Morgunblaðið - 27.06.1998, Síða 32

Morgunblaðið - 27.06.1998, Síða 32
MORGUNBLAÐIÐ 32 LUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998 REYNSLA FYRIR LIFSBAR Teinréttir og tígulegir Fatlaðir íþróttamenn hafa gert garðinn frægan á erlendri grund. Stefáni Stefáns- syni gafst færi á að skrá ferðasögu frá keppnisferð þeirra til Lúxemborgar, þar sem meira var í húfí en góðmálmur um hálsinn, því mesti sigurinn var að vera með. TEINRÉTTIR og tígulegir gengu 40 íslenskir fatlaðir þátttakendur inná íþrótta- völlinn í Lúxemborg til að taka þátt í smáþjóðaleikum Special Olympics, sem fram fóru um mán- aðamót maí og júní síðastliðin. Engu minni voru tilburðirnir á völlunum á mótinu og að leikslokum gengu þeir hlaðnir gulli af velli. En það var ekki helsta markmiðið því á þessu móti eru sendir keppendur, sem sjaldan eða aldrei hafa á slíkt mót komið og mest er um vert að upplifun þeirra skili reynslu, sem nýtist í gegnum líf- ið og geri þeim kleyft að brjótast út úr einangrun, sem fötlun þeirra of oft hefur læst þá inní. Fyrir marga munu minningar frá Lúxemborg í byrjun júní seint eða aldrei líða úr minni því þegar kom að verðlaunaaf- hendingu ferigu sigurvegarar í þrem- ur efstu sætunum verðlaunapeninga og aðrir verðlaunaborða þannig að allir koma á verðlaunapall hverju sinni og engin er afskiptur. Að þessu sinni var mætt til leiks íþróttafólk frá Ösp frá Reykjavík, Iþróttafélagi fatlaðra Reykjavík, Þjóti af Akranesi og Kveldúlfi frá Borgamesi. Rúmlega 300 þátttakend- ur frá átta löndum, Andorra, Gíbralt- ar, Kýpur, Mónakó, Lúxemborg, Ermarsundseyjunum, San Marínó og Islandi, reyndu með sér í frjálsum íþróttum, sundi, fimleikum, borðtenn- is, knattspymu, körfubolta og sér- stakri þrautakeppni fyrir mikið fatl- aða. íslenska sundliðið vakti sérstaka athygli fyrir góða tækni og skipu- lagða þolþjálfun en ísland var nær eina landið, sem skráði keppendur bæði í styttri og lengri vegalengdir. Sama má segja um borðtenniskeppn- ina þar sem íslensku keppendumir vora í sérflokki og knattspymuliðið lenti í þriðja sæti eftir spennandi úr- slitaleik við Mónakó þar sem víta- spymukeppni réð úrslitum. Fijálsí- þróttafólldð stóð sig einnig mjög vel en margir vora þama að taka þátt í sínu fyrsta móti erlendis. Sá íþróttamaður, sem reisti makk- ann hvað mest, var Júlíus Axelsson frá Borgamesi því hann var valinn af íslenska liðinu, sem fulltrúi þess til að bera Ólympíufánann í skrúð- göngu um bæinn og loks inná leik- vanginn. Júlíus var aldursforseti ís- lenska hópsins, sextugur Borgnes- ingur, og varð mjög hissa þegar hon- um var sagt frá hvað biði hans; að þetta væri nú of mikið, of mikil hyll- ing, nær væri að einhver meira fatl- aður fengi að bera fánann og hann ætti þetta ekki skilið. En mótmæli vora ekki tekin til greina, Júlíus bar fánann með sóma og þegar hann var dreginn að húni lásu Lúxemborgarar eið Special Olympics: „Láttu mig sigra, en ef ég get ekki sigrað, gefðu mér þá styrk í tilraun minni til sig- urs.“ íslenskir fatlaðir íþróttamenn hafa um margra ára bil gert garðinn frægan og unnið til margra verð- launa á erlendum stórmótum. Er skemmst að minnast sund- og frjálsí- þróttafólksins. En þó að þeir sigrar séu stórir er oft stærsti sigurinn að Ljósmynd/Anna Karólína Vilhjálmsdóttir KEPPENDUR, þjálfarar og fararstjórar á Special Olympics í Lúxemborg 1998 standa við hlið klaustursins, sem Halldór Kiljan Laxness dvaldi í um tíma. TVEIR hressir en þreyttir. Jón Agnarsson og Kristmundur Valgarðsson frá Þjóti Akranesi. ÁRNI Jónsson frá Borgamesi gaf hvergi eftir í boðhlaupinu. SUNDDROTTNINGARNAR létu ekki sitt eftir Iiggja og hrepptu fjölda verðlaunapeninga en mest var þó ánægjan yfir góðum félags- skap á framandi slóðir. Efri röð frá vinstri: Emma Björnsdóttir, Sæ- unn Jóhannesdóttir, Kristjana Björnsdóttir, Guðbjörg Einarsdóttir, Sunna Jónsdóttir, Áslaug Þorsteinsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Marta Jane Guðmundsdóttir, Rut Ottósdóttir og Hildur Sigurðardóttir. vera með því það getur reynst mikil- vægt skref til sjálfshjálpar og sjálf- stæðis auk þess að gefa fólki tæki- færi til að ferðast og takast á við margvísleg ný verkefni. Sem dæmi hefur oft reynst foreldram erfítt að senda börn sín að heiman í slíkar ferðir, ekki síst þar sem margir fatl- aðir era mjög háðir foreldram sín- um. Því hefur Iþróttasamband fatl- aðra þá reglu að foreldrar fari aldrei með sem fararstjórar þegar börn þeirra era með í för. Erfitt já, en getur reynst afar mikilvægt. Þetta gildir þó ekki í öllum ferðum íþrótta- félaga fatlaðra á Islandi, því þar bera margir foreldrar hitann og þungann af starfinu. íþróttahreyfingin á ís- landi gæti lært mikið af þessum sam- tökum varðandi það sem snýr að uppbyggingu keppninnar, sérstak- lega hvað varðar keppni fyrir börn og unglinga. Samtökin Special Olympics Og sólina dreymir DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns DRAUMURINN um gleðilegt sum- ar rættist í gulum skóm og flaksandi raugulu pilsi, sólin vefur okkur örm- um sínum og kjassar svo við roðnum af gleði hennar, dormum í yl hennar og dreymum. Sem draumtákn á sól- in sér sögu allt frá tíma ljósagangs- ins mikla: „Verði ljós“ og fram á daginn í dag þegar menn baða sig í þeim sömu geislum og lituðu draumana rafinu gula. Sólin tengist frumhugmynd manna um Guð og sagnir af guðlegum veram er komu af himnum í logandi sólum prýða flest helgirit manna, boðskapur þessara sömu guða skóp veraldlega guði, ímynd sólar og draumurinn varð raunverulegur. Hinn dularfulli máttur sólarinnar sem skapaði og eyddi varð að mítu sem hlóð á sig sögnum um æðri handleiðslu þar sem geislarnir urðu boðberar tíð- inda, krafturinn upphafinn eða log- andi illur og litbrigðin sveifluðust frá gleði í hatur. Því sólin gefur og tek- ur og hún er ekki alltaf velkomin þó hún sé flestum kærkomin. Eitt af þúsundum tákna sólarinnar og draumsins er helgisögnin um gullið skinn hrúts nokkurs sem ku hanga á lífsins tré og færa þeim er ná því æsku og eilíft líf. Það er tvöfalt sól- tákn þar sem liturinn gullni merkir DRAUMUR sólina en um leið gullið, verð- mætasta málminn og hrútinn sem eitt af sólardýranum og merki sak- leysis, saman myndar það tákn full- komnunar. Þetta tákn notar draum- urinn til að fara með dreymandann hamskiptum milli þroskasvæða, þar sem hið gamla ég hverfur og hið nýja ég birtist aftur, endurnært af krafti sólar í nýjum ham. Mynd/Kristján Kristjánsson okkar um sdl. Draumar „Aidu“ Þessa tvo drauma dreymdi mig hvem á eftir öðrum. I. Mér fannst ég hafi tekið að mér að sinna tímabundið starfi sóknar- prests, einhvers staðar í lítilli sókn í uppsveitum Borgarfjarðar. Þetta væntanlega starf fyllti mig kvíða og áhyggjum þar sem ég kynni ekkert til verka, þó ég hafi stundum lesið eitthvað í Biblíunni. Hugsa samt að kannski geri þetta sveitafólk (frekar fullorðið) ekki miklar kröfur, en átta mig svo á því að einhver aðili á veg- um kirkjunnar muni hlýða á fyrstu messuna hjá mér og við það jókst kvíðinn. Næst finnst mér ég stödd uppi á Kjalarnesi og sé stóran flutn- ingabíl með kirkju á pallinum og veit að þetta er kirkjan sem ég á að starfa í, það er verið að flytja hana þangað. II. Ég er stödd úti í garði við heimili mitt og er búin að taka upp töluvert mikið af kartöflum og virði þær fýrir mér þar sem þær lágu of- aná moldinni. Moldin var falleg og hrein, sömuleiðis kartöflumar sem voru misstórar, sumar mjög stórar eins og stærstu bökunarkartöflur. Einhvern veginn leið mér ekkert mjög vel og gladdist ekkert sérstak- lega yfir þessari annars góðu upp- skeru og var að hugsa um að grafa þær bara aftur. Hugsa samt með mér að ég verði allavega að hirða þær stærstu og baka þær með kvöldmatnum. Ráðning Það er nú svo kúnstugt með drauma að þeir geta virst ruglings- legir, jafnvel bara bull, en reynast svo eitthvað allt annað og merki- legra þegar gi-annt er skoðað eins og þessi draumur gerir. Því hann bregður birtu á væntanleg stórtíð- indi í tramálum. Hann talar um upp- stokkun þjóðkirkjunnar (starf sókn- arprestsins var bara tímabundið), endm’skoðun trúarinnar (kirkjan flutt á bíl) og nýja sýn á Guð (ein- hver aðili á vegum kirkjunnar vekur kvíða). Þetta tengist væntanlega aldamótunum og 1000 ára afmæli kristni á Islandi (uppsveitir Borgar- fjarðar vísa til landnáms). Sveita- fólkið fullorðna stendur fyrir trú- rækna Islendinga og tengsl þín við málið er að þú stendur sem tákn fyr- ir yngri kynslóð landsmanna sem er fylgjandi þessum breytingum þó undir niðri séu menn ragir (áhyggj- ur, kvíði) við hið óþekkta. Seinni draumurinn tengist þeim fyrri en er meira á persónulegum nótum. Tengslin við fyrri drauminn er moldin fallega (af jörðu ertu kom- inn/jarðvegur breytinganna er góð- ur) og kartöflurnar sem tákn trúar (jarðepli) og þrautseigju (hér áður fyrr var kartöflur að hafa til viður- væris þegar allt annað þraut) sem vísar til að breytingarnar verði af- gerandi. Uppskeran var góð (viðtök-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.