Morgunblaðið - 27.06.1998, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 27.06.1998, Qupperneq 58
58 LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ1998 MORGUNBLAÐIÐ / Eg skapa mín eigin tækifæri Kvikmynd Jóhanns Sigmarssonar „Ein stór fjölskylda“ fékk misjafna dóma áhorf- enda og gagnrýnenda. Leikstjórinn hefur nú tekið aðra bíómynd og sagði Hildi Loftsdóttur að hann hefði enga ástæðu til að láta neitt aftra sér. FÉLAGARNIR Jóhann Sigmarsson og Júlíus Kemp í Kvikmyndafé- lagi Islands vinna sam- an að nýjustu kvik- mynd Jóhanns „Oskabörn þjóðar- innar“ sem hefur verið styrkt bæði af Kvikmyndasjóði Islands og handritasjóðnum „European Script Fund“. Blaðamaður heimsótti leikstjór- ann og handritshöfundinn Jóhann heim í íbúðina sem var einn af stærri upptökustöðum myndarinn- ar. Sjónarhorn smákrimmans - Um hvað fjalla „Óskaböm þjóðarinnar"? „Þetta er mynd um smákrimma, og þetta er sjónarhom þeirra á þá sjálfa og aðra smákrimma. Annars er þetta raunsæ kómedía. Flest sem ég skrifa er raunsætt. Ég hef gaman af því að taka eftir því sem fólk tekur annars ekki eftir í fari fólks. Þess vegna skrifa ég um lífið eins og það er, en þessi mynd er um líf mjög þröngs hóps af fólki. Upphaflega fékk ég þó hugmynd- ina 1993 og hún hefur verið að gerjast í kollinum á mér síðan. Eitt sinn var ég að ganga á milli tökustaða með starfsliðið mitt á hælunum. Allir voru berandi tæki og tól og þegar ég leit yfir hópinn fannst mér þau eins og smákrimm- ar. Fyrst ætlaði ég að gera myndina nú í sumar en þá hefði hún ekki verið frumsýnd fyrr en árið 1999. Ég var reyndar ekki búinn að fjár- magna hana að fullu þegar ég hóf tökumar. En þar sem ég var í stuði til þess að gera mynd, og hafði enn metnað fyrir þessa mynd þá dreif ég í henni í fyrrasumar. Nú er ég búinn að grófldippa myndina, Júlli fer yfir það, síðan fínpússar Stein- grímur Karlsson verkið. Ég á gíf- urlega mikið efni því nýtingin á í kvöld kl. 20 sunnudag 28. júní föstudag 3. júlí örfá sæti laus laus sæti laugardag 4 júli ( kvöld kl. 23 fimmtudag 2. júli örfá sæti laus örfá sæti laus Sýningar hefjast kl. 20.00. Ósóttar pantanir seldar daglega. Miðasala sfmi 551 1475. Opin alla daga kl. 15-19. Símapantanir frá kl. 10 virka daga og frá kl. 13 um helgar. Sumartónleikar „Konu sína enginn kyssti betur né kvað um hana líkt og ég“ Ragnheiður Olafsdórtir og Þórarinn Hjartarson með dagskrá og tónleika helgaða Páli Ólafssyni fim. 2/7 kl. 21.00 laus sæti „Örtónleikar“ með Möggu Stínu lau. 4/7 kl. 22—2 laus sæti Matseðill sumartónleika Indverskur grænmetisréttur að hætti Lindu, borinn fram með fersku salati og ristuðum furuhnetum. „ Eftirréttur: „Óvænt endalok" Miðasalan opin alla virka daga kl. 1S-18. Miðap. allan sólarhringinn í s. 551 9055. Netfang: kaffileik@isholf.is MÚSÍKBASAR Spiluð lög eftir Leif Þórarinsson kl. 14. Ókeypis aðgangur Miðasalan opin 12—18. Sími í miðasölu 530 30 30 LEIKSKÓLINN sýnlr ÞÆTTI ÚR SUMARGESTUM e. Maxím Gorkí FYRIRHUGAÐAR SÝNINGAR: 27. júní.6. sýning 30. júní.7. sýning 2. júlí..8. sýning Sýnlngar hefjast kl. 20:00 Sýnter í LEIKHÚSINU Ægisgötu 7. Mlflaverðkr. 500,- Mi&pantanir í síma: 561-6677 & 898-0207 milli kl. 16-19. LEIKSKÓLINN FÓLK í FRÉTTUM - v'; <-i ’t r'-t- , PlllílF Morgunblaðið/Amaldur JÓHANN er ánægður með nýju myndina sína, „Óskabörn þjóðarinnar' filmunni var mjög góð. Handritið er líka langt, þannig að ég verð að sleppa einhvetjum at- riðum, en frumsýning er áætluð í september eða október.“ Allir eru jafnir - Hverjir leika í myndinni? „Ottarr Proppé og Grímur Hjartarson leika aðalpersónurnar, félagana Simma og Óla. Svo eru það Ragnheiður Axel, Davíð Þór Jóns- son, Jón Sæmundur, Þröstur Leó Gunnars- son, Arni Tryggvason og Friðrik Þór Friðriks- son. - Er Friðrik Þór góð- ur leikari? „Ef maður er góður leikstjóri er maður yfir- leitt góður leikari. Hann var svolítið feiminn en ég braut hann niður. Friðrik er bara svo mik- il rúsína.“ - Hvernig valdir þú aðalleikarana? „Óttarr er skemmti- kraftur og hefur góða áru yfir sér. Svo er hann líka svo sætur. Grím hef ég þekkt í 25 ár og mér finnst hann hæfileika- ríkur, en ég þurfti að móta hann í hlutverkið. Sumir óreyndir leikarar gáfust upp á því stigi. Hjá mér eru allir jafnir við vinnuna og ég vil að leikarar séu skapandi með mér. Þetta er ekki bara mín mynd heldur LjósmyncÞStefán Karlsson GRÍMUR Hjartarson er Öli. ÓTTARR Proppé er Simmi. hópverkefni, og þess vegna vil ég að allir séu ánægðir. Leikstjóm gengur mikið út á sálfi’æði. Það kvörtuðu sumir yfir því að ég væri alltaf að ljúga í leikarana, en það er bara ein af mínum brellum til að fá það besta út úr leikaranum. Að reita þá svolítið til reiði. Það er samt mikil þrautseigja í þessum blessuðu leikurum." Frábær lærdómur „Ein stór fjölskylda" kostaði bara 5 milljónir og er það ódýrasta mynd sem gerð hefur verið á íslandi. Við höfðum engan bíl til umráða, og við urðum stundum að bera kvik- myndatækin á milli húsa þegar við vorum að fá þau lánuð frá ýmsum iyrirtækj- um úti í bæ. Ég sá ekki eftir að hafa gert þá mynd, því hún var mjög góð reynsla fyrir mig. Jafnvel þótt ykkar menn hafi gagnrýnt hana alveg í svaðið og kallað mig versta leikstjóra samtímans, held ég að það sé ekki rétt. Ég er ekki að segja sögur til að ganga í augun á gagn- rýnendum eða stelpum. Ég er eingöngu að segja þær til að æfa mig að segja sögu og æfa mig með miðilinn. Ef ég fæ svo leið á því að segja sögur hætti ég því. Ég skapa mér mitt eigið tækifæri og hef alltaf gert. Og nú verður gaman að sjá hvernig fólk á eftir að taka „Óskabörnum þjóðarinn- ar“, segir Jóhann og skelli- hlær. Nýtt Picasso- safn ► SPÆNSKI konungur- inn Juan Carlos og Sofía drottning opnuðu Picasso-safn í húsi því sem meistarinn fæddist í. Húsið var gert upp af þessu tilefni og nam kostnaður við það um 112 milljónum íslenskra króna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.