Morgunblaðið - 27.06.1998, Page 11

Morgunblaðið - 27.06.1998, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998 11 FRETTIR Trúnaðarskjölum NATO haldið frá Islendingum Atlandshafsbandalagið rak skipulega þá stefnu á sjötta áratugnum, í byi'jun þess sjöunda og hugsanlega lengur, að láta Islendingum ekki í té nein mikilvæg trúnað- arskjöl. Öryggiskerfi þeirra þótti það lélegt, að þeim væri ekki treystandi fyrir mikil- vægum upplýsingum. Þetta kom fram í fyrir- lestri Yals Ingimundar- sonar sagnfræðings á ráðstefnunni í gær. Valur hefur áður sagt frá því í bók sinni, í eld- línu kalda stríðsins, að eftir að vinstri stjóm með þátttöku sósíalista tók við völdum árið 1956 hafi NATO hætt með öllu að senda upplýsing- ar til Islands vegna hættu á að þær myndu leka til sósíahsta. Var það gert meðal annars að ósk Hans G. Andersen, sendiherra Islands hjá NATO, og Thors Thors, sendiherra í Was- hington. Þessari stefnu var þó snúið við eft- ir að Hermann Jónasson forsætis- ráðhen-a hótaði að íslendingar myndu að öðrum kosti segja sig úr NATO „á klukkustund". Nýjar heimildir sem Valur hefur fundið sýna að jafnt fyrir og eftir þessa deilu hafi íslend- ingar ekki fengið nein af leynilegustu skjölum NATO, þau sem merkt voru „COSMIC“. Aðeins voru látin af hendi skjöl merkt „Confidential", en engin úr öryggisflokk- um ofan við það. Fengu ekki skjölin út úr húsi Eftir 1956 voru engin NATO-skjöl send sjálf- krafa til sendinefndar íslands hjá NATO. Þeg- ar talin var þörf á að kynna fulltrúum íslend- inga eitthvert efni fengu þeir að lesa skjöl í höf- uðstöðvum bandalags- ins, en máttu ekki fara með þau út úr húsinu eða senda til íslands. Valur segir að Banda- ríkjamenn hafi haft nokkra ástæðu til að vantreysta ör- yggi skjala hjá Islendingum. Ekkert boðsendingarkerfi var til og íslenskir stjórnarerindrekar notuðust því gjarnan við kaupsýslumenn til að flytja sendingar til og frá íslandi. Islenskir embættismenn sýndu því lítinn áhuga að öðlast þekkingu á hemaðarmálefnum. Stjómmála- menn, með fáeinum undantekning- um, vom jafn áhugalausir um hem- aðarlegt hlutverk landsins. Valur tel- HERMANN Jónasson forsætisráðherra sagði Bandaríkjamönnum árið 1956 að væri öll- um NATO skjölum haldið frá ísiendingum myndu þeir ganga úr bandalaginu. EINAR Olgeirsson, formaður Sósíalistaflokksins, nýlentur á Schöne- feld-flugvelli í Berlín til að vera viðstaddur sjötta fiokksþing austur- þýskra kommúnista 1963. Bandaríkjamenn óttuðust réttilega að væri Islendingum fengin NATO-skjöl gætu þau lent í höndum sósíalista. ur að tíða erfiðleika í samskiptum tugnum megi meðal annars rekja til Bandaríkjanna og íslands á 6. ára- þessarar vanþekkingar. Ráðstefna um Norðurlönd og kalda stríðið Keflavíkurstöðin hjálpaði í samningum við Norðmenn * Ahyggjur Norðmanna af framtíð herstöðvarinn- ar í Keflavík gerðu þá viljugri til samninga um fiskveiðiréttindi milli Jan Mayen og Islands 1978-1981. Helgi Þorsteinsson fylgdist með fyr- irlestrum um kaldastríðspólitík Norðmanna, áætlanir Varsjárbandalagsins um kjarnorku- árásir á Danmörku og fleiri efni. SAMNINGSVILJI Norðmanna í deilu þeirra við Islendinga um fisk- veiðiréttindi í hafinu milli Islands og Jan Mayen á árunum 1978-1981 réðst að miklu leyti af ótta þeirra við að íslendingar myndu krefjast brott- farar bandarísks herliðs frá landinu ef að þeim væri þrengt. Knut Frydenlund, þáverandi utanríkisráð- herra Norðmanna, var sannfærður um að Sovétmenn hefðu lofað íslend- ingum aðstoð í deilunni, enda hefðu þeir beðið eftir slíku tækifæri í mörg ár. Þetta kom fram í fyrirlestri norska sagnfræðingsins Rolf Tam- nes á ráðstefnunni í gær og í grein hans sem gefin verður út í tengslum við ráðstefnuna. Rolf rakti sögu samskipta Noregs við NATO, Finnland og ísland, eink- um á áttunda áratugnum. Hann sagði að norsk stjórnvöld hefðu lagt mikla áherslu á að Bandaríkjamenn héldu herstöð sinni á Islandi, og meðal annars hafi þeir í þeim til- gangi gerst milligöngumenn í þorskastríðum Breta og Islendinga. Jan Mayen arftaki Keflavíkurstöðvarinnar Á árunum 1971-1976 ræddu norskir valdhafar ítrekað um mögu- legar afleiðingar þess að Bandaríkja- menn yrðu að hverfa frá íslandi. Þeir töldu að Vesturveldin yrðu þá að leggja meiri áherslu á notkun kjarnorkuvopna í hernaðaráætlun- um sínum og að aukinn þrýstingur yrði settur á Norðmenn að leyfa NATO-herstöðvar í landi sínu á frið- artíma. Einn valkostur í stöðunni yrði að komið yrði upp herstöð á Jan Mayen. Þær athuganir sem fram höfðu farið í tengslum við þorskastríð ís- lendinga og Breta höfðu áhrif á af- stöðu Norðmanna í deilunni við Is- lendinga 1978-1981. Meðal annars rifjaði Frydenlund utanríkisráð- herra upp að útreikningar hefðu sýnt að mjög dýrt yrði að koma upp annarri herstöð í stað Keflavíkur- stöðvarinnar. Varsjárbandalagið gerði ráð fyrir árásarstríði Daninn K. G. H. Hillingso, fyrr- verandi hershöfðingi, sagði í fyrir- lestri frá hernaðaráætlunum Var- sjárbandalagsins varðandi Norður- Evrópu og einkum Danmörku. Heimildir um þessar áætlanh- hafa einkum fengist úr skjölum austur- þýska hersins og með samtölum við fyrrum herforingja hans. Lengst af var Pólverjum ætlað að leiða ái’ásir á Norður-Þýskaland og Danmörku samkvæmt áætlununum, en í byrjun 9. áratugarins þóttu þeir of ótraustir bandamenn og ábyrgðin var færð yfir til austur-þýska hers- ins. Hillingso sagði að hernaðaráætl- anirnar hefðu alltaf gert ráð fyrir SAMNINGAFUNDUR íslendinga og Norðmanna í deilu um fiskveiði- réttindi milli Jan Mayen og Islands. Frydenlund, utanríkisráðherra Norðmanna, sem er fyrir miðri mynd, óttaðist að íslendingar myndu láta loka herstöðinni í Keflavík ef þrengt yrði að þeim í viðræðunum. Engar slíkar hótanir komu þó fram frá Islendingum. árás Varsjárbandalagsins. Engar áætlanir voru til um varnir á landa- mærunum og vígbúnaður á landa- mærum Austur-Þjóðverja sem rann- sakaður var eftir sameiningu Þýska- lands gefur sömu mynd. Kjarnorkuárásir á þriðja degi átaka Allt til ársins 1986 var gert ráð fyrir hörðum kjarnorkuárásum frá þriðja degi átaka til að flýta fyrir sókn Varsjárbandalagsins vestur. Samkvæmt áliti Hillingso sýndu áætlanirnar „skilningsskort á áhrif- um [kjarnorkuvopna]. Áhrifamáttur kjarnorkuvopna NATO var stórlega vanmetinn, eigin vopn voru notuð á kæruleysislegan hátt,“ og ekki hugsað um pólitískar og hernaðar- legar afleiðingar af notkun þeirra. Miðað við markmiðin var gert ráð fyrir allt of stórum kjarnahleðslum og því hefðu vopnin valdið miklum skaða á öðru en hernaðarskotmörk- um. Hillingso segir að áætlanirnar miði í raun við það að kjarnavopnin séu notuð eins og venjulegt stór- skotalið. Kjarnorkuáætlanirnar gerðu með- al annars ráð fyrir gríðarlegum kjarnorkuárásum á Jótland og Fjón. Tsjemobyl-slysið 1986 breytti við- horfum sovéskra herstjómenda nokkuð og eftir það vai- aukin áhersla lögð á notkun hefbundinna vopna í hernaðaráætlunum. Fræðimennirnir Svend Aage Christensen og Thorsten B. Olsen fjölluðu báðir um samskipti Banda- ríkjanna og Danmerkur varðandi Grænland. Þau voru mikið í umræðu í fyrra eftir að í ljós kom að Banda- ríkjamenn geymdu þar kjarnorku- vopn allt til ársins 1968, með óbeinu samþykki H. C. Hedtofts forsætis- ráðherra. Albert Jónsson, utanríkismálaráð- gjafi forsætisráðherra, talaði um hernaðarumsvif Sovétmanna við ís- land á síðari árum kalda stríðsins. Ingemar Dörfer fjallaði um til- raunir Svía til að fylgja „þriðju leið- inni“ milli stórveldanna, sem fól þó í sér stuðning við margar áherslur Sovétmanna í utanríkis- og öryggis- málum og olli deilum Svia og Banda- ríkjamanna. Fræðslustjóri um kennaraskort í Reykjavík Sér fram á mikinn vanda næstu árin MILLI fjörutíu og fimmtíu kennarastöðum í Reykjavík er óráðstafað fyrir næsta haust og eru það fleiri stöður en undan- farin ár á þessum tíma. Gerður G. Oskarsdóttir fræðslustjóri í Reykjavík segir að ástæðan sé m.a. sú að stöðugildum kennara í landinu fjölgi hratt um þessar mundir en útskrifuðum nem- endum úr kennaranámi fjölgi ekki að sama skapi. Hún sér því fram á mikinn vanda vegna kennaraskorts næstu árin og telur að lausn hans felist í því að fjölga þeim nemendum sem teknir eru inn í kennaranám. í fréttatilkynningu sem Fræðslu- miðstöð Reykjavíkur hefur sent frá sér segir að um mjög alvar- legt mál sé að ræða og er skor- að á menntamálaráðherra að beita sér fyrir lausn þess í sam- vinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Gerður nefnir þrjár meginá- stæður fyrir því að kennara- stöðum í landinu hafi fjölgað að undanfomu. I fyrsta lagi sé það vegna fjölgunar barna á gmnn- skólaaldri, í öðm lagi vegna þess að með grunnskólalögun- um árið 1995 hafi skóladagur gmnnskólabama verið lengdur í áfóngum til ársins 2001 og í þriðja lági vegna þess að eftir að gmnnskólinn hafi verið fluttur til sveitarfélaganna hafi mörg sveitarfélög aukið fjárframlög til gmnnskóla í þeim tilgangi að fækka nemendum í hverjum bekk, að minnsta kosti hafi það gerst í Reykjavík. Allir þessir þættir valdi því að stöðugildum kennara hafi fjölgað. Gerður bendir á að þrátt fyrir þetta hafi útskrifuðum nemend- um úr kennaranámi ekkert fjölgað að undanfömu, til dæmis hafi Kennaraháskóh íslands ekki fjölgað þeim nemendum sem hann tekur inn síðustu tvo áratugina eða svo. „En benda má á að umsækjendur em tvö- falt eða þrefalt fleiri ár hvert en teknir em inn,“ segir hún. Gerð- ur segir ennfremur að Kennara- háskólinn hafi útskrifað 110 nemendur úr almennu kennara- námi nú í vor, en til þess að upp- fylla þá þörf sem sé fyrir kenn- ara þyrfti hann að taka inn hátt í tvö hundmð nemendur á næstu árum. V öruflutninga- bíll valt og lok- aði veginum VÖRUFLUTNINGABÍLL frá Húsavík valt á Vopnafjarðar- heiði á áttunda tímanum í fyrrakvöld og af þeim sökum varð að loka veginum um heið- ina til klukkan fimm í gær- morgun. Ökumann sakaði ekki. Bíllinn var á leið frá Vopna- firði er óhappið átti sér stað. Björgunarsveitai-menn á Húsavík komu bílnum aftur á réttan kjöl og upp á veg. Bíllinn lá í miklum halla en erfitt er að athafna sig á þessum slóðum vegna brattra vegkanta og ein- breiðs vegar að sögn lögreglu á Egilsstöðum. Komið var með jarðýtu og kranabíl á vettvang og gekk verkið vel en tók þó langan tíma vegna erfiðra að- stæðna á slysstað. Lítil umferð var um veginn um nóttina og kom slysið því ekki mikið að sök að sögn lögreglunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.