Morgunblaðið - 27.06.1998, Qupperneq 38
38 LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MARGMIÐLUN
MYNDDISKASPILARAR eru komnir á almennan markað og salan góð að sögn. Hér gefur að líta spilara frá Sony og Panasonic. Sá fyrrnefndi kostar um 70.000 krónur en sá síðarnefndi
heldur minna. Spilararnir nýtast einnig sem venjulegir geislaspilarar, en hægt er að fá mun dýrari spilara sem eru þá betri geislaspilarar um leið.
Mynddisk-
arnir koma
Myndbandstæki eru til á flestum heimilum
þrátt fyrir heldur lítil mynd- og hljómgæði
VHS-tækninnar. Árni Matthíasson spáir
því að önnur bylting sé framundan eftir að
hafa kynnt sér DVD-spilara.
DVD, sem kvikmyndaútefendur
kalla mynddiska, eru geisladiskar
sem byggjast á nýrri tækni. Við
lesturinn er notaður leysigeisli af
annarri bylgjulengd en á hefð-
bundnu geisladrifi, þ.e.a.s. mjórri
geisli, og því er hægt að hafa dæld-
imar í disknum sem geyma gögnin
minni og þéttar saman. A DVD disk
eru dældimar 0,74 míkron á móti
1,16 míkronum á hefðbundnum
diskum. í hefðbundnum geislaspil-
ara er leysigeislinn innrauður með
780 nanómetra bylgjulengd, en í
DVD-lesara rauður með 635 til 650
nanómetra bylgjulengd. Með þessu
móti má sjöfalda geymslurýmið, upp
í 4,7 gígabæti, eða GB, en sú tækni
að hafa diskana tveggja laga er lík-
lega merkilegasta tækniframfórin.
Á geisladiskum er lag sem endur-
kastar leysigeislanum, en á tveggja
laga DVD-diskum er annað hálf-
gegnsætt lag ofan á því. Vegna þess
að það er hálfgegnsætt komast ekki
fyrir á því nema 3,8 GB og því sam-
anlagt á slíkum disk 9,8 GB á hvorri
hlið. Þetta gefur ýmsa möguleika,
bæði lengri bíómyndir eða fleiri en
eina á sama diski, en þegar löng
kvikmynd er sett á slíkan disk verð-
ur áhorfandinn aðeins var við flökt
brot úr sekúndu á meðan leshausinn
er að stilla sig af fyrir ytra byrðið.
Einnig mætti hugsa sér að á slíkum
disk væri geisladiskur með tónlist á
innra laginu, en þar fyrir ofan hálf-
gagnsætt lag með tölvugögnum.
Tölvur og geislaspilarar gætu lesið
innra lagið, en DVD-lesara þyrfti til
að lesa ytra lagið. Með þessu móti
mætti til að mynda brúa bilið á milli
nýrrar tækni og þeirrar sem er al-
mennt notuð. Ogetið er að hægt er
að hafa gögn beggja vegna á DVD-
diskum, en þá þarf vitanlega að snúa
þeim við. Á slíkan disk mætti setja
9,4 GB, en tvöfaldan tveggja laga
disk 19,6 GB, eða innihald 13.600
tölvudiska eða 30 geisladiska.
Helst stóð DVD-tækninni fyrir
þrifum framan af að menn deildu
um staðla sem notaðir yrðu til að
vista gögnin. Þó nokkuð er síðan
greitt var úr því eins og sést best á
því að á annað þúsund kvikmyndir
hafa þegar verið gefnar úr á DVD
diskum og þúsund til væntanlegt á
næstu tveimur árum svo ekki er lík-
legt að skipta verði um staðal úr
þessu.
Mynddiskaspilarar
streyma á markað
Mynddiskaspilarar eru þegar
teknir að streyma á markað frá öll-
um helstu framleiðendum, og einnig
eru til fjölmargar gerðir slíkra spil-
ara fyrir tölvur, sem þá geta vitan-
lega einnig lesið DVD diska með
tölvugögnum. Ýmislegt efni er og að
koma út á slíkum diskum, til að
mynda er til sérstök DVD útgáfa af
Encarta alfræðiriti Microsoft, ýmsir
tölvuleikir eru til á DVD diskum og
svo má telja. Ekki getur síðan verið
langt í iand að útgefendur tónlistar
taki við sér, því DVD-diskar henta
afskaplega vel fyrir slíka útgáfu
sem mætti þá hafa vandaðri, með
víðara tíðnisvið og meiri hljómgæð-
um.
Á næstu mánuðum eru væntanleg
á almennan markað fyrstu svonefndu
DVD-RAM drifin, þ.e. drif sem skrif-
að geta á DVD-diska. Margir hafa
reyndar sett það fyrir sig að geta
ekki notað DVD spilarann til að taka
upp kvikmyndir eða annað efni úr
sjónvarpi, en þó DVD-RAM komi á
markað er það fyrst og fremst fyrir
tölvugögn; það þarf meira til ef snúa
á sjónvarpsefni yfir í MPG-2 þjappað
form og brenna síðan á diskinn. Enn
er því nokkuð í land með að geta tek-
ið upp á slíka diska beint úr sjón-
varpi, hvað þá aftur og aftur líkt og
með myndband, en ekki er heldur
ástæða til að setja það fyrir sig. Ef
menn á annað borð hafa gaman af
kvikmyndum, eiga þeir eftir að falla
fyrir DVD tækninni sem skilar miklu
betri myndum en gamla VHS-dótið
og ekki skemmir að fá aukaefnið sem
fylgir flestum myndum, auldnheldur
sem hægt er að horfa á margar
myndanna í breiðtjaldsuppsetningu,
en ekki tálgaðar niður í sjónvarp.
Kvikmyndaframleiðendur hafa
skipt heiminum niður í svæði, meðal
annars til að halda betur utan um
markaðssetningu á myndum sínum
á myndböndum, og þannig geta
mynddiskaspilarar aðeins spilað
myndir með viðeigandi svæð-
iskóða. Sama á við um tölvumar
og þegar drif er sett upp í tölvu
þarf að svara spurningu um
hvaða svæði tölvan er á. Hægt
er að skipta um svæði sex sinn-
um og síðan ekki söguna meir.
Þetta hefur framleiðendum þótt
gott á pappímum, en ekki tók
langan tíma að komast fram hjá
því, því að flestir eigendur DVD
drifa í tölvur hafa eflaust nálgast lít-
inn rekil sem fáanlegur er á Netinu
og sér til þess að svæðiskóðinn
skiptir engu máli. Líklega verður
besta svæðisvörnin sú þegar upp er
staðið að kvikmyndir sem gefnar
em út fyrir svæðið sem Island er á
verða með íslenskum textum og
jafnvel valmyndum. Reyndar gefst
fágætt tækifæri með nýrri tækni að
leggja af gamaldags viðskiptahöml-
ur á kvikmyndum á myndböndum
eða diskum og taka upp samtímaút-
gáfu vestan hafs og austan.
Útgáfa á íslensku
Morgunblaðið/Kristinn
HALLGRÍMUR Kristinsson og Eyþór Guðjónsson umkringdir mynddiskum.
SAM MYNDBÖND riðu á vaðið í útgáfu á
mynddiskum, kvikmyndum á DVD sniði
hér á landi, því í lok apríl síðastliðins
komu út 10 myndir frá Waraer með ís-
lenskum texta. Hallgrímur Kristinsson hjá
SAM myndböndum segir að frekari út-
gáfa sé í burðarliðnum og þannig komi 25
myndir í ágúst og síðan verði nokkrar
myndir gefnar út í hveijum mánuði fram-
vegis.
Hallgrímur segir að Warner í Banda-
ríkjunum annist um þessa útgáfu og
fyrstu myndirnar hafi verið á svæði 2, en
fyrir næsta skammt verði búið að breyta
svæðisskipan meðal annars vegna breskra
laga um merkingar slíkra diska og Bretar
og írar verða því nánast einir á svæði. Is-
land mun afur á móti tilheyra svæði 19
tungumála.
Eins og getið er komu 10 myndir fyrir
tveimur mánuðum en síðan ekki söguna
meir og kvað Hallgrímur skýringuna þá
að verið var að flytja framleiðsluna til
Evrópu. „í næstu útgáfu verður blanda af
nýjum myndum og eldri og þannig verða
nokkrar myndir gefnar út á myndabandi samtímis og DVD,
sem verður væntanlega reglan í framtíðinni," segir Hall-
grímur og bætir við að útgefendur reyni gjarnan að hafa
með eitthvað aukreitis og þannig fylgi kvikmyndinni Mich-
ael Collins á mynddisk, sem væntanleg er í haust, rúmlega
50 mínútna sjónvarpsþáttur um Collins.
Hallgrímur segir að SAM myndbönd hafi sent Warner
texta við alimargar myndir, en einnig hafi menn þar á bæ
sagst mundu ráða fslenska þýðendur eftir því sem þörf kref-
ur til að tryggja að útgáfan verði sem jöfnust og mest.
Nú hafa allmargar kvikmyndir verið talsettar hér á landi,
þá sérstaklega myndir frá Disney, en Hallgrímur segist ekk-
ert geta sagt um hvort unnt verði að tal-
setja myndir fyrir íslenskan markað og
reyndar hafi Disney ekkert gefið út um
hugsanlega útgáfu á DVD. „Það eru þó
alltaf einhver fyrirtæki að bætast við og
þannig hafa flest þerra sem sögðust ekki
myndu gefa út á DVD í bráð breytt um
stefnu og taka þátt í úgáfunni af sama
krafti og aðrir. Það er þegar búið að gefa
út 1.000 titla í Bandaríkjunum og því er
spáð að þeir verði orðnir 2.000 efir tvö ár,
enda er íjórfaldur söluhraði á DVD mynd-
um miðað við það sem var þegar geisla-
diskarnir komu á markað eða fyrstu VHS
myndböndin. Hér á iandi eiga eftir að
koma 120 titlar fyrir jól á okkar vegum.“
Hallgrímur segist telja að mynddisk-
arnir muni með tímanum breyta markaðs-
setningu á myndböndum og þannig verði
meira um samtímaútgáfu í Bandaríkjun-
um og Evrópu. Áhersla er og lögð á að
hafa verð í Evrópu áþekkt og í Bandaríkj-
unum og reyndar segir Hallgrímur að
verð hér á landi sé nánast það sama og
annars staðar í Evrópu sem geri það ekki
eins eftirsóknarvert að kaupa myndir ytra, en myndir innan
fslenska svæðisins, þar sem eru meðal annars önnur Norður-
lönd og þorri Evrópu, verða eðlilega allar með íslenskum
texta líka. „Það tekur vitanlega tíma að vinna upp það rúma
ár sem Bandaríkjamarkaður hefur í forskot, en það á eftir
að komast á meira jafnvægi þegar fram líður.“
Það sem
telur...
Gríðarlegur
afkastamunur
er á Pentium
og Pentium II
örgjörvum.
Þess vegna er
Pll framtíðin.
Fifa “98, Nightmare Creatures, Terricade, Tomb
v Raider, Mech Warrior II, Ultimate Race
ATHOGIÐ
pni Pentium II266 IVlhz
BT • SKEIFAN 11 • SÍMI 550-4444 • POSTKROFUSIMINN 550-4400