Morgunblaðið - 27.06.1998, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 27.06.1998, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nefnd samgöngnráðherra leggur fram tillögur í tengslum við tónlistarhús Ráðstefnumiðstöð í miðbæ Reykjavíkur HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra kynnir niðurstöður nefhdarinnar. HAGKVÆMT er að byggja ráð- stefnumiðstöð í tengslum við bygg- ingu tónlistarhúss. Æskilegast er að þessi miðstöð verði staðsett í eða við miðbæinn, við byggt eða óbyggt hótel. Þetta er niðurstaða nefndar sem samgönguráðherra skipaði í júlí 1997 til að kanna hvort hag- kvæmt sé að byggja upp ráðstefnu- miðstöð í tengslum við byggingu tónlistarhúss og hugsanlega stað- setningu slíkrar miðstöðvar. Niður- stöður nefndarinnar voru kynntar í gær. Nefndin telur nauðsynlegt að tveir aðalsalir verði í húsinu. Sá stærri fyrir rúmlega þúsund manns og yrði hann fyrst og fremst ætlað- ur til tónleikahalds og til æfinga fyrir Sinfóníuhljómsveitina. Minni salurinn yrði fyrir rúmlega 500 manns og yrði hann ætlaður til ráð- stefnuhalds. I niðurstöðum nefnd- arinnar er tekið fram að fjármögn- un yrði að vera samstarfsverkefni ríkis, Reykjavíkurborgar og ann- arra hagsmunaaðila. Þeir staðir sem þykja heppileg- astir nú eru Faxaskáli og þar fyrir norðan og austan ef tryggja megi að þar yrði jafnframt reist hótel. Annar kostur sem kemur til greina er svæðið austan við Hótel Sögu. Nefndin telur að Islendingar ættu í auknum mæli að einbeita sér að því að sinna ráðstefnum sem eru með írá 300 til 600 ráðstefnugest- um. Bent er á að fyrir hverja 600 erlenda ráðstefnugesti sem komi hingað á þriggja daga ráðstefnu aukist heildamýting gistirýmis í Reykjavík um 2-3%. Brúttótekjur af einni 600 manna ráðstefnu gætu því numið um 30 milljónum króna og ef ráðstefnan sé af erlendum uppruna megi reikna með að 2/3 hlutar þeirrar upphæðar verði eftir hérlendis. í niðurstöðunum kemur fram að erlendir og innlendir fjárfestar myndu hafa meiri áhuga á að stað- setja hótel í Reykjavík ef mögulegt væri að tengja það menningar- og ráðstefnumiðstöð. Jafnframt er talið að gisting sé mikilvægasta við- bótarþjónustan fyrir ráðstefnu- gesti, hér þurfi að byggja upp fyrsta flokks hótel til að mæta auknum kröfum ef markmið um aukna ferðaþjónustu og ráðstefnu- hald eigi að nást. Ámi M. Mathiesen, formaður nefndarinnar, segir ekki búið að áætla hve stórt húsnæðið þurfi að vera né hver kostnaður við bygg- ingu þess gæti orðið. Nefndin mun starfa áfram og skila ítarlegri nið- urstöðu í haust eftir að nákvæman þarfagreining hefur farið fram. A þeim niðurstöðum mun rfldsstjóm- in svo taka ákvörðun um hvort ráð- ist verður í byggingu ráðstefnumið- stöðvar. Morgunblaðið/Arnaldur ÖLL aðstaða í flugturainum er ný og breytt. Standandi er Kári Guðbjömsson, þá ísak Jónsson og fremstur Karl Alvarsson. Lokið endurnýjun í flugturninum í Reykjavík Aðstaðan allt önnur og betri „AÐSTAÐAN er allt önnur og hér er allt nýtt nema vind- og loftþrýstingsmælar,“ sagði Kári Guðbjömsson, eftirlitsmaður verklagsdeildar hjá Flugmála- stjóm, aðspurður um þá endur- nýjun sem fram fór nýverið á efstu hæðinni í flugtuminum. Þaðan er stjómað flugumferð um Reykjavíkurflugvöll og nágrenni. Kári Guðbjömsson, sem er bæði flugumferðarstgóri og flug- maður hjá Flugmálastjóm, segir að allur tækjabúnaður, innrétt- ingar og gólf séu ný í flugtumin- um. Breytt var einnig nokkuð til- högun innréttinganna. Meðal nýrra tælqa era tölvur og skjáir en flugtuminn á bæði samskipti við flugstjómarmiðstöðina, sem flutt var í nýja byggingu fyrir tveimur áram, og aðflugsstjóm- ina á Keflavíkurflugvelli sem sér bæði um blindflug við Reykjavík- urflugvöll og í Keflavík. „Umhverfið er allt annað og betra að vinna í,“ sagði Karl Al- varsson, flugumferðarstjóri og vaktstjóri, er blaðamaður Morgun- blaðsins leit þar inn, en ásamt hon- um vora á vakt flugumferðarstjór- amir Helga Jensdóttir og Isak Jónsson. Þrír eru á vakt á daginn, tveir á kvöldin og einn á nóttunni, en þá er flugvöllurinn lokaður nema fyrir lendingar og sjúkra- flug. Meðan á breytingunum stóð var starfseminni stjómað úr bíl Flugbjörgunarsveitarinnar sem komið var fyrir á þar tál gerðum hól á flugvallasvæðinu. Var um- ferðinni þá stjómað frá „hrakhól" sögðu flugumferðarstjóramir. Kváðu þeir það líklega einsdæmi að nokkur flugtum gætí bæði stát- að af rúðuþurrkum og flautu! Stjórn Landsvirkjunar ræðir ráðningu forstjóra Hugsanlega afráð- ið í næstu viku einungis væri rætt um Friðrik Sophusson alþingismann sem hugsanlegan eftirmann Halldórs Jónatanssonar eða hvort fleiri kæmu til greina. „Ég hef talið mikilvægt vegna eðlis málsins að ná fullri samstöðu meðal stjóm- arinnar og allra eignaraðila um nýjan forstjóra til viðbótar því að ráða hæfan mann,“ sagði Jó- hannes Geir. STJÓRN Landsvirkjunar geng- ur að lflrindum frá ráðningu nýs forstjóra á næsta fundi sínum, hugsanlega í næstu viku. A fundi stjórnarinnar í gær var farið yfir málið en reyna á að ná samstöðu í stjórninni um ráðn- inguna. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, formaður stjómar Landsvirkj- unar, vildi ekM staðfesta hvort Laugavegi 18 • Simi 515 2500 • Síðumúla 7 • Simi 510 2500 Agiísl H „wrt Péturvott BÓKU% HÖília 2.780.- Lærðu að þekkja íslenskar Með bókinni fylgir stór veggmynd með myndum af íslenskum plöntum «> FORLAGIÐ Morgunblaðið/Jón Svavarsson SLÖKKVILIÐSMENN glúna við eldinn á æfingunni í gær. Slökkvilið æfír notkun háþrýstis SLÖKKVILIÐ Reykjavíkur var við æfingar og myndbandsupp- tökur í Mánahlíð, upp með Hafra- vatnsafleggjaranum við Suður- landsveg, í gærdag. Að sögn Jóns Viðars Matthíassonar vara- slökkviliðsstjóra hefur Iiðið æft stíft að undanfömu og á þessari æfingu var lögð áhersla á mis- munandi slökkviaðferðir og rann- sakað hve mikið vatn fer til spillis við slökkvistarf. Einnig var æf- ingin tekin upp á myndband. „Þetta myndband á að nota í kennslumyndband sem við emm að búa til um hvernig nota á há- þrýsti við slökkvistarf. Með há- þrýsti náum við miklu fínni og betri úða, sem er lykilatriði í að slökkvistarf gangi vel og vatns- skemmdir verði sem minnstar,“ sagði Jón Viðar. Kosið um sameiningu fímm hreppa í Arnessýslu KOSIÐ verður um sameiningu fimm hreppa í uppsveitum Ámessýslu í dag. Verða kjörstaðir opnaðir ýmist Mukkan 10 eða 12 og verða opnir til Mukkan 18,20 eða 22. Hreppamir fimm era Þingvalla- hreppur, Skeiðahreppur, Laugar- dalshreppur, Hranamannahreppur og Biskupstungnahreppur. í Laug- ardalshreppi er kjörstaðurinn skrif- stofa hreppsins og er opið milli Mukkan 10 og 18. I Þingvallahreppi er kosið í Þingvallabænum frá M. 12 til 18. í Skeiðahreppi er kosið í Brautarholtsskóla frá 12 til 20, í Hrunamannahreppi milli 10 og 22 í Félagsheimili Hranamanna og í Biskupstungnahreppi verður kosið í Bergholti frá Mukkan 12 til 22. Páll M. Skúlason, ritari fram- kvæmdanefndar, vildi minna á að gleyma ekM kosningunum þótt mik- ið væri um að vera. Talið verður á hverjum stað þegar kjörfundi lýkur en úrslit tilkynnt sameiginlega seint á laugardagskvöld. --------------- Muruvet til Þýskalands MURUVET Basaran er á leið ásamt syni sínum Martin aftur til Þýska- lands. Mæðginin komu hingaðá veg- um utanríkisráðuneytisins í apríl eft- ir að vegabréfsáritun hennar rann út í Þýskalandi. Muravet, sem er af tyrkneskum ættum, hafði þá átt í erfiðleikum í heimalandi sínu þar sem hún hafði eignast bam utan hjónabands. Á móti henni í Þýska- landi tekur eiginmaður hennar, Þrá- inn Mayer, og munu þau setjast að í nágrenni Frankfurt, en þau giftust á íslandi fyrr á þessu ári. I } I I I I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.