Morgunblaðið - 27.06.1998, Side 18
18 LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Afreksfólk
í íþróttum
Egilsstaðir - Á hátíðarhöldum hinn 17. júní
voru veittar viðurkenningar til þeirra íþrótta-
manna Hattar sem staðið höfðu sig vel á ár-
inu 1997.
Fyrir góðan sundárangur fékk Ingvar Dór
Birgisson viðurkenningu, skíðamaður Hattar
var Hafþór Guðjónsson, körfuknattleiksmað-
ur var Þorbjörn Bjömsson, frjálsíþrótta-
maður var Sigmar Vilhjálmsson, fímleika-
maður var Bryndís Káradóttir og knatt-
spyrnumaður Hattar var Hjálmar Jónsson
en hann var einnig útnefndur íþróttamaður
Hattar 1997.
Viðurkenningamar veittu Hafsteinn Jón-
asson, formaður Hattar, og Sigurjón Bjama-
son gjaldkeri.
Morgunblaðið/Anna Ingólfs
AFREKSFOLK Hattar í íþróttum árið 1997 ásamt forsvarsmönnum. Frá vinstri: Sigurjón Bjarna-
son, Ingvar Dór Birgisson, Hafþór Guðjónsson, Þorbjörn Björnsson, Hjálmar Jónsson, Bryndís
Káradóttir og Hafsteinn Jónasson. Sigmar Vilhjálmsson var fjarverandi þegar myndin var tekin.
Gjöf til Kirkju-
hvammskirkju
Hvammstanga - A hvítasunnudag
var hátíðarmessa í Kirkjuhvamms-
kirkju á Hvammstanga. I byrjun
athafnar var kirkjunni færð minn-
ingargjöf frá börnum og tengda-
bömum hjónanna Guðrúnar Sig-
urðardóttur og Einars Farestveit.
Þau hjón hófu hjúskap á Hvamms-
tanga árið 1934, hún dóttir Sigurð-
ar Pálmasonar kaupmanns og hann
norskur refahirðir. Heimili þeirra
varð síðar í Reykjavík, lengst af á
Laugarásvegi 66.
Minningargjöfín er silfurkaleikur
og patína, smíðað í Noregi. Einnig
fylgdi gjöfínni kopuraldúkur og
silfuraskja fyrir oblátur. Allur bún-
aðurinn var svo í vandaðri tréöskju,
merktri Kirkjuhvammskirkju, V-
Hún. Þannig búin má gjöfín notast
til þjónustu utan Kirkjuhvamms-
kirkju. Við athöfnina léku Guðný
Guðmundsdóttir á fiðlu og Gunnar
Kvaran á selló, en kirkjukór, org-
anisti og prestur Hvammstanga-
kirkju önnuðust hefðbundna
messuliði. Kirkjan var þéttsetin og
flestir þáðu sakramenti af hinum
nýja búnaði. Hin endurvígða kirkja
þykir mjög ákjósanleg fyrir per-
sónulegar athafnir, enda hefur
þeim fjölgað þar.
Morgunblaðið/Karl
KIRKJUHVAMMSKIRKJA var þétt setin og flestir þáðu sakramenti af
hinum nýja búnaði.
Ingjalds-
hólskirkju
fært mál-
verk að gjöf
Hellissandi - Nýlega heimsótti
Áki Granz, málarameistari í
Njarðvíkum, Ingjaldshólssöfnuð
en hann hefur mikið fengist við
listmálun. Áki færði sóknamefnd
Ingjaldshólskirkju málverk að
gjöf sem hengt verður upp í safn-
aðarheimili kirkjunnar. Myndin
sýnir Kristófer Kólumbus á tali
við prestinn á Ingjaldshóli árið
1477, þeirra erinda að afla upp-
lýsinga um ferðir norrænna
manna til Vesturheims. Talið er
að hvergi í landinu hafí menn ver-
ið eins fróðir um vesturferðir sem
á utanverðu Snæfellsnesi, enda
héldu margir í vesturátt bæði úr
Rifs- og Hraunhafnarósum. Voru
hafstraumar taldir hagstæðir þar
til slíkra ferða.
í munnmælum hefur sögnin um
dvöl Kristófers Kólumbusar á
Ingjaldshóli lifað öldum saman.
En bakgrunnur hennar er þó ævi-
saga Fernandos, sonar hans, þar
sem hann greinir frá ferð föður
síns til eyjarinnar Thule til að afla
upplýsinga um ferðir norrænna
manna til Vesturheims. Segir
Femando í sögu sinni að faðir
hans hafí haldið með enskum
kaupmönnum frá Bristol, en þeir
versluðu einmitt í Rifí á þessum
tíma og vom umsvifamiklir. Vitað
er að Kristófer Kólumbus undir-
bjó ferð sína vel, enda þurfti hann
að afla henni stuðnings Spánar-
konungs. Hvað svo sem líður
sannleiksgildi sagnarinnar verður
að kannast við að margar ótrú-
legri sögur hafa verið sagðar og
jafnvel hafðar fyrir satt.
MorgunblaðicWilhjálmur Eyjólfsson
GAMLI þjóðvegurinn. Myndin af er tekin í lægðinni vestan við Efri-Steinsmýri og austan við pípuhliðið. Var
þar farið upp hraunbrúnina frá feijustaðnum við Steinsmýrarfljót sem rann þar.
Morgunblaðið/Ólafur Jens Sigurðsson
MÁLVERK Áka Granz af Kólumbusi á Ingjáldshóli árið 1477.
Góður gróður og
sauðburður gekk vel
Hnausum í Meðallandi - Nú er
kominn ágætur gróður og hefur
ekki séð á þótt heldur hafí kóln-
að síðustu daga. Sauðburður
mun yfírleitt hafa gengið mjög
vel. Vorið þurrviðrasamt og
gróður kom sæmilega snemma.
Nú er komin sameiginleg
vatnsveita frá Melhól á alla bæi í
Meðallandi sem em sunnan Eld-
vatns. Með 11,5 km lögn voru
Syðri-Fljót og Ilnausar núna að
tengjast vatnsveitunni í Út-Með-
allandi sem er að stofni til frá
því um 1980. Tókst þessi síðasta
framkvæmd prýðilega svo sem
þær fyrri enda er hallinn á Iand-
inu mjög hagstæður vatnsveit-
unni.
í sumar á að endurbyggja
veginn suður Landbrotið. Er þar
nú verið að mæla fyrir breyting-
um á veginum.
Gamli þjóðvegurinn var far-
inn frá ómunatíð en lagðist lík-
lega að mestu niður sem slíkur
eftir Skaftárelda. Var þetta
vegurinn milli klaustranna.
Munkarair í Þykkvabæ í Álfta-
veri fóra hann til að hitta nunn-
urnar í Kirkjubæ og öfugt. Enn
eru þekktar Nunnutættur í
Álftaveri skammt frá klaustur-
rústunum. En samkvæmt þjóð-
sögunni átti að hafa verið eitt-
hvað lausara í reipunum með
gististaði munkanna er þeir
heinisóttu nunnumar að Kirkju-
bæ. Á þjóðveginum gamla má
enn sjá fjölda listilegra hlaðinna
varða sem staðist hafa tímans
tönn.
Morgunblaðið/Anna Ingólfs
FJÖLMARGIR gestir mættu á opnunarhátíð fyrirtækisins á
Egilsstöðum.
Tölvuþjón-
usta Austur-
lands opnuð
Egilsstaðir - Nýtt tölv'uþjónustufyr-
irtæki, Tölvuþjónusta Áusturlands,
hefur hafíð starfsemi á Austurlandi.
Fyrirtækið var opnað formlega og
starfsemi þess kynnt á Hótel Héraði
á Egilsstöðum. Markmið þess er að
sýna frumkvæði á sviði tækninýjunga
og bjóða bestu fáanlega þjónustu á
sviði tölvumála, auk þess að selja há-
gæða töivur og hugbúnað. Fyrirtæk-
ið hefur þegar opnað þjónustustöðvar
á Egilsstöðum, Hornafirði, Seyðis-
firði og Eskifirði og stefnt er að því
að opna slíkar stöðvar á öllumsþétt-
býlisstöðum á Austurlandi. Tölvu-
þjónusta Austurlands vinnur í sam-
starfí við Tæknival og Opin kerfi og
verða vörur frá þeim til sölu. Fram-
kvæmdastjóri Tölvuþjónustu Austur-
lands er Sveinbjöm Imsland.