinnu er nú að fá f Vestmannaeyjum en þar var meðal annars unnið að samsetningu sjókvíar Keikós í
gær og þykir verkið sækjast vel.
Leiðari um Sigurðarmáiið í Stavanger Aftenblad
Komum ekki svona fram
við góða granna
STAVANGER Aftenblad í Noregi
birti í vikunni forystugrein um
sýknu skipstjóra og útgerðar Sig-
urðar VE fyrir áftýjunarrétti á
Hálogalandi. I leiðaranum, sem ber
fyrirsögnina „Sett ofan í við Nor-
eg“ er sýknudómnum fagnað, enda
hafi viðbrögð norskra stjómvalda
við mistökum áhafnarinnar á Sig-
ui'ði verið alltof hörð.
í greininni er rakið hvemig skip-
verjar á Sigurði hafi gert þau mis-
tök, er þeir vora að löglegum veið-
um í lögsögu Jan Mayen, að slá
ekki inn landsnúmer Noregs er
þeir sendu frá sér veiðitilkynningar
um bréfsíma. „Þetta þótti norskum
stjómvöldum svo alvarlegt að þau
lögðu allháar sektir á bæði skip-
stjórann og útgérðina, sem síðar
vom staðfestar í héraðsdómi,"
skrifar leiðarahöfundur blaðsins.
Hann segir að sem betur fer hafi
íslendingamir verið sýknaðir í
áfrýjunarrétti. „Burtséð frá því
hvort þeir hefðu átt að læra betur á
gervihnattakerfið áður en þeir
sigldu inn í lögsöguna var málið svo
lítilfjörlegt að það réttlætti ekki
svo hörð viðbrögð af hálfu Norð-
manna. Vonandi hafa norsk stjórn-
völd lært af málinu. Svona kemur
maður ekki fram við góða granna!"
Vinnuafl
vantar:
AÐ SÖGN Guðjóns Hjörleifsson-
ar, bæjarsfjóra í Vestmannaeyj-
um, er nú skortur á vinnuafli í
bænum. „Siðan ég byijaði sem
bæjarstjóri fyrir átta árum hefur
aðstoð bæjarins við ráðningu
skólafóiks aldrei verið minni.
Hingað til höfum við verið að
grípa til aðgerða fyrir þá sem
ekki fengu vinnu á hinum al-
menna vinnumarkaði en nú eru
aðrir tímar. Það er ljóst að það er
mikið um að vera hjá fyrirtækj-
unum í bænum og ég held að at-
vinnuleysisdagar hafí aldrei verið
Eyjumj
færri. Ef fram fer sem horfir
þurfum við að auglýsa eftir
vinnuafli „ofan“ af landi.“
Aðspurður segir hann hið góða
atvinnuástand ekki tengjast
komu háhyrningsins Keikós nema
þá óbeint. „Vissulega var ákvörð-
unin um komu hvalsins góð við-
bót fyrir bæjarlífið og mörg
handtökin sem tengjast því. T.d.
mun dýpkun víkurinnar hefjast á ,
morgun og þá verður ráðinn
mannskapur til að vinna að upp-
setningu kvíarinnar á næstu vik-
um.
Sérblöð í dag
HM '98
á Netinu
www.mbl.is
Anderton og Beckham
tryggðu enskan sigur/B1
Markvörðurinn og
markakóngurinn efstir/B4
ÁLAUGARDÖGUM
I "C1
LljaDl>n