Morgunblaðið - 27.06.1998, Side 35

Morgunblaðið - 27.06.1998, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998 35 * f ;ðið, nær sést í bæjarhúsin á Neðra-Ási en íjær til Hóla. Morgunblaðið/Golli gnuð enda slíkir munir ímasetningu. ðingur hjá Fornleifastofnun ani á Neðra-Ási. ÍRSKI beinasérfræðingurinn opn- ar eina gröfina til að kanna 4 ástand beina. lega merkilegur fundur því það bendi til þess að menn hafi verið að vinna járn en ekki eingöngu smíðað úr því. „Það eru ekki margir slíkir ofnar sem hafa fundist á Islandi en við höf- um fundið hér stórar gjallkökur og grjót sem járn hefur bráðnað utaná. Kirkjan hefur líklega brunnið og tóftin hefur svo verið notið um tíma til að vinna járn í,“ segir Orri. Beltissylgja fundin Howell Roberts er enskur föm- leifafræðingur og vinnur hjá Forn- leifastofnun, Orri segir hann verk- stjóra og eins og þeim beri fylgist Roberts með því sem fólkið er að gera, hann gengur á milli og tekur svo til hendinni. Allt í einu verður uppi fótur og fit og í ljós kemur að Roberts hefur fundið beltissylgju. Fornleifafræðingarnir kætast mjög og eru snöggir að mynda sig til við að skilgreina, hana, „þetta er úr kop- ar og tini“ segir einn og svo er skraf- að og skeggrætt, „einhver hefur misst niður um sig buxurnar" heyr- ist sagt og því fylgir hlátur. Orri segir fáa muni hafa fundist í þessum uppgreftri, beltissylgjan sé því kærkomin þótt hún sé ryðguð og láti lítið yfir sér því hún geti skipt miklu máli við aldursgreiningu. Hún er í sama lagi og rauðablástursofninn, hugsanlega frá seinni hluta miðalda. Beinin koma í ljós Á afmörkuðu svæði grafa tvær konur af meira kappi en gert er ann- ars staðar, þær eru Gróa Másdóttii’ og Hildur Gestsdóttir. Þær segjast vera að skoða þetta svæði til að leita gi-afa, þeim sé óhætt að moka rösk- lega til að byija með. Hildur er beinasérfræðingur hjá Fornleifa- stofnun og hún kannaði beinin sem grafin voiu upp í fyrra. Hún segir þau hafa verið misvel varðveitt. „Það er mjög mikilvægt að gera sér grein fyrii- ástandi þeirra svo rétt sé staðið að uppgreftrinum og meðferð þeh’ra. Einnig þarf að vera ljóst hversu miklar upplýsingar beinin geti veitt.“ Ef aðstæður leyfa verða beina- grindumar rannsakaðar næsta sum- ar en Orri segir það einstakt tæki- færi til að rannsaka heilsufar 11. ald- ar manna ef ijöldi beina frá þeim tíma finnst þarna. Þau gera sér góð- ar vonir því gjóskulagið úr Heklugos- inu 1104 var órofið yftr þeirri gröf sem hefur verið könnuð. Irskur mannabeinasérfræðingur, Barra 0. Donnabháin, er að kanna gröfina nú til að rannsaka beinin. Leitin ber til- ætlaðan árangur og ástand beinanna er kannað. Mikið vantar á beina- grindumar; aðeins stærstu beinin og höfuðkúpan hafa varðveist og era þó mjög feyskin. Þegar fomleifafræðingarnir eru kvaddir grúfa þeir sig aftur yfir timburleifar, grafir, holur, mold og gjóskulög og hverfa aldir aftur í tím- ann. Islenskur læknir finnur stökkbreytingu á geni sem veldur sjaldgæfum erfðasjúkdómi Vorum fyrstir Morgunblaðið/Golli KARL Tryggvason hélt erindi um niðurstöður sínar fyrir starfsfólk íslenskrar erfðagreiningar. Karl Tryggvason prófessor í lífefnafræði hefur stýrt hópi manna síðastliðin 10 ár á sviði genarannsókna. Nýlega birtust í læknatímariti niðurstöður hans sem þykja marka tímamót í rannsóknum á sjald- gæfum arfgengum nýrnasjúkdómi. Hugi Hreiðarsson spjallaði við hann í stuttri viðkomu hans á Islandi. NÝLEGA birtust í læknarit- inu Molecular Cell niður- stöður Karls Tryggvason- ar, prófessors í lífefna- fræði, á rannsóknum hans á sjaldgæf- um arfgengum nýrnasjúkdómi. Karl, sem stundað hefur rannsóknir síðast- liðin 2 ár við Karolinsku rannsóknar- stofnunina í Stokkhólmi, fann genið sem veldur sjúkdómnum sem gerir nýrun óstarfhæf. Börn með þennan sjúkdóm hafa ekki náð meira en þriggja ára aldri takist ekki að skipta um nýra. Niðurstöður Karls þykja marka tímamót þar sem einangrun gensins er forsenda þess að hægt sé að þróa lyf gegn sjúkdómnum. Alls tók það Karl og rannsóknarhóp hans 10 ár að finna genið en 30 finnskar fjölskyldur, sem höfðu slík tilfelli, tóku þátt í rannsóknunum. Sjúkdómurinn, sem nefnist Congenital Nephrotic Syndrome, veldur því að eggjahvítu- efni blóðsins leka í gegnum nýran og út í þvagið. Karl hélt af landi brott fyrir rúmum 30 árum. Það var haustið 1967 sem hann fór til Finnlands eftir að hafa lokið stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík. Til að byrja með hóf hann nám í arkitektúr en árið 1970 söðlaði hann um og hóf læknanám. Hann útskrifaðist sem læknir frá Oulu-háskólanum árið 1975 og varði doktorsritgerð sína sem fjallaði um orsök arfgengs nýrnasjúkdóms í börnum árið 1977. Það er einmitt sá sjúkdómur sem genið veldur sem Karl fann, 21 ári eftir að hann kláraði vörnina. „Á þeim tíma var ekki hægt að framkvæma þær rannsóknir sem gerðar eru í dag. Nú höfum við mun fullkomnari tæki og aðferðir sem ekki þekktust þá. Það era 10 ár síðan við byrjuðum að rannsaka þennan nýma- sjúkdóm en hann lýsir sér þannig að síurnar í nýranum starfa ekki eðlilega og öll eggjahvítuefni leka út í þvagið. Það er líkt því að sjúklingurinn svelti. Okkar verk var því að finna genið sem olli óstarfhæfni nýrnasíunnar." Fékk styrki Ekki var hægt að hefja rannsóknir án utanaðkomandi aðstoðar og fékk Karl styrki frá Akademíu Finnlands og vísindasjóði Sigrid Juselíus. Að því búnu réð hann hóp fólks til starfa, bæði vísindamenn og læknanema, og leitin hófst. „Það gerðum við með því að safna saman sýnum úr þeim fjöl- skyldum sem vitað var að höfðu þenn- an ættgenga sjúkdóm en hann er hlutfallslega mjög algengur í Finn- landi vegna lítillar kynblöndunar. Við söfnuðum sýnum frá 30 fjölskyldum, foreldram, bömum og systkinum. Þetta varð að gera til að finna sameig; inleg einkenni sem allir höfðu í sér. I stuttu mál fundum við síðan út gen sem var líklegt til að valda sjúkdómn- um og það leiddi okkur til þess að við gátum skilgreint hvar í litningaröð- inni var stökkbreyting. Eftir að hafa fundið út genið og staðsetningu stökk- breytingarinnar þá fengum við sýni úr alls 30 öðram fjölskyldum frá Bandaríkjunum, Afríku, Asíu og Evr- ópu. Okkur til mikillar ánægju fund- um við út að þessir sjúklingar höfðu samskonar stökkbreytingu í þessu ákveðna geni og þar með vora niður- stöður okkar staðfestar." Óþarfa fóstureyðingar Karl segir að í Finnlandi fæðist 6 til 10 börn með þennan sjúkdóm á ári eða 1 af hverjum 10.000.“ForeIdrar sem hafa eignast slík börn ganga í gegnum miklar hörmungar þar sem mjög erfitt er að eiga við sjúkdóminn og bömin þjást. Þau tútna út og líkj- ast þeim bömum sem líða næringa- skort. Eina hjálpin sem hægt er að veita þeim er að halda þeim á lífi með nýmavél þar til að þau era orðin nógu gömul til að hægt sé að framkvæma nýmaflutning. Því miður þá tekst það ekki alltaf. Þegar ég var að vinna að doktorsritgerð minni þá var tæknin og þekkingin ekki nægileg og þessi börn dóu flest innan 2 til 3 ára. For- eldrar sem hafa eignast slík börn reyna sjaldnast að eignast annað. Það gerði einnig rannsóknina erfiða þar sem fjölskyldurnar eru flestar fá- mennar og því erfitt að afla nægjan- legs sýnafjölda. I Finnlandi hefur einn af hverjum 60 það erfðaefni sem valdið getur sjúk- dómnum og ef slíkt fólk á bam saman þá eru um 25% líkur á því að bamið fæðist með þennan sjúkdóm. Því hafa foreldrar sem vita af því að þeir era í áhættuhóp látið athuga strax á fóstur- stigi hvort tilvonandi barn sé með sjúkdóminn. Margir foreldrar létu eyða fóstri af ótta við að eignast sjúkt bam en eftir að við fundum út hvert genið er kom í ljós að sumar fóstureyð- ingamar voru óþaifar." Finnland hentugt til rannsókna Rannsóknarhópur Karls hefur fjór- um sinnum áður fundið stökkbreyt- ingar í genum sem leiða til ákveðinna sjúkdóma. Hann segir Finnland vera mjög hentugt til erfðarannsókna, ekki síðra en Island. „Finnland hefur verið mjög einangrað land í þúsundir ára, mun lengur en Island. Vegna þessa er landið mjög hent- ugt til erfðarannsókna og fyrir skömmu ákvað finnska rikið að setja á stofn genarannsóknastofu fyr- ir algenga sjúkdóma tengda viðkom- andi genum. Þeir era þó komnir skammt á veg og eiga langt í land með að standa jafnfætis íslendingum." En hvað tekur síðan við nú þegar genið er fundið? „Síðan niðurstöðurn- ar birtust þá hafa boð um að halda fyrirlestra um þær streymt inn og ég mun sinna því það sem eftir lifir árs. Síðan munum við fara í það að finna út hvað eggjahvítuefnið, sem genið býr til, gerir og hvort það tengist öðr- um svipuðum nýrnasjúkdómum. Það er grunnurinn til að skilja hvernig sí- an í nýrunum virkar til að geta þróað nýtt lyf gegn sjúkdómnum.“ Ævintýri á íslandi Hvað finnst þér um þá þróun sem átt hefur sér stað í lífefnafræði á ís- landi? „Það hefur mikið breyst hér á landi eftir að fslensk erfðagreining tók til starfa. Þetta er eins og ævin- týri. Mér finnst glæsilegt hvað hægt hefur verið að gera og þarna er ein peróna sem skapar þetta. Persóna sem hefur markmið, þorir að taka áhættu og drífur hlutina áfram. Það er ómetanlegur fjársjóður sem býr í þeim upplýsingum sem nú þegar eru til um ættemi Islendinga og stórkost- legt að tekist hafi að byrja að vinna úr þeim. Hvarvetna í heiminum er talað um þetta framtak. Á mínum ferli hefur aldrei verið talað um ísland í þessu samhengi síðan Björn Sigurðsson, yf- irmaður á Keldum, kynnti rannsóknir - sínar í veirafræðum á milli 1950 og 60. Það hafa margir góðir læknar komið heim til íslands eftir að hafa numið erlendis en síðan hafa þeir lítið getað gert þar sem fjármagnið hefur skort. Það er í raun ekkert skrítið vegna stærðar þjóðfélagsins. Núna allt í einu er eitt af stærstu fyrirtækjum í heiminum í genarannsóknum hér í Reykjavík. Það eru til 4 eða 5 svipuð fyrirtæki í Bandaríkjunum en íslensk erfðagreining hefur gert stærsta ein- staka samninginn. Ég held einnig að þetta geti skapað mikil tækifæri, bæði fyrir Háskóla íslands sem og þá vís- indamenn sem þar starfa, á alþjóðleg- an mælikvarða.“ Er að nálgast ísland En er Karl á leið til landsins? „Ég er að færast nær landinu. Við bjugg- um hér áður í norðurhluta Finnlands en fyrir tæpum þremur árum fluttum við til Svíþjóðar. Það er hins vegar nær ógerlegt fyrir mig að vinna að svipuðum rann- sóknum hér á landi þar sem bæði vantar fjármagn og þekkingu. Ég er með 35 manns í vinnu og lítil von til að fá opinbera styrki fyrir slíkt hér á landi.“ Foreldrar Karls eru Ti-yggvi Stein-' grímsson fv. bryti hjá Eimskipafélagi Islands, sem nú er látinn, og Ása Karlsdóttir. Karl á þrjú systkini, Björn, sem er læknir, Guðrúnu og Ingveldi Maríu sem báðar eru við- skiptafræðingar. Eiginkona Karls er finnsk og heitir María Tryggvason og eiga þau þrjá syni, Kristján, Sam ■» Henrik og Jan Erik. Börn dóu flest innan við 2 til 3 ára

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.