Morgunblaðið - 27.06.1998, Side 12

Morgunblaðið - 27.06.1998, Side 12
12 LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ i Morgunblaðið/Árni Sæberg EIGENDUR þyrlunnar Schweizer 300C: Arngrímur Jóhannsson, Walter Hallgríms Ehrat og Halldór Hreinsson. Ný þyrla til Þyrlu- þjónustunnar ÞYRLUÞJÓNUSTAN ehf. hefur tekið í notkun nýja þyrlu. Þyrlan er af gerðinni Schweizer 300C, smíðuð árið 1991 og hefur ein- ungis verið flogið rúmar 600 klst. frá upphafi. Þessi þyrla getur borið þrjá menn og er vel tækjum búin, segir í fréttatilkynningu. Nokkur eftirspurn hefur verið eftir þyrlu af þessari stærð en hún þykir henta vel til ýmiskonar verkflugs, s.s. myndatökuflugs og allskyns mælinga og eftirlitsflugs. Einnig er hún tilvalin til kennslu- flugs, þ.á m. er hún útbúin til blindflugskennslu. Þyrlan er í eigu Arngríms Jó- hannssonar, Halldórs Hreinssonar og Walters Hallgríms Ehrat, sem einnig er yfirflugkennari Þyrlu- þjónustunnar. Þyrluþjónustan starfrækir auk Schweizer-þyrlunnar Bell Long Ranger sem er sjö manna þyrla sem er notuð til ýmiskonar verk- efna. FRETTIR Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks Fundarstjórn borgar- stjóra í bága við lög Pétur Jónsson ekki fyrsti vara- maður R-listans INGA Jóna Þórðardóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn, segir að með því að fela borgar- stjóra fundarstjórn í borgarráði sé verið að fara á svig við lögin og að látið verði reyna á réttmæti þess en Sigrún Magnúsdóttir hefur verið kjörin formaður borgarráðs til eins árs. Þar sem ágreiningur varð í borgarráði mun samþykktin um fundarstjórn koma til endanlegrar afgreiðslu í borgarstjórn. Inga Jóna bendir jafnframt á að það standist ekki að Pétur Jónsson, R- lista, taki sæti Hrannars B. Arnars- sonar, R-lista, í borgarstjórn. Anna Geirsdóttir sé fyrsti varamaður og því eigi hún að taka sæti í borgar- stjóm í forföllum borgarfulltrúa R- listans. „Við teljum að þessi ráðstöfun sé ólögleg," sagði Inga Jóna. Benti hún á að lögum hafi ver- ið breytt á síðasta þingi á þann veg að formaður byggðarráðs eða borg- arráðs yrði að koma úr hópi kjörinna fulltrúa. „Það hefur ekki verið gert en þess í stað er gengið á svig við lagaá- kvæðið og fundarstjóri skipaður sem raunveru- lega á að gegna hlut- verki formanns borgar- ráðs,“ sagði Inga Jóna. „Þetta teljum við brjóta í bága við lagaákvæðið. Það verður að kjósa borgarstjóra inn í borg- arráð til þess að hann geti gegnt formennsku." Sagði hún að á fundi borgarráðs hafi komið fram að Sigrún Magnús- dóttir hafi litlu sem engu hlutverki að gegna sem formaður borgarráðs ef borgarstjóra yrði falin fundar- stjórn, þar sem í formennskunni fælist fundarstjórn. „Það er aug- ljóst að deilur um sætaskipan í nefndum og ráðum inn- an R-listans felast meðal annars í því að ekki er rúm fyrir Ingi- björgu Sólrúnu sem kjörinn fulltrúa í borg- arráði og því freistast borgarfulltrúar R-lista til að ganga á svig við lögin með þessum hætti og við gagnrýn- um þessi vinnubrögð," sagði Inga Jóna. „í eldri lögum var gert ráð fyrir þessum möguleika en þeim lög- um hefur verið breytt. Borgarfulltrúar R-lista hafa bent á að í grein- argerð með lagafrumvarpinu hafi þessi möguleiki verið nefndur í skýringunum en okkar viðbrögð eru þau að þessi skýring standist ekki lögin. Ef löggjafinn hefði viljað hafa þetta afdráttarlaust hefði það komið fram í lagagreininni. Við munum því láta reyna á hvort þetta stenst." Inga Jóna Þórðardóttir I 1 James D. Wolfensohn forseti Alþjóðabankans ræðir alþjóðlegt þróunarsamstarf í Islandsheimsókn ísland á mikíð undir þátttöku í þróunarstarfi James D. Wolfensohn, forseti Alþjóðabankans, segir að Island eigi mikið undir þátttöku í þróunar- starfí vegna þess hve landið sé háð útflutnings- mörkuðum og stöðugleika í öðrum heimshlutum. jj ■ ——------------------ Olafur Þ. Stephensen sat blaðamannafund Wolfensohns og Halldórs Asgrímssonar. Morgunblaðið/Jim Smart JAMES D. Wolfensohn og Halldór Ásgrímsson á blaðaniannafundi í gær. JAMES D. Wolfensohn, forseti Alþjóðabank- ans, kom hingað til lands í gærmorgun og sat fund ráðherra frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum, sem fara með málefni bankans í ríkisstjórnum sínum. Þar var fjallað um hvernig hægt væri að auka samvinnu milli ríkjanna, á milli þeirra og Alþjóðabankans og á milli annarra alþjóðlegra stofnana. Meðal annars var rætt um stöðu mála í Asíu og Rússlandi. Jafnframt átti Wolfensohn fund með Halldóri Asgrímssyni utanríkisráðheiTa um samstarf Islands við Alþjóðabankann. Þakklátur fyrir samstarf og stuðning Islands „Mér fundust umræðurnar í morgun afar gagnlegar og þær staðfestu enn hið afar nána samband Alþjóðabankans og Norðurland- anna. Ég er einkum þakklátur fyrir það sam- starf, sem við eigum við ísland í ýmsum mál- um, eipkum á sviði fiskveiða og nýtingar jarð- hita. Ég ey enn þakklátari fvrii' þann stuðn- ing, sem Island hefur veitt mér í stjórn al- þjóþabankans, en þar hafa setið góðir fulltrú- ar íslands,“ sagði Wolfensohn. Höldum áfram stuðningi við Eystrasaltsríkin Á fundi forsetans með ráðherrunum var fjallað um aðstoð Alþjóðabankans við Eystra- saltsríkin. Af hálfu stjórnvalda í ríkjunum hefur það sjónarmið komið fram að undan- förnu að lán bankans séu ekki þau hagstæð- ustu, sem völ sé á; efnahagslíf landanna sé komið á það stig að ódýrari lán séu fáanleg frá einkabönkum og fjármálafyi-irtækjum. „Ég vona að ég hafi fullvissað Éystrasalts- ríkin um að til viðbótar við þær 700 milljónir dollara, sem bankinn hefur þegar lánað þeim, muni bankinn bæði veita þeim tæknilega að- stoð og hjálp við umbætur á efnahagskerf- inu,“ sagði Wolfensohn. „Við ræddum um eðli lána okkar og kostnað við þau og ég hvatti þá til að þiggja allt það fé, sem þeir gætu fengið með ódýrum hætti, og koma síðan til bankans ef þá vantaði eitthvað fieira." Wolfensohn sagði að aðstoð Norðurland- anna við Eystrasaltsríkin væri mun meiri en framlag Álþjóðabankans. „Aðstoðin við Eystrasaltsríkin er gott dæmi um samstarf Norðurlandanna og Alþjóðabankans," sagði hann. Sérþekkingu á sjávarútvegi og jarðhita miðlað um gervihnött til þróunarlanda Er Morgunblaðið spurði Wolfensohn út í fund hans með Halldóri Ásgrímssyni sagðist Wolfensohn hafa lagt áherzlu á að þótt Island væri lítið og fámennt ríki væri athyglisvert hversu reiðubúnir Islendingar væru að taka þátt í alþjóðlegu þróunarstarfi. „Þátttaka Is- lands er mikilvæg, vegna þess að þið eruð mjög háð útflutningsmörkuðum og þess vegna stöðugleika í öðrum heimshlutum, rétt eins og við öll.“ Forsetinn sagði að sérþekking Islendinga væri greinilega á sviði fiskveiða og nýtingar jarðhita. Jafnframt hefði ísland reynslu af lýðræðislegu stjórnarfari, sem gæti reynzt öðrum ríkjum dýrmæt. „Ég ræddi við ráð- herrann þann möguleika að ísland legði ekki aðeins fram fjármuni og aðstoð á vettvangi, heldur yrði nútímatækni nýtt þannig að hægt yrði að koma á fjarnámi; að fyrirlestrum og námskeiðum á sviði íslenzkrar sérþekkingar yrði sjónvarpað um gervihnött til Afríku og annarra heimshiuta," sagði Wolfensohn. Hann sagðist jafnframt hafa rætt við Haildór um að Island tengdist WorLD-verkefni AI- þjóðabankans, en í því felst að komið er á samskiptum milli skólabarna í iðnríkjunum annars vegar og í þróunarlöndum hins vegar fyrir tilstilli netsins. „Ég hef vanið komur mínar til Islands allt frá 1970. Ég tel að tæknibyltingin veiti íslandi tækifæri til að færast mun nær öðrum heims- hlutum hvað varðar upplýsingar og þátttöku, án þess að kostnaðurinn sé yfirþyrmandi. Ég vona að í áranna rás getum við átt gott sam- starf við íslenzk stjómvöld um verkefni, sem bæði Island og þróunarlöndin hafi gagn af. Ég held að ráðherrann hafi áhuga á hug- myndinni," sagði Wolfensohn. Island ekki of lítið til að leggja þróun heimsins Iið Wolfensohn flutti síðdegis í gær fýrirlestur um þróunarmál í Háskóla Islands. í lok erind- is síns beindi hann orðum sínum til Islend- inga. „Island er staður, þar sem mjög auðvelt er að leiða hjá sér það sem gerist annars stað- ar í heiminum. En næsta kynslóð Islendinga mun ömgglega ekki hafa það eins gott og þið, nema þið axlið ykkar hluta ábyrgðarinnar á þróun heimsbyggðarinnar og látið ykkur hinn ytri heim varða,“ sagði Wolfensohn. Enginn skortur væri á góðum og gildum ástæðum fyrir því að okkur beri að láta okkur vanda- mál umheimsins varða, siðferðilegar og fé- lagslegar, en hann vildi vekja athygli á því að það væri ekki sízt 1 þágu okkar eigin hags- muna, að við leggjum okkar af rnörkum til þróunarhjálpar. „Ekki halda að ísland sé of lítið. Það er það ekki.“ Borgar laxveiðileyfíð sjálfur Húsfyllir var á fyrirlestrinum, sem fundar- stjórinn, Steingrímur Hermannsson seðla- bankastjóri, túlkaði sem greinilegt merki þess að íslendingar teldu heimsókn Wolfensohns hafa mikið vægi, því fyrirlestur þarf að vera mjög áhugaverður til að slíkur fjöldi fólks mæti á föstudagssíðdegi í sumarblíðviðri. Enda sagði Wolfensohn: „Þið eruð jú öll á leiðinni út úr bænum að veiða," en strax að loknum fyrirlestrinum hélt hann sjáifur, í fylgd utanríkisráðherra, til Þingvalla, en heig- inni ver hann í laxveiðar. „Þetta eru einkalax- veiðar,“ sagði Wolfensohn brosandi. „Ég borga sjálfur." Steingrímur Hermannsson sagðist verða að sitja heima; fyrir hann sem seðalbankastjóra væri ekki á það hættandi að fara í laxveiðar. Þá bauðst Wolfensohn strax tii að borga fyrir hann. Þetta boð afþakkaði Steingrímur, en bætti við að eftir nokkra daga færi hann á eft- irlaun, og þá gæti hann óhræddur farið eins oft í lax og hann lysti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.