Morgunblaðið - 27.06.1998, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998 53
1
I
I
9
]
9
1
i
9
il
I
1
3
9
j
i
9
FRÉTTIR
ven
<LT. 447.OOO
staógreitt
YAMAHA
VIRAGO 535 DX
kr. 799.000
mmm
1 Skútuvogi 12A, s. 568 1044.
HLUTI sýnenda á EIBTM, f.v.: Matthfas Kjartansson, Guðmundur
Kjartansson, Sigríður Gunnarsdóttir, Hákon Þór Sindrason,
Kristjana Skúladóttir, Stella Kristinsdóttir, Knútur
Óskarsson og Lára Pétursdóttir.
Sýndu
RÁÐSTEFNUSKRIFSTOFA fs-
lands tók í sjötta skipti þátt í
sýningunni EIBTM í Genf dag-
ana 12.-14. maí. Ráðstefnu-
skrifstofan, sem Ferðamálaráð
sér um framkvæmd verkefnaá-
ætlunar fyrir, sá um undirbún-
ing og framkvæmd sýningar-
innar, en þátttaka í sýningum
erlendis er einn stærsti Iiður í
markaðsstarfí skrifstofunnar.
Sýningin í Genf er stærsta ráð-
stefnu- og hvataferðasýning í
heimi og þangað komu ríflega
7.000 gestir frá 70 mörkuðum
en sýnendur eru rúmlega 2.000.
Þeir sem sýndu með Ráð-
stefnuskrifstofunni voru Flug-
leiðir, Ferðaskrifstofa Islands,
Islandsferðir, íslands- og
Skandinavíuferðir, Ráðstefnur
og fundir, Samvinnuferðir-
Landsýn og Úrval-Útsýn.
Sýningin tókst mjög vel, gest-
ir komu aðallega í skipulögðum
hópum á básinn, stutt móttöku-
athöfn var haldin við komu
------------------
í Genf
gestanna, síðan var þeim sýnt
myndband, en að því loknu sett-
ust sýnendur með þeim og gáfu
nánari upplýsingar. Gestum var
boðið upp á lax frá íslenskum
matvælum og konfekt frá Nóa-
Síríusi. Að lokum fengu gestir
upplýsingaefni um Island.
Fengu
fjallareiðhjól
og hjálma
„ÍSLENSK getspá hefur tvo síðast-
liðna vetur verið í leik með hlust-
endum Rásar 2 sem spila jafnframt
saman í lottóinu. Lottóhópar um allt
iand sendu inn þátttökubeiðni til
Rásar 3 og voru tveir hópar dregnir
út vikulega í beinni útsendingu.
Fékk hvor hópur 10 raða kerfísseðil
að gjöf frá íslenskri getspá.
Samhliða þátttöku sinni í lottóinu
svöruðu hóparnir einni spurningu í
þættinum. Voru nöfn þeirra hópa
sem svöruðu rétt sett í sérstakan
pott sem dregið var úr í síðasta
þættinum, 29. maí.
Það var nafn eins af lottóhópum
verkfræðistofu Guðmundar og Kri-
stjáns, VGK-hópurinn svokallaði,
sem dreginn var, en á verkfræði-
stofun munu vera nokkrir lottóhóp-
ar. Fengu meðlimir hópsins 21. gírs
Reider-fjallareiðhjól og Trek-
hjálma að gjöf frá íslenskri getspá,"
segir í fréttatilkynningu.
-------♦-♦-♦-----
LEIÐRÉTT
Vilborg ekki Valgerður
í MYNDTEXTA með frétt um
Bjarna Tryggvason, geimfara, í blað-
inu í gær, var frænka hans Vilborg
Tryggvadóttir rangnefnd Valgerður.
Beðist er velvirðingar á mistökun-
um.
Vilhjálmur ekki Gunnar
Rangt var farið með nafn í mynda-
texta í frétt um Vottunarstofuna Tún
i Viðskiptablaði Morgunblaðsins á
fimmtudag. Vilhjálmur Bjarnason
var rangnefndur Gunnar A. Gunn-
arsson.
Beðist er velvirðingar á mistökun-
um.
IMi
STYRKÞEGARNIR Elva Rut Jónsdóttir og Hafdís I. Hinriksdóttir.
Uthlutað úr styrktar-
sjóði Aðalskoðunar hf.
Hafóu samband -
ýmsir lánamöguleikar
Sportbúð - TÍtan • Seljavegi 2
SÍMI 551 6080 • Fax 562 6488
IGNÁCIO Pacas við eitt verka sinna.
Málverkasýning á veitingastaðnum 22
IGNÁCIO Pacas opnar málverkasýningu á veitinga- Pacas er frá BrasQíu og hefur búið hér á landi sl.
staðnum 22, Laugavegi 22, í kvöld, laugardag, kl. 21.30. fjögur ár.
„UNDIR lok sl. árs var ákveðið
að selja á stofn styrktarsjóð Að-
alskoðunar. Tilgangur sjóðsins
er m.a. að beina styrkjum, sem
Aðalskoðun hf. veitir, á mark-
vissari hátt en verið hefur. Mið-
að er við að veita styrki tvisvar
á ári, nú í fyrsta skipti. Mikill
Qöldi umsókna hefur borist
sjóðnum frá áramótum tengt
ýmsum þáttum.
Að þessu sinni var ákveðið að
styrkja tvær ungar afrekskonur
á sviði íþrótta, Elvu Rut Jóns-
dóttir fímleikakonu og Hafdisi
I. Hinriksdóttur handknatt-
leikskonu. Báðar eru í fremsta
flokki, hvor í sinni grein,“ segir
í fréttatilkynningu frá Aðal-
skoðun.
„Elva Rut, Fimleikafélaginu
Björk, er 19 ára gömul og hefur
unnið til fjölda verðlauna. Hún
er núverandi bikar- og íslands-
meistari í fímleikum og hlaut
mörg verðlaun á Norðurlanda-
meistaramóti í apríl sl. þ.á m.
Norðurlandameistaratitil. Hún
stefnir á þátttöku á Ólympíu-
leikunum árið 2000.
Hafdís, Fimleikafélagi Hafn-
arfjarðar, er 17 ára og vann
fímm titla með sínu liði á sl.
vetri. Hún er í landsliði 18 ára
og yngri og ætlar í sumarfríinu
að keppa með landsliðinu á
Evrópumeistaramótinu og æfa
handbolta í Austurríki. Upp-
rennandi handboltakona sem
stefnir á enn betri árangur.
Báðar þessar íþróttakonur
eru að ná frábærum árangri og
eru ungu fólki góð fyrirmynd.
Á þessu vori hefur einnig verið
sérstök umföllun af hálfu verk-
efnissljórnunar ÍSÍ um afreks-
konur. Styrkur til kvenna sem
falla undir þann hóp er því vel
við hæfí um þessar mundir,“
segir ennfremur.
TITAN
RúmgóÖar geymsluhirslur • Rúmgóðir skápar
• Tveggja hellna gaseldavél • 50 mm kúlutengi
• Svefnpláss fyrir 6+ • 12 volta rafkerfi
• Varadekk, festing og varadekkshlíf
• Ljósabúnaóur skv. EES staðli
• Skrúfaðir undirstöðufætur
• LokaÓur lyftubúnaóur
• Ryðvarinn undirvagn
• og margt fleira