Morgunblaðið - 27.06.1998, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998 47
+ Ingibjörg Bene-
diktsdóttir var
fædd á Ásmundar-
nesi í Kaldrananes-
hreppi 14. septem-
ber 1922. Hún lést á
sjúkrahúsi Hólma-
víkur 19. júní síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Bene-
dikt Benjamínsson,
f. 22. apríl 1893, d.
2. júlí 1974, og kona
hans Finnfríður Jó-
hanna Jóhannsdótt-
ir, f. 3. júlí 1888, d.
10. janúar 1964.
Systkini Ingibjargar voru Guð-
björg, Magnús, Sigurbjörg og
Björn, öll látin.
Ingibjörg giftist Pétri Áskels-
syni, sjómanni, f. 12. jan. 1917 á
Bassastöðum, Kaldrananes-
hreppi, d. 17. mars 1971. Þau
eignuðust 11 börn: Ásdís Guð-
ný, f. 18 september 1940. Biísett
á Akranesi, maki Björn Árna-
son. Börn þeirra eru Birna Dís,
Ingibjörg Hulda, Árni Magnús,
Pétur og Þuríður. Þau eiga 13
barnabörn og 1 barnabama-
barn. Finnfríður Benedikta, f.
15. mars 1942, búsett á Hólma-
vík. Maki Jón Kristinsson. Böm
Finnfríðar em Ingþór Pétur,
Brynja Rós, Jón Trausti, Gunn-
ar Freyr, Bjarki Hólm. Bama-
börn hennar em 7. Ástvaldur, f.
9. ágúst 1943, búsettur á
Hvammstanga, maki Jytta Juul.
Böm þeirra era Petra Hlín,
Súsanna Björg og Bára. Þau
eiga 3 barnabörn. Jón Gunnar,
f. 14. desember 1944, d. 6. febr-
Mamma, elsku mamma
man ég augun þín
1 þeim las ég alla
ebkuna til mín.
Mamma, elsku mamma
man ég þína hönd
bar hún mig og benti
björt á dýrðarlönd.
Mamma, elsku mamma
man ég brosið þitt,
gengu hlýir geislar
gegnum hjartað mitt.
Mamma, elsku mamma
mér í huga skín
bjarmi þinna bæna
blessuð versin þín.
Mamma, elsku mamma
manéglengstogbest
hjartað blíða, heita
hjarta, er ég sakna mest.
(Ók. höf.)
Þetta ljóð á svo vel við Lillu, er ég
minnist hennar. Lilla var fíngerð,
falleg kona með lágværa ómþýða
rödd. Ég var á unglingsaldri er ég
úar 1965. Birgir
Hafstcinn, f. 6. júli
1946, búsettur á
Hólmavík. Guðrún
Björg, f. 21. septem-
ber 1948, búsett á
Akureyri, maki
Stefán Omar Her-
mannsson. Börn
þeirra em Jón
Gunnar, Harpa,
Hlynur og Sigurður
Fannar. Þau eiga 3
barnabörn. Svavar
Hreinn, f. 20 janúar
1952, búsettur á
Hólmavík, maki Að-
aiheiður Steinarsdóttir. Börn
þeirra eru Jóhanna Kariotta,
Pétur Áskell og Svavar Kári.
Þau eiga 1 barnabarn. Benedikt
Sigurbjöm, f. 31. mars 1954,
búsettur á Hólmavík, maki
Signý Ólafsdóttir. Börn þeirra
em Ingibjörg og Hafþór Rafn.
Stúika Pétursdóttir, f. andvana
26. júlí 1956. Ingvar Þór, f. 7.
febrúar 1958, búsettur á
Hólmavík, maki Bryndís Sig-
urðardóttir. Börn þeirra era
Ester, Heiðdís Arna og Björk.
Þau eiga 1 barnabarn. Linda
Dröfn, f. 23. aprfl 1962, búsett á
Akranesi, maki Þröstur Vil-
hjálmsson. Börn þeirra era Vil-
hjáimur Þór, Birgitta Dröfn og
Marvin.
Ingibjörg bjó með manni sín-
um fyrst á Kaldrananesi og
Djúpavík og var si'ðan húsmóðir
á Hólmavík.
Útför Ingibjargar fer fram
frá Hólmavíkurkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
kynntist Lillu í gegnum vinskap við
bömin hennar. Mér er minnistætt
hvemig hún stjómaði bamaskaran-
um með hljóðlátri mildi þó fjölgaði í
hópinn hennar, ærslafengin ung-
menni.
Ég dáðist að Lillu hvemig hún
tókst á við lífið. Móðurhlutverkið er
vandasamt hlutverk og margt sem
kallar á í nútímasamfélagi, Lilla
kunni svo vel að vera móðir.
Ég verð ævinlega þakklát fyrir
kynni mín af Lillu, sem er mér dýr-
mæt gjöf. Elsku Biggi og aðstand-
endur, ég votta ykkur samúð mína.
Sigrún Ásgeirsdóttir.
Mig langar til að minnast tengda-
móður minnar með þessum orðum,
en hún lést á Sjúkrahúsi Hólmavík-
ur 19. júní síðastliðinn, eftir erfiða
sjúkdómslegu.
Ingibjörg Benediktsdóttir eða
Lilla eins og hún var oftast kölluð í
daglegu tali fæddist á Ásmundar-
nesi í Bjamarfirði á Ströndum og
ólst þar upp. Ung að ámm giftist
hún eiginmanni sínum Pétri Áskels-
syni frá Bassastöðum á Selströnd
og byrjuðu þau að búa á Brúará, en
fóm síðan að Kaldrananesi og vom
þar í eitt ár en síðan lá leiðin í
Djúpuvík á Ströndum í síld.
Frá Djúpuvík fóm þau hjónin síð-
an aftur árið 1945 að Kaldrananesi í
Bjarnarfirði, þar sem þau reistu ný-
býlið Bjarg, og bjuggu þau þar til
haustsins 1954 er þau fluttu til
Hólmavíkur og áttu þar heima upp
frá því.
Lilla og Pétur eignuðust ellefu
börn, níu þeirra em enn á lífi, ein
stúlka fæddist andvana og soninn
Jón Gunnar misstu þau af slysfór-
um árið 1965. Árið 1971 varð Lilla
aftur fyrir miklum missi er Pétur
maður hennar fórst á báti sínum,
mb. Víkingi. Stóð þá Lilla ein uppi
með börn sín og var henni þá styrk-
ur að þeim sem voru komin til full-
orðinsára. Sá tími þessarar aldar
sem Lilla eignaðist bömin sín ellefu
var um margt mjög erfiður fýrir
konur, þetta var tími mikilla breyt-
inga í íslensku þjóðfélagi, það lagð-
ist að mestu leyti af að hafa vinnu-
konur og nútíma heimilistæki vora
ekki komin til skjalanna, og er það
okkar kynslóð lítt skiljanlegt hvern-
ig þessar konur komust af við hinar
erfiðu aðstæður, þegar við fáum nóg
með 2-3 börn og öll nútíma þæg-
indi.
Það gefur augaleið að þessi harða
lífsbarátta kostaði sitt og voru kon-
ur oft slitnar um aldur fram og fór
ekki hjá því að hún tæki sinn toll
hjá Lillu og átti hún við heilsuleysi
að stríða á efri ámm. Lilla mín var
ein af þessum hetjum hversdagslífs-
ins sem ber ekki mikið á, það hefur
verið mikil vinna að ala upp tíu böm
og mörg handtökin við að prjóna,
sauma og gera við, og þegar ég
kynntist Lillu á efri áram vora þeir
ófáir sokkarnir sem hún skaut að
syni sínum, að ekki sé talað um fal-
legu útprjónuðu peysurnar sem
birtust í jólapökkunum til barna
okkar. Oft var það að maður sá á
eftir þeim bræðmm skjóta sér inn
til mömmu sinnar til að fá sér kaffi-
sopa og vom þá oftar en ekki
pönnukökur eða hinir einu sönnu
snúðar með kaffinu, sem ég held að
okkur tengdadætmnum takist
aldrei að baka þrátt fyrir góða við-
leitni. Eftir að Pétur fórst hélt Lilla
heimili í Bræðraborg með þeim
bömum sínum sem enn voru í for-
eldrahúsum og síðan með syni sín-
um Birgi og flutti hún til hans í ann-
að húsnæði þegar aldurinn færðist
yfir og hugsaði hann vel og af um-
hyggju um móður sína í ellinni.
Það kom síðan að því að veikindi
Lillu ágerðust og var hún seinustu
tvö æviár sín á Sjúkrahúsinu á
Hólmavík.
Elsku Lilla mín, nú þegar komið
er að leiðarlokum er það trú mín að
algóður guð hafi tekið þig í faðm sér
og að þú hafir nú hitt aftur horfna
ástvini. Aðstandendum sendi ég
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Aðalheiður Steinarsdóttir.
INGIBJÖRG
BENEDIKTSDÓTTIR
SÆMUNDUR
BREIÐFJÖRÐ
HELGASON
áttum við saman góða
kveðjustund ásamt
ömmu, við kvöddumst
svo en mér datt samt
einhvem veginn aldrei í
hug að ég væri að
kveðja þig að eilífu. Þú
kenndir mér svo ótrú-
lega margt í ssambandi
við lífið og aðra hluti og
varst alltaf svo skiln-
ingsríkur og stoltur af
öllu sem ég gerði og þú
hjálpaðir mér með allt
sem þú gast. Það er svo
skrítið að vera annars
staðar í heiminum og
geta ekki kvatt þig hinstu kveðju. Og
að hugsa um að koma heim og geta
ekki komið til þín í heimsókn til að
spjalla um daginn og veginn, farið í
bíltúr niður á bryggju, því að þeim
stað í Hafnarfirði unnir þú mest,
+ Sæmundur
Breiðfjörð
Helgason fæddist í
Kvígindisfirði, A.-
Barðastrandasýslu
23. október 1916.
Hann lést á Lands-
spítalanum þann 3.
júní síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Hafnarfjarðar-
kirkju ll.júní.
Elsku afi minn. Núna
ertu farinn og kemur
aldrei aftur, nema auð-
vitað í draumum mínum og hugsun-
um, eins og þú ert búinn að vera svo
mikið síðustu daga. Síðast þegar ég
sá þig varstu svo hress og svo
ánægður fyrir mína hönd að vera að
fara til Þýskalands. Áður en ég fór
enda gamall sjómaður. Ég elska þig
og hef alltaf gert og minningin um
þig mun lifa í hjarta mínu um aldur
og ævi. Þegar ég eignast börn mun
ég segja þeim frá þér og kenna þeim
að búa til „bréfbáta". Það er óhugn-
anlega sárt að missa þig en ég vona
að þér líði betur þar sem þú ert
núna.
Elsku pabbi, amma, Helgi og aðrir
ástvinir. Megi Guð vera meðykkur í
sorginni og ég votta ykkur mína
dýpstu samúð.
„Þótt ég sé látinn, harmið mig
ekki með tárum, hugsið ekki um
dauðann með harmi eða ótta. Ég er
svo nærri, að hvert eitt tár ykkar
snertir mig og kvelur, þótt látinn
mig haldið. En þegar þið hlæið og
syngið með glöðum hug, lyftist sál
mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð
og þakklát fyrir allt sem lífið gefur
og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði
ykkar yfir lífinu."
(Kahlil Gibran.)
Elsku afi minn, þú varst fullkomin
fyrirmynd, takk fyrir allt, við sjá-
umst aftur seinna.
Ástar og saknaðarkveðjur,
Þín,
Halfa Eyberg Þorgeirsdóttir.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
GUÐMUNDUR HANSSON
fyrrverandi vörubifreiðastjóri,
Skúlagötu 40,
lést miðvikudaginn 24. júní á hjartadeild
Sjúkrahúss Reykjavíkur, Fossvogi.
Elsa D. Helgadóttir,
Halla Guðmundsdóttir, Gunnlaugur H. Gíslason,
Hans B. Guðmundsson, Steinunn Njálsdóttir,
Friðjón Guðmundsson, Karen Emilsdóttir,
Snorri Guðmundsson, Lilja Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir mín og tengdamóðir,
SIGURBJÖRG (SILLA) E. LEVY,
áður til heimilis
á Sólvallagötu 60,
Reykjavík,
lést að Seljahlíð fimmtudaginn 18. júní.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey, að ósk
hinnar látnu.
Edda Levy, Heiga María Stefánsdóttir.
+
Faðir okkar og tengdafaðir,
ALFREÐ BJÖRNSSON
frá Útkoti
á Kjalarnesi,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur.
Útförin auglýst síðar.
Björn Alfreðsson,
Hafsteinn Alfreðsson,
Óskar Alfreðsson,
Sæmundur Alfreðsson,
Erla Jósefsdóttir,
Guðrún Jóhannesdóttir,
Helga Valdimarsdóttir,
Dagbjört Flórentsdóttir.
+
Faðir okkar, bróðir og sonur,
KONRÁÐ RAGNAR BJARNASON
fyrrv. framkvæmdastjóri,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni
mánudaginn 29. júní kl. 15.00.
Ragnhildur B. Konráðsdóttir,
Kristín S. Konráðsdóttir,
Konráð R. Konráðsson,
Sigríður Bjarnadóttir,
Bjarni Konráðsson.
+
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma
og systir,
SOFFÍA G. JÓNSDÓTTIR
frá Deildartungu,
Kaplaskjólsvegi 65,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánu-
daginn 29. júní kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Heimahlynningu Krabba-
meinsfélagsins.
Sigurbjörg Þorsteinsdóttir,
Sigurður Kári Árnason,
Arnbjörg Sofffa Árnadóttir,
Ragnar Auðun Árnason,
Vigdfs Jónsdóttir,
Ragnheiður Jónsdóttir,
Hannes Jónsson,
Árni Þór Sigurðsson,
Guðrún Jónsdóttir,
Andrés M. Jónsson.