Morgunblaðið - 27.06.1998, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 27.06.1998, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Afreksfólk í íþróttum Egilsstaðir - Á hátíðarhöldum hinn 17. júní voru veittar viðurkenningar til þeirra íþrótta- manna Hattar sem staðið höfðu sig vel á ár- inu 1997. Fyrir góðan sundárangur fékk Ingvar Dór Birgisson viðurkenningu, skíðamaður Hattar var Hafþór Guðjónsson, körfuknattleiksmað- ur var Þorbjörn Bjömsson, frjálsíþrótta- maður var Sigmar Vilhjálmsson, fímleika- maður var Bryndís Káradóttir og knatt- spyrnumaður Hattar var Hjálmar Jónsson en hann var einnig útnefndur íþróttamaður Hattar 1997. Viðurkenningamar veittu Hafsteinn Jón- asson, formaður Hattar, og Sigurjón Bjama- son gjaldkeri. Morgunblaðið/Anna Ingólfs AFREKSFOLK Hattar í íþróttum árið 1997 ásamt forsvarsmönnum. Frá vinstri: Sigurjón Bjarna- son, Ingvar Dór Birgisson, Hafþór Guðjónsson, Þorbjörn Björnsson, Hjálmar Jónsson, Bryndís Káradóttir og Hafsteinn Jónasson. Sigmar Vilhjálmsson var fjarverandi þegar myndin var tekin. Gjöf til Kirkju- hvammskirkju Hvammstanga - A hvítasunnudag var hátíðarmessa í Kirkjuhvamms- kirkju á Hvammstanga. I byrjun athafnar var kirkjunni færð minn- ingargjöf frá börnum og tengda- bömum hjónanna Guðrúnar Sig- urðardóttur og Einars Farestveit. Þau hjón hófu hjúskap á Hvamms- tanga árið 1934, hún dóttir Sigurð- ar Pálmasonar kaupmanns og hann norskur refahirðir. Heimili þeirra varð síðar í Reykjavík, lengst af á Laugarásvegi 66. Minningargjöfín er silfurkaleikur og patína, smíðað í Noregi. Einnig fylgdi gjöfínni kopuraldúkur og silfuraskja fyrir oblátur. Allur bún- aðurinn var svo í vandaðri tréöskju, merktri Kirkjuhvammskirkju, V- Hún. Þannig búin má gjöfín notast til þjónustu utan Kirkjuhvamms- kirkju. Við athöfnina léku Guðný Guðmundsdóttir á fiðlu og Gunnar Kvaran á selló, en kirkjukór, org- anisti og prestur Hvammstanga- kirkju önnuðust hefðbundna messuliði. Kirkjan var þéttsetin og flestir þáðu sakramenti af hinum nýja búnaði. Hin endurvígða kirkja þykir mjög ákjósanleg fyrir per- sónulegar athafnir, enda hefur þeim fjölgað þar. Morgunblaðið/Karl KIRKJUHVAMMSKIRKJA var þétt setin og flestir þáðu sakramenti af hinum nýja búnaði. Ingjalds- hólskirkju fært mál- verk að gjöf Hellissandi - Nýlega heimsótti Áki Granz, málarameistari í Njarðvíkum, Ingjaldshólssöfnuð en hann hefur mikið fengist við listmálun. Áki færði sóknamefnd Ingjaldshólskirkju málverk að gjöf sem hengt verður upp í safn- aðarheimili kirkjunnar. Myndin sýnir Kristófer Kólumbus á tali við prestinn á Ingjaldshóli árið 1477, þeirra erinda að afla upp- lýsinga um ferðir norrænna manna til Vesturheims. Talið er að hvergi í landinu hafí menn ver- ið eins fróðir um vesturferðir sem á utanverðu Snæfellsnesi, enda héldu margir í vesturátt bæði úr Rifs- og Hraunhafnarósum. Voru hafstraumar taldir hagstæðir þar til slíkra ferða. í munnmælum hefur sögnin um dvöl Kristófers Kólumbusar á Ingjaldshóli lifað öldum saman. En bakgrunnur hennar er þó ævi- saga Fernandos, sonar hans, þar sem hann greinir frá ferð föður síns til eyjarinnar Thule til að afla upplýsinga um ferðir norrænna manna til Vesturheims. Segir Femando í sögu sinni að faðir hans hafí haldið með enskum kaupmönnum frá Bristol, en þeir versluðu einmitt í Rifí á þessum tíma og vom umsvifamiklir. Vitað er að Kristófer Kólumbus undir- bjó ferð sína vel, enda þurfti hann að afla henni stuðnings Spánar- konungs. Hvað svo sem líður sannleiksgildi sagnarinnar verður að kannast við að margar ótrú- legri sögur hafa verið sagðar og jafnvel hafðar fyrir satt. MorgunblaðicWilhjálmur Eyjólfsson GAMLI þjóðvegurinn. Myndin af er tekin í lægðinni vestan við Efri-Steinsmýri og austan við pípuhliðið. Var þar farið upp hraunbrúnina frá feijustaðnum við Steinsmýrarfljót sem rann þar. Morgunblaðið/Ólafur Jens Sigurðsson MÁLVERK Áka Granz af Kólumbusi á Ingjáldshóli árið 1477. Góður gróður og sauðburður gekk vel Hnausum í Meðallandi - Nú er kominn ágætur gróður og hefur ekki séð á þótt heldur hafí kóln- að síðustu daga. Sauðburður mun yfírleitt hafa gengið mjög vel. Vorið þurrviðrasamt og gróður kom sæmilega snemma. Nú er komin sameiginleg vatnsveita frá Melhól á alla bæi í Meðallandi sem em sunnan Eld- vatns. Með 11,5 km lögn voru Syðri-Fljót og Ilnausar núna að tengjast vatnsveitunni í Út-Með- allandi sem er að stofni til frá því um 1980. Tókst þessi síðasta framkvæmd prýðilega svo sem þær fyrri enda er hallinn á Iand- inu mjög hagstæður vatnsveit- unni. í sumar á að endurbyggja veginn suður Landbrotið. Er þar nú verið að mæla fyrir breyting- um á veginum. Gamli þjóðvegurinn var far- inn frá ómunatíð en lagðist lík- lega að mestu niður sem slíkur eftir Skaftárelda. Var þetta vegurinn milli klaustranna. Munkarair í Þykkvabæ í Álfta- veri fóra hann til að hitta nunn- urnar í Kirkjubæ og öfugt. Enn eru þekktar Nunnutættur í Álftaveri skammt frá klaustur- rústunum. En samkvæmt þjóð- sögunni átti að hafa verið eitt- hvað lausara í reipunum með gististaði munkanna er þeir heinisóttu nunnumar að Kirkju- bæ. Á þjóðveginum gamla má enn sjá fjölda listilegra hlaðinna varða sem staðist hafa tímans tönn. Morgunblaðið/Anna Ingólfs FJÖLMARGIR gestir mættu á opnunarhátíð fyrirtækisins á Egilsstöðum. Tölvuþjón- usta Austur- lands opnuð Egilsstaðir - Nýtt tölv'uþjónustufyr- irtæki, Tölvuþjónusta Áusturlands, hefur hafíð starfsemi á Austurlandi. Fyrirtækið var opnað formlega og starfsemi þess kynnt á Hótel Héraði á Egilsstöðum. Markmið þess er að sýna frumkvæði á sviði tækninýjunga og bjóða bestu fáanlega þjónustu á sviði tölvumála, auk þess að selja há- gæða töivur og hugbúnað. Fyrirtæk- ið hefur þegar opnað þjónustustöðvar á Egilsstöðum, Hornafirði, Seyðis- firði og Eskifirði og stefnt er að því að opna slíkar stöðvar á öllumsþétt- býlisstöðum á Austurlandi. Tölvu- þjónusta Austurlands vinnur í sam- starfí við Tæknival og Opin kerfi og verða vörur frá þeim til sölu. Fram- kvæmdastjóri Tölvuþjónustu Austur- lands er Sveinbjöm Imsland.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.