Morgunblaðið - 27.06.1998, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998 394
MARGMIÐLUN
Frábær slags-
málaleikur
—nsaiii—
Dead or Alive
Dead or Alive, leikur fyrir PlatStation frá Temco.
Leikurinn styður Analog- stýripinna og Dual Shock
og hægt er að komast í tæri við falda aðalkarla
með minniskorti.
SLAGSMÁLALEIKIR hafa lengi verið ein
vinsælasta leikjategundin í leikjatölvum og hef-
ur engin breyting orðið á því til þessa. Nú hef-
ur Temco gefíð út nýjan slagsmálaleik sem
nefnist Dead or Alive.
Dead or Alive er leikur sem minnir afar mik-
ið á hinn sívinsæla Virtual Fighter sem flestir
muna líklegast eftir, enda hafa margir Virtual
Fighter „klónar" komið fram til þessa en þessi
tekur flestum fram í gæðum.
I Dead or Alive sést ekkert blóð, engin nekt
og engin morð eru framin en þó má ekki af-
skrifa leikinn strax vegna þess. Mörg mismun-
andi bardagaumhverfí eru í leiknum, eitt fyrir
hverja persónu.
Persónurnar ena níu, þar af sex karlar og
þrjár konur og fyrir þá sem eru femínistar í
eðli sínu eða stelpur er hægt að velja hvort
brjóstin skoppa eða ekki.
í Virtual Fighter kom það fyrir að keppandinn
datt út úr hringnum og var þá leikurinn búinn
og sá sem datt út tapaði. í Dead or Alive missir
sá sem dettur út úr hringnum örlitla orku, ann-
að ekki.
Hægt er að keppa við alla níu keppendurna
og svo við endakarlinn, spila við annan kepp-
anda og fara í tíma- og útsláttarkeppni, einnig '
er að hægt að búa til lið og keppa við önnur lið.
Ef spilendum líkar ekki föt keppendanna er
hæj*t að velja um þrenns konar klæðnað.
I Virtual Fighter eitt var einungis hægt að
beita örfáum brögðum, í númer tvö batnaði það
til muna en í þessum leik er frekar erfitt að
muna öll brögðin og allar samsetningarnar.
Ef spilandi hefur tímt að kaupa sér
minniskort getur hann farið aftur í leikinn á
sama stað og hann hætti.
Dead or Alive er frábær slagsmálaleikur en
því miður bara enn einn „klón“ af Virtual
Fighter og hver hefur ekki fengið nóg af þeim.
Ingvi M. Árnason
Liðsstiórinn á netinu
HEIMSMEISTARAKEPPNIN í
Frakklandi stendur sem hæst og
fækkar óðum liðunum sem enn eru
eftir í keppninni. Á netinu fjölgar aft-
ur á móti liðunum því þar keppa
menn með eigin lið með aðstoð tölv-
unnar og netsins.
HM-leikir eru aðgengilegir víða
um heim, þar á meðal hér á landi hjá
Margmiðlun, sem opnaði vefínn
„Liðsstjórann". Á þeim vef eru tveir
leikir sem byggjast annars vegar á
Landssímadeildinni, og mikið eftir af
honum því keppni stendur sem hæst,
og svo hins vegar á Heimsmeistara-
kegpninni í Frakklandi.
Á slóðunum http://www.mmedia-
.is/lidsstjorinn og http://www.rn;
media.is/hm er leikina að fínna. I
upphafi er liðsstjórum úthlutað spila-
peningum eða einingum sem þeir
nota til að kaupa og setja saman lið
úr leikmannahópi ‘Landssímadeildar-
innar eða Heimsmeistarakeppninnar,
en leikmenn eru mismunandi verð-
mætir og hægt að selja þá og kaupa
að vild. Leikmenn fá síðan stig og
hækka og lækka í verði eftir frammi-
stöðu í deildinni eða heimsmeistara-
keppninni og skora þannig stig fyrir
lið þátttakandans. Stigagjöfín er nán-
l iðsiítiótirm ♦
File gdd View fio £ommunica«Of Help
Back Forwáíd Rdoad Home Search Gtndc Pfint Secuiy Stop
” BookrAAfks Jfc, Localion j hltp: //www mmeda ts/feds s (jonnn/
Skra þátttOku
RcqIuí
Fréttir
Vorölaun
Si aóa
Loíkdagar
Hjálp
Pó$tUf
orinn
salnaðu liði
og sigraðul
Landssímadeildin
Velkominn á heimaslóöir Liðsstjórans!
Hér stofnar þú þitt lið, færð úthlutað spilaeiningum og
kaupir leikmenn úr leikmannahópi Landssímadeildarinnar,
Leikmenn fá stig og hækka og lækka í verði eftir frammistöðu sinni f
deildinni og skora þannig stig fyrir þitt lið.
Bolíiiiri <%.
i Forrítunj
Tokhj þótl
Gott er að byrja á að lesa reglurnar sem útskýra leikinn nánar en
síðan er ekki eftir neínu að bíða........spilaðu með!
Ef þú hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir sem þú vilt
koma á framfæri þá hikaðu ekki við það þvf með því ert þú eflaust
að hjálpa til við að gera Liðsstjóraleikinn sem bestan,
Skráðu inn notandanafn þitt og lykilorð til að
skoða eöa breyta liði þínu. Ef hefur ekki spilað Not*n<<il I
fyrr, þá skaltu skrá þátttöku þína í leikinn. ,---------
______ j Lykllorði |
\m Skra þátltðku |
Spila leik |
Ueikurinn virkar best I Explorer 4.0 og Netscape 4.0. Ef notandi er
rneð eldri gerð af vefr/ni eru leiðbeiníngar um hvað skal gera eftír
að skráninu er lokið og leikurinn hefst.
ar útskýrð á Liðsstjóravefnum.
Fréttir og stigagjöf eru uppfærðar
vikulega af starfsmönnum Margmiði-
unar og gerist það einum til tveimur
dögum eftir lok hverrar umferðar.
Engin takmörk eru á fjölda liða og
þátttakendur geta verið með fleiri en
eitt lið í gangi, aukinheldur sem liðs-
stjórar velja nöfn liðanna sjálfir. Fyr-
ir vikið eru þau sum sérkennileg, til
að mynda eru fímm efstu lið í Liðs-
stjóraleiknum Karlsruhe, Bafana,
LOG Utd., Golden State og KINGS-
2.
Verðiaun eru í boði í báðum leikj-
unum fyrir þau lið sem safnað hafa
flestum stigum og tilkynnt sérstak-
lega. í Landssímadeildarleiknum eru
veitt verðlaun því liði sem stendur sig
best í hverri umferð og í lok móts því
liði sem hefur bestan samanlagðan
árangur. Fyrir þátttöku í Heims-
meistaraleiknum eru veitt verðlaun
fyrir bestan árangur í riðlakeppninni
og síðan fyrir bestan árangur í hverri
umferð útsláttarkeppninnar.
Hægt er að hætta leik og byrja
hvenær sem er fyrir síðustu leikviku,
en síðasti möguleiki á skráningu
og/eða breytingu á uppstillingu er
þremur tímum fyir ásettan leiktíma.
Verndaðu
húsið
SIBA
þakrennu-
vörurnar eru
búnar til úr
Plastisol vörðu
stáli og eru til í
mörgum litum.
Einfalt fyrir þig sem
vinnur verkið sjálfur.
ÍSSBA
($1 BLIKKÁS hf
Símar 557 2000 og 557 7100
Skemmuvegi 36 Bleik gata
Kópavogi
Nýtt
örgjörvasett
SLAGURINN liarðnar enn í
þrívíddargrafíkinni og nýj-
ustu fregnir herma að enn
eigi eftir að skerpast línur.
Þannig hafa IBM, Rendition
og Fujitsu tekið höndum sam-
an uin nýtt þrívíddarör-
gjörvasett.
Bestu lausnir í þrívíddar-
grafík hafa til þessa byggst á
því að láta sérstakt skjákort
sinna þrívíddinni, en annað
kort, oft innbyggt, annast tví-
víddina. Margir hafa reynt að
setja saman kort sem sameini
hvort tveggja, góða þrívídd
og tvívídd, en ekki tekist ýkja
vel upp; slík kort hafa þótt
ósannnfærandi samsuða. Nú
hyggjast IBM, Rendition og
Fujitsu setja saman kort sem
annist alla grafíkvinnslu og
taki að auki álag af ör-
gjörvanum.
Þrívíddarkort hafa náð svo
langt, til að mynda Voodoo 2
örgjörvasettið frá 3Dfx, að
þau eyða talsverðum tíma í
að bíða eftir örgjörvanum.
Nýtt örgjörvasett frá áður-
nefndum samstarfsaðilum
byggist aftur á móti á því að
færa grafíkvinnsluna nánast
alla út úr örgjörvanum og
Iáta skjákortið annast hana
að öllu leyti.
Ekki er ljóst hvaða þrívídd-
arforritunaskil, API, ör-
gjörvasettið styður, en þó að
OpenGl sé í náðinni. Það þýð-
ir að Quake-vinir til að
mynda geti glaðst, en aftur á
móti eru þeir ekki eins kátir
sem nota Microsoft DirectX
leiki, sem eru reyndar vel
flestir. Hercules er með þeim
fyrstu sem framleiða munu
kort með nýja settinu og eru
fyrstu slík Hercules-kort
væntanleg í næsta mánuði.
Örgjörvasettið byggist á
V2200 þrívíddarhraðlinum
frá Rendition og FGX-1 tækni
Fujitsu.
Innlausnarverð vaxtamiða
verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs
Hinn 10. júlí 1998 er 25. fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra
spariskírteina ríkissjóðs í l.fl.B 1986.
Gegn framvísun vaxtamiða nr. 25 verður frá og með 10. júlí nk. greitt sem hér segir:
Vaxtamiði með 50.000 kr. skírteini = kr. 5.327,00
Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið
10. janúar 1998 til 10. júlí 1998 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun
sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu skírteinanna.
Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga.
Innlausn vaxtamiða fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands,
Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. júlí 1998.
Reykjavík, 21. júní 1998
SEÐLABANKIÍSLANDS