Morgunblaðið - 27.06.1998, Side 20

Morgunblaðið - 27.06.1998, Side 20
20 LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Viðskiptafulltrúi ráðinn við íslenska sendiráðið í London Bretland er stærsti viðskiptavinur Islendinga UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hef- ur, í samstarfí við Bresk-íslenska verslunarráðið og iðnaðar- og við- skiptaráðuneytið, ráðið viðskipta- fulltrúa við sendiráð íslands í Bret- landi. Þetta var kynnt á blaða- mannafundi í gær. Helgi Agústsson, ráðuneytis- stjóri utanríkisráðuneytisins, segir ástæðu ráðningarinnar vera þá að viðskipti íslands og Bretlands séu vaxandi og mikilvæg. „Bretland hefur undanfarin ár verið talið einn mikilvægasti markaður fyrir út- flutningsafurðir okkar, aðallega hefðbundnar sjávarafurðir, og ekki síður sem fjánnagnsmarkaður. Innflutningur frá Bretlandi hefur að sama skapi verið mjög mikill og landið hefur verið þriðji stærsti að- ili í innflutningi til íslands undan- farin ár.“ Markmið að efla viðskiptatengsl enn frekar Helgi segir markmið ráðningar viðskiptafulltrúans vera að huga að enn frekari viðskiptatengslum milli Islands og Bretlands. Þegar hafi verið gerður samningur við Fagráð textíliðnaðarins um aðstoð við aukna sókn á Bretlandsmarkaði. „Ennfremur hefur verið gerður verksamningur við Markaðs- og at- vinnumálaskrifstofu Suðumesja um kynningu á áhugaverðum fjár- festingarkostum. Jafnframt hafa utanríkisráðuneytið og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið ákveðið að auka samstarf sín á milli til að afla erlendra fjárfesta,“ segir Helgi. Tryggvi Pálsson formaður Bresk-íslenska verslunarráðsins segir að samningur um ráðningu viðskiptafulltrúa við sendiráðið í London marki tímamót hjá ráðinu, en aðilar að því eru 202 talsins. „Eg held að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir þvi að Bretland er stærsti viðskiptavinur Islendinga. Þótt Bretland sé aðeins þriðji stærsti innflytjandi okkar fara alls 19% af útflutningi okkar þangað. Bretar eru tæplega 12% af ferða- mönnum hér á landi og ef þjónustu er bætt við er ljóst að Bretar eru stærsta viðskiptaþjóð íslendinga," segir hann og bætir við að íslend- ingar séu 44. stærsti viðskiptavinur Breta. Það sé flestum hulin stað- reynd. I stöðu viðskiptafulltrúa við ís- Morgunblaðið/J6n Svavarsson GREINT VAR frá ráðningu Söndru Baird í starf viðskiptafulltrúa við sendiráð Islands í Bretlandi á blaðamannafundi í gær. lenska sendiráðið í London var meistarapróf í hagfræði og stjóm- ráðin Sandra Baird, en hún er með un. Vísitala byggingar- kostnaðar stöðug HAGSTOFAN hefur reiknað vísitölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi um miðjan júní 1998. Samkvæmt fréttatilkynningu reyndist vísitalan vera 230,9 stig og lækkaði um 0,1% frá fyrra mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísi- talan hækkað um 3,3%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala bygging- arkostnaðar hækkað um 0,2% sem jafngildir 0,9% verðbólgu á ári. Rós- mundur Guðnason, deildarstjóri vísi- töludeildar Hagstofunnar, segir ástandið einkennast af stöðugleika því litlar sveiflur hafi átt sér stað síð- ustu mánuði. Hann bendir á að í tólf mánaða yfirlitinu nemi hækkunin reyndar rúmlega 3% sem skýrist fyrst og fremst af þeim launahækk- unum sem komu tii framkvæmda í janúar síðastliðnum. I fréttatilkynn- ingu Hagstofunnar kemur einnig fram að launavísitala, miðað við með- allaun í maí, er 169,4 stig og hækkar um 0,1% frá fyrra mánuði. Samsvar- andi launavísitala, sem gildir við út- reikning greiðslumarks fasteigna- veðlána, er 3705 stig í júlí 1998. GM lokar fleiri verk- smiðjum Detroit. Reuters. GENERAL Motors-bílafyrirtækið hyggst loka verksmiðjum þar sem enn er starfað, til að draga úr kostn- aði vegna lamandi verkfalla. GM ætlar einnig að draga úr aug- lýsingum til júlfloka. Ekkert fyrir- tæki í Bandaríkjunum auglýsir eins mikið og GM. Akvarðanirnar voru teknar vegna þess að „engin áþreifanleg viðbrögð" höfðu komið fram frá félagi bifreiða- verkamanna, United Auto Workers, í nokkra daga í tilraunum til að leysa vinnudeilu í tveimur verksmiðjum í Flint, Michigan. í greinargerð frá mönnum úr stjórn GM segir að fækka verði ónauðsynlegum starfsmönnum á tímakaupi og að allir starfsmenn, sem eru í UAW, skuli flokkaðir „ekki í virkri þjónustu“. Vegna verkfallsins eru 157.100 starfsmenn iðjulausir, þar af 9.200 verkfallsmenn. GM hefur neyðzt til að hætta starfsemi í 26 af 29 sam- setningarverksmiðjum í Norður-Am- eríku og rúmlega 100 verksmiðjum sem framleiða bflaparta. Starfsmenn GM í Bandaríkjunum eru alls 224.000. Samkvæmt greinargerðinni er stefnt að því að hætta allri annarri starfsemi en framleiðslu nýrra Chevr- olet Silverado- og GMC Sierra-bfla. STARFSMENN EJS og Tölvumiðlunar hittast í sundinu á milli húsanna þar sem fyrirtækin hafa aðsetur við Grensásveg. H-laun útbreiddasta launakerfi landsins TOLVUMIÐLUN ehf. og EJS hf. hafa gert með sér samning um samvinnu á sviði launakerfa. Samvinnan er fólgin í því að þeir launagreiðendur sem hafa notað hugbúnaðinn „Laun“ og „Raf- reiknislaun" frá EJS fá nú upp- færslu í „H-Laun“ frá Tölvumiðl- un. I fréttatilkynningu frá EJS kemur fram að starfsmenn fyrir- tækisins vinni nú að uppfærslu á iaunakerfum en nú noti ríflega 400 launagreiðendur kerfí frá því. Þá hafi EJS og Tölvumiðlun sameinast um hugmyndaiega uppbyggingu kerfísins og þróun þess í náinni framtið. H-laun er aiislenskt launakerfi sem Töivumiðlun hefur haft á al- mennum markaði í meira en sjö ár, með góðum árangri að því er segir í tiikynningunni, og eru notendur þess nú rúmlega 500. „Frá því að Windows útgáfa kerfisins var kynnt í október 1996, hafa yfir 130 launagreið- endur tekið upp H-laun með góð- um árangri. Eftir sameiningu kerfanna verða notendur H- launa um eitt þúsund talsins og H-laun því útbreiddasta launa- kerfi landsins. í náinni framtíð er að vænta nýrra kerfa frá Tölvu- miðlun, en það eru Starfsmanna- kerfi H-Launa og Urvinnslu- og áætlanakerfi H-launa sem eru hliðarkerfi við H-Launa kerfið,“ segir í fréttinni. Tvær njgar lúxusgerðir frá BMW Mtinchen. Reuters. BMW AG bílaframleiðandinn í Múnchen hyggst smíða tvo lúxusbíla, þar sem tilboð hans í Rolls-Royce Motor Cars beið lægri hlut fyrir tilboði Volkswagen AG, að sögn þýzks vikublaðs. BMW ætlar að framleiða lúxusbifreiðina Prineess og lúxussportbílinn Z 07. Búizt er við að BMW Princess muni hafa meira til áð bera en nú- verandi 7-lína, að sögn blaðs- ins Wirtschaftswoche. Z 07 verður tveggja sæta sportbíll, búinn 500 PC-V8- Biturbo vél, og gert er ráð fyr- ir að hann keppi við Jaguar, Ferrari og Bentley. Hann á að fara á markað fyrir september 1999 samkvæmt fréttinni. BMW ætlar að framleiða 500 bíla af gerðinni Z 07 á ári. Bfllinn mun kosta 250.000 mörk. BMW kynnti áætlun um Z 07 sportbíla í Tókýó í árslok í fýrra samkvæmt fréttinni. Blaðið sagði sagði að nær öruggt væri að Z 07 bílar yrðu framleiddir, en að framleiðsla Princess væri í meiri óvissu. Lægsta verð á olíu vestra í 14 ár London. Reuters. OLÍUVERÐ á heimsmarkaði heldur áfram að falla þrátt fyr- ir tilraunir framleiðenda til að stemma stigu við því. I London heldur hráolía áfram að falla í verði, nú síðast um 15 sent, í 12,26 dollara tunnan. Verðið er svipað og í marz þegar það hafði ekki verið lægra í 10 ár. Það varð til þess að framleiðendur hófu tilraun- ir til að ná samkomulagi um að draga úr framleiðslu. Hráolíuverð í Bandaríkjun- um hefur ekki verið lægra síð- an 1986. Umframbirgðir í New York valda því að verð í fram- virkum viðskiptum hefur ekki verið lægra í 14 ár, eða 12,10 dollarar tunnan. I raun og veru er hráolía eins ódýr og hún var fyrir olíu- kreppuna fyrir 25 árum. Verðið hefur haldið áfram að lækka þrátt fyrir skyndifundi olíuráðherra Irana, Bijans Zanganeh, mað ráðamönnum í Arabíska furstasambandinu, Oman, Kuwait og Qatar. Við- ræðumar bera vott um vax- andi kvíða vegna áhrifa olíu- verðlækkana í framleiðslulönd- unum. Ný miðstöð Virgin Ex- press í Róm Torino. Reutcrs. VIRGIN Express, flugfélag brezka framkvæmdamannsins Richards Bransons með að- setri í Brussel, hyggst opna aðra Evrópumiðstöð í Róm. Þetta verður 10 milljóna punda fjárfesting, sem dreifíst á tvö ár, að sögn Bransons. Virgin Express hyggst taka upp áætlunarferðir til Aþenu í marz frá Róm. Þaðan er einnig ráðgert áætlunarflug til París- ar og Berlínar, auk þess sem flogið verður á ítölskum innan- landsleiðum. „Ítalía er orðin mjög mikil- vægur markaður fyrir okkur,“ sagði Branson. Virgin tók upp viðræður við ítölsk flugvallayf- irvöld um málið fyrir níu mán- uðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.