Morgunblaðið - 27.06.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.06.1998, Blaðsíða 46
^46 LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐBJÖRG JÓNÍNA * HELGADÓTTIR Guðbjörg Jónína Helga- dóttir fæddist á Helgusöndum Vestur-Eyjafjalla- hreppi 10. október 1928. Hún lést að- faranótt 18. júní síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Helgi Jónasson og Guð- laug Sigurðardóttir sem bjuggu í Selja- landsseli í Vestur- EyjaQallahreppi. Systkini Guðbjarg- ar eru: Elimar; Jónas, d. 2. júní 1944; Guðrún; Sigríður; og Sigurður. Eftirlifandi sambýlismaður Guðbjargar er Magnús Sigur- jónsson, Hvammi, Vestur-Eyja- íjöllum. Foreldrar hans voru Sigurjón Magnússon og Sigríð- ur Einarsdóttir. Börn Guðbjargar eru: 1) Guðlaugur, maki hans er Guð- rún Arnadóttir og eiga þau þijú börn, Guðrúnu Jónu, Val- borgu og Guðlaugu Helgu. 2) Helgi, maki hans er Sig- rún Adolfsdóttir og eiga þau fjögur börn, Ólaf Guðna, Sigurbjörgu, Guð- laugu Jónu og Hug- rúnu. 3) Knútur, maki hans er Val- gerður Ólafsdóttir, þau eiga tvö börn, Ernu og Báru. Guðbjörg átti tvö barnabarnböm, Orra og Guðlaug Má. Utför Guðbjargar fer fram frá Stóradalskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Kveðja til ömmu Elsku Bogga amma, núna ertu farin burt á æðri stað. Ókkur þykir erfítt að hugsa til þess að geta aldrei aftur komið við hjá þér eða fengið þig í heimsókn, hlegið með þér á góðri stundu eða fundið fyrir væntumþykju þinni og ástúð. Við fundum svo sannarlega fyrir hve vænt þér þótti um okkur, ekki var það til sem þú vildir ekki gera fyrir okkur eða gefa. Það var sama hver óhöppin voru eða prakkarastrikin, þú tókst ætíð okkar málstað og máttir ekki heyra á það minnst að við fengjum ákúrur fyrir. Við mun- um aldrei gleyma þér, elsku amma, " *ég núna vitum við að þér líður vel. Hver sá, sem ákallar nafn Drott- ins, mun frelsast. (Post. 2.23.) Meistarinn er hér og vill finna þig. (Jóh. 11.28.) Vertu sæl, elsku amma, og takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Erna og Bára. Mig langar með þessum línum að minnast frænku minnar og móð- ursystur, Guðbjargar J. Helgadótt- ur, frá Seljalandsseli. A slíkum stundum reikar hugur- *inn aftur í tímann og minningamar streyma fram. Ég átti því láni að fagna að fá að dveljast í sveitinni í Seli þegar ég var barn og ungling- ur. Bögga frænka var þar einn af þessum föstu punktum í tilverunni ásamt ömmu og afa. Alltaf var hún tilbúin að liðsinna, spjalla og vera fyrst og fremst vinkona með einkar góða návist. Ég reyndi það á ung- lingsárum mínum að við hana var hægt að tala um allt, og reyndist hún mér þá sem móðir. Fyrir það hef ég alltaf verið henni þakklát. I minningunni sé ég hana austur í Seli, á sólskinsdegi, syngjandi í eldhúsinu við verkin, snarast út á \enúru, gefa hundinum eða hella upp á könnuna, alltaf glaða á hveiju sem gekk. Viðmótið var alltaf hlýtt og alltaf var manni tek- ið jafn fagnandi og þá gjaman með orðum eins og „ertu komin krúttið mitt“ eða ,jæja, lambið mitt“. A mannmörgu sveitaheimili, eins og oft var í Seli í þá daga þegar ég dvaldi þar, þurfti mikla skipulagn- ingu og dugnað til að allt gengi upp. Þar hvíldi mest á Böggu sem naut dyggrar aðstoðar ömmu. Það var alltaf svo gott að vera í eldhús- -»jnu hjá þeim. Við spjölluðum um alla heima og geima. Bögga lagði ef til vill kapal, fékk sér kaffisopa úr glæm glerglasi og sígarettu, og amma prjónaði gjaman. Það er fjársjóður að eiga svo góðar minn- ingar. Sem bami fannst mér Bögga eiga ákaflega fallegt herbergi, ^í,austrí“ eir.s og það var kallað. Þar vom fallegir hlutir hvert sem litið var sem lítilli hnátu fannst gaman að fá að handleika. En fljótt lærði ég að þar átti ekki að rífa og tæta. Það var sannkallaður helgidómur. En litist manni vel á eitthvað sem hún átti var hún oftar en ekki búin að rétta það að manni með þeim orðum að hún hefði ekkert að „gera með þetta“ eða „blessuð þú mátt eiga þetta ef þú vilt“. Þannig var hún alla tíð til hinstu stundar, vildi öllum gefa allt. Ég get ekki minnst hennar frænku minnar án þess að geta þess hve mikill dýravinur hún var. Þó áttu ærnar hennar alla tíð stórt pláss í hjarta hennar og huga. Það var gaman að fylgjast með henni á vorin í sauðburðinum. Þá ljómaði hún þegar allt gekk vel. En ekki átti það nú beinlínis illa við hana þó stundum þyrfti að koma heim með móðurlaus lömb, sem gefa þurfti pela. Það verkefni tók hún fúslega að sér og hafði ánægju af. Um nokkurt skeið átti Bögga við alvarleg veikindi að stríða. Hún bar sig alltaf eins og hetja, heyrðist aldrei kvarta. Alltaf kát og glöð. Sem betur fer fékk hún að vera heima í Hvammi til hinstu stundar, en þar hefur hennar heimili verið undanfarin ár. Elsku Bögga mín, þín mun ég sárt sakna. Ég þakka þér af alhug fyrir allt sem þú hefur verið mér og fyrir mig gert. Elsku Maggi, Guðlaugur, Helgi, Knútur og ykkar fjölskyldur. Ég og fjölskylda mín vottum ykkur einlæga samúð. Henný Júlía Herbertsdóttir. Það var fallegur mánudags- morgun sem blasti við okkur í Vesturbergi hinn 25. maí síðastlið- inn. Afi í Hvammi hafði verið hjá okkur, því Bögga, eins og við köll- uðum hana flest, hafði verið tíma- bundið á Landspítalanum vegna erfiðra veikinda, en nú var hún á leiðinni í sveitina sína aftur. Við sóttum Böggu svo fína og vel til hafða, eins og hún var alltaf, til Guðrúnar systur sinnar, sem hún hafði dvalið meðal annars hjá í veikindum sínum, og lögðum af stað undir fjöllin. Veðrið var svo fallegt og eins og góðum Islend- ingum sæmir var mikið talað um veðurblíðuna og fegurðina á leið- inni. Bögga var svo ánægð að fara aftur austur í Hvamm, því allt sumarið væri framundan en á þeim árstíma er hvergi fallegra en undir Eyjafjöllum. Við teygðum úr okkur á Vegamótum og síðan var stoppað í kaffisopa hjá Önnu frænku á Hellu, þar sem afi og Bögga komu ósjaldan í heimsókn. Að lokum komum við svo heim í Hvamm þar sem var sól og blankalogn. Við vorum beðin að athuga hvort „rauða merin“ hefði kastað og var Bögga fljót að sjá að það var komið folald þó að hrossin væru lengst vestur á Borgartúni. Böggu þótti ákaflega vænt um all- ar skepnur og voru dýrin hennar afar hænd að henni. Bögga var fljót að leggja á borð- ið og áður en hendi var veifað var búið að smyija brauð og flatkökur og kaffikannan stóð stútfull á borð- inu. Það var alveg sama hvenær maður kom til afa og Böggu, það var alltaf meira en nóg til og mikill myndarskapur þar á bæ. Við fjöl- skyldan minnumst margra góðra ára með Böggu og hve vel hún tók okkur öllum, bömum, tengdaböm- um og bamabömum hans afa, það var alveg sérstakt. Og það verður skrítið að hafa Böggu ekki með í ferðalögum eins og síðustu ár, eins og til Akureyrar og til Snæfells- ness og á Strandirnar og í allar ógleymanlegu og skemmtilegu ferðirnar inn í Veiðivötn með Kristni á Hellu. Síðasta sumar fóm svo systkinin nánast allar helgar í vinnuferðir í Hvamm og var þá oft slegið á létta strengi. Ég held að engan hafi gmnað þegar við keyrðum Böggu heim að hún myndi kveðja okkur svona fljótt og það verður tómlegt að koma í Hvamm og sjá ekki Böggu við eldhúsgluggann við hlið afa. Hún var okkur öllum svo góð og þó sérstaklega honum afa. Við kveðj- um Böggu með söknuði og megi góður guð styrkja elsku afa Magga og fjölskyldu Guðbjargar. Linda Ásgeirsdóttir. Nú er Bögga í Seli, frænka okk- ar og vinur, dáin. Hún sem hefur alltaf verið einn af fóstum punktum í tilvera okkar hefur nú kvatt okk- ur og þetta jarðlíf allt of fljótt. Nokkmm dögum fyrir andlát hennar hittum við hana stutta stund, svo káta og hressa að sjá, og þykir okkur sérstaklega vænt um að hafa fengið tækifæri til að sjá og kveðja hana þótt við vissum ekki þá að þetta væri síðasta skiptið sem við sæjum hana í lifanda lífí. Bögga var einstök manneskja í okkar huga og aldrei bar skugga á samskipti okkar. Við dáðum hana fyrir hlýju hennar, hjartagæsku og mannkosti. Nú á þessari kveðjustundu rifj- ast upp svo margt gamalt og gott, allar samverastundirnar í Selinu. Ég man sérstaklega eftir því þegar Bögga kom heim frá Noregi, þar sem hún hafði verið að vinna, með gjafir handa öllum og hafði frá mörgu að segja, sem hún hafði séð þar. Að búa og vinna í útlöndum þótti manni ævintýri í þá daga. Og hvað henni þótti nú vænt um roll- umar sínar alla tíð og dekraði við þær, sérstaklega heimagangana. Bögga var mjög gestrisin og þótti gaman er gesti bar að garði. Alltaf vora til tertur í búrinu, hvort sem var í Seli eða á seinni áram í Hvammi, þar sem þau Bögga og Maggi vora einstaklega samhent í að láta manni finnast maður vera sérstakur gestur og einstaklega velkominn. Já, margs er að minnast, meðal annars þess er ég fór í fyrsta skipti á fjall, en þá gisti ég í Seli. Þá hélt Bögga bú með foreldram sínum. Þetta var á þeim áram sem fjall- menn fóra með skrínukost. Það er skemmst frá því að segja að þegar smalinn fór að taka upp úr töskum sínum í Mörkinni kom í ljós að þar hafði nú ýmsu verið við bætt, sokk- um, peysu, mat o.fl. Þá vissi ég að hún hafði viljað vera viss um að ég væri vel útbúinn til fjallferðarinn- ar. Þama var henni vel lýst, alltaf að hugsa um aðra. Þó að Bögga frænka sé nú horfin sjónum okkar lifir hún áfram í minningum okkar. Helga og Guðmundur. í dag kveðjum við Guðbjörgu Jónínu Helgadóttur frá Seljalands- seli. Þar er gengin góð kona sem öllum þótti vænt um sem henni kynntust. Gjafmildi Boggu var einstök, ekkert var of gott fyrir vini hennar og vandamenn. Við komum oft að Seli ásamt bömum okkar og var Bogga þar ætíð með sitt ljúfa við- mót og elskulegheit, uppbúin rám og kaffi á könnunni. Osjaldan sagði hún: Ragna mín, ég átti von á þér svo ég bakaði uppáhaldskökuna þína. Heimilið í Seli hefur ætíð verið gott sveitaheimili, þar ól Bogga upp drengina sína, þá Guðlaug, Helga og Knút, með hjálp fjöl- skyldu sinnar. Síðar stóð hún að fé- lagsbúinu að Seljalandsseli ásamt tvíburanum og Sigurði Sigurþórs- syni í nokkuð mörg ár. A þeim ár- um áttu foreldrar hennar, Helgi og Guðlaug, öraggt skjól hjá dóttur sinni og fjölskyldunni allri. Árið 1983 flutti Bogga að Hvammi til Magnúsar Sigurjóns- sonar, sem þá var ekkjumaður. Þessi ár hafa þau verið hvort öðru stoð og stytta og miklir félagar. Til dæmis ferðuðust þau mikið saman, ýmist á eigin vegum eða með hjálp vina og vandamanna. Þeim var báðum mikils virði að fá fólk í heimsókn og að koma til þeirra að Hvammi var á margan hátt ógleymanlegt. Maggi reyndist Boggu afar vel í veikindum hennar og síðast þegar við komum í heim- sókn á sunnudegi hafði hann skroppið á næsta bæ, en staldraði stutt við því hugurinn var heima. Það var mikils virði fyrir Boggu að fá að vera heima til hinstu stundar. Þökk sé öllum þeim sem hjálpuðu til þess. Elsku Bogga, hafðu þökk fyrir allt sem þú varst okkur, minning- arnar lifa. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur, mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofí rótt. (Þýð. S. Egilsson) Elsku Maggi, Gulli, Helgi, Knút- ur og fjölskyldur, okkar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Sigurður og Ragna. Eg hef augu mín til fjallanna, hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. (121. Davíðssálmur.) Nú þegar hún Bogga frænka okkar hefur kvatt okkur hinstu kveðju komu þessi orð úr Davíðs- sálmum upp í hugann. Þau era al- veg táknræn fyrir hana Boggu, hún sem tráði á Guð sinn og hún sem ólst upp og lifði alla sína ævi í skjóli fjallanna sinna, Eyjafjall- anna. Það var alltaf gott að hitta Boggu, hún var létt og kát og alltaf var stutt í dillandi hláturinn. Hún var höfðingi heim að sækja, alltaf var hlaðið borð af kræsingum og gjafmild var hún með eindæmum. Bogga talaði stundum um dauðann, ekki að hún hræddist hann, heldur að hann væri sjálfsagður hluti af tilveranni og jafnvel ekkert óvel- kominn þegar að honum kæmi. Núna, þegar hún er dáin, er það svolítið skrítið að einmitt þetta tal sem manni þótti stundum svolítið óþægilegt er kannski það sem ger- ir orðinn hlut bærilegri. Bogga átti sterka trá á Guð al- máttugan og nú síðustu árin þegar hún barðist við illvígan sjúkdóm sýndi hún mikið æðraleysi og styrk á erfiðum stundum. Um þarsíðustu helgi hittist margt af frændfólkinu frá Selja- landsseli. Þangað kom Bogga ásamt Magga sínum og sennilega hefur fæst okkar granað þá hversu fáar stundir hún átti eftir. En hún var söm við sig, umfaðmaði okkur og kyssti og eins og venjulega bar hún sig vel og var vel til höfð. Þessa stund okkar í Nátthaganum í Seljalandsseli munum við geyma í huga okkar. Elsku Bogga, þakka þér fyrir að vera góða hlýja frænkan okkar. Guð blessi þig um alla eilífð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Linda Björg og Guðlaug Sigurðardætur. Látin er fyrir aldur fram Guð- björg J. Helgadóttir frá Selja- landsseli, Vestur-Eyjafjölllum, eða Bögga í Seli, eins og hún var alltaf kölluð. Kynni okkar Böggu hófust með þeim hætti að undirritaður átti þess kost að komast í sveit á æsku- heimili hennar í Seljalandsseli, þá nýorðinn sex ára gamall. Ég var mjög heppinn að komast á þetta góða og vandaða heimili. Þar bjuggu þá foreldrar Böggu, þau Guðlaug og Helgi, ásamt henni og sonum hennar þremur, þeim Guð- laugi, Helga og Knúti, auk fleira heimilisfólks. Fjölskyldan reyndist mér afar vel. Þau voru traust, samheldin og barngóð, og var ég fljótt tekinn sem einn af fjölskyldunni og hefur það haldist fram á þennan dag. Til marks um það kallaði ég gömlu hjónin ætíð afa og ömmu. Það kom ekki síst í hlut Böggu að annast mig þann tíma er ég dvaldi þar og gerði hún það eftir bestu samvisku ásamt Laugu móð- ur sinni. Hún var í senn hlý, mild og afar stutt var í hláturinn hjá henni, blessaðri, enda sá hún oft betur en aðrir spaugilegu hliðarnar á tilveranni. Ég man eftir því þegar ég var strákur og vorið var í nánd hve mikill ófriður kom í mig að komast nú austur, því þar leið mér alltaf vel. I sveitakyrrðinni í faðmi ey- fellsku fjallanna, innan um öll dýr- in, þar sem náttúrafegurðin og víð- áttan er svo mikil. Alls urðu sumr- in þar tíu talsins svo að ekki var nú því til að dreifa að manni leiddist. A þeim tíma var hlutverk kon- unnar aðallega fólgið í þjónustu og í þá daga vora öll störf mun erfið- ari en nú er, því þá hafði tæknin ekki ratt sér til ráms. Rafmagnið kom ekki í sveitina fyrr en um árið 1960, og getur hver maður gert sér í hugarlund hve tímamir hafa verið aðrir án rafmagns. Bögga skilaði sínu hlutverki af mikilli kostgæfni. Terturnar sem urðu til í höndum hennar voru margvíslegar að lögun og gerð, sumar skreyttar með glassúr, afar girnilegar, og eitt er víst að ljúft rannu þær niður. Manni virtist stundum að þær rynnu hreinlega á færibandi úr litla búrinu í Seli. En lífið er margslungið og við siglum ekki alltaf lygnan sjó. Hætt er við að hún Bögga í Seli hafi ekki alltaf notið lífsins eins og við köll- um það og geram kröfur til. Víst átti hún sínar erfiðu stundir. Hún var ætíð reiðubúin til þjón- ustu fyrir aðra en gaf sér lítinn tíma fyrir sjálfa sig. I seinni tíð tók að birta til. Hún fluttist að Hvammi til hans Magn- úsar vinar síns og voru þau miklir félagar saman. Með áranum fjarlægðumst við eins og vera ber en aldrei slitnaði þessi tryggð og vinátta milli okkar. Fyi-ir fáeinum áram er átthaga- félagið Nátthagi var stofnað endur- nýjuðust tengslin við allt fólkið og sveitina og hefur það veitt mér og fjölskyldu minni ómælda ánægju. Sveitavera gerir mann að betri manni. Nú þegar leiðir skiljast vil ég og fjölskylda mín þakka Böggu í Seli fyrir allt sem hún gaf okkur. Megi góður Guð styrkja og styðja Magnús, sambýlismann hennar í Hvammi, svo og syni hennar þrjá og þeirra fjölskyldur. Blessuð sé minning hennar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Jens K. Þorsteinsson og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.