Morgunblaðið - 27.06.1998, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 27.06.1998, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998 MORGUNB LAÐIÐ ERLENT Kosningar á Norður-Irlandi Margir þing- manna eiga óvenjulega fortíð Loft var lævi blandið í þinghúsi Belfast- borgar í gær þegar talning atkvæða fyrir fjögur kjördæmi borgarinnar stóð sem hæst. Davíð Logi Sigurðsson var viðstaddur talninguna. Belfast. Morgunblaðið. ÞAÐ var ekld hlaupið að því að fá aðgang að þinghúsinu, sem er afar glæsileg bygging frá tímum Viktor- íu Bretlandsdrottningar og markar miðjupunkt borgarinnar, enda næsta víst að innandyra væri að finna ýmsa umdeilda stjómmála- menn. Að vísu kemur í ljós að Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin, er sá eini sem beinlínis hefur lífverði í stöðugri návist sinni en það kemur kannski ekki á óvart. Þessi maður er varla dæmigerður stjómmála- maður. Adams er í framboði í Vestur- Belfast og enginn vafi lék á því að hann ynni þar sæti. Vestur-Belfast er sennilega það kjördæma N-ír- lands sem dyggast styður Sinn Féin, stjómmálarm írska lýðveldis- hersins (IRA). En Adams er ekki eini flokksleiðtoginn sem er á þön- um um ganga þinghússins í dag. Bæði John Alderdice, leiðtogi miðjuflokksins Alliance sem kennir sig hvorki við sambandssinna né þjóðemissinna, og David Ervine, leiðtogi Framsækinna sambands- sinna (PUP), era í framboði í einu af fjóram kjördæmum Belfast-borgar. David Trimble, leiðtogi Sambands- flokks Ulster (UUP), og Ian Pa- isley, leiðtogi sambandsflokksins DUP, era hins vegar fjarri góðu gamni, enda báðir í framboði í landsbyggðarkjördæmum. Stemmningin er samt sem áður rafmögnuð og hingað eru sannar- lega mættir allir frægustu frétta- menn fjölmiðlanna sem um þessar kosningar fjalla. Heimamenn ræða kumpánlega hver við annan, spek- úlera og spá í þær upplýsingar sem leka út úr talningarherbergjunum. Erlendir fjölmiðlamenn era afskipt- ari, en taka þó með reglulegu milli- bili tali helstu fulltrúa stjómmála- flokkanna. Nóg að gera fyrir Gerry Adams Það er ekld laust við að frambjóð- endur annarra flokka horfi með öf- und á þegar Gerry Adams gengur inn í salinn því fréttamenn þyrpast umsvifalaust að honum. Halda mætti að kvikmyndastjama væri viðstödd, slíkt er aðdráttarafl mannsins. Samt lætur hann ekki mikið yfir sér. Hann er að vísu nokkuð hávaxinn og grásprengt al- skeggið ljær andliti hans karakter, auk þess sem það hylur einhvem veginn hugsanir hans. Það er erfitt að ráða í þetta tilkomumikla andlit en fas hans er annars látlaust, fótin nálægt því að vera snjáð og hann er fremur ankannalegur þar sem hann stendur og svarar spumingum sjón- varpsspyrlanna. Þetta verður augljóslega langur dagur fyrir Adams, því enn er langt þar til öll úrslit era kunn. Hann gengur frá fréttamanni BBC-sjón- varpsins yfir til Sky-sjónvarps- stöðvarinnar og þaðan leggur hann leið sína í stutt viðtal við fréttamann UTV áður en hann kannar stöðu talningarinnar í sínu kjördæmi. Þá er kominn tími til að hefja hringinn á nýjan leik og ræða enn á ný við Reuters GERRY Adams, leiðtogi Sinn Fein, brá á leik eftir að hafa kosið í Vestur-Belfast á fímmtudag. fréttamenn BBC. Einhvers staðar inn á milli tekst einum aðstoðar- manna hans þó að rétta honum kaffibolla en þetta er ekki rétti tím- inn til að slaka á. Barist verður þar til yfir lýkur. Allir hafa jú stjóm- málamennimir ítrekað mikilvægi þessara kosninga. Það era margfalt færri erlendir fréttamenn nú en fyrir fimm vikum þegar þjóðaratkvæðagreiðsla um páskasamninginn fór fram. Samt er hér að finna Itali, Asíubúa, Frakka og Þjóðverja auk íslensks blaða- manns Morgunblaðsins, sem verður að viðurkenna fyrir sjálfum sér að það er eitthvað undarlegt við þá til- hugsun að standa í seilingarfjar- lægð frá manni eins og Adams sem öragglega hefur sitthvað misjafnt á samviskunni. Hann er reyndar ekki einn um það. David Ervine, leiðtogi PUP, sem reyndar hefur orð á sér fyrir að vera greindur og hæfileika- ríkur stjórnmálamaður, sat inni um árabil fyrir ódæðisverk. Þar er einmitt að finna skýringuna á þvi hvers vegna PUP hlýtur lítið fylgi, flokkurinn er stjómmálaarmur öfgasamtaka sambandssinna (UVF), áður helsti óvinur lýðveldis- sinna eins og Adams en svo virðist nú sem þessir menn eigi sér sam- eiginlegt markmið. Hlýtur það að vekja talsverða athygli því UVF og IRA bárast á banaspjót á áttunda og níunda áratugnum, en kannski sýnir það best þær breytingar sem átt hafa sér stað á N-írlandi undan- farin ár. Stríðinu er að ljúka, hvem- ig svo sem þessar kosningar fara, spurningin er bara hversu fljótt og vel mönnum tekst að binda enda á það. Adams fyrstur til að tryggja sér sæti í Belfast Kannski er það kaldhæðnislegt að sá er fyrstur hlýtur kosningu úr kjördæmum Belfastborgar á þingið nýja er leiðtogi stjórnmálaarms IRA, maður sem granaður er um að hafa blóði drifna fortíð. Gerry Ad- ams hlýtur yfirburðakosningu í Vestur-Belfast og allt bendir til að 3-4 félaga hans úr Sinn Féin hljóti einnig kosningu í þessu kjördæmi. Adams virðist ánægður á svip þegar hann mætir fréttamönnunum. Or- tröðin er engu lík, einn heimamanna hefur á orði að einhver komi til með að troðast undir í hamaganginum. Adams tekur sér stöðu í miðju hrúgunnar og verður að biðja fyrsta spyrilinn að endurtaka spumingu sína, „það er of mikill hávaði héma“, segir hann og umsvifalaust er sussað á viðstadda. I vistarveram BBC má berja aug- um glænýjar sjónvarpsmyndir frá Norður-Antrim, kjördæmi Ians Pa- isleys. Hann hefur náð kjöri á þing- ið, eins og búast mátti við, og er harla vígreifur. Túlkar hann niður- stöðurnar sem sigur fyrir samband- ið við Bretland og ósigur fyrir Da- vid Trimble og „lygarann" Tony Blair, forsætisráðheira Bretlands. Sjónvarpsfréttamanni BBC gengur erfiðlega að koma orði að, því gamli maðurinn bölvar fjölmiðlum í sand og ösku fyrir hlutdræga umfjöllun. „Þakka þér kærlega fyrir ekki neitt,“ hreytir hann í fréttamann undir lok viðtalsins. Óvenjulegir þingmenn Ótrúlegir hlutir gerast í Norður- Belfast. Þar er því fyrst lýst yfir að Nigel Dodds, einn frambjóðenda DUP-flokksins, sem andsnúinn var páskasamkomulaginu, hafi hlotið kosningu. En næstu tveir menn inn era harla óvenjulegir stjórnmála- menn. Gen-y Kelly sat ekki aðeins inni fyrir verk sín í þágu IRA held- ur vann sér það til ævarandi frægðar árið 1984 að takast að strjúka úr Maze-fangelsinu í ná- grenni Belfast. Hann hefur síðan skapað sér nafn í stjórnmálum. Hið sama má segja um þriðja manninn sem er Billy Hutchinson, frambjóð- andi PUP. Hutchinson er ekki að- eins fyrrverandi fangi, hann er dæmdur morðingi. Margir kynlegir kvistir munu sitja á nýju n-írsku þingi, svo mikið er víst, og það verður forvitnilegt að fylgjast með samskiptum, eða kannski frekar samskiptaörðugleikum, þing- manna. N-írsk stjórnmál eru ekki alveg það sem íslenskur blaðamað- ur á að venjast. Hæstiréttur í Bandarikjunum úrskurðar í tveim málum Takmarkað neitunar- vald forseta ólögmætt HÆSTIRÉTTUR Bandaríkjanna felldi á fimmtudag úr gildi lög sem þingið hafði sam- þykkt um að forsetinn gæti beitt neitunarvaldi á einstakar greinar í lögum um útgjöld og skatta án þess að þurfa að hafna lögunum í heild. Washington Post greindi frá þessu í gær. Komst meirihluti dómara í réttinum að þeirri niður- stöðu að lögin væru ekki í samræmi við stjórn- arskrá. Þrír af níu dómurum voru andvígir nið- urstöðunni. Bill Clinton, forseti, er ákafur fylgismaður laganna, og hafa forsetar barist fyrir þessum völdum í rúmlega öld. Lögin voru samþykkt 1996 og gengu í gildi í fyrra. I úrskurði Hæsta- réttar segir, að þau gangi gegn stjómarskrárá- kvæðum um að lagafrumvarp þurfi að fást sam- þykkt í báðum deildum og skuli síðan falið for- seta til undirritunar eða neitunar. í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu sagði að úr- skurðurinn „svipti forsetann mikilvægum mögu- leika á að minnka sóun í opinbera kerfinu og á að ýta undir umræðu um hvemig opinberir fjár- munir skuli nýttir“. Clinton hafði sagst sann- færður um að lögin stæðust stjómarskrána. I meirihlutaáliti Hæstaréttar, sem dómarinn John Paul Stevens skrifaði, sagði að lögin gengju gegn þeim ákvæðum sem stjómarskráin setti fyrir þingið og forsetann um það hvemig frumvarp yrði að lögum, og fæli forsetanum of mikið Iöggjafarvald. Lög um fötlun gildi um alnæmi John McCain og Dan Coats, öldungadeildar- þingmenn repúblíkana, kváðust þegar myndu reyna að finna aðra leið, sem samræmdist stjóm- arskránni, til þess að forsetinn geti skorið niður útgjöld. Það væri ákaflega mikilvægt að hann hefði möguleika á slíku. Samkvæmt nýju fram- varpi þeirra verður hver og ein grein laga af- greidd sem sérstök lög og send forsetanum til undirritunar eða neitunar. Coats og McCain vora sammála um að ekki væri ráðlegt að reyna að fá stjómarskránni breytt. Andstaða við slíkt yrði of mikil. Hæstiréttur samþykkti á fimmtudag að alnæm- issjúklingar skuli njóta vemdar gegn misrétti samkvæmt lögum um réttindi fatlaðra. Gildir þetta frá þeirri stundu er sýking verður. Fimm af níu dómuram Hæstaréttar voru samþykkir úr- skurðinum. Samkvæmt honum skulu allir sem smitaðir eru af HlV-veirunni, einnig þeir sem ekki hafa nein einkenni alnæmis, njóta vemdar laganna. Þau kveða á um að ekki megi mismuna fötluðum í atvinnumálum, húsnæðismálum, læknisþjón- ustu eða með öðrum hætti á sviði opinberrar þjónustu. Dómarinn Anthony M. Kennedy sagði í meiri- hlutaáliti réttarins að í „ljósi þess hversu snar- lega veiran byrjar að vinna á hvítu blóðkomun- um í blóði þess sem sýkist og þess hversu alvar- legur sjúkdómurinn er teljum við hann vera skerðingu frá þeirri stundu sem sýking verður." Amnesty International Meðferð fanga í Japan gagnrýnd Tókýó. Reuters. ALÞJÓÐLEGU mannréttindasam- tökin Amnesty International gagn- rýndu í gær japönsk stjómvöld fyrir ástandið í fangelsismálum landsins. Átaldi talsmaður samtakanna sér- staklega ofbeldisfullar refsingar sem fangar væra látnir þola og að þeir væru látnir „matast eins og hundar“, en þetta væra alvarleg brot á alþjóð- legum mannréttindareglum. „Fangar hafa verið fjötraðir í leð- ur- og málmhandjárn, fangaverðir ráðist á þá með ofbeldi og þeir neyddir til að matast eins og hundar í refsingarskyni fyrir minni háttar brot á leynilegum hegðunarreglum innan fangelsismúranna," sagði Mark Allison, talsmaður Amnesty í Austur-Asíu, á blaðamannafundi í Tókýó. Hann fordæmdi ennfremur aftök- ur þriggja dauðadæmdra fanga sem fram fóru í fyrradag, og hvatti til þess að dauðarefsing yrði afnumin í Japan.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.