Morgunblaðið - 27.06.1998, Side 55

Morgunblaðið - 27.06.1998, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998 55 \ I J 1 i i I I j I j i 3 ; i j < i < i 4 BREF TIL BLAÐSINS Að vera eða ekki vera hjúkrunarfræðingur? Frá Sif Gunnarsdóttur: HÉR sit ég heima dag eftir dag og les Moggann minn, fylgist með fréttum af uppsögnum hjúkrunar- fræðinga og mér verður alltaf heit- ara og heitara í hamsi. Ástæðan er sú, að þegar ég fyrir 7 árum ákvað að fara í hjúkrun í Háskóla Islands óraði mig ekki fyrir því, að ég hefði ekki efni á því að framfleyta fjöl- skyldu minni á launum hjúkrunar- fræðings, en grunnlaun mín eftir 2 ár í starfí eru tæpl. 95.000 kr. Mér finnst það hart að öll sú vinna sem lögð var að baki við námið og sú vinna sem ég inni af hendi á mínum vinnustað nú skili sér ekki til mín í launaumslaginu mínu. Ég þóttist nú sjá vonarglætu þegar nýi kjara- samningurinn var samþykktur og lágmarkslaunin nálguðust eitthvað sem talist gæti réttlæti fyrir erfiða vinnu og þá miklu ábyrgð sem hjúkrunarfræðingur ber þegar hann er í vinnu. Síðan kom áfallið, það átti eftir að raða okkur í launaþrep og launaramma og nefnd var skipuð til að fjalla um málið. Þegar kom að Ríkisspítölum að samþykkja þá varð allt strand. Engir peningar til og gamla lumman heyrðist enn og aft- ur: „Hvar ætlið þið að finna pening- ana til þess arna, stelpur?" Fyrir ut- an það, að í dag eru hjúkrunarfræð- ingar ekki bara stelpur heldur líka strákar, þá verðið þið að fyrirgefa, ég hélt ekki að hjúkrunarfræðingar bæru ábyrgð á ríkisfjármálunum líka. Mér finnst það líka mjög skrýtið að það sé samið við allar aðrar heil- brigðisstéttir um launaþrep og laun- aramma sem gefur þeim betri kjör, en hjúkrunarfræðingar eiga að sitja eftir og þiggja sín lágu laun með þökkum þar sem þeir eru alfarið í sínum störfum af hugsjón, eða þannig mætti skilja þessi skilaboð frá ríkinu. Ég get sagt ykkur það að ég þarf að lifa af mínum launum og framfleyta mér og 2 börnum mínum, hugsjónin borgar ekki fyrir mig matinn eða reikningana mína, dag- mömmu yngra barnsins míns og áfram mætti lengi telja. Það hins vegar eiga launin mín að gera, en þau gera það ekki. Ég er orðin ansi þreytt á úreltum hugsunarhætti ráðamanna þjóðar- innar sem boða áframhaldandi lág- launastefnu fyrir hjúkrunarfræð- inga og virðast stoltir af því. Að minnsta kosti er allt annað reynt en að semja við hjúkrunarfræðinga. Það á að flytja gjörgæslusjúklinga til útlanda (hvað ætli það kosti?), það á að bjóða einhvers konar launauppbót án launahækkunar (skyldi það vera laxveiði?), pening- um er eytt í hitt og þetta, en þegar kemur að hjúkrunarfræðingum þá látum við þá bara segja upp og fara annað. Setjum saman neyðaráætlun sem gengur í mesta lagi í viku, hjúkrunarfræðingar hafa svo mikl- ar taugar til skjólstæðinga sinna að þeir hljóta að koma aftur. Þetta er hugsunarhátturinn sem er ríkjandi. Hjúkrunarfræðingar hafa auðvit- að miklar áhyggjur af því hvað verð- Nýtt hafnarmann- virki í Kópavogi Helgi Helgason Frá Helga Helgasyni: FYRIR ekki löngu var tekið í notk- un í Kópavogi nýtt hafnarmann- virki, endapunktur mikillar vinnu hugsjónamanna í bæjarstjórnum Kópavogs fyrri ára og til dagsins í dag. Þessi höfn er sérstök að því leyti að hún er byggð í mikilli óþökk núverandi hafnarmálastjóra sem hefur lagt á sig sérstakan ki-ók til þess að fé úr Hafnarbótasjóði rynni örugglega ekki til Kópavogsbúa. Þrátt fyrir að Kópavogshöfn hafi haft allan rétt til styrkja í fram- gppj kvæmdir af op- inberu fé hefur því verið svo far- ið að öll loforð og svör hafnar- málastjóra (nú- verandi for- stjóra Siglinga- stofnunar) hafa reynst gjörsam- lega óáreiðan- leg. Fyrir utan- aðkomandi virð- ist þetta mjög merkileg stofnun. Hversu kaldhæðnislega sem það nú hljómar þá er aðsetur Siglinga- stofnunar í Kópavogi og ekki annað að sjá en að frá mannvirkjum sé glæsilega gengið og umhverfi þar allt hið snyrtilegasta. En þegar far- ið er að spjalla við bæjarstjórnar- fulltrúa og nefndarmenn í hafnar- stjórn Kópavogs kemur í ljós að ekki er allt sem sýnist. Sumir vilja meina að starfsemin sé tíma- skekkja. Opnun Kópavogshafnar er því ærið tilefni til þess að stinga niður penna og rifja upp dóm Ríkis- endurskoðunar frá janúar 1997 en þar er þessi stofnun og yfirstjórn hennar, þ.e. hafnarmálastjóri, tekin svo á beinið fyrir óstjórn að furðu sætir að maðurinn skuli ekki hafa verið dreginn til ábyrgðar. En hvað er það sem gerir það að verkum að almenn umræða um svo alvarlega skýrslu sem þessa skuli ekki kom- ast á neinn skrið í þjóðfélaginu fyr- ir utan einn leiðara í Morgunblað- inu um málið? Jú, því þrátt fyrir að alþingismenn og sveitarstjórnar- menn fussi og sveii þegar málefni þessarar stofnunar ber á góma þá er það gert í hálfum hljóðum því það er nefnilega ekki gott að styggja hafnarmálastjóra því þá er hætt við að höfnin í bænum eða kjördæminu fái ekki að vera með í sukkinu. Það eru því nokkur tíma- mót að bæjarstjórar á Reykjanesi skuli ganga fram fyrir skjöldu og álykta að Hafnarmálastofnun (nú Siglingastofnun) skuli lögð niður. En hvað er það sem ríkisendur- skoðun átelur svo harðlega? Við yf- irlestur skýrslunnar má draga þá ályktun að hafnarmálastjóri hafi ekki hugmynd um hvað sé að gerast í stofnuninni. í fyrsta lagi átelur Ríkisendurskoðun hafnarmála- stjóra og Halldór Blöndal fyrir heimildarlausar fjárveitingar sem hlýtur að teljast nokkuð alvarlegt. í öðru lagi, og það sem alvarlegast er, að í mörgum tilfellum er hafnar- málastjóra ekki ljóst og getur ekld veitt upplýsingar um hvað ákveðin mannvirkjaframkvæmd kostaði! Á blaðsíðu 66 í skýrslunni stendur: „í fjárhagsuppgjöri Hafnarmálastofn- unar kemur ekkert fram um það. hvað hver einstök framkvæmd kost- ar í reynd ef hún stóð yfir í meira en eitt ár.“ Og „... Hafnarmálastofnun gerir ekki framkvæmdaskýrslur þegar framkvæmdum er lokið ... tæknilegar upplýsingar varðandi framkvæmdina eru geymdar á frek- ar óskipulegan hátt...“ Til hamingju stjórn Sambands ungra sjálfstæðis- manna (sem þá sat) að velja þessa stofnun sem best rekna opinbera fyrirtækið! Hvar var veislan? Að lokum er rétt að vitna í einn gull- mola úr skýrslunni, en eins og allir vita eru dýpkanir og hafnargerð boðnar út eftir rannsóknir Hafnar- málastofnunar, en á þeim byggja verktakar tilboð sín og hafa margir farið flatt á: „... en þá verður að gera útboðsgögn þannig úr garði að varað sé við óvissu vegna lítilla rannsókna". Svona orðalag má skilja sem yfir- lýsingu um að stofnunin hafi engan tilgang. HELGI HELGASON, varabæjarfulltrúi í Kópavogi. ur um skjólstæðinga þeirra, en ábyrgðin er stjórnvalda. Þó að hjúkrunarfræðingurinn sé máttugur þá getur hann ekki alltaf bjargað öllu sem aflaga fer og nú sitja ríkis- stjórnin og stjórn Ríkisspítala í súp- unni, búnar að afsala sér rétti til að framlengja uppsagnarfrestinn og þá á að fara að skella skuldinni á hjúkr- unarfræðingana Ég get bara sagt að það er fyrir löngu kominn sá tími að störf hjúkr- unarfræðinga séu metin að verðleik- um og einnig sú ábyrgð sem hjúkr- unarfræðingar bera í starfi. Ár eftir ár, áratug eftir áratug hafa hjúkrun- arfræðingar liðið það að vera lágt launaðir. Það er bara svo og svo mikið sem hægt er að taka á sig af vonbrigðum ár eftir ár, áratug eftir áratug. Að lokum vil ég segja það að ef hjúkrunarfræðingar fá ekki mann- sæmandi laun út úr þessum aðgerð- um sínum nú, þá fá þeir þau aldrei, svo nú er að hrökkva eða stökkva. SIF GUNNARSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Geðdeild Landspítalans. Mazda 323 Sedan Staðalbúnaður: Fullkomin hljómflutningstæki með geislaspilara, útvarpi og fjórum hátölurum, vökvastýri/veltistýri, samlæsingar m/fjarstýringu, loftpúði fyrir ökumann, mottur að framan og aftan, snúningshraðamælir, GLX innrétting, ryðvörn m/8 ára ábyrgð. www.mbl l.is Til í svörtu, hvítu, rauðu og brúnu. Mjög áferðarfallegt og auðvelt í uppsetningu. RVDhB Hagæða sænskt þakrennukerfi úr plastisol húðuðu stáli. Gott verð 20% afsláttur 10 ára ábyrgð. Öll blikk- og járnsmíði Þakkantar - þaktúður - þakstál - loftræstingar. BLIKKSMIÐJA GYLFA Bíldshöfða 18 ♦ 112 Reykjavík ♦ Sími 5674222

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.