Morgunblaðið - 27.06.1998, Page 10

Morgunblaðið - 27.06.1998, Page 10
10 LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rannsókn sjóslysanefndar á Æsuslysinu lokið Annmarkar á stöðug- leika og ofhleðsla 86% telja kosn- ingaumfjöllun RUV áreiðanlega Margir nefna dæmi um að hallað hafi verið á D-lista RANNSÓKNARNEFND sjóslysa hefur lokið rannsókn á orsökum Æsuslyssins. Nefndin telur að slysið megi rekja til annmarka á stöðug- leika skipsins, hleðslu umfram þau mörk sem stöðugleikagögn sögðu leyfileg og stjómunar á skipinu þeg- ar veiðum var hætt umræddan dag og búist var til heimsiglingar. Fyrir tæpum tveimur árum hvolfdi kúfiskskipinu Æsu ÍS og það sökk á Arnarfírði í blíðskaparveðri. Tveir skipverjar fórust en fjórum var bjargað. Rannsókn á orsökum slyssins hef- ur hún nú staðið í tæp tvö ár. Hún leiðir í ljós að slysið megi í fyrsta lagi rekja til þess að stöðugleiki skipsins, eins og hleðslu þess var almennt háttað þegar fullfermi var fengið við lok veiðiferðar, var ófullnægjandi. Stöðugleikaútreikningar, sem gerðir voru á skipinu í Hollandi árið 1987, voru einnig ófullnægjandi heimild um stöðugleika skipsins. Þeir gerðu ráð fyrir að mesti farmþungi skips- ins væri 62,4 tonna þungi í lest, en raunþungi í lest skipsins við full- fermi hafi verið um 75 tonn, áður en sjó var dælt úr lestinni. SJÚKLINGAR og aðstandendur þeirra eru þeir sem uppsagnir hjúkrunarfræðinga munu bitna á, komi þær til framkvæmda hinn 1. júlí næstkomandi. Margir sjúkling- ar geta hreinlega ekki farið heim öðruvísi en að leggja sig í lífshættu, en sumir eiga möguleika á öðrum úrræðum. Katrín Kristjánsdóttir liggur á 11A, sem er almenn lyflækninga- deild á Landspítalanum, og þjáist af slæmri liðagigt. Hún er algjörlega ósjálfbjarga að eigin sögn. Hún seg- ist ekki vita hvemig ástandið yrði ef hún þyrfti að fara heim í næstu viku. „Það er ekki neitt þægileg til- hugsun, ekki þegar ég er svona ósjálfbjarga," sagði Katrín. Katrín fór í aðgerð á hægri hendi fyrir stuttu og er að jafna sig eftir hana. Auk þess á hún erfítt með hreyfingar og getur ekki staðið upp úr rúminu án hjálpar. Hún segist ekki hafa getað fylgst vel með deilu hjúkrunarfræðinga. „Ég trúi nú ekki að af þessum uppsögnum verði, mér finnst þetta svo fáránlegt. Það er að minnsta kosti ljóst að ég fer ekki heim í þessu ástandi." Ágústa Halldórsdóttir, deildar- stjóri á lyflækningadeild, segir að verið sé að skoða önnur úrræði fyrir Katrínu, til dæmis á sjúkrahúsinu í Keflavík. „Ef það gengur ekki upp verður einfaldlega ekki hægt að út- skrifa hana, hún bara verður að vera hér.“ Hún sagði að á deildinni væru margir sem eins væri ástatt um, bæði væri deyjandi fólk á deildinni og fólk sem er í nýrnavélum og fleira. Var heppinn Guðbjörg Bjömsdóttir var á leið heim af hjartadeild Landspítalans eftir vikulegu þar þegar blaðamað- ur hitti hana í setustofunni. Guð- björg hefur dvalið áður á deildinni í öðru lagi hafi breytingar, sem gerðar hafi verið á veiðarfærabúnaði skipsins eftir að stöðugleikamatið var framkvæmt árið 1987, haft þau áhrif að stöðugleiki Æsu væri enn lakari en útreikningamir gáfu til kynna. Ekki hafi verið fengið leyfi fyrir breytingunum og hafi sumar þeirra haft ótvíræð áhrif í atburða- rásinni. I þriðja lagi kemst rann- sóknarnefndin að því að tómt stafn- hylki og hálftómir olíutankar skips- ins á slysdegi hafi rýrt stöðugleika þess umfram þá almennu annmarka sem á þeim voru. í fjórða lagi var þyngd skipsins um 80 tonn, sem er tæpum 20 tonn- um þyngra en leyfilegt var, þegar hafist var handa við að taka inn sjó- barka og heimsigling undirbúin. Skelafli í lest nam 38 tonnum, í sílói nam hann 3 tonnum og í skelplógi skipsins, sem einnig hafði verið hífður upp í það mikla hæð að hún hafði áhrif á stöðugleikann, 1,5 tonn. Plógurinn var þar að auki tæpum 1,7 tonnum þyngri en gert var ráð fyrir í stöðugleikaútreikn- ingum. Auk þess voru í lest skipsins u.þ.b. 37 tonn af sjó sem ekki hafði og henni finnst yfirvofandi ástand langt frá því að vera nógu gott. „Þetta er svo fínt og gott fólk að það á skilið gott kaup,“ sagði Guðbjörg. Þórhallur Heimisson var að jafna sig eftir svæfingu þegar blaðamað- ur hitti hann í rúmi úti á gangi hjartadeildar. Þórhallur, sem er 36 ára, fékk verk fyrir hjartað í síðustu viku og var lagður inn í skyndi með hjartabilun. „Ég var heppinn að þetta gerðist ekki fyrsta júlí,“ sagði Þórhallur og brosti. Hann átti von á að fara heim í gær. Aðspurður um ástandið sem skapast gæti fyrir fólk sem lenti í því sama og hann vildi hann ekki trúa að menn yrðu látnir deyja drottni sínum. „Mér finnst það nú hálfótrúlegt. Ég verð bara að vona að mér batni og ekkert komi upp á. Ég fer heim í rólegheit- unum og reyni að jafna mig á þessu," sagði Þórhallur. Hann sagði að sér fyndist að ráðamenn ættu að skammast sín fyrir að borga hjúkrunarfræðingum jafnlág laun og þeim eru borguð í dag. „Þessar konur hér á deildinni komu mér aftur í gang og eru alltaf tilbúnar að hjálpa. Ég bjó úti í Sví- þjóð og Danmörku um tíma og þar er hjúkrunarfræðingum greitt miklu hærra kaup. Ég skil vel að ís- lenskir hjúkrunarfræðingar skuli segja upp.“ Margir eru einstæðingar Á dagdeild öldrunarsviðs Sjúkra- húss Reykjavíkur fengust þær upp- lýsingar að almennur ótti væri í fólki, enda verður deildinni lokað ef hjúkrunarfræðingar hætta störfum um mánaðamótin. „Það iiggur við að það sé bara í þunglyndi yfir þessu. Gamalt fólk er svo viðkvæmt fyrir breytingum og margir héma þurfa mikla hjálp,“ sagði Esther Gunnarsson, hjúkrunarfræðingur á dagdeild. Fólk á dagdeild er heima hjá sér verið dælt frá borði. Loks hafði stýrisblað Æsu verið stækkað árið 1993 án samþykkis lögskipaðra eft- irlitsaðila. I nefndaráliti segir: „Eftir þá breytingu hafi virkni stýrsins verið áberandi miklu meiri en hún hafði áður verið, sem m.a. lýsti sér í því að þegar verið var að taka inn sjóbarka til plógs í lok veiða og snúa þurfti skipinu ýmist á stjórnborða eða bakborða til að auðvelda inntöku barkans, þá hafi skipinu hallað nokkuð í snúningn- um, einkum þegar aðalvél var beitt af nokkru afli.“ Stöðugleiki Æsu þegar veiðum var hætt á slysdag var orðinn mjög slakur af framangreindum ástæð- um. Stjórntök á skipinu þegar verið var að taka inn sjóbarkann urðu þess valdandi að skipið fékk á sig stjórnborðshalla í bakborðssnúningi umfram það sem venjulegt var vegna áhrifa miðflóttaafls. Þegar slegið var af vélarafli skipsins jókst halli þess enn meira þar til sjór flæddi inn um opna lúgu á aðalþil- fari. Við það jókst hallinn enn frek- ar, þar til því hvolfdi og það sökk skömmu síðar. á næturnar en kemur á deildina og dvelur þar yfir daginn. Margir fá þar einnig úthlutað lyfjum fyrir vik- una. „Heimahjúkrun getur ekki bætt þessu fólki á sig. Við erum með 45 sjúklinga og til dæmis fær fólkið bað hér og það verður vand- ræðaástand með það til dæmis.“ Lára Einarsdóttir, 80 ára, og Ólafía Gróa Jónsdóttir, 94 ára, koma á dagdeild annan hvern dag. Lára er ekki ánægð með yfirvof- andi lokun. „Það er illa farið með gamalt fólk sem getur ekki bjargað sér sjálft. Ég skil ekki í nokkrum manni að semja ekki við fólk sem vinnur við svona,“ sagði Lára og kvað þjónustuna á deildinni yndis- lega. „Lokunin lítur mjög illa út fyr- ir mig. Ég get ekki bjargað mér ÁTTATÍU og sex prósent þeirra sem afstöðu tóku í skoðanakönnun Coopers & Lybrand-Hagvangs hf. finnst fréttaflutningur fréttastofu Ríkisútvarpsins, þ.e. Hljóðvarps og Sjónvarps, af kosningamálum og kosningaundirbúningi sveitarstjórn; arkosninganna í heild ái-eiðanlegur. I ítarlegum viðtölum Coopers & Ly- brand-Hagvangs hf. við 55 kosninga- stjóra, fréttamenn og aðra sérfræð- inga víða um land var hins vegar al- gengt að viðmælendur nefndu dæmi um að hallað hefði verið á eitthvert framboðanna. Viðmælendur nefndu t.d. að þegar sjálfstæðismenn kynntu stefnumál sín fyrir kosningarnar hefði frétt um það komið í lok fréttatímans, en þeg- ar R-listinn kynnti sín stefnumál hefði fréttin verið í upphafi frétta. „Samkvæmt gögnum Miðlunar hf. reyndist þetta rétt,“ segir í tilkynn- ingu frá Coopers & Lybrand-Hag- vangi hf. Þá kemur fram í fyrrnefndri skoð- anakönnun að af ljósvakamiðlum njóti fréttastofa Rásai' 1 og Rásar 2 sjálf og maður getur ekki lagst upp á börnin sín, enda þarf ég mikla um- önnun.“ Ólafía Gróa segist bara verða að hugsa um sig sjálf ef deildinni verð- ur lokað. „Eg get ekki farið inn á einhverja fjölskyldu og beðið hana að sjá aumur á mér.“ Hún sagðist ekki vita hvort hún væri í stakk búin til að sjá um sig sjálf. „Ég er nú orðin nokkuð gömul til þeirra hluta. Maður verður að vera þurfalingur á kunningjunum og fá þá til að fara út í búð fyrir sig og annað,“ sagði Ólafía. Þær sögðust vera hræddar við ástandið sem er í vændum, enda sé margt ósjálfbjarga fólk á deildinni og sumt af því einstæðingar sem geti ekki leitað neitt annað. mests trausts almennings eða 38,1% þeirra sem tóku afstöðu. En spurt var: „Hvaða fjölmiðli eða fréttastofu treystii- þú best varðandi fréttir af málefnum líðandi stundar?" Næst- flestir sögðust treysta fréttastofu Sjónvarps best eða 32,5% þeirra sem tóku afstöðu og 16,4% sögðust treysta fréttastofu Stöðvar tvö og Bylgjunnar best. Ekki var sérstaklega spurt um dagblöð, heldur fjölmiðla og frétta- stofur, en af dagblöðum sögðust flestir treysta Morgunblaðinu best varðandi fréttir af málefnum líðandi stundar eða 8,1% af þeim sem tóku afstöðu, 1,2% þeirra sem tóku af- stöðu sögðust treysta DV best og 1,9% nefndu aðra fjölmiðla. Könnun Coopers & Lybrand-Hag- vangs hf. var gerð fyrir Mai'kús Öm Antonsson, útvarpsstjóra RÚV, eftir sveitarstjórnarkosningarnar dagana 27. maí til 5. júní sl. Tekið var slembiúrtak úr þjóðskrá og valdir 1.200 einstaklingar á aldrinum 15-75 ára. 808 manns svöruðu, sem er 70% nettósvarhlutfall. Skurð- og svæf- ingahjúkrunar- fræðingar á SHR Áhyggjur af alvar- legu ástandi „VIÐ skurð- og svæfinga- hjúkrunarfræðingar á skurð- stofum Sjúkrahúss Reykjavík- ur lýsum þungum áhyggjum yfir því ástandi, sem skapast mun þann 1. júlí þegar meiri- hluti hjúkrunarfræðinga hætt- ir störfum,“ segir í upphafi yf- irlýsingar frá skurð- og svæf- ingahjúkrunarfræðingum hjá SHR sem borist hefur blaðinu. Síðan segir: „Sjúkrahús Reykjavíkur ásamt Landspítala sinnir allri bráðaþjónustu fjrir landið og miðin. Á skurðstofum er veitt þjónusta allan sólarhringinn, 365 daga ársins. Alvarlegt ástand mun því skapast, þrátt íyrir að stjórnendur setji fram neyðaráætlun til að vinna eftir. Störf skurð- og svæfinga- hjúkrunarfræðinga eru mjög sérhæfð. Krafist er tveggja ára viðbótarnáms að loknu fjögurra ára háskólanámi í hjúkrun. Ljóst er að útilokað er fyrir aðra hjúkrunarfræð- inga og/eða aðrar starfsstéttir að ganga inn í störf okkar án tiltekinnar menntunar og starfsþjálfunar. Margra ára reynsla hefur sýnt okkur að fyrsta helgin í júlí er mikil ferðahelgi. Ótt- umst við mjög það ástand, sem skapast kann, ef ekkert er að- hafst. Hjúkrunarfræðingar á skurð- og svæfingadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur skora á ráðamenn þjóðarinnar ásamt stjórnendum sjúkrahúsanna að semja við okkur fyrir 1. júlí.“ F.h. skurð- og svæfingahjúkrunar- fræðinga, Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Rikka Mýrdal, deiidarstjóri svæf- ingadeildar, Svanhildur Jónsdótt- ir, aðstoðardeildarstjóri skurð- deildar. Sjúklingar um yfírvofandi starfslok hjúkrunarfræðinga Yrði mörgum erfitt en aðrir eiga úrræði Morgunblaðið/Arnaldur ÓLAFÍA Jónsdóttir og Lára Einarsdóttir. Þórhallur Heimisson Guðbjörg Björnsdóttir Katrín Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.