Morgunblaðið - 27.06.1998, Side 16
16 LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
LANDIÐ
Búgarður opnaður
á Svalbarðsströnd
Húsdýra-
og fjöl-
skyldugarð-
ur í sveit
BÚGARÐUR verður opnaður á
Þórisstöðum á Svalbarðsströnd
í dag, laugardaginn 27. júní. Bú-
garður er nokkurs konar sam-
heiti yfir húsdýra- og fjöld-
skyldugarð í sveit en auk hefð-
bundins kúabús er starfrækt
veitingastofa á Þórisstöðum.
Islensku húsdýrin eru flest í
sínu náttúrulega umhverfi í fal-
legum skógarlundi, sem stendur
í lækjargili milli íbúðarhúss og
útihúsa. Gestum gefst kostur á
að borða sitt eigið nesti kjósi
þeir svo en einnig geta þeir
keypt ýmsar veitingar í veit-
ingastofunni sem er áfóst fjós-
inu og sést þaðan inn í fjós og
niður í húsdýragarðinn. Útsýni
út Eyjafjörðinn og fjallasýn yfir
vesturfjöllin er einnig mjög fal-
leg.
A Þórisstöðum búa hjónin
Inga Arnadóttir og Stefán
Tryggvason ásamt fjórum son-
um sínum. Bærinn stendur rétt
við þjóðveg númer 1, skammt
norðan Svalbarðseyrar og er
rækilega merktur.
Afgreiðslutími er daglega
milli kl. 13 og 18 út ágústmánuð
og er aðgangseyrir kr. 250 fyrir
fullorðna en 150 krónur fyrir
böm og ellilífeyrisþega.
Hátíðarhöld í tilefni
1000 ára afmælis
kristnitöku
Starfshópur
skipaður
BÆJARSTJÓRN Akureyrar
hefur að tillögu bæjarráðs skip-
að þriggja manna starfshóp til
undirbúnings hátíðarhalda í
bænum í tilefni 1000 ára afmælis
kristnitöku og landafundanna í
Norður Ameríku.
Starfshópinn skipa: Sunna
Borg, Þröstur Ásmundsson og
Ólafur Ásgeirsson. Menningar-
málanefnd fjallaði um málið á
fundi sínum nýlega og lagði til
að starfshópurinn kanni m.a.
möguleika á samkeppni um
minnismerki sem staðsett yrði á
Akureyri, hátíðardagskrá árið
2000 og hugsanlegt samstarf við
vinabæi Akureyrar á Grænlandi
og í Kanada.
Einnig lagði menningarmála-
nefnd til að starfshópurinn hafi
samráð við stofnanir í bænum
sem gætu tengst verkefninu og
kanni einnig áhuga annarra
sveitarfélaga við Eyjafjörð á
samstarfi um málið.
Sýningu lýkur
SÝNINGU á málverkum Þóru
Jónsdóttur í Gallerí Svartfugli
lýkur um helgina. Þóra sýnir 16
málverk og fylgir ljóð hverri
mynd, en hún hefur gefið út 8
ljóðabækur með eigin ljóðum.
Þóra sækir efni málverkanna til
náttúrunnar, einkum heimahag-
anna í Þingeyjarsýslu. Sýningin
er opin frá kl. 14 til 18.
Djass á
Pollinum
DJASSTRÍÓ Ómars Einars
leikur á Poilinum á Akureyri
sunnudagskvöldið 28. júní og
hefjast tónleikamir kl. 21.00.
Með Ómari leika Stefán Ing-
ólfsson bassaleikari og Ole Pull-
ar Saxe trommuleikari. Ómar er
ekki ókunnur norðlensku djassá-
hugafólki því hann hefur
margoft leikið á Akureyri. Stef-
án Ingólfsson hefur starfað með
hljómsveitunum Súld og JJ Soul
band og spilað djass til margra
ára.
Ole Pullar Saxe er danskur
trommuleikari sem búsettur er í
Svíþjóð, en hann hefur spilað
með þekktum tónlistarmönnum
þar í landi.
Á efnisskránni verður hefð-
bundinn djass, þekktir „stand-
ardar“. Aðgangur er ókeypis.
Fjölskyldu-
dagar á kútter
Jóhönnu
FJÖLSKYLDUDAGAR verða á
kútter Jóhönnu um helgina,
laugardag og sunnudag. Boðið
verður upp á tveggja og hálfrar
klukkustundar siglingu með
sjóstangaveiði, en hver fjöl-
skylda greiðir eitt gjald, 4.000
krónur. Fólk fær að spreyta sig
á sjóstöng og nota gamaldags
handfæri, en veiðarfæri verða
um borð. Aflahæsta fjölskylda
helgarinnar verður verðlaunuð
auk þess sem verðlaun verða
veitt fyrir stærsta fiskinn, flesta
fiska og flestar tegundir. Famar
verða fjórar ferðir á dag frá Tor-
funefsbryggju, kl. 10, 13, 16 og
19, en tilkynna þarf þátttöku í
síma 896 6853.
Handverk
og hönnun
SÝNINGUNNI Handverk og
hönnun sem er á skrifstofu Gil-
félagsins i Deiglunni lýkur á
sunnudag, 28. júní. Hún er opin
frá kl. 14 til 16, en þar em
sýndir munir sem komu fram í
samkeppni um minjagripi sem
var átak til atvinnusköpunar á
vegum viðskiptaráðuneytisins
og Iðntæknistofnunar. Frá
Akureyri fara gripirnir til Sel-
foss.
Messur
AKUREYRARKIRKJA: Þjóð-
lagamessa kl. 21 á sunnudags-
kvöld í tengslum við Þjóðlaga-
daga. Sr. Svavar A. Jónsson
messar. Flytjendur tónlistar em
Kór Akureyrarkirkju, Daníel
Þorsteinsson, Jón Rafnsson og
Snorri Guðvarðarson.
H VITAS UNNUKIRK J AN:
Sunnudagaskóli fjölskyldunnar
á morgun ki. 11.30, aldursskipt
biblíukennsla fyrir alla fjölskyld-
una. Samkoma kl. 20 um kvöldið,
Valdimar Júlíussson predikar.
Bamapössun fyrir 1 til 5 ára
böm. Unglingasamkoma kl.
20.30 næsta föstudag.
KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa
kl. 18 í dag, laugardag og kl. 11 á
morgun, sunnudag, í kirkjunni
við Eyrarlandsveg 26.
Aksjón
Laugardagur 27. júní
21.00Þ-Sumarlandið Þáttur ætl-
aður ferðafólki á Akureyri og
Akureyringum í ferðahug.
Sunnudagur 28. júní
21.00Þ-Sumarlandið Þáttur ætl-
aður ferðafólki á Akureyri og
Akureyringum í ferðahug.
Mánudagur 29. júní
21.00ÞSumarlandið Þáttur ætl-
aður ferðafólki á Akureyri og
Akureyringum í ferðahug.
Mat á umhverfísáhrifum í Drangagils-
svæði í Neskaupstað
Skipulagsstj óri
fellst á tillögur um
snj óflóðavarnir
SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins fellst
á byggingu snjóflóðavarna á
Drangagilssvæði í Neskaupstað
skv. tillögum sem kynntar em í
fmmmatsskýrslu að uppfylltum
nokkmm skilyrðum.
Verkfræðistofan Hönnun og ráð-
gjöf á Reyðarfirði vann mat á um-
hverfisáhrifum byggingar snjóflóða-
varna á Drangagilssvæði. Þetta er
þáttur í framkvæmdaáætlun Ofan-
flóðanefndar um uppbyggingu
varna gegn snjóflóðum í Neskaup-
stað og er fyrsti áfangi af sex sem
fyrirhugaðir eru í Neskaupstað.
Varnargarðar
og snjóflóðakeilur
í frummatsskýrslu era kjmntar
tvær tillögur. Tillaga A gerir ráð
fyrir 15 m háum og 400 m löngum
þvergarði um 100 m ofan gatnanna
Víðimýrar og Blómsturvalla. Ofan
garðs er gert ráð fyrir 13 snjóflóða-
keilum, 10 m háum. Ennfremur er
gert ráð fyrir 4-5 m háum stoð-
virkjum á upptakasvæðum í
Drangagili, samtals 1,2 km að
lengd. Tillaga B gerir ráð fyrir 19 m
háum og 400 m löngum þvergarði
auk 13 snjóflóðakeila, 10 m háum.
Ekki er gert ráð fyrir upptakastoð-
virkjum.
í niðurstöðu skipulagsstjóra segir
að varnarvirkin muni verða ráðandi
í landslagi hlíðarinnar í framtíðinni.
Sjónræn áhrif vegna byggingar
15-19 m hás þvergarðs, 13 snjó-
flóðakeila og upptakastoðvirkja
verði umtalsverð og útsýni frá bæn-
um til fjallsins muni gjörbreytast.
„Framkvæmd við byggingu snjó-
flóðavama á Drangagilssvæði mun
raska stóm svæði í hlíðinni ofan
Neskaupstaðar. Allt jarðrask og
framkvæmdir við snjóflóðavarnirn-
ar verði innan skilgreinds fram-
kvæmdasvæðis ofan Blómsturvalla
og Víðimýrar, efnistökusvæðis neð-
an Klofagils og vegsvæðis námu-
vegar milli þeirra,“ segir í niður-
stöðunni.
Kúahjalla og lyngbúa
verði ekki raskað
Skilyrðin sem skipulagsstjóri set-
ur fyrir samþykld em m.a. þau að
áður en framkvæmdir hefjast liggi
fyrir afstöðuuppdráttur þar sem
framkvæmdasvæði ofan Blómstur-
valla og Víðimýrar, vegsvæði námu-
vegar og efnistökusvæði neðan
Klofagils em afmörkuð þannig að
Kúahjalla, búsvæði lyngbúa og
fornleifum verði ekki raskað.
Kúahjalli er talinn náttúrafars-
lega verðmætt svæði vegna fjöl-
breytni gróðurlendis og þess að
hann setur svip á hlíðina. Þar vex
lyngbúi, sem er friðlýst tegund, skv.
lögum um náttúmvemd og á válista
Náttúrufræðistofnunar íslands.
Jafnframt er gert að skilyrði að
við endanlega afmörkun svæðanna
verði tekið mið af því að raska skóg-
ræktarsvæðinu í Hjallaskógi sem
minnst og að neðri mörk svæðisins
séu eins fjarri byggðinni og kostur
er. Reist verði há öryggisgirðing á
bai-mi þvergarðsins til að draga úr
hættu á slysum. Endanlegur frá-
gangur raskaðra svæða, landmótun,
uppgræðsla og síðari not verði
ákveðin og bundin í deiliskipulagi.
Samráð verði haft við Náttúmvernd
ríkisins um endanlega tilhögun efn-
istöku og frágang svæða.
Kærufrestur til 29. júlí
Úrskurð skipulagsstjóra má
kæra til umhverfisráðherra og er
kærufrestur til 29. júlí 1998. Úr-
skurðurinn liggur í heild frammi hjá
Skipulagi rfldsins og er einnig að
finna á heimasíðu þess
http://www.islag.is.
Morgunblaðið/Sig. Fannar.
INGIMUNDUR Sigurmundsson
bankastjórí Búnaðarbankans og
Ingólfúr Snorrason karatemaður.
Berst
í þágu
forvarna
Selfossi - Fyi-ir skömmu var undir-
ritaður samningpir milli Ingólfs
Snorrasonar íþróttamanns Selfoss
og Búnaðarbankans á Selfossi. Bún-
aðarbankinn mun styrkja Ingólf í
íþrótt sinm jafnfrarnt því sem styrk-
urínn mun nýtast Ingólfi í barátt-
unni gegn vúnuefnum.
Ingólfur er íbúum á Suðurlandi
kunnur en hann er Islandsmeistari í
karate og einnig algjör bindindis-
maður á vímuefni. Hann hefur að
undanfomu verið virkur í forvama-
starfi á Selfossi og í nærsveitum en
hann átti einnig sæti í forvama-
nefnd Selfossbæjar.
„Vímuvandamál okkar Islendinga
em orðin mjög alvarleg og íþrótta-
menn gegna lykilhlutverki í barátt-
unni gegn fikniefnum," segir Ingólf-
ur. „Ef góður íþróttamaður mark-
aðssetur ekki heilbrigt lífemi í
gegnum starf sitt þá getur íþrótta-
hreyfmgin tapað fyrir þeim sem
markaðssetja fíkniefni í t.d. skóla-
kerfinu. Við megum ekki missa
unga fólkið út á hálar brautir áfeng-
is og fíkniefna því að í unga fólkinu
liggur framtíðin," segir þessi geð-
þekki íþrótfamaður að lokum.
Arsenal-
aðdáendur
fagna
Neskaupstað - Um svipað leyti og
Danadrottning og aðrir gestir Lista-
hátíðar í Reykjavík máttu búa við
haglél og vind við setningu Listahá-
tíðarinnar komu Arsenalaðdáendur
á Neskaupstað saman í blíðunni og
grilluðu sér pylsur og héldu upp á
gott gengi liðs síns sl. vetur. Margt
var um manninn en mest bar þó á
ungu kynslóðinni og var ekki laust Það vom Arsenalaðdáendurnir fyrir uppákomunni og veittu gest-
við að pylsumar freistuðu aðdáenda og hjónin Magni Kristjánsson og um og gangandi grillaðar pylsur og
annarra liða líka. Sigríður Guðbjartsdóttir sem stóðu gos.
Morgunblaðið/Ágúst
ARSENALAÐDÁENDUR á Neskaupstað grilla pylsur
í blíðskaparveðri.
Morgunblaðið/Gunnlaugur
NIU einkaflugvélar á fhigvellinum við Stykkishólm er óvenjuleg sjón.
Níu flugvél-
ar á Stykk-
ishólmsvelli
Stykkishólmi - Hólmarar Iitu til
lofts að kvöldi 16. júní er 9 eins-
hreyfils flugvélar flugu í röð
nokkra hringi yfír Stykkishólmi
og lentu siðan á flugvellinum við
bæinn. Er betur var að gáð kom í
ljós að hér voru á ferðinni áhuga-
flugmenn úr Reykjavík. Þeir
fiugu hingað ásamt mökum og
vinum, rúmlega tuttugu manns,
til að borða kvöldamat á veit-
ingastaðnum Knudsen. Þar er
kokkur og eigandi félagi þeirra,
Gunnar Sigvaldason. Hann flutti
hingað fyrir nokkrum mánuðum
og fannst félögum hans tilvalið
að heimsækja hann og láta hann
elda góðan mat fyrir sig. Eftir
tveggja tíma dvöl var haldið aft-
ur í loftið og komið heim fyrir
miðnætti. Kvöldið áður komu
áhugaflugmenn frá Selfossi í
sama tilgangi.